Morgunblaðið - 08.11.2019, Side 4

Morgunblaðið - 08.11.2019, Side 4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landmannalaugar Náttúruferðamennska er stunduð í fallegu umhverfi. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samsetning gesta sem leggja leið sína í Landmannalaugar hefur breyst mikið á undanförnum 20 ár- um, samkvæmt rannsóknum Önnu Dóru Sæþórsdóttur, prófessors við Háskóla Íslands. Ferðamenn eru mjög ánægðir með flest þarna en þó sérstaklega með náttúruna. Þá hefur það breyst hverju fólk er að sækjast eftir, nú er meiri áhersla á merktar gönguleiðir og göngubrýr en minni en áður á verslun, veitingahús og hót- el. Anna Dóra hefur að eigin frum- kvæði stundað rannsóknir á sam- setningu og upplifun ferðafólks víða um land. Hún rannsakaði þolmörk ferðamanna í Landmannalaugum, meðal annars með spurningakönnun- um, á árunum 2000 og 2009, og gerði sambærilega könnun sl. sumar með stuðningi Ferðafélags Íslands sem er með ferðaþjónustu í Landmanna- laugum. Hún greindi frá frumniður- stöðum spurningakönnunarinnar frá síðasta sumri á fundi hálendishóps Landverndar í gærkvöldi, og bar þær saman við eldri kannanirnar. Fleiri Bandaríkjamenn Anna Dóra segir í samtali við Morgunblaðið að mikil breyting hafi orðið á samsetningu gesta í Land- mannalaugum á þessum tuttugu ár- um. Færri Frakkar komi en fleiri Bandaríkjamenn og einnig fjölgi í hópi Ítala og Spánverja. Þá sé mikil fjölgun í hópi sem kallaður er önnur þjóðerni. Eftir er að fara í gegnum það en Anna Dóra telur að fjölgun ferðafólks frá Asíu til landsins komi þar fram. Íslendingum hefur hins vegar fækkað. Þeir voru 21% þeirra sem komu í Landmannalaugar en eru nú komnir niður í 7%. Þá koma færri í skipulögðum hópferðum en áður, 20% í stað 57% fyrir 20 árum. Hún hefur ekki nákvæmar tölur um það hvernig heildarfjöldinn hefur breyst en segir athuganir benda til að fjölgun ferðafólks til landsins skili sér ekki nema að litlu leyti inn á há- lendið. Sækjast eftir einveru Ferðamenn eru mjög ánægðir með flest í Landmannalaugum, að sögn Önnu Dóru. 95% eru ánægðir eða mjög ánægðir með náttúruna, 87% með göngustíga og 77% með dvölina á svæðinu. Ferðafólki finnst of margt fólk í Landmannalaugum. Fleiri kvörtuðu undan því í sumar en í fyrri könn- unum. Á sama tíma eru fleiri að upp- lifa náttúrulegt umhverfi og víðerni. Fleiri en áður lýsa svæðinu sem fal- legu. Þá segir hún að fleiri geri kröfu til þess að upplifa einveru en áður hefur komið fram. Hún spyr sig hvort það geti verið áhrif frá samfélags- miðlum. Þannig sé algengt að fólki myndi sig eitt með fallega náttúru í bakgrunni og setji inn á Instagram og aðra miðla. Anna Dóra telur að draga megi þann lærdóm af niðurstöðunum að fylgjast þurfi reglubundið með þróuninni á völdum áfangastöðum. Það þurfti að gera með opinberu fjár- magni. Niðurstöður athugana henn- ar eru eitt púslið í mati á hámarks- fjölda ferðafólks ásamt mati á þolmörkum náttúrunnar og innviða. Unnið er að skipulagi svæðisins. Anna Dóra segir mikilvægt að ljúka þeirri vinnu. Grunninnviðir þurfi að vera í lagi, svo sem salerni og göngu- stígar. Það sé grunnurinn fyrir nátt- úruferðamennsku eins og stunduð er þarna. Ánægðir með Laugarnar  Miklar breytingar hafa orðið á sam- setningu ferðafólks í Landmannalaugum 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019 WWW.S IGN . I S Fornubúðum 12 · Hafnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800 G U LL O G D EM A N TA R Guðni Einarsson gudni@mbl.is Staða garðyrkjunnar verður að telj- ast góð þegar horft er til afkomu hennar, efnahags og stöðu á markaði ásamt kolefnisspori, að mati Vífils Karlssonar hagfræðings. Hann skrifaði skýrsluna Landfræðilegt og efnahagslegt litróf garðyrkju á Ís- landi. Samtök sunnlenskra sveitarfé- laga (sass.is) áttu frumkvæði að skýrslunni og kostuðu hana. Í skýrslunni kemur fram að garðyrkja á Íslandi hafi skilað góðri afkomu til lengri tíma litið. „Það kom mér einna mest á óvart hvað afkoman var í raun góð saman- borið við land- búnað yfirleitt,“ sagði Vífill. „Ég sagði áður að hrossarækt væri bjartasta vonin í íslenskum land- búnaði en ég hef skipt um skoðun.“ Framleiðendur í garðyrkju eru um 200 talsins og hefur fækkað nokkuð. Það verður samt að teljast allnokkuð á svo litlum markaði sem Ísland er. Hverfandi lítið af afurðum er flutt til útlanda en nefna má að fjölgun ferðamanna hefur sagt til sín í sölu afurða. Garðyrkjan velti um 6,1 milljarði króna árið 2017 en landbúnaðurinn í heild velti 73,2 milljörðum sama ár. Rekstrartekjur garðyrkjunnar skiptust þannig að 37% voru í rækt- un á öðru ótöldu grænmeti, rótum og hnýði, 20% í aldingrænmeti og papr- iku, 17% í kartöflurækt, 15% í blómarækt, 6% í ræktun annarra nytjajurta og 5% í plöntufjölgun. Sé horft til rekstrartekna er garðyrkja stærst á Suðurlandi, um 67%, næst- stærst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, 14%, og 9% á Norður- landi eystra. Garðyrkja hefur mikið vægi á Suð- urlandi og voru Sunnlendingar með meira en helming í veltu fjögurra undirgreina af sex, þ.e. blómarækt, ræktun á aldingrænmeti og papriku, kartöflurækt og ræktun á öðru ótöldu grænmeti, rótum og hnýði. Meðalneysla grænmetis á Íslandi var um 110 kíló á mann árið 2018. Það er um 30 kílóum meira á mann en kjötneysla sem var rúmlega 84 kíló á mann 2015 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Markaðshlutdeild ís- lensks grænmetis fór úr 48% árið 2010 í 27% árið 2018 þegar skoðaðar voru allar grænmetistegundir. Mest var hlutdeild í íslenskum gúrkum, um 99%, og jókst á árunum 2010- 2018. Næstmest var hún í gulrófum, 87%, og hafði minnkað. „Markaðurinn stækkar en að mestu leyti vegna þess að íbúum og ferðamönnum fjölgar hérlendis. Þess vegna má búast við að þessi markaður fari stækkandi og vegna aukinnar meðvitundar í umhverfis- málum muni neysla aukast enn meira á hvern íbúa, líka þegar fram líða stundir. Þegar það er haft í huga ásamt markaðshlutdeild íslensks grænmetis sem og afkomu í grein- inni verður útlit að teljast bjart í garðyrkju á Íslandi,“ segir í skýrsl- unni. Íslensk garðyrkja sýnir góða afkomu  Afkoman góð miðað við landbúnað yfirleitt  Framleiðendur eru um 200 talsins  Velti um 6,1 millj- arði árið 2017  Stendur sterkustum fótum á Suðurlandi  Útlitið í garðyrkjunni verður að teljast bjart Vífill Karlsson Hafnarfjörður er að færast í jólabúning þessa dagana, eins og margir bæir um allt land. Í gærkvöldi voru jóla- ljósin sett upp á tréð við gamla skólann við Suðurgötu. Er því orðið jólalegt í miðbæ Hafnarfjarðar. Víða er verið að setja stór jólatré upp á opnum svæðum í bæj- arfélögum. Ekki veitir af í vaxandi skammdeginu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lýsir upp miðbæinn í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.