Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019 Flugritar farþegaþotu Icelandair sem lýsti yfir neyðarástandi vegna lágrar eldsneytisstöðu og lenti í kjölfarið á lokaðri flugbraut á Keflavíkurflugvelli eru komnir til Bretlands í rannsókn. Þetta segir Ragnar Guðmundsson, rannsak- andi hjá Rannsóknarnefnd sam- gönguslysa. Flugatvik þetta er rannsakað sem alvarlegt, en það átti sér stað 28. október sl. „Þeir eru farnir og vinna við að lesa af þeim hefst mjög fljótlega,“ segir Ragnar og bendir á að flugrit- arnir, sem innihalda samskipti flug- manna og aðrar mikilvægar flug- upplýsingar, hafi verið sendir til Bretlands í gærmorgun. Niður- staða þeirrar vinnu liggur fyrir á næstu dögum. khj@mbl.is Flugritar vélarinnar komnir til Bretlands Icelandair Farþegaþotan var á leið til Keflavíkur frá Seattle í Bandaríkjunum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nýlegar jarðsjármælingar benda til þess að fornar rústir kunni að leyn- ast undir túni á Keldum á Rangár- völlum. Dr. Steinunn J. Kristjáns- dóttir, fornleifafræðingur og prófessor, segir að uppgröft þurfi til að sannreyna hvað er þarna undir og hvers eðlis þessar byggingar hafi verið. Einnig þurfi að gera aldurs- greiningu til að vita hvað þetta er gamalt. Ekki er vitað um neinar byggingar á þessum stað á seinni tímum. „Við mældum nú í september tún sem er rétt suður af bæjarhúsatorf- unni á Keldum,“ segir Steinunn. „Það er alveg víst að þar voru reist hús sem voru rifin og viðnum, sem þótti mjög verðmætur, var skipt á milli erfingja.“ Höfðingi Oddaverja, Jón Lofts- son, stofnaði Keldnaklaustur sem var starfrækt á Keldum á árunum 1193-1222. Steinunn segir alltaf hafa verið talið að Keldnaklaustur hafi staðið þar sem bæjarhúsatorfan og kirkjan eru nú. Hún kveðst telja það mjög líklegt. „Sagt er að íbúðarhús Jóns Loftssonar, þessa mikla höfð- ingja og stofnanda klaustursins, hafi staðið á þessu túni. Lækur skilur að túnið og bæjarhúsatorfuna og lítil náttúruleg brú yfir hann. Nú sjást engar rústir á þessum stað,“ segir Steinunn. Búið var að leita áður með jarðsjá að rústum undir yfirborði túnsins en mun sunnar en gert var í haust og þar fannst þá ekkert. Rústirnar djúpt í jörðu Steinunn rifjar upp það sem segir í Þorlákssögu helga að þegar Jón lá banaleguna hafi hann beðið um að vera borinn út í dyr íbúðarhússins til að hann sæi klaustrið sitt eða kirkj- una. „Hann sagði þessa frægu setn- ingu: Þar stendur þú kirkja mín. Þú harmar mig og ég harma þig.“ Hún segir lengi hafa staðið til að kanna betur trúverðugleika þess- arar sögu. Jarðsjárkönnunin í sept- ember hafi bent til þess að sennilega séu töluvert miklar rústir fornra bygginga djúpt í jörðu undir túninu nálægt bæjarhúsatorfunni. Eins og kom fram í frétt Morgun- blaðsins 20. október 2017 varpaði Steinunn fram þeirri tilgátu að Val- þjófsstaðarhurðin, einn merkasti forngripur þjóðarinnar, hefði upp- haflega verið klausturhurð á Keld- um. Jón Loftsson dó árið 1197 og Sæmundur sonur hans tók við á Keldum. Barnabarn Sæmundar, Randalín Filippusdóttir, flutti aust- ur á Valþjófsstað og giftist Oddi Þórarinssyni höfðingja þar eystra. Til eru eins skrín frá Valþjófsstað og Keldum og getur það bent til þess að Randalín hafi fengið heimanmund með sér í hjónabandið. Merki um áður óþekktar rústir fundust á Keldum  Jarðsjármælingar gáfu nýjar upplýsingar  Þörf á fornleifauppgreftri Ljósmynd/Steinunn J. Kristjánsdóttir Keldur á Rangárvöllum Breskir sérfræðingar í fornleifafræði komu með fullkomna jarðsjá til landsins og var hún notuð til að kanna hvað leyndist undir túninu. Niðurstöðurnar þykja benda til þess að þar leynist fornar rústir. Borgarnes | Eftir því sem árunum fjölgar hægja flestir á sér og leita í öryggið og rólegheitin. Á þessu eru náttúrlega undantekningar eins og hann Ómar Ragnarsson, skemmti- kraftur og fv. fréttamaður, sannar á svo skemmtilegan hátt enda er hann ekki alveg orðinn áttræður ennþá. Ómar þurfti nýverið að bregða sér frá Reykjavík upp í Borgarnes til að taka nokkrar lendingar á flugvélinni TF-RÓS sem hann hef- ur aðgang að og er geymd þar í flugskýli. En Ómar kom ekki á bíl frá Reykjavík heldur á vespunni sinni. Eftir að hann hafði brugðið sér í loftið og tekið sínar æfingar hélt hann aftur suður á leið. Ómar sagði að þessi fararmáti væri einn sá hagkvæmasti sem hugsast gæti og bensínkostnaðurinn ekki nema brot af því að ferðast með bíl. Á þessum árstíma þyrfti að búa sig aðeins betur en á sumrin „en annars er þetta ekkert mál“, sagði hann brosandi og brunaði af stað suður. Einkanúmerið á vespunni hans Ómars er EDRÚ. Sagði hann að þeir sem væru á bifhjólum og vespum þyrftu alveg sérstaklega að gæta þess að vera edrú, enda væru þeir óvarðari fyrir hnjaski en þeir sem væru á bíl. Einkanúmerið væri til þess að minna menn á þessa staðreynd. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Léttur Ómar Ragnarsson á vespunni fyrir framan flugskýlið í Borgarnesi. Edrú á vespu Ómars Flugsveit breska flughersins kem- ur til landsins í næstu viku til að taka við loftrým- isgæslu Atlants- hafsbandalagsins við Ísland. Ítalska flug- sveitin lauk veru sinni fyrir um mánuði. Allt að 140 liðsmenn breska flug- hersins taka þátt, samkvæmt upp- lýsingum Landhelgisgæslunnar, og til viðbótar starfsmenn frá stjórn- stöð NATO í Uedem í Þýskalandi. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar Eurofighter Typhoon orr- ustuþotur. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í byrjun desember. Aðflugsæfingar verða að flug- völlunum á Akureyri og Egils- stöðum 12. til 18. þessa mánaðar. Bretar með loftrým- isgæslu við landið Gæsla F 16 þota tilbúin í Keflavík. Jarðsjár byggjast aðallega á þrenns konar tækni, að sögn dr. Steinunnar J. Kristjánsdóttur, fornleifafræðings og prófessors. Ein byggist á notkun ratsjárbylgja og er m.a. notuð til að kanna jökla en einnig fornminjar. Önnur mæl- ir viðnám í jörðu og sú þriðja segulsvið jarðlaga. Breskir fornleifafræðingar, sérmenntaðir í notkun jarðsjáa, komu með viðnámsmæli og segulsviðsmæli sem námu rústirnar á Keldum. Viðnámsmæling getur sýnt t.d. hvar leynist grjóthleðsla, torf og jafnvel gripir og bein. Fornleifafræðideild HÍ og Jarðvísindastofnun HÍ eiga sam- an fullkomna jarðratsjá sem hefur komið að góðum notum. Steinunn telur að undir túninu á Keldum séu ekki mörg byggingastig. Þess vegna komi rústirnar skýrt í ljós. Hún segir að jarðsjármælingar spari mikinn tíma og peninga, ekki síst við aðstæður eins og á Keldum þar sem jarðvegsþykkt er mikil vegna margra gjóskulaga, áfoks o.fl. Skyggnst undir yfirborðið JARÐSJÁRMÆLINGAR SPARA MIKLA VINNU Steinunn Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.