Morgunblaðið - 08.11.2019, Side 8

Morgunblaðið - 08.11.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019 Frumvarp að fjárhagsáætlunReykjavíkurborgar til næstu ára var lagt fram í vikunni. Í því kemur fram að ætlunin er að herða enn frekar á skattaklónni gagnvart borgarbúum.    Í fyrra námu skatt-tekjur borg- arinnar 92,7 millj- örðum króna, í ár er því spáð að þær nemi 100,8 millj- örðum og á næsta ári gerir áætlun ráð fyrir að skatttekjur nemi 105,5 millj- örðum króna.    Þetta þýðir aðskattar á borg- arbúa hækka á tveimur árum um nær 13 milljarða króna eða um 14%.    Borgarstjóri telur að áætlaður 2,5milljarða króna hagnaður á næsta ári sé góður árangur, en þó er hann rúmum tveimur milljörðum minni en í fyrra. Það gerist þrátt fyrir þrettán milljarða hækkun skatta. En borgarstjóri, sem nýtur stórhækkaðra skatttekna, talar um samdrátt í efnahagslífinu sem hann mæti „með traustri fjármálastjórn“.    Oddviti sjálfstæðismanna bendir áhinn bóginn á að það sé „verið að skuldsetja borgina allt kjör- tímabilið og öll hlutföll eru til hækk- unar skulda“. Hann bætir við: „Sé horft til þeirrar áætlunar sem gerð var fyrir kosningar má sjá að nú er gert ráð fyrir að samstæða borg- arinnar skuldi 64 milljörðum meira í lok kjörtímabilsins en sagt var fyrir kosningar.“    Er þessi skuldasöfnun samhliðastórkostlegum skattahækk- unum til marks um „trausta fjár- málastjórn“? Dagur B. Eggertsson Skatttekjur hækka, skuldir aukast STAKSTEINAR Eyþór Arnalds Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ ,,Við gerð kjarasamninga milli fé- laga iðnaðarmanna og Landsvirkj- unar var fylgt lífskjarasamningnum og kjarasamningum SA við stétt- arfélög iðnaðarmanna frá 3. maí 2019. Samningarnir eru gerðir í ná- inni samvinnu við Samtök atvinnu- lífsins, sem Landsvirkjun er aðili að,“ segir í svari Landsvirkjunar við fyrirspurn um nýjan kjara- samning iðnaðarmanna og LV. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að launahækkanir samn- ingsins eru í krónutölum sem eru nokkru hærri en í samningum á al- menna markaðinum en veita á hluta ábata af breyttu vinnufyrir- komulagi inn í launatöflu. Neðsti taxti launatöflunnar hækkar í upp- hafi úr 418.433 kr. í 464.920 kr. aft- urvirkt frá 1. apríl eða um 11,1% og í lok þriggja ára samningstíma verða lægstu launin komin í 537.920 kr. og hafa þá hækkað um 28,5%. Hæsti taxti eftir 7 ára starf hækkar í upphafi í 778.467 kr. eða um 7,7%. „Grunnhækkun kauptaxta kjara- samninganna á samningstímanum er í samræmi við lífskjarasamning- inn, þ.e. samtals kr. 90 þús. á samningstímanum,“ segir í svari Landsvirkjunar. „Tekin er upp tímaskrift m.v. svokallaðan „virkan vinnutíma“ sem felur í sér að greiðslur vegna kaffitíma eru felld- ar inn í tímakaup. Mánaðarlaun kjarasamnings breytast ekki við þá aðgerð. Í tengslum við breytingar á vinnufyrirkomulagi næsta vor er gert ráð fyrir styttingu vinnutíma um 65 mín. á viku, þ.e. úr 37 klst. og 5 mín. virkum í 36 virkar stund- ir. Í samningnum er einnig kveðið á um endurskoðun á vinnufyrir- komulagi við rekstur aflstöðva fyrirtækisins sem hefur að mestu verið óbreytt um árabil. Sú endur- skoðun mun leiða til lækkunar á skipulagðri yfirvinnu og hafa í för með sér lækkun launakostnaðar án þess að það hafi áhrif á rekstur afl- stöðvanna. Breytingin mun hafa í för með sér lækkun heildarlauna og er fyrirtækið tilbúið að bæta þeim það að hluta með því að veita hluta af ábatanum inn í kauptaxta,“ segir þar. Skipulag vinnu á aflstöðvum hafi falið í sér mikla fasta yfirvinnu sem krefjist mikillar fjarveru frá heimili. Áhersla Landsvirkjunar á fjölskylduvænan vinnustað og þró- un starfa komi fram með virkum hætti í samningnum með fyrirhug- uðum breytingum á vinnufyrir- komulagi. Grunnhækkunin 90 þús. á samningstíma  Lægstu laun 538 þús. kr. eftir þrjú ár Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur hafnað kröfu Matvælastofn- unar um að greiða kostnað við björg- un eftirlegukinda úr fjallinu Bjólfi í byrjun síðasta árs. Rúnar Gunn- arsson, formaður bæjarráðs, segir bæinn hafa synjað um greiðslu þessa kostnaðar í tíð fyrri bæjarstjórnar og bæjarstjóra. Mikil umræða var um eftirlegu- kindur á Austurlandi veturinn 2017 til 2018. Um 400 fjár var smalað til byggða á því landsvæði, svo sem í Fljótsdal og Loðmundarfirði. Talið var að um 20 kindur væru í ógöngum í fjallinu Bjólfi, ofan Seyð- isfjarðar. Rúnar segir að fjall- skilastjóri viðkomandi afréttar hafi metið það svo að ekki væri öruggt að fara þarna upp til að sækja féð. Frestur sem Matvælastofnun gaf fjáreiganda og sveitarfélaginu til að leysa málið rann út í lok janúar og ákvað stofnunin að fá björgunarsveit ofan af Héraði til að hjálpa sér við að sækja féð. Rúnar segir að svo óhönd- uglega hafi tekist til við verkið að þeir hafi drepið einhverjar kindur í leið- inni. Hafna röksemdum Að sögn Rúnars grundvallar Mat- vælastofnun kröfu um að Seyðisfjarð- arbær greiði kostnaðinn sem hleypur á hundruðum þúsunda á því að bæj- arfélagið hafi ekki staðið rétt að mál- um. Því hafni bærinn og starfsmenn hans alfarið enda hafi áður verið hafnað að greiða reikninginn. Neita áfram að greiða fyrir björgun  Seyðisfjarðarbær krafinn um greiðslu kostnaðar við eftirlegukindur úr Bjólfi Morgunblaðið/Birkir Fanndal Fé Mikil vinna var lögð í smölun eft- irlegukinda á Austurlandi veturinn 2017-2018. Mynd úr safni. BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.