Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019 mönnum í stað rafræns búnaðar. Jafnframt væru talsverðar líkur á að eftirlitið myndi draga veru- lega úr brottkasti. Hins vegar getur slíkur búnaður ekki greint innihald í maga fisks eða aðra þætti sem hægt er að skoða þegar mannshendur eru annars vegar, útskýrði hann og benti einnig á að ávallt myndi þurfa fólk til þess að meta gögnin sem búnaður- inn býr til. Þá þarfnast slíkt eftirlit talsverðs tæknilegs utanumhalds auk þess sem það þurfi talsverða fjárfestingu í upphafi. Að lokum benti hann á að einnig væri álitamál hvort rafrænt eft- irlit uppfyllti persónuverndarkröfur. Leifur Magnússon, sviðsstjóri upplýsinga- tækni hjá Fiskistofu, sagði enn marga þætti koma í veg fyrir að hægt væri að treyst rafrænu eftirliti að fullu meðal annars vegna þess hve gervigreindin á bágt með að greina myndefni með nægilega áreiðanlegum hætti. Hann útilokaði þó ekki að við ákveðnar að- stæður gæti slík tækni hentað vel. „En eins og staða tækninnar er nú mun hún ekki geta komið í stað eftirlits manna,“ sagði hann og benti meðal annars á að myndavélar gætu átt erfitt með að greina vigt á grundvelli mynda auk tegunda. gso@mbl.is Kostur rafrænna eftirlitskerfa er að þau geta veitt eftirlit á öllum bátum og skipum sem stunda veiðar. Einnig sé eftirlitið tengt staðsetn- ingarbúnaði sem getur kortlagt nákvæmlega hvar atvik eiga sér stað auk þess sem eftirlits- búnaðurinn sé ávallt hlutlaus í störfum, er meðal þess sem kom fram í máli Jónasar R. Viðars- sonar, faglegs leiðtoga á sviði rannsókna og ný- sköpunar hjá Matís, í gær á málstofu um raf- rænt eftirlit með fiskveiðum á sjávarútvegs- ráðstefnunni í Hörpu. Þá sagði Jónas ljóst að kostnaður við rafrænt eftirlit væri talsvert minni miðað við það að hafa mannskap sem framkvæmir eftirlitið. Til að mynda hafa rannsóknir sýnt að kostnaður við eftirlit með 100% af fiskiflota mun kosta 102 til 247% meira sé það framkvæmt með eftirlits- Rafrænt eftirlit kostar mun minna  Gervigreind getur þó gert mistök við greiningu Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Veiðar Rafrænt eftirlit getur haft marga kosti en ekki er ljóst hvort tæknin er nógu góð. ● Heildarvelta á gjaldeyrismarkaði nam 9,5 milljörðum króna í októbermánuði samkvæmt nýjum tölum frá Seðla- banka Íslands. Hefur velta á þessum markaði ekki verið minni frá því í maí í fyrra þegar hún nam 7,4 milljörðum króna. Það sem af er ári hefur veltan mest verið í marsmánuði eða 32,2 millj- arðar króna. Á fyrstu tíu mánuðum árs- ins nam veltan á markaðnum 158,7 milljörðum króna. Í októbermánuði greip Seðlabankinn ekkert inn í á gjaldeyrismarkaði. Í sept- ember námu inngripin hins vegar jafn- virði tveggja milljarða króna. Þrisvar hefur það gerst áður á árinu að Seðla- bankinn haldi að sér höndum á mark- aðnum, þ.e. í febrúar, apríl og ágúst. Rólegt á gjaldeyris- markaði í október 8. nóvember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.89 124.49 124.19 Sterlingspund 159.57 160.35 159.96 Kanadadalur 94.06 94.62 94.34 Dönsk króna 18.377 18.485 18.431 Norsk króna 13.507 13.587 13.547 Sænsk króna 12.875 12.951 12.913 Svissn. franki 124.71 125.41 125.06 Japanskt jen 1.1358 1.1424 1.1391 SDR 170.44 171.46 170.95 Evra 137.32 138.08 137.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.8829 Hrávöruverð Gull 1488.55 ($/únsa) Ál 1817.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.78 ($/fatið) Brent ● Rekstrarhagnaður fasteignafélags- ins Regins jókst um 33% á fyrstu níu mánuðum þessa árs frá sama tíma- bili í fyrra. Nam hann nú tæpum fimm milljörðum króna. Á þriðja ársfjórðungi nemur rekstrarhagn- aðurinn 1,8 milljörðum, samanborið við rúma 1,3 milljarða á sama fjórð- ungi í fyrra. Hagnaður eftir tekjuskatt yfir tíma- bilið nemur 3,5 milljörðum og jafn- gildir það 55% aukningu frá fyrra ári. Vöxtur leigutekna frá fyrra ári nam 26% og námu rekstrartekjur félags- ins 7,3 milljörðum á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Bókfært virði fjárfestingareigna stóð í 138,8 milljörðum króna í lok þriðja ársfjórðungs. Matsbreytingar á tímabilinu nema 3,3 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins og fjár- festingar félagsins námu 4,3 millj- örðum. Matsbreytingarnar nema 1,1 milljarði á þriðja ársfjórðungi í ár, en voru 655 milljónir á þriðja fjórðungi ársins 2018. Rekstrarhagnaður Regins eykst um 33% STUTT Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja brýnt að sett verði reglu- gerð um bann við selveiðum eins og Hafrannsóknastofnun hefur lagt til vegna fækkunar í selastofnum við landið. Í umsögn SFS um reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins á sam- ráðsgátt stjórnvalda er meðal annars vitnað til lagakrafna í Bandaríkjunum um lágmörkun meðafla sjávarspen- dýra í veiðum sem afla sjávarafurða sem flytja skal inn á Bandaríkja- markað. Miklir útflutningshagsmunir sjáv- arafurða séu í húfi vegna vottunar- krafna um takmörkun meðafla við fiskveiðar þar sem mat á stofnstærð og stöðu stofna komi mikið við sögu. „Viðbúið er að slíkar kröfur verði út- breiddari með tímanum í ljósi tíð- arandans,“ segir í umsögn SFS. Enn- fremur segir þar að líta megi svo á að bann við veiðum styðjist við gild nátt- úruverndarsjónarmið. Innflutningsákvæði 2016 Kristján Þórarinsson, stofnvist- fræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að umræða um sjávarspendýr sem meðafla hafi verið talsverð í Bandaríkjunum síðustu ár. Upphafið megi rekja aftur til ársins 1972 er sett voru svokölluð sjávar- spendýralög (US Marine Mammal Protection Act). Árið 2016 hafi sér- stakt innflutningsákvæði verið virkj- að, sem setur öðrum ríkjum þau skil- yrði að þau setji sér sömu eða sambærilegar reglur við veiðarnar og gert er í Bandaríkjunum. Þetta ákvæði kemur að fullu til fram- kvæmda í ársbyrjun 2022. Í því felst að upprunalönd sjávar- afurða sem fluttar eru til Bandaríkj- anna verða að vera með sömu eða sambærilegar reglur og Bandaríkin um verndun sjávarspendýra við veið- ar eða fiskeldi til að fá aðgang að Bandaríkjamarkaði. Kristján segir að margt sé óljóst um þýðingu og framkvæmd þessa ákvæðis og Íslendingar og fleiri þjóð- ir hafi óskað eftir skilgreiningu á því. Hann segist ekki vita til þess að ís- lenskir útflytjendur hafi lent í erf- iðleikum í Bandaríkjunum vegna ákvæðisins. Kristján segir að alþjóðleg umræða um umhverfismál snúist ekki aðeins um loftslagsmál; fiskveiðar og meðafli á sjávarspendýrum og fuglum fái sí- fellt meiri athygli. Ekki sé ólíklegt að eftir að Bandaríkjamenn hafi sett svona reglur fari aðrar þjóðir og vott- unarstofur að skoða það sama. Þá sé spurning hver verði áhrif meðafla sjávarspendýra í grásleppu- veiðum við Ísland á aðrar tegundir og hvort allar fiskveiðar verði settar í einn pott. Brýnt að banna selveiðar Morgunblaðið/RAX Í Norðurfirði Nokkuð er um að selir komi sem meðafli, m.a. í grásleppunet. Samkvæmt drögum að reglu- gerðinni um bann við selveiðum sem kynnt hefur verið í sam- ráðsgátt stjórnvalda er kveðið á um bann við veiðum á öllum selategundum við Ísland. Undantekning er á þessu ákvæði þar sem Fiskistofa getur veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan net- laga þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem bús- ílag. Slík leyfi skulu þó bundin ákveðnum skilyrðum. Veiðar til eigin nytja ALLAR SELATEGUNDIR  Miklir útflutningshagsmunir sjávarafurða í húfi, segir SFS  Kröfur í Banda- ríkjunum um að lágmarka sjávarspendýr sem meðafla  Margt er enn óljóst ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.