Morgunblaðið - 08.11.2019, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019
Eitt af mikilvæg-
ustu viðfangsefnum
stjórnmálanna er ráð-
stöfun almannafjár. Á
hinu pólitíska sviði
tökumst við á um
hvernig skipta skuli
kökunni, hvað sé
nauðsynlegt að fjár-
magna og hvað ekki.
Viðreisn stendur
fyrir ábyrga fjármáls-
tjórn og það erum við
að sýna í meirihluta Reykjavíkur
með fjárhagsáætluninni sem nú
hefur verið lögð fram fyrir árið
2020. Við höfum sannfæringu um
að fjármunum almennings skuli
ráðstafað af ráðdeild og hag-
kvæmni. Til þess er okkur stjórn-
málafólkinu treyst og ábyrgð okk-
ar er því sannarlega mikil.
Við fylgjum góðri og agaðri
fjármálastjórn. Gerð er 1% hag-
ræðingarkrafa á öll svið og verður
12,9 milljarða afgangur af rekstri
samstæðu borgarinnar. Þetta er
um 2 milljörðum betri útkoma en
fyrir árið 2019. Af rekstri A-hluta
verður 2,5 milljarða afgangur. Til
samanburðar verður afgangur af
rekstri ríkissjóðs, samkvæmt fjár-
lagafrumvarpi formanns Sjálf-
stæðisflokksins, 367,4 milljónir.
Tekjur vegna gjaldskrárhækkana
munu ekki hækka meira en 2,5%.
Eftir langvarandi uppsveiflu
spáir Hagstofan nú 0,2% sam-
drætti á þessu ári, fyrsta ár sam-
dráttar frá árinu 2010 og gerir
ráð fyrir „hóflegum bata“ á næsta
ári með 1,7% hagvöxt. Þetta sam-
dráttarskeið þýðir að á næsta ári
munu útgjöld Reykjavíkurborgar
vaxa hraðar en skatttekjur. Við
bregðumst við þessum samdrætti
með því að bæta við fjárfestingar
og ýta þannig undir vöxt hagkerf-
isins og stöðugleika.
Fjármögnun þessara fjárfest-
inga verður 70% með eigin fé og
30% með lántökum og
verður varlegar farið
í ný langtímalán og
leiguskuldir en síð-
astliðin tvö ár. Þá
verður einnig að hafa
í huga að á árunum
2020 til 2024 verða
afborganir lána og
niðurgreiðsla skulda
hærri en nýjar lán-
tökur. Við munum
greiða skuldir niður
um rúma 14 milljarða
hjá samstæðunni
allri.
Við í Viðreisn munum eftir
kosningaloforði okkar um að
lækka fasteignaskatta á atvinnu-
húsnæði. Samkvæmt áætlun sem
kynnt var í fyrra munu fast-
eignaskattar á atvinnuhúsnæði
lækka í 1,63% árið 2021 og í
1,60% á árinu 2022. 41 sveitarfé-
lag verður þá með hærri fast-
eignaskatta á atvinnuhúsnæði og
langflest þeirra sveitarfélaga sem
eru með lægri skatta eru lítil
sveitarfélög á landsbyggðinni.
Reykjavíkurborg er þegar með
næstlægstu álagningarprósentu
allra sveitarfélaga á landinu þegar
kemur að íbúðarhúsnæði ein-
staklinga.
Framtíðarsýn meirihlutans í
Reykjavík er öguð og ábyrg ráð-
stöfun fjármuna með sjálfbærni í
rekstri og fjármögnun fjárfestinga
að leiðarljósi.
Eftir Þórdísi Lóu
Þórhallsdóttur
» Viðreisn stendur fyr-
ir ábyrga fjármála-
stjórn og það erum við
að sýna í Reykjavík með
fjárhagsáætluninni sem
nú hefur verið lögð fram
fyrir árið 2020.
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Höfundur er formaður borgarráðs
og oddviti Viðreisnar.
Ábyrg fjármál
Reykjavíkur
Í morgun eins og aðra
morgna gekk fólk til
vinnu sinnar, sumir létt-
ir í spori, fullir orku og
tilhlökkunar á meðan
skref annarra voru
þyngri, jafnvel blýþung.
Þungu skrefin voru
skref þeirra sem lagðir
eru í einelti á vinnustað
sínum.
Í dag, 8. nóvember, er
hinn árlegi Dagur gegn
einelti og kynferðisofbeldi í öllum
aldurshópum. Í tilefni dagsins verður í
þessari grein fjallað um einelti á
vinnustað.
Birtingarmyndir eineltis á vinnu-
stað eru margar og mismunandi, allt
eftir eðli og aðstæðum á vinnustaðn-
um og fólkinu sem þar starfar. Stjórn-
un og stjórnunarstíll hefur mikil áhrif
á vinnustaðamenninguna en einnig
fjölmargir aðrir þættir. Þar sem ein-
elti hefur náð fótfestu geta þolendur
og gerendur verið úr röðum stjórn-
enda/millistjórnenda eða almennra
starfsmanna.
Dæmi um eineltishegðun í garð
samstarfsaðila er:
Sýna dónalega, ruddalega eða
hrokafulla framkomu.
Gera grín að, lítilsvirða eða hæð-
ast að, baktala.
Sniðganga, hunsa, einangra og
hafna.
Leyna upplýsingum til að skaða
frammistöðu.
Kaffæra í verkefnum.
Gagnrýna, finna viðkomandi allt
til foráttu, bera röngum sökum.
Sú birtingarmynd sem margir þol-
endur segja að hafi farið hvað verst
með sig er hunsun, að vera sniðgeng-
inn, einangraður, látið sem viðkom-
andi sé ósýnilegur, sé einfaldlega ekki
á staðnum.
Fyrirgefið þið, en ég er ekki vofa,
varð þolanda eineltis að orði þegar
honum ofbauð hversu langt starfs-
félagarnir gengu í að láta sem hann
væri ósýnilegur. Það var ekki aðeins
gengið fram hjá honum og hann snið-
genginn heldur var einnig horft í
gegnum hann.
Sekur en veist
ekki um hvað
Eineltismálin hafa
verið helstu sérfræðimál
mín sem sálfræðingur í
þrjátíu ár. Með hverju
máli sem ég tók að mér
lærði ég sjálf eitthvað
nýtt sem ég gat nýtt
mér í næsta máli. Engin
tvö mál eru þó nokkurn
tímann eins. Engu að
síður eru ákveðin grunn-
atriði í vinnsluferlinu
sem mikilvægt er að
fylgja og vinnan þarf að einkennast af
heiðarleika, hreinskilni og alúð gagn-
vart öllum þeim sem að málinu koma.
Við vinnslu eineltismáls þarf að
gæta að rétti beggja aðila, þolanda og
meints geranda. Aðili sem er ásakaður
um einelti eða kynferðisofbeldi á rétt á
að vita hvert sakarefnið er sem hann
þarf að taka afleiðingum af.
Bauðst tækifæri
hjá valdhöfunum
Í nýju starfi sem borgarfulltrúi er
ég í öðru hlutverki. Það var mín fyrsta
hugsun þegar ég var kosin hvort ég
myndi geta nýtt mér reynslu mína
sem fagaðili, m.a. í eineltismálum í
þágu starfsmanna borgarinnar. Það
tækifæri bauðst. Á fundi borgarráðs
19. júlí 2018 var tillaga mín um að fá að
leiða þverpólitískan stýrihóp í þeim til-
gangi að endurskoða stefnu Reykja-
víkurborgar um einelti, áreitni og of-
beldi samþykkt. Afrakstur
stýrihópsins var lagður fyrir borgar-
stjórn til samþykktar 19. mars 2019.
Nokkrar mikilvægar breytingar voru
gerðar á stefnu og verklagi borg-
arinnar í ofbeldismálum í meðförum
stýrihópsins.
Helstu efnislegar breytingar í
stefnu og verklagi borgarinnar
Aukið gegnsæi er ein mikilvægasta
breyting sem gerð var við endur-
skoðunina. Málsaðilar, þolandi og
meintur gerandi hafa nú aðgang að
öllum upplýsingum og gögnum sem
tengjast málinu að teknu tilliti til laga
um persónuvernd og vinnslu persónu-
og upplýsingalaga nr. 140/2012. Þau
sem rætt er við (vitni) fá að vita það
fyrir fram að ferlið er opið og gegn-
sætt gagnvart aðilum máls sem munu
sjá skráningar allra viðtala. Aðilar
sem rætt er við fá tækifæri til að lesa
yfir það sem hafa á eftir þeim í álits-
gerð um málið og þeim gefinn kostur á
að lagfæra framburð sinn óski þeir
þess.
Ákvörðun var tekin um að breyta
skilgreiningu eineltis lítillega. Stýri-
hópurinn var sammála um að nota
ekki hugtakið síendurtekin en í reglu-
gerð ráðuneytisins nr. 1009/2015 er
það ófrávíkjanlegt skilyrði að hegð-
unin þurfi að vera síendurtekin. Við
þetta gat stýrihópurinn ekki unað
enda hefur reynslan sýnt að þessi
þrenging hefur fælingarmátt. Sumir
þolendur segja að ekki þýði að leggja
inn kvörtun þar sem skilgreiningin sé
allt of þröng. Einstaka rannsakendur
hafa nefnilega gengið svo langt að full-
yrða að síendurtekin hegðun merki að
háttsemin þurfi að vera viðhöfð viku-
lega yfir það tímabil sem kvörtunin
nær til ef hún eigi að flokkast undir
skilgreiningu um einelti.
Að lokum má nefna aðra mikilvæga
breytingu og snýr hún að óhæði rann-
sakenda. Ef leita þarf til fagaðila utan
borgarinnar skal leita samþykkis þess
sem tilkynnti málið (þolanda). Til-
kynnandi verður að fá tækifæri til að
hafa hönd í bagga með hverjir rann-
saka mál hans. Hann þarf að geta
treyst því að sá sem fenginn er til að
rannsaka málið sé sannarlega óháður.
Endurskoðaða stefnu og verklag
2019 er að finna á vef Reykjavíkur-
borgar.
Sú gullna regla sem stýrihópurinn
fylgdi við endurskoðun stefnunnar og
verklags var sanngirni, meðalhóf og
gegnsæi. Það tókst að ég tel með
ágætum.
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur » Aðili sem er ásak-
aður um einelti eða
kynferðisofbeldi á rétt á
að vita hvert sakarefnið
er sem hann þarf að
taka afleiðingum af.
Kolbrún
Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur og
borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Ég er ekki vofa
Það eru almælt tíð-
indi að það er erfitt fyr-
ir hinn smáa að standa
andspænis hinum stóra
og máttuga. Þó lagði
Davíð Golíat.
Áður en lengra er
haldið er rétt að nálg-
ast mælikvarða hins
smáa og mælikvarða
hins stóra.
Hinn smái hefur ekki
afl, engin sérréttindi og ekki fjár-
hagslegt bolmagn til að tryggja sér
völd og áhrif. Hinn stóri hefur afl,
getur tekið sér rétt ef hann hefur ekki
þegar réttindi, og hann hefur fjár-
magn til að tryggja áhrif sín. Síðast
en ekki síst þarf hinn stóri sjaldnast
að leita réttar síns með lýðræðislegu
umboði. Hann hefur sjálfur „lýð-
ræðislega“ umboðið á hluthafafundi
eða þá að fulltrúalýðræðið, sem hinn
stóri styðst við, er undir ráðum hans.
Lýðsleikjan
Á milli þess smáa og þess stóra er
lýðsleikjan, sem sækir umboð sitt
með yfirboði án þess að hafa fjár-
magn til að styðja sín völd, en fjár-
hagslegt bolmagn kemur þegar lýð-
sleikjan hefur náð völdum eftir
leikreglum lýðræðisins. Að líkindum
er lýðsleikjan hættulegri en fögur
stúlka. Þegar maður heyrir laglegar
stúlkur tala heldur maður ósjálfrátt
að hin léttfleygustu svör þeirra geymi
djúpa, djúpa merkingu, jafnvel dulda
speki, og ef til vill gera þau það, í
bandalagi kumpánaskaparins. Í slík-
um bandalögum lifir
lýðsleikjan.
Smáar þjóðir og
stórar þjóðir
Aflsmunur smárra
þjóða og stórra kemur
oftar en ekki fram í
styrjöldum. Afls-
munurinn kemur einnig
fram í efnahagslegri
getu. Smáar þjóðir geta
staðið af sér aflsmuni
stórra þjóða í styrj-
öldum ef hermenn
hinna stóru vita ekki um tilgang
styrjaldarinnar. Þannig var það í
Víetnam. Hinir efnahagslegu afls-
munir duga ekki til ef siðferðisþrekið
er lítið.
Greinarhöfundur hefur áður rakið í
grein um „Belti og braut“ að ein þjóð,
Kínverjar, ræður yfir meiri efnahags-
legum gæðum en nokkur önnur þjóð í
veröldinni. Gæðin, sem um ræðir, eru
fjáreignir í formi bandarískra ríkis-
skuldabréfa. Nú eru gæðin í vörslu
Kínverja orðin svo mikil að dauðlegt
fólk skilur ekki stærðirnar. Viðbót við
gæðin skiptir Kínverja engu.
Þessa auðsöfnun má að verulegu
leyti rekja til þess að Bandaríkin hafa
lifað um efni fram í mörg ár, sér í lagi
vegna styrjaldarreksturs sem þjóðin
hefur ekki efni til.
Siðferðisþrek
heimsbyggðarinnar
Því reynir nú á siðferðisþrek
heimsbyggðarinnar. Hið nýja auðvald
alþýðulýðveldis þarf ekki að afla sér
lýðræðislegs umboðs í sinni heima-
byggð, þar sem einn sterkur leiðtogi
ræður. Vissulega er gott að geta átt
aðgang að lausu fé á lánamörkuðum,
gott lánshæfi eru gæði, ef lánshæfið
er notað til gagnlegra verkefna. Það
er sjaldnast svo þegar óreiðumenn
taka lán.
Því er nauðsynlegt að ganga hægt
um gleðinnar dyr þegar vel er boðið í
krappan dans, sérílagi þegar lagt er í
leiðangur, þar sem fögur stúlka virð-
ist mæla léttvæg orð.
Sá er munur á erlendum ríkis-
skuldum og innlendum ríkisskuldum
að hinar erlendu skuldir fela í sér
greiðslur út úr hagkerfinu en inn-
lendar skuldir fela í sér greiðslur á
milli þegna innanlands og á milli mis-
munandi tímabila.
Skuld í bókhaldi er í raun alls ekki
verri skuld en skuld vanrækslunnar.
Vanræksla í innviðum getur orðið dýr
og valdið miklum harmi.
Efnahagslegt sjálfstæði
og sjón fegurðarinnar
Á sama hátt og efnahagslegt sjálf-
stæði er eftirsóknarvert þá er sjón
fegurðarinnar, sem gerir mannfólkið
ríkt í sálu sinni, það einnig. Með efna-
hagslegu sjálfstæði er átt við getuna
til að afla og að standa við fjárhags-
legar skuldbindingar í bráð og lengd.
Og ekki síst eftir að starfsævi lýkur.
Uppbygging innviða í landinu og
uppbygging frjáls sparnaðar hjá fólk-
inu í landinu opnar sjón fegurð-
arinnar. Það kann að vera að ein-
hverjir eigi miklar jarðir en enga
fegurð. Það er dapurlegt hlutskipti.
Þannig geta, með einu tilliti, augu
fegurðarinnar, vitrari en allar bækur,
svipt burt kvíða.
Uppbygging frjáls sparnaðar er
ekki fórn. Ábatinn kemur fram síðar.
Tekjur ríkissjóðs af fjáreigna-
tekjuskatti af bankainnistæðum eru
sennilega smávægilegar miðað við
þann skaða sem skatturinn veldur
með skorti á ráðdeild. Fórnir rík-
issjóðs í lífeyrisgreiðslum í framtíð-
inni eru langtum meiri. Þær fórnir
sem innviðir í landinu hafa orðið fyrir
vegna skorts á viðhaldi og skorts á
eðlilegri framþróun er hægt að bæta
fyrir, ef kjarkur er nægur.
Innlendar lántökur til að byggja
upp „Belti og braut“ á Íslandi eru í
raun smáræði miðað við þann ávinn-
ing sem fæst af góðum innviðum. 500
milljarða innviðaframkvæmdir kosta
um 20 milljarða á ári í 40 ár. Þeir 20
milljarðar skila sér í „kolefnis-
fótspori“ sem er svo mjög í tísku.
Með slíkum framkvæmdum mun
hið smáa sigra hið stóra. Þegar mað-
ur hefur séð fegurðina í góðum inn-
viðum hættir hið ljóta að vera til.
Landafræði og ást
Það leggst stundum í fólk að fá ást.
Sumir hafa svo mikla ást á fuglinum
lunda að þeir éta hann. Aðrir fá mikla
ást á landi og verkjum linnir ekki fyrr
en landið hefur verið keypt. Það virð-
ast litlar hömlur á heimildum til
landakaupa, kann að vera einhver for-
kaupsréttur sveitarfélaga. Þá, sem
ekkert eiga, má litlu varða hvort Ís-
lendingar eða útlendingar eiga það
land sem gengið er á, á meðan heim-
ild er um frjálsa för.
Þegar kemur að söfnun á löndum,
þá þarf að huga að efni máls. Hvað
býr undir? Hvort heldur útlendingur
eða Íslendingur kaupir. Það er talað
um gegnsæi í viðskiptum á verð-
bréfamarkaði. Það sama á við um
eignarhald á landi.
Það ber að gjalda sérstakan varhug
við því ef ætla má að erlend þjóðríki
hyggi á landakaup, umfram þarfir
vegna sendiráða. Hvað er eftirsókn-
arvert við Grímsstaði á Fjöllum ann-
að en víðáttur, 1% af Íslandi? Það er
mikil ást á víðáttu að kaupa það fyrir
fúlgur, sem fólk skilur ekki. Skýr-
ingar eins hugsanlegs kaupanda voru
ekki trúverðugar. Höfn í Finnafirði
þarfnast skýringa.
Það er álitamál hvort ekki sé nauð-
synlegt að fjalla um landasöfnun út
frá þjóðaröryggi. Smá þjóðríki eru
jafnvel agnarsmá andspænis efna-
fólki í fjarlægum alþýðulýðveldum
eða andspænis kexframleiðanda.
Hinn smái hefur þó að lokum lög-
gjafarvaldið í hendi sér. Það kann að
vera björg í því.
Eins og hann Laugi sagði
„Við Íslendingar erum lítil og fá-
tæk þjóð, og allir útlendingar halda
að við séum skrælingjar, og þess
vegna hef ég alltaf sagt; ef við getum
einhverja ögn af einhverju tagi, alveg
sama hvað lítið það er, þá eigum við
að gera það í augsýn alheims.“ Þetta
sagði hann Laugi. Hann var ekki létt-
vægur, sú stúlka.
Hinn smái andspænis hinum stóra og máttuga
Eftir Vilhjálmur
Bjarnason » Það er álitamál hvort
ekki sé nauðsynlegt
að fjalla um landasöfnun
út frá þjóðaröryggi.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.