Morgunblaðið - 08.11.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.11.2019, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019 breytingunum, „ætli hann Birgir viti af þessu“. Að baki þeirri gam- ansemi bjó þó sú alvara, að fólk gerði ráð fyrir að ekkert í borg- inni væri Birgi Ísleifi óviðkom- andi og að hann stýrði því öllu af öryggi. Það gerði hann líka. Í borgar- stjóratíð hans var Reykjavík í feikilegum vexti um leið og marg- víslegar samfélagsbreytingar áttu sér stað. Breiðholtið byggð- ist upp á undraskömmum tíma, sem var ekki lítið afrek; hið fé- lagslega kerfi borgarinnar tók stakkaskiptum, heilsugæslu- stöðvar voru opnaðar, félagsstarf aldraðra í Norðurbrún og fé- lagsmiðstöðvar unglinga sömu- leiðis. Hann breytti Austurstræti í göngugötu, sem Laddi söng öðr- um þræði um, og þar má segja að endurnýjun miðborgarinnar hafi í raun hafist. Þá má ekki gleyma „Grænu byltingunni“, heildar- áætlun um umhverfi og útivist, en þrátt fyrir að vinstrimenn létu sér þá fátt um finnast markaði sú stefna upphaf þess að borgin varð vistlegri og vænni. Alls þessa nutu ekki aðeins Reykvíkingar, heldur landsmenn allir, sem sáu höfuðborg sína vaxa og dafna undir styrkri stjórn Birgis Ísleifs. Árið 1978 fór þó svo að Sjálf- stæðisflokkurinn tapaði borgar- stjórnarkosningunum naumlega. Birgir sneri sér í kjölfarið að landsmálunum og var kjörinn al- þingismaður Reykjavíkur árið 1979, varð menntamálaráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, og sat á Alþingi til 1991 þegar hann var skipaður seðlabanka- stjóri. Þeirri stöðu gegndi hann uns hann settist í helgan stein ár- ið 2005. Hlýja og ræktarsemi ein- kenndi Birgi Ísleif og fór ekki fram hjá neinum sem honum kynntist. Ekki heldur sá listræni þráður, sem var svo ríkur í hon- um. Eða ástríkið á heimili hans og Sonju Backman á Fjölnisvegi, en forlögin höguðu því svo að hún lést aðeins rúmum þremur vikum á undan eiginmanni sínum. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokks- ins færi ég fjölskyldu Birgis okk- ar innilegustu samúðarkveðjur, en um leið minnumst við og þökk- um fyrir hans farsælu störf í þágu hugsjóna okkar sjálfstæðis- manna, borgarbúa, lands og þjóð- ar. Guð blessi minningu hans og Sonju. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins. Fáa menn mat faðir minn meira en Birgi Ísleif Gunnarsson. Þeir bundust vinaböndum, sem aldrei brustu, í gegnum starf Sambands ungra sjálfstæðis- manna í upphafi sjötta áratugar- ins. Birgir Ísleifur var þá erind- reki ungliða Sjálfstæðisflokksins og ferðaðist um allt land. Kári Jónsson, faðir minn, var í hópi ungra sjálfstæðismanna á Sauð- árkróki. Á þessum tíma var tekist hart á í stjórnmálum. Báðir voru þeir hertir í eldi kalda stríðsins, sann- færðir um nauðsyn þess að vindar frelsis fengju að blása um Ísland. Birgir Ísleifur og pabbi samein- uðust í hugsjón sjálfstæðisstefn- unnar, stóðu þétt saman í erfiðum innanflokksdeilum og áttu hvor með sínum hætti ástarsamband við listagyðjuna. Birgir Ísleifur var hófsamur maður í framgöngu – hlédrægur og á stundum allt að því feiminn. Ég er ekki viss að samfélags- miðlavæðing stjórnmálanna hafi verið honum að skapi. Birgir Ís- leifur leit á starf stjórnmála- mannsins sem þjónustustarf. Markmið hans sem borgarstjóra var að byggja „hlýlegri og mann- eskjulegri borg“. „Mér líður kannski hvað best, þegar tekist hefur að greiða götu einhvers borgara, sem kemur með persónuleg vandamál sín,“ sagði Birgir Ísleifur í viðtali við Vikuna í apríl 1973 og bætti við: „Það eru kannski smámál fyrir borgina sem heild, en skipta við- komandi einstakling miklu máli, og það er ósköp notalegt að geta aðstoðað á einhvern hátt.“ Þetta viðhorf Birgis Ísleifs var leiðarstef hans jafnt í stjórnmál- um sem lífinu öllu. Í mörgu var hann á undan sinni samtíð. Fyrir 46 árum var náttúruvernd ekki í tísku stjórnmálanna og skilning- ur á mikilvægi jafnréttis ekki sá er síðar varð. Það vafðist hins vegar ekki fyrir 37 ára gömlum borgarstjóra hvaða mál hann setti á oddinn: „Í fyrsta lagi umhverfis- og náttúruvernd. Við þurfum að huga vel að ströndinni og hafinu í kringum okkur, við þurfum að fegra og snyrta borgina sjálfa, og það þarf að skapa aðstöðu til auk- innar útiveru fólks í næsta ná- grenni borgarinnar. Í öðru lagi er ljóst, að það þarf aðkoma til móts við kröfur nútímakonunnar og leggja meiri áherslu á barna- gæslumál.“ Með Birgir Ísleifi Gunnarssyni er genginn merkur maður sem tók þátt í að móta og byggja upp samfélagið, fyrst sem stjórnmála- maður og síðar sem farsæll seðla- bankastjóri. Ekki til að skara eld að eigin köku heldur til að búa í haginn fyrir samferðamenn sína og þá sem eftir koma. Við Gréta sendum Gunnari Jó- hanni, Björgu Jónu, Ingunni Mjöll, Lilju Dögg og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Við minnumst heiðurs- mannsins Birgis Ísleifs Gunnars- sonar með þökk og hlýhug. Óli Björn Kárason. Birgir Ísleifur Gunnarsson var hinn upprennandi leiðtogi ungra sjálfstæðismanna þegar ég kom til starfa í Heimdalli FUS haustið 1958. Sumarið 1956 hafði verið mynduð fyrsta vinstristjórn lýð- veldisins og eitt af helztu stefnu- málum hennar var brottrekstur bandaríska varnarliðsins. Það var inn í þetta mikla átakatímabil á fyrstu árum lýð- veldisins sem Birgir Ísleifur kom þegar hann hóf þátttöku sína í stjórnmálum. Ég þekkti hann þá ekki neitt. En annað kom til sem varð þess valdandi að ég vildi styðja hann umfram aðra á þeim tíma. Hann hafði eignast konu, Sonju Bachman, sem hafði verið skólasystir okkar í Laugarnes- skólanum og notið aðdáunar okk- ar allra á þeim tíma sakir feg- urðar og persónutöfra. Í september sl. sátum við sam- an á spjalli, gamlir vinir úr Laug- arnesskólanum, Halldór Blöndal, Ragnar Arnalds og Sveinn R. Eyjólfsson. (Jón Baldvin var og er á Spáni.) Á þeim fundi sagði Sveinn okkur þau tíðindi að þau væru bæði komin á líknardeild Landspítalans, Sonja og Birgir. Nokkru síðar var tilkynnt um andlát Sonju. Daginn eftir útför hennar fór ég að heimsækja Birgi. Hann sagði mér að hann ætti skammt eftir og tók því með þeirri ró- semd sem ég þekkti frá fyrri tíð. Við töluðum saman um flokkinn okkar og landsins gagn og nauð- synjar. Fyrir borgarstjórnarkosning- ar 1962 var haldið lokað prófkjör innan Sjálfstæðisflokksins. Við Heimdellingar börðumst hart í því prófkjöri fyrir framgangi Birgis og höfðum sigur. Áratug síðar var hann orðinn borgar- stjóri í Reykjavík. Um það var víðtæk samstaða innan flokksins. Sex árum síðar varð það hlut- skipti Birgis að verða sá borgar- stjóri sjálfstæðismanna sem missti meirihlutann í borgar- stjórn. Það var mikið áfall en öll- um var ljóst innan Sjálfstæðis- flokksins að þar skiptu landsmál meira máli en borgarmál. Í framhaldinu var Birgir hins vegar kjörinn á þing og nokkrum árum síðar var komið að for- mannsskiptum í Sjálfstæðis- flokknum. Haustið 1983 voru að baki miklar sviptingar innan flokks, sem áttu rætur að rekja til forsetakosninganna 1952. En Geir Hallgrímssyni hafði tekizt að halda flokknum saman, sem var afrek, ekki sízt í ljósi stjórn- armyndunar Gunnars Thorodd- sens 1980. Samkvæmt venjum og hefðum flokksins var Birgir eðlilegur frambjóðandi í því formanns- kjöri. En nú voru breyttir tímar. Sú tilfinning var sterk innan flokks að nauðsynlegt væri að stökkva yfir kynslóðir og kjósa til forystu einhvern þann sem ekki hefði blandast inn í átök fyrri tíma. Birgir bauð sig fram en náði ekki kjöri enda Þorsteinn Pálsson studdur af þeim hópi sem þá stóð í kringum Geir Hall- grímsson. Síðar varð hann svo ráðherra um skeið í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem sat frá vori 1987 og þar til síðla sumars 1988. Og nokkrum árum síðar einn af bankastjórum Seðlabanka Ís- lands. Birgir Ísleifur Gunnarsson var einn þeirra traustu flokksmanna sem mynduðu kjarnann í Sjálf- stæðisflokknum á síðari hluta 20. aldar. Börnum, barnabörnum og tengdabörnum þeirra Sonju sendi ég samúðarkveðjur. Styrmir Gunnarsson. Hvort heldur menn áttu sam- leið með Birgi Ísleifi Gunnarssyni um lengri eða skemmri tíma, kynntust honum náið eða bara nokkuð, fór enginn varhluta af því að þar fór öndvegismaður. Hann var hógvær í allri framgöngu og réttsýnn. Um leið sýndi hann í störfum sínum hvort tveggja framsýni og viljafestu. Hann var þó maður sátta fremur en átaka. Birgir Ísleifur varð kornungur áhrifamaður í íslenskum stjórn- málum. Hann hafði rétt lokið embættisprófi í lögfræði þegar hann var kjörinn borgarfulltrúi. Áratug síðar varð hann óumdeild- ur arftaki Geirs Hallgrímssonar á stóli borgarstjóra. Til þeirrar ábyrgðar hafði hann vaxið af verkum sínum. Þegar horft er til baka getur maður ímyndað sér að þrátt fyrir drjúga reynslu hafi hann staðið andspænis nokkuð snúnu verk- efni. Eitt var að forveri hans var að ljúka tímabili mestu verklegra framkvæmda og athafna í sögu borgarinnar. Annað var, að um- rót ungs fólks hafði breytt póli- tísku andrúmslofti í landinu. Ég hygg að Birgir Ísleifur hafi skynjað að hann stóð á nokkrum tímamótum. Framfarirnar urðu að halda áfram í anda nýs tíma. Kannski var það slíkt innsæi sem leiddi til þess að hann gerði áætl- un um græna byltingu í borginni. Það var einhvern tímann á fyrstu mánuðum Birgis Ísleifs sem borgarstjóra að ég fór með nokkra norræna laganema af sex- tíu og átta kynslóðinni, sem hér voru staddir, á landsleik í hand- bolta. Þar rákumst við á Birgi Ís- leif. Eftir á höfðu gestirnir orð á því að þeim hefði komið á óvart að borgaralegur hægri flokkur skyldi hafa gert ungan mann, lítið eitt síðhærðan og með opinn huga fyrir ákalli nýs tíma, að borgar- stjóra. Þessi ummæli hafa verið föst í minni mínu. Og nú finnst mér að þau segi sína sögu í minn- ingu hans. Síðar sátum við saman í þing- flokki á Alþingi. Og þar kom að við settumst saman í ríkisstjórn. Menn geta haft skiptar skoðanir á því hvort það hafi verið þjóðinni til láns eða óláns að málefnalega skildi leiðir við samstarfsflokka okkar þar. En ég hygg að fáir geri ágreining við þá staðhæfingu að betur hefði farið á því að Birgir Ísleifur hefði setið lengur á ráð- herrastóli í menntamálaráðu- neytinu. Á þeim vettvangi naut sín vel lagni hans og víðsýni og ekki síður næmni hans fyrir ís- lenskri menningu. Birgir Ísleifur steig út af vett- vangi stjórnmálanna nærri þrem- ur áratugum eftir að Reykvíking- ar kusu hann fyrst til trúnaðarstarfa. Þá tók við starf bankastjóra í Seðlabankanum. Það er til vitnis um fjölhæfni Birgis Ísleifs að þar átti hann eins og á öðrum sviðum farsælan og hnökralausan feril. Í Rótarýklúbbi Reykjavíkur fáum við ekki lengur að njóta fé- lagsskaparins við Birgi Ísleif á vikulegum fundum. Þar eins og annars staðar þar sem hann hafði viðkomu á lífsleiðinni sjá menn á bak heilsteyptum og góðum fé- laga. Sonja Backman, eiginkona Birgis Ísleifs, lést fyrir fáum vik- um. Á kveðjustund hvílir einlæg- ur hugur og djúp samúð hjá fjöl- skyldu þeirra sómahjóna. Þorsteinn Pálsson. Nú þegar Birgir vinur minn er horfinn af sjónarsviðinu, eftir löng og ströng veikindi, vil ég minnast hans – þó ekki sem þjóð- þekkts stjórnmálamanns sem gegndi margvíslegum ábyrgðar- og trúnaðarstörfum í þágu lands og þjóðar, þeim þætti lífs hans munu aðrir gera skil – heldur sem góðs félaga og vinar. Kynni okkar og vinátta hefur varað hátt í 70 ár en við kynnt- umst upphaflega sem bekkjar- bræður í MR. Ég mun því ekki í Morgunblaðið/Jim Smart Birgir Ísleifur Gunnarsson varð seðlabankastjóri árið 1991 og gegndi því embætti til ársins 2005. SJÁ SÍÐU 20 Birgir Ísleifur og Sonja hans fylgdust ætíð fast að eftir að þau fundust fyrst. Það kom á óvart að hún skyldi fara fáum dögum fyrr, vísast til að undirbúa heimkomu hans í himnanna ranni. Birg- ir vissi eins og aðrir nálægir að stutt yrði í endur- fundi. Við Ástríður höfðum þekkt þau hjón í tæpa hálfa öld og þótt mikið til þeirra koma sem sam- herja og vina og var nokkuð sama af hvaða sjónarhorni var horft til þeirra. Þau voru heil- steypt, glæsileg og góðviljuð. Auðvitað hljóta þau að hafa breyst eins og aðrir á svo löngum tíma. En samt voru þau ætíð sjálfum sér lík og myndin sem birtist okkur fyrst af geislandi borgar- stjórahjónum sem buðu okkur ung velkomin var ætíð söm. Þegar horft er til ferils hans virðist augljóst að hann hafi aldrei ætlað sér annað en að verða stjórnmálamaður og hluti af forystusveit Sjálf- stæðisflokksins. Og Birgir Ísleifur varð á sinni tíð oddviti bæði í hópi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík og á landsvísu og í stjórnmálabaráttu stúdenta í Háskólanum þar sem hann tók forystu í félögum og ráðum stúdenta og sat af þeirra hálfu í háskólaráði. Útskrifaður sem lögfræðingur með láði rak hann lögmannsstofu og áfram eftir að hann hafði verið kjörinn í borgarstjórn. Þegar Geir Hall- grímsson hvarf til forystustarfa á landsvísu varð samstaða um að Birgir Ísleifur skyldi verða arf- taki hans í borgarstjórastólnum. Þar naut hann sín vel og þau bæði. Einu og hálfu ári síðar leiddi Birgir flokkinn í fyrstu kosningum sínum í borginni. Flokkurinn fékk þá sína bestu útkomu í sögu sinni. Hafði haft átta borgarfulltrúa en bætti við sig manni. (Vorið 1958 hafði flokkurinn fengið tíu borgarfulltrúa undir forystu Gunnars Thoroddsen en hlutfalls- legt fylgi flokksins varð sjónarmun hærra 1974 þótt fulltrúaskipting flokka yrði ekki eins hag- stæð.) Í minningunni um Birgi Ísleif virðist manni fljótt á litið að stjórnmálaframi hans hafi verið samfelldur og hnökralítill. Enda féll enginn persónulegur skuggi á afskipti hans af stjórn- málum. En hann lenti í pólitískum andbyr eins og flestir reyna sem ná langt í íslenskum stjórn- málum. Hans versta áfall var auðvitað það er „borgin féll“ í kosningunum 1978, eins og það heitir á máli okkar sjálfstæðismanna. Og má segja að þar hafi pólitísk óheppni komið við sögu þessa annars lánsama stjórnmálamanns. Því að Sjálfstæðisflokkurinn fékk hlutfallslega betra fylgi en hann hafði fengið 1970, en nú varð skipt- ing atkvæða á flokka honum óhagfelld. Kosn- inganóttin var löng og erfið. En þegar öll atkvæði höfðu verið talin nema þau sem greidd voru utan kjörfundar virtist Sjálfstæðisflokkurinn ætla að halda meirihluta sínum af þokkalegu öryggi. Því töldu flestir flokksmenn að þeir hefðu komist fyr- ir vind því að reynslan hafði verið sú að Sjálfstæð- isflokkurinn færi betur frá atkvæðum sem greidd voru utan kjörfundar en andstæðingarnir. Það varð ekki í þetta sinn. Í blöðum birtust svo mynd- ir af borgarstjóranum þegar honum urðu úrslitin ljós og verður hún mörgum ógleymanleg. Ástand- ið í stjórnmálum á þessum tíma, sem lýst var í síð- asta Reykjavíkurbréfi, varð til þess að flokksfólk felldi ekki sök á Birgi. En honum leið ekki vel. Margir höfðu trúað því að tapaðist meirihlut- inn í borginni, sem staðið hafði í áratugi, þá væri útséð um að hann næðist aftur. Birgir leiddi borg- arfulltrúahópinn áfram í stjórnarandstöðu og hvarf síðar til þingstarfa. Það breytti ekki því að hugur hans var áfram hjá flokkssystkinunum í borginni og vann hann ekki síður en þeir sem voru í framboði að góðum árangri í kosningunum 1982 undir nýrri forystu. Hið óvænta gerðist að Sjálfstæðisflokkurinn vann meirihlutann á ný og reyndar síðan þrennar kosningar í röð, 1982, ’86 og ’90, og bætti jafnan við sig fylgi og fékk seinast yfir 60% atkvæða og tíu borgarfulltrúa af fimm- tán. Og nú birtist aftur ógleymanleg mynd frá kosninganótt og harla ólík þeirri fyrri, af þeim sama „gamla“ borgarstjóra og hinum tilvonandi. Ekki varð séð hvor væri ánægðari á þeirri stundu. Birgir Ísleifur var betur lesinn í jafnt inn- lendum sem erlendum stjórnmálum en flestir þeir eru sem þó hafa gert þau að meginstarfi. Hann var mjög prúður maður almennt og í stjórnmálaskiptum þótt enginn kæmi þar að tóm- um kofa eða kæmist upp með fleipur eða yfirgang gagnvart honum eða þeim málstað sem hann bar alla tíð fyrir brjósti. Hann var vinnusamur og ið- inn, skipulagður og snar til verka ef þurfti. Hann leitaði frekar sátta en að láta aflið eitt ráða og var seinþreyttur til vandræða. Hann var viðkunn- anlegur, þótt hann hleypti ekki alltaf mörgum nærri sér. Hann var gleðimaður á stundum sem til slíks eru ætlaðar og sat löngum við píanóið í Höfða eftir að borðhaldi lauk. Lét hann lagleysi félaga sinna yfir sig ganga af einstæðu umburð- arlyndi en notaði svo sem síðasta hálftímann í hvert sinn til að falla í trans djassins og hreinsaði þá væntanlega út linnulaust garg kvöldsins úr eyrum sér. Þegar Birgir Ísleifur varð fertugur 19. júlí 1976 var hann vakinn eldsnemma við bílflaut og dyrabjöllu. Á tröppunum stóð prúðbúinn vinur hans, Jón E. Ragnarsson, kominn færandi hendi með afmælisgjöf. Bað hann Birgi að stíga út á tröppurnar til sín og njóta hennar með sér. Á Fjölnisveginum stóð vörubíll frá Þrótti af stærri gerðinni. Hóf bílstjóri hans að reisa pallinn mikla hægt og virðulega og það gerði hann svo fjörutíu sinnum í röð. Jón E. gaf þá skýringu að lögreglu- samþykkt bannaði að skotið væri af fallbyssum af þessu tilefni. „Ég þakka guði fyrir að eiga afmæli í júlí en ekki janúar eins og þú,“ sagði Birgir síð- ar, „því þá hefði Jón E. drepið mig úr lungna- bólgu. Ég gat ekki ímyndað mér hvað vörubíll er rosalega lengi að lyfta sturtu sinni fjörutíu sinn- um. Ég vona að Jón mæti ekki aftur þegar ég verð áttræður.“ Blessuð sé minning Birgis Ísleifs og Sonju og allt þeirra fólk. Hafi hann þökk fyrir góða vináttu og tryggð. Davíð Oddsson. Í minningu samstarfsmanns og vinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.