Morgunblaðið - 08.11.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.11.2019, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019 ✝ RagnhildurAntoníusdóttir (Ragna) fæddist á Djúpavogi 10. mars 1947. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspít- alans við Hring- braut 26. október 2019. Foreldrar hennar eru Anton- íus Jónsson, f. á Djúpavogi 10. mars 1925, d. 5. nóvember 1997, og Anna S. Sveinsdóttir, f. á Vopnafirði 10. nóvember 1927, d. 7. febrúar 2019. Al- systkini Rögnu eru Kristbjörg, f. 17. nóvember 1953, maki hennar er Jón Áskelsson, f. 21. apríl 1957, og eiga þau fjögur börn; Sveinn, f. 11. maí 1956, d. 15. júní 2014, eftirlifandi maki hans er Ásrún Jörgensdóttir, f. 19. mars 1959, og eiga þau einn son; Guðjón, f. 11. ágúst 1964, maki hans er Magnea Ingólfs- f. 27. ágúst 1999. b) Benjamín Daði, f. 7. desember 2001. Ant- oníus á son frá fyrra sambandi, Guðjón Árna, f. 3. september 1983. Maki hans er Finna Pálmadóttir, f. 17. desember 1984, og eiga þau tvær dætur, Bryndísi Björk og Höllu Björk. Móðir Guðjóns Árna er Bryndís Rúnarsdóttir, f. 10. desember 1966. 2) Anna, f. 1. desember 1970. Maki hennar er Sigurdór Sigvaldason, f. 30. apríl 1964. Dætur þeirra eru: a) Ragna Sif, f. 3. júlí 1992. Maki hennar er Hallmar Hallsson, f. 17. nóv- ember 1993, og eiga þau einn son, Halldór Loga. b) Alex- andra f. 24. september 1996. 3) Lísbet, f. 24. apríl 1975. Maki hennar er Þórður Björnsson, f. 9. október 1973. Synir þeirra eru: a) Björn Víkingur, f. 18. nóvember 1995. Maki hans er Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, f. 12. september 1995. b) Alex- ander, f. 10. febrúar 1999. c) Benedikt, f. 27. nóvember 2007. Ragna flutti fimm ára með foreldrum sínum til Vopna- fjarðar og bjó þar til æviloka. Útför Rögnu fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag, 8. nóvember 2019, kl. 14. dóttir, f. 21. ágúst 1961, og eiga þau sjö börn. Hálfbróð- ir Rögnu, sam- feðra, er Jón Krist- inn, f. 18. ágúst 1942, maki hans er Björg Stefa Sigurðardóttir, f. 29. apríl 1945, og eiga þau þrjú börn. Eftirlifandi eig- inmaður Rögnu er Alexander Antoníus Árnason (Alli), f. 27. september 1944. Hann er sonur hjónanna Árna Stefánssonar, f. 9. október 1916, d. 16. júlí 1992, og El- ísabetar S. Sigurðardóttur, f. 1. september 1917, d. 27. júní 2017. Ragna og Alli gengu í hjónaband 27. nóvember 1966. Börn þeirra eru: 1) Antoníus Árni, f. 7. apríl 1966. Maki hans er Þuríður Linda Einarsdóttir, f. 20. október 1968. Synir þeirra eru: a) Antoníus Freyr, Elsku Ragna mín, takk fyrir samfylgdina í öll þessi ár. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kölluð á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo falleg, einlæg og hlý en örlögin þín ráðin – mig setur hljóðan við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár, þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Þar til við hittumst á ný. Ástarkveðja, Alexander (Alli). Elsku dýrmæta, fallega og hjartahlýja mamma okkar. Það er erfitt til þess að hugsa að eiga ekki eftir að hitta þig aftur, knúsa þig, eiga von á símtali og spjalla um allt og ekkert. Við yljum okk- ur við fallegar og góðar minning- ar sem við eigum með þér og pabba. Þið eruð fyrirmyndir og kletturinn í lífinu okkar. Takk fyr- ir að hafa alltaf verið til staðar fyrir okkur. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þar til við sjáumst næst elsku mamma okkar, við söknum þín. Elsku pabbi, við hjálpumst að við að styðja hvert annað í sorg- inni og halda áfram að skapa góð- ar minningar. Antoníus (Anni), Anna og Lísa. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Takk fyrir að vera amma okkar. Við elskum þig. Guðjón Árni, Ragna Sif, Björn Víkingur, Alexandra, Alexander, Antoníus Freyr, Benjamín Daði, Benedikt, Bryndís Björk, Halla Björk og Halldór Logi. Að leiðarlokum er farið yfir minningar og allar samveru- stundir ásamt gæðum þessara stunda sem eru vegin og metin. Það reynist mér erfitt að skrifa minningarorð um Rögnu eins og hún var alltaf kölluð. Að minnast allra stundanna sem ég átti með henni og fjölskyldu hennar er ómetanleg minning, sem ég finn að hlýja mér um hjartarætur, þegar ég hugsa til baka. Ég minn- ist konu sem var brosandi og já- kvæð. Kona sem ég man eftir mér með í öllum boðum og hátíðum og minnist þess hvað hún gaf frá sér mikinn kærleika og vinsemd. Kona sem bar með sér hlýju og væntumþykju gagnvart öllum þeim sem voru henni kærir. Kona sem var svo samvaxin manninum sínum og börnum að maður orðaði aldrei annað þeirra heldur sagði ávallt Ragna og Alli og þá var sama hvort maður átti við annað þeirra hjóna. Síðast núna í mars var ég svo heppin að vera með þeim á Ten- erife ásamt foreldrum mínum og hún var hress og í góðu formi, hún fór í langa göngu og gerði grín að mér með því að hún sendi mér sjálfsmyndir af sér og Alla, sem henni fannst mjög fyndið því hún taldi mig vera frekar slaka í þeim gjörðum. Þannig kona var hún, ekki að tuða eða agnúast heldur gera grín og sýna það í verki með því að taka sjálfsmynd, sem hún taldi betri en hjá mér. Hún var einstök og frábær fyr- irmynd að hugsa vel um sig og hlúa að líkama sínum og sálar- næringin hennar var klárlega hennar fjölskylda. Ég mun fylgja henni í dag og faðma fólkið mitt og styrkja. Mun verða til staðar þegar minningar sækja á og get þá tekið undir hvert orð þegar söknuður- inn fær að tala að hennar er sakn- að og hún var einstök. Elsku Alli, Anni, Anna, Lísa og fjölskyldur, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Elísabet Reynisdóttir. Kom til Íslands eftir að hafa fengið enn aftur MS-kast og auð- vitað var meðfædd fötlun mín líka þáttur í því að nú var hjólagrindin tekin við. Þá komu þau Alli og Ragna í heimsókn til foreldra minna, og er Vopnafjörðurinn var nefndur á nafn sögðu þau: „Nú kemur þú bara með okkur.“ Við tók eitthvert skemmtilegasta ferðalag lífs míns. Bæði ferðin austur en líka samveran með þeim sem höfðu svo einstakt lag á að finna upp á einhverju skemmti- legu. Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið og oft. Þau höfðu sann- arlega ræktað kærleikann og lífs- gleðina í sambandi sínu, sem þau síðan gáfu endalaust af til þeirra sem þau umgengust. Foreldra, barna, barnabarna, ættingja og þeirra sem þau voru með. Daglega fórum við á elliheim- ilið til Önnu mömmu Rögnu og Betu mömmu Alla og bökuðum pönnukökur, eða vöfflur og eld- uðum dýrindis fiskrétti. Við fór- um saman í styttri en líka lengri eins og á Siglufjörð og í Hallorms- staðaskóg. Endalausar skemmti- legar sögur og upplifun. „Við verðum að fara í berjamó, það er svo mikið af berjum núna.“ „En ég get jú ekki farið,“ sagði ég. „Jú, jú ekkert mál, við hjálpum þér og svo tekur þú hækjurnar líka“, og hvað við tíndum af berjum og hvað það var gaman. Á hverjum morgni var byrjað á heilsudrykk með berjum og svo styrkingaræf- ingar, og ganga. Kvaddi hjóla- grindina eftir ferðina, þó að ég vissi auðvitað að það yrði ekki fyr- ir fullt og allt. Nú er hún Ragna mín farin, auðvitað er hún strax farin að sinna þeim Önnu og Betu. Takk fyrir allar yndislegu, kær- leiksríku og skemmtilegu stund- irnar. Við systkinin á Móaflötinni sendum Alla, börnunum þeirra og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristbjörg, Sigurður, Erlingur og Gísli. Það er þyngra en tárum taki að skrifa þessi minningarorð um svilkonu mína Rögnu. Rögnu og Alla kynntist ég fyrst þegar ég kom með Reyni bróður Alla á Vopnafjörð 1965 og heppnin var með mér því að þarna náðust tengsl sem áttu eftir að endast og styrkjast allt fram að síðustu stundu. Ragna og Alli stóðu þétt við hlið okkar þegar við fluttum aust- ur frá Vestmannaeyjum gosárið 1973 og án hjálpar þeirra og bræðranna hefðum við ekki getað komið okkur fyrir á skömmum tíma. Við sameinuðumst næstu árin eftir þetta sem fjölskylda og héldum upp á afmæli og jólin saman og styrktum vináttubönd- in. Árin liðu og börn fluttu burtu en við héldum áfram að mynda tengsl og vináttu með því að ferðast saman og var það bæði innanlands og svo erlendis í hlýjuna og birtu. Ragna hefur ávallt verið fyrirmynd í mörgu og dugleg að hreyfa sig og njóta lífs- ins. Ég mun sakna þessara stunda með henni og ég mun sakna hennar. Það verður skrítið að hafa hana ekki með brosið sitt og segja frá börnum, barnabörn- unum og nýjasta gimsteininum Halldóri Loga langömmubarninu, það eru búin að vera ófá snöpp og lýsingar og gleðin var svo mikil hjá henni að eiga hlutdeild í sínum flotta barnahópi og gott samband við þau. Ég hlýja mér við góðar minn- ingar og það kemur upp ein góð og falleg minning, síðan í mars, þegar þau hjónin komu með okk- ur til Tene, til að halda upp á stór- afmælið mitt ásamt hluta af barnahópnum okkar. Það er erfitt að kveðja vinkonu sem hefur ver- ið jafn stór hluti af lífi mínu og Ragna hefur verið. Ég votta Alla mági mínum og fjölskyldunni allri mínu dýpstu samúð. Megi Ragna halda áfram að lifa í minningu okkar og hjörtum. Kveðja, Guðrún Pálsdóttir (Gugga). Eftir stutt veikindi er Ragna frænka látin. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þessari ein- stöku konu, það vita fjölskyldur þeirra Alla, vinir og samferðafólk að betra fólk er vandfundið. Vildu allt fyrir alla gera. Ég var svo heppin að fá auka- ömmu og -afa þegar við fluttum austur fyrir 17 árum. Ragna og Alli hafa alltaf verið kölluð amma og afi af börnunum okkar og voru með eindæmum barngóð. Heim- ilið þeirra hefur alltaf verið okkur opið og urðum við sérstaklega vör við það þegar við bjuggum á móti „kjarnorkubyrginu“ eins og við kölluðum Þverholt 10. Það var einfaldlega allt til þar, sama hvað okkur vantaði. Eftir að við fluttum suður þá komu þau nánast alltaf til okkar í heimsókn þegar þau voru í bæj- arferð. Fyrir tæpum þremur ár- um þurftu þau að vera hérna fyrir sunnan í nokkra mánuði og komu þau allavegna einu sinni í viku til okkar meðan ég var í fæðingaror- lofi, það var yndislegt. Ragna var alltaf með eitthvað á prjónunum og nutu börnin mín góðs af því. Það eru til ófá prjóna- sett, vettlingar og ullarsokkar sem Ragna hefur gefið þeim. Þetta er allt svo ótrúlega fallegt og vel gert. Ég á eftir að sakna þess að hitta Rögnu næst þegar ég fer austur. Elsku Alli, Anni, Anna, Lísa og fjölskyldur, hugur minn er hjá ykkur. Minningarnar um Rögnu eru margar og góðar og munu þær ylja okkur um ókomna tíð. Innilegar samúðarkveðjur. Halldóra Hallgrímsdóttir. Nú er skarð fyrir skildi, elsku Ragna vinkona mín er fallin frá eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. – Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu vinur, mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson) Á bolludaginn 1972 keyrðum við Þengill inn í Vopnafjörð með ungar dætur og svolitla búslóð. Snjór lá yfir öllu og grýlukerti drúptu af þökum húsanna sem kúrðu lágreist við sjávarsíðuna. Það var kalt í lofti og kuldalegt um að litast, en hlýjan sem við mættum við komu var einstök og einkenndi árin okkar á Vopna- firði. Með þeim fyrstu sem við kynntumst voru hjónin Ragnhild- ur og Alexander. Við komumst fljótt að því að ekki væri annað nefnt án þess að hins væri getið í sömu andrá. Þau voru bestu vinir og samband þeirra einstaklega fallegt, hjónaband upp á tíu ef svo má segja. Það lýsir Rögnu og Alla vel hvernig þau héldu utan um börn sín og fjölskyldu, ekki síst mæður sínar sem þau önnuðust allt til hinstu stundar af kærleika og virðingu. Það er gæfa að kynnast góðu fólki og enn meiri að eignast það að bestu vinum, slíkir vinir voru Ragna og Alli okkur. Þau og þeirra fjölskylda urðu sem okkar á Vopnafirði, með þeim héldum við jól og fögnuðum tyllidögum, ferðuðumst innanlands og utan og tókumst á við lífsins sorgir og gleði. Þó að við flyttum suður aftur héldust dýrmæt vinaböndin, við spjölluðum nánast á hverjum degi og hittumst reglulega. Á sumrin fórum við austur þar sem Ragna og Alli tóku okkur og ört stækk- andi fjölskyldunni opnum örmum. Haustanna nutum við svo saman í Langá, tíndum ber, spiluðum og fengum okkur einn lítinn G&T fyrir svefninn. Berin tíndu þau hjónin í tugkílóavís, hreinsuðu, flokkuðu og sendu flug- og land- leiðis til vina og vandamanna. Aumar herðar og bakverkir viku fyrir ánægjunni af því að gleðja aðra. Í sumarbyrjun bárust þau vá- legu tíðindi að Ragna væri alvar- lega veik og við tók erfið barátta sem nú er lokið. Eins og við allt í lífinu tókust þau Alli á við þetta stóra verkefni saman – hann eins og klettur henni við hlið, vék ekki frá, um- hyggjusamur og hlýr. Þau nutu stuðnings barnanna sinna sem eiga ekki langt að sækja sína miklu mannkosti. Samverustundir okkar vin- kvennanna verða ekki fleiri að sinni, eftir standa minningar um yndislega konu sem var okkur svo kær. Ragna hafði ljúfa lund, var blíð og góð og vildi hvers manns vanda leysa. Hún var einstaklega mynd- arleg húsmóðir og það lék allt í höndunum á henni. Hún prjónaði listavel og flíkurnar runnu af prjónunum, hver annarri fallegri. Þess nutu barnabörnin okkar svo sannarlega í seinni tíð. Ég sagði stundum við hana að hún væri of góð fyrir þennan heim, það væri óþarfi að klára öll prikin hjá Guði – hvað yrði eiginlega um okkur hin! Við Þengill og fjölskylda okkar öll kveðjum elskaða vinkonu með hjartans þökk – það geislar af minningu hennar. Elsku Alli, Anni, Anna, Lísa og fjölskyldur, megi góður Guð veita ykkur styrk í þungri raun. Steinunn Guðmundsdóttir. Þín góðu áhrif geymum við í minni, er gafstu okkur hér af elsku þinni. Við þökkum allt af heitu barnsins hjarta, er hjá þér nutum við um samfylgd bjarta. (IS) Nú þegar komið er að kveðju- stund hrannast upp minningar um Rögnu. Um góða vinkonu sem tók mér og strákunum mínum opnum örmum frá fyrstu kynn- um, umvefjandi elsku, jákvæðni og bjartsýni. Um konu sem sá alltaf það góða í fari nágrannans, dæmdi aldrei, gerði sér far um að hjálpa og var alltaf til staðar ef á þurfti að halda. Takk, elsku Ragna. Við munum ófáu ljúfu stund- irnar við eldhúsborðið í Holtun- um, við spil á Kolbeinsgötunni þar sem tekist var á af miklum metn- aði, eggjatínsluferðir og rjúpna- veiðar. Það mun aldrei gleymast hverjir leiðbeindu óreyndum þar. Minningarnar munu lifa í hjörtum okkar um leið og við söknum sárt. Við vitum að Natalía Hrund átti pláss í hjarta Rögnu frá fyrsta degi og fyrir það erum við óend- anlega þakklát. Þakklát fyrir ást- ina og umhyggjuna sem hún sýndi henni alltaf, allar peysurn- ar, kjólana, vettlingana, sokkana, þá síðustu nú í ágúst. Öll lista- verkin sem hún prjónaði eru dýr- mæt. Fyrir að muna hvern einasta afmælisdag í fjórtán ár, fyrir að vera henni „amman“ sem hún hafði hjá sér í uppvextinum á Vopnafirði. Fyrir alla hlýjuna og ástúðina sem hún bjó yfir og var óspör á. Fyrir alla þessa ást og umhyggju þökkum við af heilum hug. Elsku Alli, börn og fjölskyldur, hjartans samúðarkveðjur til ykk- ar allra. Megi ljós minninganna lýsa ykkur um ókomin ár. Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar- dóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Kristín, Baldur og Natalía Hrund. Mikið er lífið stundum ósann- gjarnt var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fékk fréttir af veikindum elsku Rögnu. Nú hefur hún fengið annað hlutverk og ég efast ekki eitt augnablik um að hún leysi það jafn vel og það sem hún hafði hér á meðal okkar. Ég á henni svo margt að þakka, í æsku minni var heimili hennar opið mér öllum stundum og var ég af þeim hjónum kölluð heimaln- ingurinn þar sem ég sótti svo mik- ið heim til þeirra. Ragna var ein- stök manneskja, góðhjörtuð, natin við allt sem hún tók sér fyrir hendur, samkvæm sjálfri sér og með góða nærveru. Þó að samverustundum mínum við Alla og Rögnu hafi fækkað með árunum þá hafa þau hjónin haft mikil áhrif á mig alla tíð. Við fréttirnar af veikindum Rögnu og hversu alvarlega þau voru þá átt- aði ég mig enn betur á því hvað þau skipta mig miklu máli og hversu vænt mér þykir um Rögnu mína og það er óskaplega sárt til þess að hugsa að hún sé ekki á meðal okkar lengur. Sagt er að manneskja keyri á rútu í gegnum lífið með samferða- fólki sínu, þú ert bílstjórinn og stjórnar ferðinni. Fremst í rút- unni er fólkið sem stendur þér næst og hefur haft jákvæð áhrif á þig, í miðjunni fólk sem hefur haft jákvæð áhrif á þig á einhvern hátt en tekur ekki endilega mikinn þátt í þínu lífi. Aftast eru svo þeir sem hafa frekar neikvæð áhrif á þig. Þú keyrir svo rútuna áfram og hleypir fólki inn og út úr rút- unni en það er þitt að stjórna því. Ragna er ein af þeim sem eru framalega í minni rútu og minn- ingin um hana verður þar áfram um einstaklega góða og hlýja konu sem hafði alltaf staðið við bakið á mér eins og hún gerði fyr- ir alla þá sem stóðu nær henni. Það ættu allir að hafa eina Rögnu í sínu lífi. Elsku Alli, Lísa, Anna, Anni og aðrir aðstandendur, ég votta ykk- ur innileg samúð og bið ykkur að halda utan um hvert annað á þess- um erfiðum tímum. Minningin um elsku Rögnu okkar lifir á meðal okkar. Bjarney Guðrún Jónsdóttir. Ragnhildur Antoníusdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.