Morgunblaðið - 08.11.2019, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019
safnið þitt, holugrilluðu lamba-
lærin þín, fermingarveislu okk-
ar Rósu Daggar og hin ýmsu
afmæli ömmu Huldu. Minnis-
stæðast er mér samt þegar þú
tókst að þér föðurhlutverkið að
kenna mér að raka mig. Þér
þótti hýjungurinn á unglingnum
orðinn frekar mikill og sýndir
mér til verka á baðinu á Hraun-
hólunum.
Við hittumst reglulega í af-
mælisveislum, jólaboðum, slát-
urveislum og á öðrum mann-
fögnuðum í fjölskyldunni enda
hafið þið systkinin alltaf verið
samheldin. Við systkinabörnin
lærðum það fljótt að við værum
partur af góðri og tryggri fjöl-
skyldu. Á erfiðu tímabili í lífi
mínu heimsótti ég þig og Dag-
nýju oft í Hraunhólana. Það var
gott að tala við ykkur og það
hjálpaði mér mikið við að takast
á við mín mál. Ég hugsa til þess
tíma með hlýju og þakklæti.
Þegar stóra ástin kom loks inn í
líf mitt var það hjá ykkur Dag-
nýju í Hraunhólunum sem Ásta
fyrst hitti fjölskylduna mína á
gamlársdag 1999. Nú 20 árum
síðar, og við náum ekki að
fagna nýju ári og 70 árum með
þér.
Elsku Nonni, ég kveð þig
með söknuði og sorg. Ég hugsa
til þín í ljúfum faðmi ömmu og
afa og veit að þið munuð vaka
yfir stóru fjölskyldunni þinni og
stórfjölskyldunni okkar. Hvíl í
friði, elsku frændi.
Ingólfur Már Ingólfsson.
Við kveðjum elskulegan vin
okkar hjóna. Það sköpuðust
snemma á lífsleiðinni sterk vin-
áttubönd okkar við þau Jón
Ingólfsson og Dagnýju Guð-
mundsdóttur og þó sambandið
hafi verið slitróttara í seinni tíð
erum við bundin eilífum bönd-
um. Sama gildir um börn okkar.
Samvistir voru miklar og minn-
isstæðar. Með engum skemmt-
um við okkur meira og inni-
legar.
Jón var stór í sniðum á allan
hátt og ævinlega trúr sjálfum
sér og traustur. Hann var
óhræddur við að fara sínar eig-
in leiðir og skar sig snemma úr
fyrir dirfsku í klæðaburði og
hársídd, vakti athygli fyrir
reisn og glæsileik.
Jón hafði sterkar skoðanir,
ekki síst á þjóðfélagsmálum, var
réttsýnn og heiðarlegur og naut
mikils trausts í starfi og leik.
Jón var náttúrubarn og opn-
aði augu okkar fyrir fegurð ís-
lenskrar náttúru sem hann unni
mjög, hvort heldur það var í
Skorradal, Borgarfjarðarhéraði
eða Lóni í Öræfum.
Jón hafði einlæga trú á hvað
tæki við eftir jarðneskan dauða.
Hann kvaddi kyrrlátur og
örugglega í góðri vissu um
hvaða ferðalag tæki nú við. Við
óskum honum góðrar ferðar í
sumarlandið og vottum Dag-
nýju og börnum þeirra, fjöl-
skyldunni allri, innilega samúð
okkar með þakklæti fyrir það
sem aldrei gleymist. Guð geymi
þig, elsku vinur.
Jóhann Páll Valdimarrson
og Guðrún Sigfúsdóttir.
Mér barst harmafregn, kær
vinur minn til áratuga, Jón
Ernst Ingólfsson, væri fallinn,
horfinn úr þessu lífi, dáinn. Í
fyrstu trúði ég ekki að Jón væri
dáinn, það er bara tæp vika á
milli okkar. Er lífið þá svona
hverfult? Ég hugsaði um Jón og
minningarnar tóku að streyma.
Ég kynntist Jóni í fallbekk í
Lindargötuskóla. Þar komu
saman unglingar sem nenntu
ekki venjulegu námi því þeir
höfðu öðrum hnöppum að
hneppa. Ég hafði til dæmis bara
áhuga á myndlist og afplánaði
þarna skólavist svo ég gæti sótt
um að hefja nám við Myndlista-
og handíðaskóla Íslands. Sama
gilti um alla hina, þar með Jón,
sem mætti stundum í skólann,
en virtist mjög upptekinn við
eitthvað allt annað. Síðar komst
ég að því að hann vann fulla
vinnu með skólanum enda
óvenjuorkumikill og hugumstór
maður. Það var tónlistin sem
tengdi okkur órjúfanlegum
böndum, því áður en ég vissi af
vorum við farnir að skjótast í
frímínútum í Fálkann að hlusta
á nýjustu plöturnar. Við Jón
urðum mestu mátar, þótt líf
hans væri hulu þakið að miklu
leyti framan af. Svo skildi ég
allt einn daginn þegar hann
kynnti mig fyrir kærustu sinni,
henni Dagnýju. Þá bjó ég hjá
foreldrum mínum í Þórufelli.
Stuttu síðar keyptu Jón og
Dagný íbúð í Æsufelli við hlið-
ina á blokk foreldra minna. Ég
trúði þessu varla en svona er
lífið og einn daginn hringdi
hann í mig og spurði hvort ég
vildi brenna með sér í Hvera-
gerði. „Kem eftir fimm,“ mælti
Jón og ég mætti snarlega út á
plan, þar sat hvítur Thunder-
bird, greinilega beint úr kass-
anum með dökkrauðum leður-
klæðum að innan. „Jón, átt þú
þennan kagga?“ „Já, leggjum í
hann, ég er hérna með frábæra
snældu með Moody Blues.“
Þessi ferð situr enn greypt í
mig þegar við svifum yfir
Hellisheiðina með „To Our
Children’s Children’s Children“
á fullu blasti í flottustu ster-
íógræjunum í bænum.
Seinna byggðu þau hjón Jón
og Dagný sér vin í Garðabæ,
steinhús byggt í dönskum
bændastíl, fagurt, stílhreint og
einfalt. Þar kynnti hann mig
fyrir hljómsveitinni Super-
tramp, tónlist sem enn lifir í
hjarta mínu og Jóns. Jón var
frábær gestgjafi og félagi sem
gaf af sér en vænti einskis í
staðinn.
Ég sakna þín, elsku vinur, og
ég er viss um að við hittumst
aftur til að rifja upp gamla
tíma. Ég votta eiginkonu, börn-
um og barnabörnum mína
dýpstu samúð.
Kristján Frímann
Kristjánsson.
Jón Ernst Ingólfsson er einn
eftirminnilegasti og litríkasti
samferða- og samstarfsmaður
sem ég hef átt skipti við á lífs-
leiðinni. Leiðir okkar lágu fyrst
saman árið 1969, fyrir réttri
hálfri öld, þegar ég hóf störf í
Plastprenti hf. Jón var þá ný-
tekinn við sem sölustjóri hjá
systurfyrirtæki Plastprents,
Plastpokum hf. á Laugavegi 71,
undir framkvæmdastjórn
Hjálmars F. Hafliðasonar
(1919-1998).
Jón var aðeins 19 ára, en
krókurinn þegar tekinn að
beygjast til þess sem verða
vildi. Hann var sölumaður af
guðs náð. Hann fór eigin leiðir í
störfum sínum og skilaði best-
um árangri þannig. Hann þandi
út viðskiptanet fyrirtækisins og
hélt utan um sína viðskiptavini
af umhyggju og ræktarsemi –
og tengdist þeim tryggðabönd-
um, sem héldu í gegnum þykkt
og þunnt, hvar sem hann drap
síðar niður fæti á áratugalöng-
um ferli sínum innan umbúða-
iðnaðarins.
Jón starfaði samanlagt í all-
mörg ár hjá Plastpokum hf. og
Plastprenti hf. Hann skipti um
vettvang um tíma, en sneri aft-
ur nokkrum árum síðar og var
tekið tveim höndum.
Jón Ernst Ingólfsson var fas-
mikill, hreinskiptinn og frjór –
og var annt um heiður sinn.
Hann átti á sínum tíma góðan
þátt í vexti og viðgangi Plast-
prents hf. og annarra fyrir-
tækja í umbúðaiðnaðinum sem
hann starfaði hjá. Þótt nokkuð
sé um liðið síðan því dagsverki
lauk, skal þess minnst við þessi
tímamót – og þakkað að verð-
leikum.
Eggert Hauksson,
fv. framkvæmdastjóri
Plastprents hf.
✝ Einar Pálssonfæddist 22.
júní 1940 í Varma-
dal á Rangárvöll-
um. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 29.
október 2019.
Kjörforeldrar
Einars voru hjónin
Hjörleifur Pálsson
(1903-1980) og
Unnur Jónsdóttir
(1901-1980). Móðir
Einars var Þorbjörg Hall-
mannsdóttir (1916-2003) og
faðir hans var Páll Pálsson
(1902-1990).
Albróðir Einars er Reynir
Pálsson (1941) og uppeld-
isbróðir er Rósant Hjörleifsson
(1933).
Systkini Einars í móðurætt
eru: Sigurður Ingi (1944), Hall-
mann Ágúst (1945), Jónína
(1947-2003), Björg (1950),
Garðar (1952-2018), Óskar Þór
(1954) og Jón Ólafur (1955).
Systkini Einars í föðurætt
eru: Guðríður Ásta Esther
(1951), Halldór Árni (1952),
Hjörleifur (1955) og Páll Sölvi
(1957-2003).
Þann 24. desember 1967
kvæntist Einar Ólínu Stein-
dórsdóttur (1928-1983), sem
var ávallt kölluð Gógó. Þau
eignuðust tvær dætur: 1) Gerð-
ur Engilrós Einarsdóttir
(1968), sambýlismaður Guð-
mundur Páll Óskarsson (1969).
Þeirra börn eru: a) Einar Óli
(1998), b) Helgi Hrannar
(2002) og c) Elísa Guðrún
(2005). 2) Kristrún Ein-
arsdóttir (1969), sambýlis-
maður Gunnar Valur Stein-
dórsson (1971). Þeirra dætur
eru: a) Aníta Dagný (1998), b)
Eva Marín (2000) og c) Brynja
Mekkín (2000).
Börn Gógóar frá fyrra
hjónabandi eru: 1)
Einar Kristján
(1949), 2) Erla
Kristbjörg (1952)
og 3) Guðmundur
Kristinn (1955).
Þeirra börn eru
átta og barnabörn-
in 17.
Fyrstu hjúskap-
arár Einars og
Gógóar voru á
Grettisgötu 31 en
árið 1983 fluttu
þau í Beykihlíð 31, Reykjavík.
Eftir andlát Gógóar hélt Einar
heimili með dætrum sínum þar
til þær stofnuðu sín eigin
heimili. Eftir að dæturnar
fluttu að heiman hélt Einar
eigið heimili en var í sambúð
með Önnu Vilhjálmsdóttur í
um 10 ára skeið. Síðast bjó
Einar í Furugerði 1.
Einar ólst upp í Arnarbæli í
Ölfusi og gekk í Barnaskólann
í Hveragerði. Hann fluttist
ásamt kjörforeldrum sínum til
Reykjavíkur upp úr 1960.
Einar vann á sínum yngri
árum hjá RARIK við línulagnir
um allt land þar sem hann
kynntist vel íslensku landslagi
og var því ávallt glöggur á
staðhætti landsins. Hann var
bifreiðarstjóri hjá Bæjarleiðum
til fjölmargra ára og um nokk-
urra ára skeið hjá Strætó.
Helstu áhugamál Einars
voru bridge, skák, veiði og
íþróttir. Hann keppti í bridge
fyrir hönd Bæjarleiða í stöðv-
arkeppnum, tók þátt í Norð-
urlandamóti strætóbílstjóra í
skák.
Einar bjó vel að íþrótta-
iðkun sinni, var heilsuhraustur
alla ævi þangað til hann
greindist með krabbamein.
Útför Einars fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 8. nóv-
ember 2019, klukkan 13.
Elsku pabbi.
Mikið eigum við öll sem stóðum
þér næst eftir að sakna þín. Það er
svo skrítið og óraunverulegt að
kveðja.
Trúum varla að þú sért farinn
og komir ekki framar í heimsókn
til að ræða allt og ekkert og þrasa
við okkur um þjóðmálin og nýjustu
rannsóknir sérfræðinga út um all-
an heim. Elsku pabbi var falleg og
góð sál sem hafði sterkar skoðanir
og gat verið þverari en margir.
Frekar hlédrægur og setti sjálf-
an sig alltaf í annað sætið og vildi
láta hafa lítið fyrir sér. Hann var
handlaginn snillingur sem gat lag-
að og gert við svo til allt, nægju-
samur og nýtinn, mikið snyrti-
menni og algjör töffari. Hafði
mikinn áhuga á fótbolta og hand-
bolta og fylgdist alltaf vel með
íþróttum og íslensku íþróttafólki
og var einstaklega duglegur að
mæta á íþróttaleiki afabarnanna í
gegnum tíðina.
Elsku pabbi, við hugsum til þín
með þakklæti og hlýju því betri
pabba var vart hægt að hugsa sér.
Mikill fjölskyldumaður sem sá ein-
staklega vel um sína, var fórnfús
og sérlega bóngóður og vildi allt
fyrir alla gera. Hann sá ekki sólina
fyrir barnabörnunum og hugsaði
einstaklega vel um þeirra hag.
Söknuður, sorg og sársauki ein-
kenna líf okkar sem eftir sitjum en
um leið mikið þakklæti, auðmýkt
og umhyggja. Við geymum fallegu
minningu pabba í hjartanu og
huggum okkur við að hann sé kom-
inn á góðan stað; staðinn hennar
mömmu.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu,
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og
góða,
svo gestrisinn, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin - mig setur hljóða,
við hittumst ei framar á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Kristrún og Gerður.
Elsku afi, okkar besti vinur.
Það sem við munum sakna þín.
Þakka þér fyrir allt og allar góðu
minningarnar sem munu lifa
áfram í hjörtum okkar. Við vitum
að þú munt vaka yfir okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þínar afastelpur,
Aníta Dagný, Eva Marín
og Brynja Mekkín.
Elsku besti afi okkar, takk fyr-
ir allar skemmtilegu stundirnar
sem við áttum saman.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Einar Óli, Helgi Hrannar
og Elísa Guðrún.
Öll við færum, elsku vinur,
ástar þökk á kveðjustund.
Gleði veitir grátnu hjarta.
guðleg von um eftirfund.
Drottinn Jesú, sólin sanna,
sigrað hefur dauða og gröf.
Að hafa átt þig ætíð verður,
okkur dýrmæt lífsins gjöf.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Í dag kveð ég bróður minn með
söknuð í hjarta og þakka af heil-
um hug þær stundir sem við átt-
um saman.
Fjölskyldunni allri sendum við
Þórdís innilegar samúðarkveðjur.
Jón Ólafur og Þórdís.
Einar Pálsson
Það er erfitt að
kveðja hvern vininn
á fætur öðrum. Í
byrjun þessa árs
kvöddum við Signýju vinkonu
okkar og nú er komið að því að
kveðja hana Guðrúnu okkar sem
barðist við sama grimma óvininn
og Signý og því miður hafði hann
betur í bæði skiptin.
Guðrún var mikill og virkur
vinur í vinahópnum og Gunnar
bóndi hennar ekki síður. Það fór
ekki mikið fyrir þeim en alltaf
voru þau boðin og búin þegar
eitthvað stóð til og tóku fullan
þátt í öllu gríni og glensi sem
þessum káta hópi datt í hug
hverju sinni.
Guðrún var líka góður starfs-
félagi og ótrúlega minnug. Það
var ósjaldan sem ég hringdi í
Guðrúnu til að spyrja hana um
eitthvað sem gerst hafði fyrir
löngu og það brást ekki að Gunna
mundi það eins og gerst hefði í
gær.
Guðrún var söngelsk og kunni
alla texta utan að og þau hjónin
Guðrún Sigurveig
Jóhannsdóttir
✝ Guðrún Sig-urveig Jó-
hannsdóttir fæddist
3. apríl 1941. Hún
lést 16. október
2019.
Útförin fór fram
25. október 2019.
bæði. Þau sungu
Rósina fyrir hópinn
löngu áður en hún
komst í tísku.
Já, það er margs
að minnast þegar
góðir vinir falla frá
og söknuðurinn sit-
ur eftir.
En minningin er sem
perla ein,
þau gleymast ei góðu
árin.
Og tíminn líður sem líknandi hönd,
að lokum hann hylur sárin.
Við kveðjum þig vina hér og nú,
ert kölluð til æðri starfa.
Þakklát fyrir að þú varst þú.
Þér Rósirnar kveðju bera.
Guðbjörg Ellertsdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum.
Minningargreinar
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GRÉTA JÓNSDÓTTIR,
Reynimel 50, Reykjavík,
lést sunnudaginn 3. nóvember á
Hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 18. nóvember
klukkan 13.
Sigurður Erling Baldursson
Þuríður Ellisif Baldursdóttir Jóhann S. Erlendsson
Ingi Þór Vöggsson
Baldur og Freyr Jónssynir
Baldur Erling, Margeir Jón, María Sif
og Hulda Hrönn Sigurðarbörn
Arnar Páll og Jóhann Baldur Jóhannssynir
og langömmubörn
Elskulegur faðir okkar, ástvinur og bróðir,
ÓMAR ÁSGEIRSSON,
búfræðingur og trésmíðameistari,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir
sunnudaginn 3. nóvember. Útförin fer fram
frá Neskirkju mánudaginn 11. nóvember
klukkan 13.
Ólöf Huld Ómarsdóttir
Arnar Hlynur Ómarsson
Ómar Sigurbjörn Ómarsson
Einar Auðólfur Ómarsson
Elísabet María Haraldsdóttir
Jóhanna Lind Ásgeirsdóttir
Sigurbjörn Ásgeirsson
Málfríður Ásgeirsdóttir
Valgerður Ásgeirsdóttir
Ásgerður Ósk Jakobsdóttir
tengdabörn og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BERA ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Laufási í Vestmannaeyjum,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
þriðjudaginn 5. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
14. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Alzheimersamtökin.
Þorsteinn Ingólfsson Kristrún Gísladóttir
Gylfi Ingólfsson Anna Jenný Rafnsdóttir
Ingólfur Ingólfsson Júlíanna Theodórsdóttir
barnabörn, makar þeirra og langömmubörn