Morgunblaðið - 08.11.2019, Qupperneq 34
EVRÓPUDEILDIN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Manchester United lék á als oddi
þegar liðið fékk serbneska liðið
Partizan Belgrad í heimsókn í L-
riðli Evrópudeildar UEFA í knatt-
spyrnu á Old Trafford í Manchest-
er í gær. Leiknum lauk með 3:0-
sigri United þar sem fremstu
menn liðsins voru allir á skotskón-
um, þeir Mason Greenwood, Ant-
hony Martial og Marcus Rashford.
United hefur ekki gengið neitt
sérstaklega vel að skora mörk á
þessari leiktíð og hefur sókn-
arleikur liðsins oft á tíðum verið
harðlega gagnrýndur af stuðnings-
mönnum liðsins. Liðið skoraði hins
vegar þrjú góð mörk í gær en
þetta var í þriðja sinn á tímablinu
sem liðið skorar þrjú mörk eða
meira í leik á keppnistímabilinu.
Marcus Rashford hefur stigið
upp að undanförnu og var hann að
skora sitt áttunda mark á tíma-
bilinu í sextán leikjum. Martial
hefur einni verið að koma sterkur
inn en United þarf nauðsynlega á
þeim tveimur að halda, ef liðið
ætlar sér að berjast um Evr-
ópusæti. United er komið með
annan fótinn í 32-liða úrslit Evr-
ópudeildarinnar og dugar eitt stig
úr síðustu tveimur leikjum sínum
til þess að fara áfram í út-
sláttakeppnina.
Arnór Ingvi Traustason og liðs-
félagar hans í Malmö gerðu 0:0-
jafntefli gegn Lugano á útivelli í
B-riðli keppninnar. Arnór Ingvi
lék allan leikinn fyrir Malmö en
sænska liðið hefði með sigri getað
tyllt sér á toppinn í riðlinum. Í
staðinn er Malmö í þriðja sæti rið-
ilsins með 5 stig, einu stigi minna
en topplið FCK og Dynamo Kiev,
sem eru með 6 stig. Malmö er
hins vegar með örlögin í eigin
höndum því liðið mætir Dynamo
Kiev og FCK í síðustu tveimur
umferðunum.
Þá var Jón Guðni Fjóluson
ónotaður varamaður hjá Krasnod-
ar sem vann 3:1-sigur gegn Trab-
zonspor á heimavelli og Arnór
Sigurðsson og Hörður Björgvin
Magnússon voru báðir í byrj-
unarliði CSKA Moskvu sem gerði
markalaust jafntefli gegn Ferenc-
város í Ungverjalandi.
Mikið stuð á Old Trafford
Malmö missti
af gullnu tækifæri
AFP
Gleði Marcus Rashford fagnar marki sínu og þriðja marki Manchester United á Old Trafford í Manchester í gær.
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019
Eftir að hafa verið frá æfingum og
keppni í tvo mánuði vegna höfuð-
meiðsla er danska stórskyttan
Mikkel Hansen, liðsfélagi Guðjóns
Vals Sigurðssonar hjá Paris SG,
mættur aftur út á völlinn. Hansen
fékk heilahristing á æfingu Par-
ísarliðsins í september og var óvíst
hvenær hann gæti snúið til baka.
En nú anda Danir léttar. Þeirra
besti leikmaður er orðinn heill
heilsu og heimsmeistararnir geta
notað krafta hans á EM í janúar þar
sem þeir mæta Íslendingum í fyrsta
leik í Malmö. gummih@mbl.is
Hansen klár í
slaginn á EM
Stórskytta Mikkel Hansen er orð-
inn heil heilsu eftir höfuðmeiðsli.
Spænski knattspyrnumaðurinn Ro-
drigo Gómez er genginn til liðs við
KA en þetta staðfesti félagið á
heimasíðu sinni í gær. Rodrigo skrif-
ar undir tveggja ára samning við
Akureyrarliðið en Spánverjinn kem-
ur frá Grindavík. Óli Stefán Fló-
ventsson, þjálfari KA, þekkir vel til
leikmannsins en þeir unnu saman
hjá Grindavík á árunum 2016 til
2018. Rodrigo á að baki 46 leiki í
efstu deild með Grindavík þar sem
hann hefur skorað eitt mark en hann
hefur einnig leikið með Sindra á
Hornafirði hérlendis. bjarnih@mbl.is
Spænskur liðs-
styrkur til KA
Morgunblaðið/Eggert
Miðjumaður Rodrigo Gómez leikur
með Akureyringum næsta sumar.
HANDBOLTI
Bikarkeppni kvenna
16-liða úrslit:
Víkingur – FH .......................................18:42
Grill 66 deild karla
FH U – Víkingur ...................................34:30
Þýskaland
Bergischer – Erlangen ........................25:24
Ragnar Jóhannsson skoraði eitt mark
fyrir Bergischer en Arnór Þór Gunnarsson
lék ekki vegna meiðsla.
Aðalsteinn Eyjólfson er þjálfari Erlang-
en.
Balingen – Stuttgart ............................25:25
Oddur Gretarsson skoraði ekki fyrir
Balingen.
Elvar Ásgeirsson skoraði ekki fyrir
Stuttgart
Rhein-Neckar Löwen – Kiel ...............26:25
Alexander Petersson skoraði eitt mark
fyrir Löwen. Kristján Andrésson er þjálf-
ari liðsins.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki
fyrir Kiel.
Danmörk
GOG – Lemvig ......................................30:27
Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk
fyrir GOG en Óðinn Þór Ríkharðsson
komst ekki á blað. Viktor Gísli Hallgríms-
son varði 10 skot í markinu.
Nordjælland – Skjern ..........................25:31
Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir
Skjern. Björgvin Páll Gústafsson varði 7
skot. Patrekur Jóhannesson þjálfar liðið.
Benjamin Mendy, bakvörður úr
Manchester City, var í gær valinn í
franska landsliðshópinn í knatt-
spyrnu á nýjan leik fyrir leiki heims-
meistaranna gegn Albaníu og Mold-
óvu í undankeppni EM. Mendy
hefur ekkert leikið með Frökkum
frá því hann spilaði leikinn gegn
Hollendingum í Þjóðadeild UEFA í
september á síðasta ári.
Fyrirliðinn og markvörðurinn
Hugo Lloris er ekki í hópnum en
hann gekkst undir aðgerð á olnboga
í gær. Paul Pogba og Lucas Hern-
andez voru heldur ekki valdir í hóp-
inn en þeir glíma við meiðsli. Frakk-
ar endurheimta framherjann Kylian
Mbappé en hann var fjarri góðu
gamni í leikj-
unum í síðasta
mánuði sökum
meiðsla og þá
heldur Olivier
Giroud sæti sínu
þrátt fyrir að
vera úti í kuld-
anum hjá
Chelsea. Giroud
skoraði sigur-
mark Frakka
gegn Íslendingum og hann skoraði í
1:1-jafntefli heimsmeistaranna gegn
Albaníu.
Frakkar þurfa eitt stig úr leikj-
unum tveimur til að tryggja sér far-
seðilinn á EM. gummih@mbl.is
Mendy valinn á nýjan leik
Benjamin
Mendy
Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur
ekki meira með ÍR í úrvalsdeild karla
í körfuknattleik, Dominos-deildinni,
en hann er með slitið krossband.
Þetta staðfesti hann í samtali við
RÚV í gær en Sigurður gekk til liðs
við ÍR-inga á nýjan leik 23. október-
eftir stutt stopp í frönsku B-deildinni.
Sigurður meiddist í leik Þórs Ak-
ureyrar og ÍR 25. október en hann er
nú á leið í aðgerð. Sigurður lék því
einungis í níu mínútur með ÍR-ingum
í vetur en hann var lykilmaður í liðinu
á síðustu leiktíð sem fór alla leið í úr-
slit Íslandsmótsins þar sem ÍR-ingar
töpuðu í oddaleik fyrir KR.
bjarnih@mbl.is
Kremja Sigurður Gunnar í baráttunni í
úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð.
Mikið áfall fyrir ÍR-inga
Katar
Al-Arabi – Al Sailliya ...............................1:2
Birkir Bjarnason lék fyrstu 65 mínút-
urnar með Al-Arabi en Aron Einar Gunn-
arsson lék ekki vegna meiðsla. Heimir
Hallgrímsson er þjálfari liðsins.
Danmörk
Nyköping – Vejle......................................0:0
Kjartan Henry Finnbogason var ekki í
leikmannahópi Vejle.
KNATTSPYRNA
KÖRFUKNATTLIEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin
Origo-höllin: Valur – Njarðvík .............18.30
DHL-höllin: KR – Tindastóll ...............20.30
Bikarkeppni karla, 32-liða úrslit:
Höllin Ak.: Þór Ak. b – Keflavík ..........16.45
SUND
Íslandsmótið í 25 m laug hefst í Ásvallalaug
og keppt er til úrslita í 15 greinum frá kl.
16.30 til 18.00.
Enski boltinn á Síminn Sport
Norwich – Watford.....................................20
Í KVÖLD!
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Einfalt og nett hjartastuðtæki fyrir stofnanir og fyrirtæki. Tækið greinir sjálfkrafa
mögulega rafvirkni í hjartanu og sé þess þörf gefur það rafstuð. Tækið talar
til notandans og gefur fyrirmæli á íslensku*
*Einnig fáanlegt með ensku tali.
LIFEPAK CR PLUS
HJARTASTUÐTÆKI
TILBOÐSVERÐ
LIFEPAK CR PLUS
159.900
KR M/VSK
VEGGFESTING
19.000
KR M/VSK