Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 35
ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi HÁGÆÐA BLÖNDUNARTÆKI Þýska fyrirtækið Hansa hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 100 ár. Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Hansa.  Kylfingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru báðir í toppbaráttu eftir fyrsta hring á annars stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi en leikið er á Spáni. Fimm íslenskir kylfingar komust á annað stigið. Andri lék hringinn í gær á 66 högg- um eða sex höggum undir pari og er hann í áttunda sæti. Guðmundur Ágúst lék á 68 höggum, fjórum höggum undir pari, og er í 13. sæti. Leika þeir á Desert Springs-vellinum en um 20 efstu kylfingarnir á hverj- um velli fara áfram í þriðja og síð- asta úrtökumótið. Rúnar Arnórsson, Haraldur Franlín Magnús og Bjarki Pétursson eru einnig á meðal þátttakenda. Eitt ogannað Dalhús, Dominos-deild karla, fimmtudaginn 7. nóvember 2019. Gangur leiksins: 4:3, 8:9, 16:9, 18:15, 25:22, 27:30, 29:41, 34:48, 43:48, 48:59, 53:65, 57:71, 59:71, 66:80, 73:82, 83:91. Fjölnir: Viktor Lee Moses 28/10 frá- köst/6 stoðsendingar, Srdan Stoj- anovic 25/9 fráköst, Jere Vucica 21/9 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 7, Hlynur Breki Harðarson 2. Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn. FJÖLNIR – ÞÓR Þ. 83:91 Þór Þorlákshöfn: Vincent Terrence Bailey 21/9 fráköst, Emil Karel Ein- arsson 19/7 fráköst, Dino Butorac 17/7 fráköst, Halldór Garðar Her- mannsson 17/5 fráköst/5 stoðsend- ingar, Marko Bakovic 12/12 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3, Ragnar Örn Bragason 2. Fráköst: 35 í vörn, 9 í sókn. Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Bjarni Hlíð- kvist Kristmarsson. Áhorfendur: Á að giska 180. KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson Skúli B. Sigurðsson Þórsarar frá Þorlákshöfn eru búnir að finna taktinn í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Liðið vann sinn þriðja leik af síðustu fjórum í gær þegar það heimsótti Fjölni í Grafarvoginn í 6. umferð. Fjölnir hafði betur 91:83 en liðið hafði yf- irhöndina í leiknum frá því í öðrum leikhluta. Enginn skyldi vanmeta Þórsliðið þótt það hafi farið rólega af stað í fyrstu leikjunum í deildinni. Sé mið tekið af leiknum í gær þá er andinn til staðar hjá Þórsurum. Þeir léku með bros á vor og fögnuðu þegar vel var gert. Reynsluboltinn Friðrik Ingi Rúnarsson virðist vera að slípa mannskapinn saman. Klókt var hjá honum að ná í Dino Butorac sem sýndi með Tindastóli síðasta vetur að hann skilur leikinn vel. Heima- mennirnir Emil Karel Einarsson og Halldór Garðar Hermannsson eru í stórum hlutverkum og skila sínu í stigaskorun. Fæturnir á Marko Bakovic virka ekki eins og styrk- ustu stoðir sem ég hef séð en það er merkilegt hversu miklum krafti hann nær úr þessum spóaleggjum. Fjölnir þarf að safna stigum. Deildin er geysilega sterk og erfitt fyrir nýliða að festa sig í sessi. Liðið átti góða möguleika á sigri gegn Val og Grindavík en náði ekki að landa stigunum. Slíkt gæti reynst dýrt. Liðið átti ekki eins mikla möguleika í gær og sóknir liðsins voru fremur hægar að mér fannst. Auk þess skoraði fyrirliðinn Róbert Sigurðs- son ekki stig sem er afar sjaldgæft en hann gaf þó fimm stoðsendingar. Fjölnir hefur dregið öflugan upp- alinn leikmann á flot, Tómas Heiðar Tómasson. Eftir áramót verður hann væntanlega farinn að skila ágætu framlagi og Orri Hilmarsson verður orðinn leikfær. Þá verður áhugavert að sjá hvar Fjölnisliðið stendur. kris@mbl.is Stjarnan sterkari á ögurstundu Grindavík og Stjarnan mættust í Mustad-höllinni í Grindavík. Bæði lið mættu til leiks þetta kvöldið eftir ansi skrautlega sigra í síðustu um- ferð þar sem úrslit réðust á síðustu sekúndum leikjanna. Þetta kvöldið voru síðustu tíu mínútur leiksins eign gestana úr Garðabæ sem hófu sig á brott úr Grindavík með 95:83- sigur í farteskinu. Eins og áður sagði hafði spenna ríkt á lokametrum síðustu leikja hjá báðum liðum og þessi „spennufíkla- lið“ virtust langt fram eftir leik í gærkvöldi ætla að stefna í sömu átt með þennan leik. Leikurinn var hnífjafn á flestum tölum þangað til, sem fyrr segir á síðustu metrunum. Það sem gerði endanlega útslagið var að Stjörnumenn héldu sig við sinn leik á meðan Grindvíkingar virtust missa einbeitninguna þegar mest á reyndi. Varnarleikur beggja liða var kannski ekkert gríðarlegt fagnaðarefni en sókn Grindvíkinga, sem hafði verið skipulagðari í gær enn megnið af vetri, fór í baklás og í raun sama agaleysi og stundum loð- ir við liðið. Það sauð á þjálfara þeirra Daníel Guðna eftir leik og hafði hann ærna ástæðu til. Stjörnumenn klára í bili sinn Suð- urnesjarúnt með tveimur sigrum og gríðarlega sterkt fyrir þá að hirða sigra í Njarðvík og Grindavík án Hlyns Bæringssonar sem enn er meiddur. Yfirburðamaður kvöldsins var Ægir Þór Steinarsson sem tók sóknarleik Stjörnumanna á herðar sínar þetta kvöldið og skoraði 27 stig. „Gríðarlega mikilvægir og góð- ir sigrar hér síðustu tveir en við getum bætt okkar leik,“ sagði Ægir eftir leik. skulibsig@mbl.is Keflvíkingar ósigraðir Keflavík styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með sterkum fimmtán stiga útisigri gegn Þór í Höllinni á Akureyri. Leiknum lauk með 95:80-sigri Keflavíkur en mikið jafnfræði var með liðunum, framan af leik. Khalil Ahmad fór mikinn í liði Keflavíkur og skoraði 30 stig og Dominykas Milka var með tvöfalda tvennu, 23 stig og fimmtán fráköst. Hjá Þórsurum var Hansel Suarez stigahæstur með 30 stig. Gerald Robinson átti mjög góðan leik fyrir Hauka gegn sínu gömlu félögum í ÍR á Ásvöllum þar sem Haukur fögnuðu öruggum 101:82- sigri. Robinson var með tvöfalda tvennu en hann skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst í leiknum, ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Hjá ÍR var Collin Pryor stiga- hæstur með 23 stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar. Leikið með bros á vör  Stjarnan reyndist sterkari í Grinda- vík í fjórða leikhluta  Keflvíkingar áfram taplausir á toppi deildarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Átök Jere Vucica hirðir eitt af níu fráköstum sínum í Dalhúsum í gær. Hann var einnig öflugur á hinum enda vallarins og skoraði 21 stig. Uwe Gensheimer reyndist hetja Rhein-Neckar Löwen þegar liðið fékk Kiel í heimsókn í þýsku 1. deild- inni í handknattleik í gær. Leiknum lauk með 26:25-sigri Löwen en Gensheimer skoraði sigurmark leiksins þrjátíu sekúndum fyrir leikslok. Kiel byrjaði leikinn af gríð- arlegum krafti og náði sjö marka forskoti í fyrri hálfleik, 13:6. Löwen tókst að koma til baka og var staðan 13:10 í hálfleik, Kiel í vil. Löwen tókst að jafna metin í 15:15 þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og eftir það var mikið jafn- ræði með liðunum. Ljótt atvik átti sér stað á 53. mín- útu þegar Gísli Þorgeir Krist- jánsson, leikmaður Kiel, lenti illa á gólfinu og fór meiddur af velli en hann fór úr lið á vinstri öxl. Gísli komst ekki á blað hjá Kiel en Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Löwen. Kristján Andrésson er þjálfari Löwen en liðið fer með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar í 16 stig en Kiel er í öðru sæti deildarinnar með 16 stig og á leik til góða á topp- lið Hannover sem er með 19 stig. Þá skoraði Ragnar Jóhannsson eitt mark fyrir Bergischer sem vann 25:24-heimasigur gegn Aðalsteini Eyjólfssyni og lærisveinum hans í Erlangen. Balingen og Stuttgart gerðu svo 25:25-jafntefli þar sem Ís- lendingar komust ekki á blað. bjarnih@mbl.is Stöðvuðu sigurgöngu Kiel AFP Óheppinn Gísli Þorgeir Krist- jánsson fór meiddur af velli. Dominos-deild karla Haukar – ÍR.........................................101:82 Fjölnir – Þór Þorlákshöfn ....................83:91 Grindavík – Stjarnan ............................83:95 Þór Akureyri – Keflavík .......................80:95 Staðan: Keflavík 6 6 0 561:503 12 KR 5 4 1 445:394 8 Stjarnan 6 4 2 540:509 8 Haukar 6 4 2 566:525 8 Valur 5 3 2 448:443 6 ÍR 6 3 3 490:531 6 Tindastóll 5 3 2 434:414 6 Þór Þ. 6 3 3 493:501 6 Grindavik 6 2 4 512:535 4 Njarðvík 5 1 4 386:399 2 Fjölnir 6 1 5 510:544 2 Þór Ak. 6 0 6 466:553 0 NBA-deildin Indiana – Washingon ....................... 121:106 Houston – Golden State ...................129:112 Atlanta – Chicago ............................... 93:113 Memphis – Minnesota...................... 137:121 Detroit – New York.......................... 122:102 Toronto – Sacramento ..................... 124:120 Dallas – Orlando ............................... 107:106 LA Clippers – Milwaukee................ 124:129 Utah – Philadelphia.......................... 106:104 KÖRFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.