Morgunblaðið - 08.11.2019, Síða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019
Sérfræðingar úti um allanheim hafa lengi reynt aðskipuleggja hinn fullkomnaglæp, en auðvitað er hann
best geymdur í bókum eins og Hel-
kaldri sól eftir Lilju Sigurðardóttur.
Þar gengur uppskriftin en er auðvit-
að ekki til eftirbreytni í mann-
heimum. Glæpamönnum verður yfir-
leitt alltaf eitt-
hvað á í
messunni.
Vandamálin
blasa víða við og
þau eru yrkisefni
Lilju í þessari
glæpasögu.
Helstu viðfangs-
efni sögunnar eru
heimilisofbeldi og
afleiðingar þess, lyfjamál og dóp-
sala, málefni flóttamanna og ör-
yrkja, peningaþvætti, ástir og ævin-
týri. Glæpir og refsingar. Fólk úr
ýmsum áttum tengist með mis-
jöfnum hætti, samskiptin ganga upp
og niður en sumir eru ákveðnari en
aðrir í því sem þeir gera og nauðsyn
brýtur lög.
Helköld sól er skemmtilega upp-
byggð. Lesandinn fylgist með Áróru
leita að Ísafold, eldri systur sinni,
netinu er kastað út frá þessum ási og
síðan dregið inn jafnt og þétt með
meðafla þar til yfir lýkur.
Leitin er þungamiðjan og inn í
hana fléttast meðal annars sam-
skipti fólks og ekki síður samskipta-
leysi, svindl og svínarí. Fjölskyldur
eru tvístraðar og einstaklingarnir
hafa misjafna sýn á málin. Áróra er
ákveðin í því sem hún tekur sér fyrir
hendur og ákveður sjálf hvað er rétt-
látt og hvað ekki. Henni gengur vel í
fjársjóðsleit, er einkaspæjari og
peningasporhundur, líkist Lisbeth
Salander á stundum, en er ekki sátt
við eigin framkomu gagnvart systur
sinni. Ekki alltaf gott að vera vitur
eftir á.
Lilju tekst vel upp í þessari sögu.
Hún tekur á brýnum vandamálum
og tengir þau við líðandi stundu.
Karlmenn, sem eiga það skilið, finna
til tevatnsins, en ekki eru allir þar
sem þeir eru séðir. Angarnir teygja
sig víða, sumt gengur upp og annað
ekki. Þar liggur hundurinn grafinn.
Tilgangurinn á
að helga meðalið
Glæpasaga
Helköld sól bbbmn
Eftir Lilju Sigurðardóttur.
JPV útgáfa, 2019. Innbundin, 326 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glæpur og refsing Í Helkaldri sól tekur Lilja Sigurðardóttir á brýnum
vandamálum og tengir þau við líðandi stundu að mati rýnis.
Kynóða vampíran Hjörturhírist í Reykjavík og áengan að. Einn daginnsýnir manneskja, fíkni-
efnaneytandinn Hulda, vampírunni
einhvers konar viðleitni til vænt-
umþykju og verða þau óaðskiljanleg
upp frá því. Skilin milli góðs og ills
eru óljós og óöldin sem geisar í
Reykjavík virðist geta læst sig í
hvern sem er.
Handritið er einn af jákvæðum
punktum kvikmyndarinnar en ýmis-
legt annað öskrar á áhorfandann að
þarna sé um svokallaða B-mynd að
ræða. Sem er í raun gott og gilt enda
ekki að sjá að markmiðið sé annað
en að skapa slíka kvikmynd. Þorsti
var tekinn upp á ellefu dögum og
hefur Steinþór Hróar Steinþórsson,
einn af leikstjórum og framleið-
endum kvikmyndarinnar, gefið út að
hún hafi verið fáránlega ódýr.
Leikhópurinn X, hópur áhugaleik-
ara sem höfðu fram til þessa aðal-
lega tekið að sér hlutverk aukaleik-
ara, stendur sig með ágætum í
myndinni miðað við litla reynslu af
stórum hlutverkum á hvíta tjaldinu.
Ef reynsluleysið er ekki dregið
upp til afsökunar eru leikrænir til-
burðir aðalleikaranna ekki upp á
marga fiska. Í tilfelli Huldu, sem
leikin er af Huldu Lind Kristins-
dóttur, þá er leikur hennar svo ýktur
og óraunverulegur að áhorfandinn á
erfitt með að detta inn í myndina, er
í raun með leiknum sífellt minntur á
að um kvikmynd sé að ræða.
Eini aðalleikarinn sem stendur sig
merkilega vel var vampíran Hjörtur
sem leikin er af nafna sínum, Hirti
Sævari Steinasyni. Hjörtur gjör-
samlega geislar og hlutverkið er eins
og hannað fyrir hann, hlutverk sam-
kynhneigðrar, örlítið vonleysis-
legrar vampíru.
Nú er ég hvorki sérfræðingur í
kvikmyndatöku né hljóðblöndun og
ræði því um slíkt sem áhorfandi,
ekki sem faglærður einstaklingur.
Myndin er sannkölluð upplifun, bæði
fyrir augu og eyru. Hún er mjög
grafísk, ekki einungis vegna grót-
eskra líkamsleifa, heldur sömuleiðis
vegna þess hvernig hún er tekin upp
og lýst. Þessi atriði leika stórt hlut-
verk í myndinni en þau draga at-
hygli áhorfandans að atriðum sem
hann hefði annars ekki gefið gaum.
Kvikmyndunin ýkti upplifunina og
gerði allt meira hrollvekjandi og það
sama má segja um hljóðið. Hávært
smjatt Jens lögregluþjóns í hvert
sinn sem hann fékk sér nikótín-
tyggjó var merkilega áhrifaríkt sem
og marrið í Hirti þegar hann hafði
fundið sér ákjósanlega bráð.
Það er nauðsynlegt að taka fram
að undirrituð emjaði af hlátri yfir
myndinni og þurfti í sífellu að grípa
fyrir augun þegar blóð-, þarma- og
heilaslettur urðu henni um megn.
Myndin er sannkallaður „splatter“
og er tilvalin fyrir þá sem vilja tárast
af hlátri og hrista hausinn í sífellu
yfir vitleysunni sem myndin hefur
upp á að bjóða.
Þorsti er í raun virkilega ferskt
framlag til íslenskrar kvikmynda-
gerðar sem hefur varla séð annað
eins en erfitt er að horfa framhjá því
að þarna er ekki um gæðaefni að
ræða.
Ferskt framlag í
formi B-kvikmyndar
Sambíóin Egilshöll og Álfabakka
Þorsti
bbmnn
Leikstjórar: Gaukur Úlfarsson og Stein-
þór Hróar Steinþórsson. Leikarar: Hjört-
ur Sævar Steinason, Hulda Lind Krist-
insdóttir, Birgitta Jeanne Sigursteins-
dóttir, Jens Jensson, Ester Svein-
bjarnardóttir og Birna Halldórsdóttir.
Ísland, 2019. 90 mínútur.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
KVIKMYND
Vonleysislegur „Hjörtur gjörsamlega geislar og hlutverkið er eins og
hannað fyrir hann, hlutverk samkynhneigðrar, örlítið vonleysislegrar
vampíru,“ segir um frammistöðu Hjartar Sævars Steinasonar í Þorsta.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Sex í sveit (Stóra sviðið)
Fös 8/11 kl. 20:00 16.sýn Sun 17/11 kl. 20:00 21.sýn Lau 30/11 kl. 20:00 26. s
Lau 9/11 kl. 20:00 17.sýn Fös 22/11 kl. 20:00 22.sýn Fös 6/12 kl. 20:00 27. s
Sun 10/11 kl. 20:00 18.sýn Lau 23/11 kl. 20:00 23.sýn Lau 7/12 kl. 20:00 28. s
Fös 15/11 kl. 20:00 19.sýn Fim 28/11 kl. 20:00 24. s Fim 12/12 kl. 20:00 29. s
Lau 16/11 kl. 20:00 20.sýn Fös 29/11 kl. 20:00 25. s Fös 13/12 kl. 20:00 30. s
Sprenghlægilegur gamanleikur!
Matthildur (Stóra sviðið)
Sun 10/11 kl. 13:00 66. s Lau 30/11 kl. 13:00 70. s Lau 14/12 kl. 13:00 74. s
Sun 17/11 kl. 13:00 67. s Sun 1/12 kl. 13:00 71. s Sun 15/12 kl. 13:00 75. s
Lau 23/11 kl. 13:00 68. s Lau 7/12 kl. 13:00 72. s
Sun 24/11 kl. 13:00 69. s Sun 8/12 kl. 13:00 73. s
Sýning ársins á Sögum - Verðlaunahátíð barnanna!
Stórskáldið (Nýja sviðið)
Fös 8/11 kl. 20:00 7.sýn Sun 17/11 kl. 20:00 8.sýn Lau 23/11 kl. 20:00 9. s
Spennandi könnunarleiðangur um hinar mörgu hliðar sannleikans.
Eitur (Litla sviðið)
Fös 8/11 kl. 20:00 4. s Sun 17/11 kl. 20:00 10. s Sun 1/12 kl. 20:00 16. s
Lau 9/11 kl. 20:00 5. s Fim 21/11 kl. 20:00 11. s Mið 4/12 kl. 20:00 17. s
Sun 10/11 kl. 20:00 6. s Fös 22/11 kl. 20:00 12. s Fim 5/12 kl. 20:00 18. s
Fim 14/11 kl. 20:00 7. s Sun 24/11 kl. 20:00 13. s Fös 6/12 kl. 20:00
Fös 15/11 kl. 20:00 8. s Fim 28/11 kl. 20:00 14. s Fim 12/12 kl. 20:00
Lau 16/11 kl. 20:00 9. s Fös 29/11 kl. 20:00 15. s
Hvað áttu eftir stærsta missi lífs þíns?
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Lau 9/11 kl. 20:00 52. s Fös 15/11 kl. 20:00 53. s Fös 29/11 kl. 20:00 54. s
Síðustu sýningar.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Mið 13/11 kl. 20:00 21.sýn Mið 20/11 kl. 20:00 23.sýn
Fim 14/11 kl. 20:00 22.sýn Fim 21/11 kl. 20:00
lokasýning
Sýning ársins snýr aftur í örfá skipti!
Club Romantica (Nýja sviðið)
Mið 20/11 kl. 20:00 13. s Mið 27/11 kl. 20:00 16. s Lau 28/12 kl. 20:00 19. s
Fim 21/11 kl. 20:00 14. s Fim 28/11 kl. 20:00 17. s
Sun 24/11 kl. 20:00 15. s Fös 27/12 kl. 20:00 18. s
Allra síðustu sýningar.
Um tímann og vatnið (Stóra sviðið)
Þri 12/11 kl. 20:00 3.sýn Þri 26/11 kl. 20:00 4.sýn
Kvöldstund með listamanni.
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 23/11 kl. 20:00 20. s Lau 30/11 kl. 20:00 21. s Lau 7/12 kl. 20:00 22. s
Skjáskot (Nýja sviðið)
Þri 19/11 kl. 20:00 1. s Þri 3/12 kl. 20:00 2. s Þri 21/1 kl. 20:00 3. s
Kvöldstund með listamanni.
Kynntu þér matseðil Leikhúsbarsins á
borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 9/11 kl. 17:00 ALLRA
SÍÐASTA SÝNING
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Shakespeare verður ástfanginn (stóra sviðið)
Sun 10/11 kl. 19:30 8. sýn Lau 16/11 kl. 19:30 9. sýn Fös 29/11 kl. 19:30 11. sýn
Fös 15/11 kl. 19:30 auka Lau 23/11 kl. 19:30 10. sýn Lau 7/12 kl. 19:30 12. sýn
Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri
Stormfuglar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 17/11 kl. 19:30 5. sýn Fim 21/11 kl. 19:30 6. sýn Fös 22/11 kl. 19:30 7. sýn
Hinn rómaði sögumaður Einar Kárason stígur á svið
Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) (Kassinn)
Sun 10/11 kl. 19:30 14. sýn Sun 24/11 kl. 19:30 16. sýn Fös 29/11 kl. 19:30 auka
Lau 23/11 kl. 19:30 auka Fim 28/11 kl. 19:30 17. sýn Fös 6/12 kl. 19:30 18. sýn
Ágengt og tragíkómískt nýtt íslenskt verk sem spyr stórra spurninga
Gilitrutt (Brúðuloftið)
Lau 9/11 kl. 13:00 Lau 9/11 kl. 15:00
LOKASÝNING
Brúðusýning fyrir alla fjölskylduna
Atómstöðin (Stóra Sviðið)
Fös 8/11 kl. 19:30 3. sýn Fim 14/11 kl. 19:30 5. sýn Lau 30/11 kl. 19:30 7. sýn
Mið 13/11 kl. 19:30 4. sýn Fim 21/11 kl. 19:30 6. sýn Sun 8/12 kl. 19:30 8. sýn
Nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness
Guðmundur Steinsson - Leiklestraveisla
(Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 10/11 kl. 16:00 Katthóll
Leiklestraveisla til heiðurs leikskáldinu Guðmundi Steinssyni í Þjóðleikhúskjall
Engillinn (Kassinn)
Lau 21/12 kl. 19:30 Frums Lau 28/12 kl. 19:30 3. sýn
Fös 27/12 kl. 19:30 2. sýn Sun 12/1 kl. 19:30 4. sýn
Leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson
Leitin að jólunum (Brúðuloftið)
Lau 16/11 kl. 11:00 343. sýn Sun 24/11 kl. 13:00 351.
sýn
Sun 1/12 kl. 14:30 358. sýn
Lau 16/11 kl. 13:00 344. sýn Sun 24/11 kl. 14:30 352. sýn Lau 7/12 kl. 11:00 359. sýn
Sun 17/11 kl. 11:00 345. sýn Lau 30/11 kl. 11:00 353. sýn Lau 7/12 kl. 13:00 360. sýn
Lau 23/11 kl. 11:00 347. sýn Lau 30/11 kl. 13:00 354.
sýn
Sun 8/12 kl. 11:00 362. sýn
Lau 23/11 kl. 13:00 348. sýn Lau 30/11 kl. 14:30 355. sýn Sun 8/12 kl. 13:00 363. sýn
Lau 23/11 kl. 14:30 349. sýn Sun 1/12 kl. 11:00 356. sýn
Sun 24/11 kl. 11:00 350. sýn Sun 1/12 kl. 13:00 357. sýn
Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyr
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200