Morgunblaðið - 15.11.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019
Anna Sigríður Einarsdóttir
Þórunn Kristjánsdóttir
Þór Steinarsson
Samningafundi Blaðamannafélags
Íslands (BÍ) og Samtaka atvinnulífs-
ins (SA) var slitið á áttunda tímanum
í gærkvöldi eftir árangurslausar við-
ræður sem hófust um hálftvöleytið í
gær.
Fundurinn var sá lengsti sem hef-
ur verið haldinn í kjaraviðræðum BÍ
og SA til þessa. Ríkissáttasemjari
hefur boðað nýjan fund í kjaradeil-
unni í upphafi næstu viku.
Óskiljanlegt áhugaleysi SA
„Þetta var því miður árangurslaus
fundur. Við vildum setjast yfir þetta
áfram í kvöld og í nótt og reyna til
þrautar ef á þyrfti að halda, en það
var ekki áhugi á því hjá okkar við-
semjendum okkar sem er óskiljan-
legt í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu
sem er uppi og verkfallsaðgerðanna
á morgun,“ sagði Hjálmar Jónsson,
formaður BÍ, í samtali við mbl.is í
gærkvöldi.
„Þeir lögðu fram tilboð og við
lögðum fram gagntilboð, en þeir
höfðu ekki áhuga á að ræða það,“
bætti hann við og tók fram að deilu-
aðilar hefðu ekki færst nær samn-
ingi.
Gagntilboð BÍ óaðgengilegt
Önnur lota vinnustöðvunar BÍ fer
því fram í dag samkvæmt áætlun og
mun hún standa yfir í átta klukku-
stundur, frá klukkan 10 til 18.
„Við náðum ekki saman í kvöld því
miður. Það ber of mikið í milli,“ sagði
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri SA, í samtali við
mbl.is eftir að fundinum lauk í gær-
kvöldi.
Hann sagði að samtökin hefðu lagt
fram tilboð sem hann sagði að hefði
samrýmst lífskjarasamningnum líkt
og önnur tilboð sem hafa verið lögð
fram gagnvart öðrum viðsemjendum
SA.
„Það barst gagntilboð frá Blaða-
mannafélaginu, en það var óaðgengi-
legt og getur ekki orðið grundvöllur
kjarasamnings við Samtök atvinnu-
lífsins,“ sagði Halldór.
Engin lausn í kjaradeilu
Hluti blaðamanna leggur niður störf frá kl. 10-18 í dag
Ríkissáttasemjari boðar til fundar í byrjun næstu viku
Alls var þinglýst 988 kaupsamn-
ingum um fasteignir við sýslu-
mannsembættin á höfuðborg-
arsvæðinu í seinasta mánuði.
Heildarvelta nam 50,8 milljörðum
króna og meðalupphæð á hvern
kaupsamning var 51,4 milljónir
króna að því er fram kemur á vef
Þjóðskrár. Þegar október síðastlið-
inn er borinn saman við mánuðinn á
undan má sjá að kaupsamningum
fjölgaði um 39,5% og velta jókst um
34,5% milli mánaða.
Kaupsamningum fjölgaði um
56,1% frá sama mánuði 2018
Í september sl. var 708 kaup-
samningum þinglýst, velta nam 37,7
milljörðum króna og meðalupphæð á
hvern kaupsamning var 53,3 millj-
ónir króna. „Þegar október 2019 er
borinn saman við október 2018 fjölg-
ar kaupsamningum um 56,1% og
velta eykst um 48,5%. Í október 2018
var 633 kaupsamningum þinglýst,
velta nam 34,2 milljörðum króna og
meðalupphæð á hvern kaupsamning
var 54 milljónir króna,“ segir í frétt
Þjóðskrár. omfr@mbl.is
Fasteigna-
viðskipti
jukust mikið
Veltan í okt. 48,5%
meiri en fyrir ári
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Greint var frá því í Morgunblaðinu í
gær að vagnstjórar Strætó gætu átt
von á sekt frá lögreglu stöðvi þeir
vagna sína á stoppistöðvum sem
staðsettar eru við hringtorg, en til að
hleypa farþegum inn og út þarf að
stoppa á akstursbraut torganna.
Ástæðan er sú að óheimilt er, sam-
kvæmt umferðarlögum, að stöðva
ökutæki á hringtorgi. Vegna þessa
tók Strætó ákvörðun um að loka
þremur stöðvum, við Hagatorg og
Hádegismóa í Reykjavík og Vörðu-
torg í Hafnarfirði.
Jóhannes Svavar Rúnarsson,
framkvæmdastjóri Strætó, segir
Strætó nú bíða eftir því að Reykja-
víkurborg bregðist við stöðunni. Í
Hafnarfirði hafa menn þegar leyst
málið með því að flytja stoppistöðina
við Vörðutorg í Áslandi niður í
brekkuna við Ásabraut.
Spurður hvort Strætó hafi borist
einhverjar kvartanir vegna lokunar
stoppistöðvanna svarar Jóhannes
Svavar: „Við fengum nokkrar hring-
ingar út af Hafnarfirði, en þær
hættu eftir að biðstöðin var flutt. Ég
hef ekki heyrt af öðrum kvörtunum.“
Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri
umhverfis- og skipulagsþjónustu í
Hafnarfirði, segir sína menn hafa
brugðist skjótt við stöðunni. „Strætó
var bent á að þeir yrðu sektaðir og
við brugðumst við þessari stöðu og
leystum verkefnið hratt og vel. Enda
viljum við vera þekktir fyrir að veita
góða þjónustu hér,“ segir hann.
Biðstöðin verður ekki færð
Fram hefur komið að Reykjavík-
urborg segir Hagatorg ekki vera
„hefðbundið“ hringtorg. Þrátt fyrir
þá afstöðu borgarinnar má víða finna
umferðarmerkingar við torgið sem
sýna að um sé að ræða hringtorg.
Sömu merkingar er að finna við
hringtorg víða um land, þ. á m.
hringtorgið við Hádegismóa.
Bjarni Brynjólfsson, upplýsinga-
stjóri Reykjavíkurborgar, segist
ekki eiga von á því að stoppistöðin
við Hagatorg verði færð. Unnið sé að
því að finna hvaða breytingar þarf að
gera á merkingum á svæðinu.
„Þetta er ekki hringtorg, heldur
akbraut. Þetta er vissulega torg, en
ekki endilega hringtorg þó að það
liggi í hring,“ sagði Bjarni í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Spurður hvort Reykjavíkurborg
líti á hringtorgið við Hádegismóa
sem hringtorg eða eitthvað annað
svarar hann: „Væntanlega er það nú
hringtorg, en ég hef ekki séð það
með berum augum.“
Ekki hringtorg þó að ekið sé í hring
Strætó lokaði þremur biðstöðvum sínum á höfuðborgarsvæðinu í gær Hafnarfjörður brást skjótt
við og flutti strætóstöðina annað Reykjavíkurborg vinnur að því að breyta merkingum við hringtorg
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Málið leyst Í Hafnarfirði færðu menn biðstöðina eftir að ljóst var að strætó
má ekki stöðva á hringtorgum. Ekki má búast við sömu lausn í Reykjavík.
Brak úr rifnum húsum við gamla Héðinsreitinn
svokallaða var fjarlægt af kranabíl í gær. Til
stendur að reisa allt að 330 íbúðir og 230 hótel-
íbúðir á reitnum sem er kenndur við Héðinshús á
Seljavegi 2. Húsið var byggt á árunum 1941 til
1943 undir Vélsmiðjuna Héðin. Samkvæmt deili-
skipulagstillögu verður þétt randbyggð byggð á
reitnum með þremur innigörðum sem verða öll-
um opnir.
Héðinsreitur rýmdur fyrir uppbyggingu hótels
Morgunblaðið/Hari
ÁMANNM.V. 2 FULLORÐNA
VERÐ FRÁ 159.900 KR.
MARS - MAÍ | VOR 2020
NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS/GOLF
ALICANTE
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.