Morgunblaðið - 15.11.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019
Andrés Magnússon blaðamaðurvíkur að barnafréttum Ríkis-
útvarpsins í fjölmiðlapistli sínum í
Viðskiptablaðinu í gær. Þar bendir
hann á að vandi sé að segja börn-
um fréttir því að
hjá þeim megi síður
gera ráð fyrir bak-
grunnsþekkingu en
hjá hinum eldri og
„þar er ekki unnt
að treysta jafn vel á
ályktunarhæfni
hlustendanna og svo eru börn auð-
vitað næmari fyrir innrætingu,
sem kallar á að stíga þarf sérlega
varlega til jarðar,“ skrifar hann.
Andrés tekur dæmi af umfjöllunbarnafrétta Ríkisútvarpsins
af Berlínarmúrnum, þar sem sagt
hafi verið: „… árið 1961 var reist-
ur múr til að aðgreina borgarhlut-
ana. Það var líka gert til að koma í
veg fyrir að fólk flyttist á milli, að-
allega frá austri til vesturs.“
Þetta er auðvitað fráleit lýsing ámúrnum og ástæðum þess að
hann var reistur og um þetta segir
Andrés: „Það er einmitt það. Það
var bara reistur múr, svona til að-
greiningar, án þess að fram komi
hver reisti hann. Og svo hafði
hann þessa frábæru aukagetu að
koma í veg fyrir óhóflega húsflutn-
inga! – Þetta er í besta falli óboð-
legt bull. Mögulega eitthvað
verra.“
Já, þetta er verra en bull og erf-itt að sjá að eitthvað annað en
óhófleg samúð með sósíalismanum
sem kvaldi almenning í Austur-
Þýskalandi áratugum saman hafi
ráðið þessari framsetningu.
Ef ekki þá er um skelfilega van-þekkingu að ræða, sem ekki
er boðleg hjá Ríkisútvarpinu,
hvort sem er í fréttum fyrir börn
eða fullorðna.
Vanþekking eða
vísvitandi fölsun?
STAKSTEINAR
Deila Félags sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga
Íslands (SÍ) fer fyrir gerðardóm sem mun úr-
skurða um lagalega óvissu um gildistíma ramma-
samnings þeirra á milli. Kemur þetta fram í sam-
komulagi sem gert var seint í fyrrakvöld.
Sjúkratryggingar hafa verið að undirbúa útboð
á þjónustu sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu.
Sjúkraþjálfarar hafa séð ýmsa meinbugi á því.
Rammasamningur við sjúkraþjálfara rann út 31.
janúar sl. en Sjúkratryggingar framlengdu hann
einhliða, án verðlagsleiðréttinga. Á félagsfundi
sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara í byrjun mán-
aðarins var ákveðið að sjúkraþjálfarar störfuðu
ekki eftir útrunna samningnum frá og með þriðju-
deginum í þessari viku. Urðu skjólstæðingar
þeirra fyrir vandræðum vegna þess, þurftu að
greiða allan kostnaðinn og reyna að fá endur-
greiðslu á hlut ríkisins á skrifstofu SÍ.
Samkomulagið felur það í sér að sjúkraþjálfarar
fallast á að starfa eftir samningnum þar til gerð-
ardómurinn skilar niðurstöðu. Samskipti sjúkra-
þjálfara og SÍ um endurgreiðslur verða rafræn á
meðan. helgi@mbl.is
Gerðardómur um gildi samnings
Endurgreiðsla á kostn-
aði sjúkraþjálfara í lag
Morgunblaðið/Ófeigur
Nudd Stór hluti landsmanna nýtur þjónustu
sjúkraþjálfara um allt land.
Hrókurinn og Kalak, með góðum
stuðningi Air Iceland Connect,
standa þessa dagana fyrir vetrar-
hátíð í Tasiilaq og Kulusuk á Græn-
landi. Hátíðin stendur yfir til 20.
nóvember nk.
Markmiðið með vetrarhátíðinni
er að skapa gleðistundir á Austur-
Grænlandi en jafnframt munu leið-
angursmenn hitta bæjarbúa og
ræða leiðir til að auðga mannlífið
hjá þessum næstu nágrönnum Ís-
lendinga, segir í fréttatilkynningu.
Leiðangursmenn eru Hrafn Jökuls-
son og Stefán Herbertsson. Hrafn
hefur leitt skáklandnám Hróksins á
Grænlandi frá upphafi árið 2003
auk þess að vera virkur í starfi Ka-
laks, vinafélags Íslands og Græn-
lands. Stefán er fv. formaður Ka-
laks og upphafsmaður hins árlega
sundkrakkaverkefnis en þá er 11
ára börnum frá austurströndinni
boðið til Íslands til að læra sund.
Vetrarhátíð Hróksins
og Kalaks á Grænlandi
Ljósmynd/Hrókurinn
Grænland Krakkar á Grænlandi glöð í bragði á skákmóti í sumar.
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Fallegir
ljósakrossar
• Ljósakrossar á leiði og duftreiti
• Stór glær akrýlkross með glóandi
köntum fyrir leiði
• Minni krossar fyrir duftreiti
• Engin þörf á innstungu
• Íslensk hönnun og framleiðsla
• Rafhlöður lifa yfir jólin (seldar sér)
• Möguleiki á mynd og texta
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/