Morgunblaðið - 15.11.2019, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019
✝ Kristín Helga-dóttir fæddist
19. maí 1918 í Ey í
Vestur-Landeyjum.
Hún lést 3. nóvem-
ber 2019 á Dvalar-
heimilinu Sól-
völlum á Eyrar-
bakka.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Helgi Pálsson, f.
1889, d. 1976, og
Margrét Árnadóttir, f. 1887, d.
1956. Systkini Kristínar: Ásta, f.
1920, d. 2012, Guðfinna, f. 1922,
d. 2004, Arnheiður, f. 1928, d.
2019, Helgi, f. 1937.
Dóttir Kristínar er Anna Þóra
Einarsdóttir, f. 1948. Faðir
hennar var Einar Guðbjörn
Gunnarsson, f. 1922, d. 2002.
Anna Þóra er gift Halldóri Inga
Guðmundssyni. Börn þeirra eru
Helgi Kristinn, Guðmundur Ein-
ar og Kristín Hrefna. Helgi
Kristinn er kvæntur Lóu Björk
tvo syni með fyrri manni, Sten
Å. Stenberg.
Kristín ólst upp við sveita-
störf og barnamenntun sem þá
tíðkaðist. Hún fór ung að vinna
fyrir sér sem vinnukona á góð-
um heimilum í Reykjavík sem
segja má að hafi verið
húsmæðramenntun þess tíma.
Árið 1955 flutti Kristín að Sel-
fossi með dóttur sína til Arn-
heiðar systur sinnar sem þá
hafði misst mann sinn. Saman
héldu þær systur heimili með
börnin sín þrjú næstu árin.
Kristín fór að vinna hjá Kaup-
félagi Árnesinga og starfaði þar
stóran hluta starfsævinnar. Árið
1969 hófu þau Einar sambúð og
hún eignaðist hlutdeild í hans
góðu stórfjölskyldu. Einar og
Kristín áttu góð ár saman og
ferðuðust mikið innanlands og
utan. Kristín tók virkan þátt í
starfi Félags eldri borgarra.
Hún söng með Hörpukór Félags
eldri borgara frá upphafi og
hafði mikið yndi af söng og tón-
list. Frá 2013 átti Kristín heimili
á Sólvöllum á Eyrarbakka.
Útför Kristínar verður frá
Selfosskirkju í dag, 15. nóv-
ember 2019, og hefst athöfnin
kl. 14.
Jóelsdóttur. Þau
eiga þrjú börn og
Kristín Hrefna á
tvö börn.
Sambýlismaður
Kristínar var Einar
Sigurjónsson, f.
1917, d. 2003. Börn
hans eru: 1. Hildur,
gift Guðmundi P.
Arnoldssyni, þau
eiga þrjú börn og
níu barnabörn. 2.
Gunnar, kvæntur Huldu Gunn-
laugsdóttur, þau eiga þrjár dæt-
ur og átta barnabörn. 3. Garðar,
kvæntur Sigríði Dýrfinnu Jóns-
dóttur, þau eiga tvö börn, fimm
barnabörn og barnabarnabarn.
4. Sverrir Sigurjón, d. 1998,
kvæntur K. Huldu Guðmunds-
dóttur, þau eignuðust tvö börn.
Með fyrri konu, Rannveigu Jó-
hannsdóttur, átti hann tvær
dætur og tvö barnabörn. 5.
Helga Einarsdóttir, sambýlis-
maður Sigge Lindkvist. Helga á
Það er komið að kveðjustund.
Elskuleg tengdamóðir mín Krist-
ín Helgadóttir hefur lokið lífs-
göngu sinni. Við höfum átt ótal
góðar stundir saman á langri og
gæfuríkri ævi þinni. Þú sagðir
mér einu sinni að þér hefði til að
byrja með ekkert litist á þennan
nýja vin dótturinnar, kafloðinn og
alskeggjaðan. Það breyttist nú
fljótt og okkur hefur alltaf komið
ákaflega vel saman. Minnisstætt
er þegar við Anna Þóra vorum að
flytja á Selfoss, þá þurfti ég að
fara á undan fjölskyldunni vegna
vinnu og fékk að búa hjá ykkur
Einari um tíma. Það var dýrmætt
því þá kynntist ég ykkur vel.
Börnin okkar áttu alltaf athvarf
og opinn faðm hjá þér. Hvergi í
heiminum var betra ristað brauð
og kakó en hjá Stínu ömmu. Þú
varst alltaf boðin og búin að gefa
af þér og snúast í kringum börnin
okkar. Fylgdist vel með því sem
þau voru að gera og gladdist inni-
lega yfir góðu gengi. Betri ömmu
er ekki hægt að hugsa sér. Fyrir
það er ég þakklátur. Við áttum
margar góðar stundir á ferðalög-
um og í útilegum með ykkur Ein-
ari og þið voruð einstaklega góðir
leiðsögumenn um landið okkar.
Þar var ekki komið að tómum kof-
unum. Við fjölskyldan eigum öll
góðar minningar frá þeim stund-
um. Það var gefandi að ræða við
þig um menn og málefni og oft
gátum við skrafað um ættfræði,
þú svo minnug og sagðir mér
skemmtilegar sögur af ættingjum
og samferðafólki. Þú hafðir mik-
inn áhuga á ljóðum og ófáum
stundum höfum við varið í að
skoða og lesa ljóð. Söngelsk
varstu og hvattir mig oft til að
taka gítarinn og varst með lög og
texta á hreinu. Ég hef alla tíð
dáðst að þér og þínum heiðarlegu
og heilsteyptu lífsviðhorfum sem
voru svo einkennandi í þínu fari.
Þegar þú varðst áttræð setti ég
þetta í vísu:
Þú ert eins og eðalsteinn
elsku hjartans Stína.
Hugur þinn svo hreinn og beinn
heillar niðja þína.
Þú ert kona þýð og merk
þroskast mjög við kynni.
Gildin þín svo gömul, sterk
greypast djúpt í minni.
Takk fyrir allt sem þú varst
okkur. Við munum hafa lífsvið-
horf þín og gildi að leiðarljósi.
Blessuð sé minning Kristínar.
Halldór Ingi.
Nú hefur hún elsku amma
fengið hvíldina. Okkur systur
langar að minnast ömmu Stínu í
fáeinum orðum. Þegar við sett-
umst niður og létum hugann reika
þá komu upp ljúfar minningar um
samverustundir með ömmu og
afa. Það var gott að koma til
þeirra sem barn. Alltaf var tekið á
móti okkur með bros á vör og
hlýjum faðmi. Gjarnan var von á
pönnukökum sem var nú ekki
slæmt. Við munum eftir að hafa
fengið að gramsa í gamla sjón-
varpsskápnum með öllu dótinu,
leika okkur í ævintýraveröldinni í
skúrnum á Tryggvagötu 18 og svo
seinna í kjallaranum í Fossheið-
inni. Amma lánaði okkur meira að
segja fínu kjólana sína, veski og
gamla spariskó til að leika okkur
með. Ef vantaði dúkku þá leysti
amma það með því að rúlla upp
gömlu ullarteppi fyrir búk og setti
tróð innan í tusku fyrir höfuð. Oft
var tekið í spil eða gömlu mynd-
irnar í litla trékassanum undir
sjónvarpinu skoðaðar. Andrúms-
loftið var rólegt, létt og vinalegt.
Við munum eftir kettinum Tralla
sem amma sá aumur á þegar hann
birtist horaður í stigaganginum í
Fossheiðinni. Hann fékk að kíkja
inn í búr og fá mjólkursopa og bita
áður en hann fór aftur út.
Amma var myndarleg húsmóð-
ir og alltaf var allt hreint og fínt
hjá henni. Hún eldaði góðan ís-
lenskan mat og kemur saltfiskur
og soðnar rófur fljótt upp í hug-
ann og kannski grautur á eftir.
Uppvaskið eftir matinn voru
gæðastundir en þá sagði amma
gjarnan sögur og best var þegar
hún sagði frá því þegar hún var
lítil stelpa í Ey. Hún sagði
skemmtilega frá og hló innilega.
Svona var amma, hjá henni var
öryggi og hlýja.
Sama umhyggja mætti okkur á
fullorðinsaldri og aðdáunarvert
hvað hún náði að fylgjast vel með
fólkinu sínu fram á síðustu daga.
Oftar en ekki mundi hún hluti bet-
ur en við hin. Hún hikaði heldur
ekki við að segja það sem henni
bjó í brjósti og var hreinskiptin í
samskiptum.
Amma var mikill nagli. Það
hlýtur að þurfa einstakt lundarfar
til þess að rísa tvisvar sinnum upp
úr beinbroti eftir 90 ára aldur. Við
hvert áfall setti hún sér ný mark-
mið og hélt ótrauð áfram. Hún
mætti ellinni af æðruleysi og
þakklæti. „Hann Guð hefur bara
verið svo einstaklega góður við
mig,“ svaraði hún þegar hún var
spurð að því hvernig hún færi að
því að verða svona gömul.
Elsku amma! Takk fyrir allt
sem þú gafst okkur. Það er okkur
mikils virði. Hvíl í friði.
Kristín, Guðbjörg og Magnea.
Elsku besta amma mín, það
sem ég er þakklát fyrir að hafa átt
þig að alla mína ævi. Minningarn-
ar eru óteljandi og gjafirnar sem
ég geymi í hjarta mínu ómetan-
legar. Ég mun segja sögu þína því
hún er einstök og hún er svo stór
hluti af mér, þú ert svo stór hluti
af mér.
Tímarnir sem þú lifðir voru
ótrúlegir. Þú sagðir mér frá því
þegar þú varst lítil stelpa og þið
fenguð útvarpið heim til þín.
Þetta var áður en rafmagnið kom
og þegar rafhlöðurnar í útvarpinu
kláruðust þurfti að fara með þær
langa leið á hestum til þess að
hlaða þær.
Það er undarlegt að eiga sam-
tal um það hvernig hægt er að
hugleiða í sýndarveruleikabúnaði
við konu sem man eftir því þegar
útvarpið kom í sveitina hennar
fyrir næstum heilli öld. Samt
gekk það svo vel hjá okkur amma
mín.
Viku áður en þú kvaddir þenn-
an heim ræddirðu við mig um það
hvernig börnin mín hefðu það,
spurðir hvað þau væru búin að
gera á ferðalagi sínu. Hvað væri
að frétta úr vinnunni minni og
spurðir hvort ég kviði nokkuð fyr-
ir væntanlegum ferðalögum. Þú
tókst kaldar hendur mínar, settir
þær í þínar og lagðir við hjarta
þitt til þess að hlýja mér. Litlu
stelpunni þinni sem þú vildir enn
ylja, passa og geyma sem næst
hjarta þínu. Elsku amma mín, þú
verður alltaf næst hjarta mínu.
Það var best að koma til ykkar
afa á Fossheiðina. Þar varstu allt-
af heima og tókst á móti mér með
heitu kakói og ristuðu brauði. Því-
lík þolinmæði sem þú hafðir gagn-
vart mér og öllu sem mig langaði
að gera. Við saumuðum alls konar
dúkkuföt og fígúrur úr gömlum
fötum og efnum. Ég prófaði
örugglega öll fötin í fataskápun-
um þínum í fínufrúarleik, makaði
á mig varalitunum þínum og jask-
aði út hælaskóna þína þegar ég og
vinkonur mínar fengum að leika
okkur með þetta allt og búa til æv-
intýri. Ég er handviss um að við
gengum ekki frá eftir okkur og
vorum með endalaust vesen en
alltaf fengum við að leika hjá þér.
Það að eiga þig í mínu einka-
stuðningsliði langt fram á fullorð-
insár hefur verið mér ómetanleg-
ur styrkur og mótað þá konu og
móður sem ég er. Það að vita af
því að þú hafðir alltaf áhuga á að
vita hvað ég var að gera sýndi svo
fallega hvað þú elskaðir mig mik-
ið. Það að hringja í þig og segja
þér frá því sem ég og börnin vor-
um að gera af því þú af einskærri
ást og umhyggju vildir vita hvað
væri að frétta var svo gott, svo
ómetanlegt fordæmi um skilyrð-
islausa ást.
Þegar ég söng í kórnum mínum
gat ég alltaf treyst á að tveir silf-
urgráir kollar væru meðal gest-
anna að hlusta og alltaf stóðum
við okkur óskaplega vel að mati
ykkar afa. Einu sinni söng ég svo
einsöng. Þú varst sérstaklega
ánægð með valið á sálminum en
það var uppáhaldsbænin þín.
Bænin sem þú fórst með á hverj-
um degi og var í ramma við rúmið
þitt.
Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að Drottins náð.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson)
Elsku amma mín, þú vakir í
mér. Takk fyrir allt.
Þín
Kristín Hrefna.
Hinir öldnu kveðja. Hinn 3.
nóvember kvaddi Kristín þetta líf
á fögrum og kyrrum haustdegi.
Það má segja að hún hafi valið vel
fyrir hinstu förina. Kristín kom
haustið 1969 inn í fjölskylduna á
Tryggvagötu 18 og tók við hús-
móðurstörfum á heimilinu. Það
var mikil gæfa fyrir pabba að
eignast þarna góðan lífsförunaut
og einnig fyrir börnin hans, sem
hún tók eins og sín eigin væru.
Hlý og traust var hún öllum frá
upphafi og tók strax fullan þátt í
lífi okkar. Það má segja að hún
hafi tekið alla í faðm sér; börn,
tengdabörn og barnabörn, og
sinnt þeim eins og besta amma.
Við eigum henni mikið að þakka.
Það er ekki sjálfgefið að vinna
hug og hjarta allra frá fyrstu
kynnum. Magnea og Sigurjón
voru í skjóli pabba og Stínu á loft-
inu síðustu ár þeirra. Þetta gerði
Stína með sínum sterka persónu-
leika. Kristín átti eina dóttur,
Önnu Þóru Einarsdóttur, sem
tengdist fjölskyldunni og var virk
með okkur eftir að hún eignaðist
sjálf fjölskyldu.
Margs er að minnast og af
mörgu að taka. Við áttum margar
góðar og skemmtilegar stundir
með Stínu og pabba, bæði heima
og heiman. Útilega með alla fjöl-
skyldu þeirra um verslunar-
mannahelgi var árviss, þar sem
tjaldað var á ýmsum stöðum, t.d.
Selgili, Landréttum, Grímsnesi
og Tungufellsdal, þar sem þau
voru í aðalhlutverkum. Eftir-
minnilegt fyrir barnabörnin sem
nutu þess að vera í þessum að-
stæðum með afa og ömmu. Við
minnumst vikuferðalags með
þeim og Öddu systur hennar og
Gunnari til Vestfjarða, við bjugg-
um í tjöldum og nutum þess að
skoða þennan landshluta sem
ekkert okkar hafði ferðast um áð-
ur.
Einnig fórum við með þeim í
ferðalög með Karlakór Selfoss,
þar sem þau voru virkir félagar í
mörg ár. Sömuleiðis störfuðu þau
með Félagi eldri borgara á Sel-
fossi og sungu í Hörpukórnum.
Þar naut Stína sín vel því hún var
virkilega söngelsk og hafði gaman
af fjölbreyttri músík. Hún kunni
ljóð og var í seinni tíð að rifja þau
upp og ef hún mundi ekki eitthvað
var ekki hætt heldur leitaði hún til
annarra til að hjálpa sér að muna
og hélt þannig huganum virkum.
Stína hélt minninu mjög vel og
mundi bæði gamalt og nýtt. Hún
fylgdist vel með öllu sínu fólki al-
veg til loka. Oft sagði hún okkur
frá gamalli tíð, frá lífinu í Land-
eyjunum, sveitinni hennar, sem
hún unni mjög. Nú í haust sagði
hún okkur frá því þegar hún
ásamt öðrum börnum fór í óleyfi
upp í Fljótshlíð og var það ekki
vel séð þegar upp komst. Börnin
hafa alltaf verið eins, líka fyrir
öld.
Stína og pabbi voru fastagestir
hjá okkur í afmælum dætra okkar
og einnig á jóladagskvöld og hélt
Stína þeim sið eftir lát hans.
Seinni ár voru alltaf haldin
langömmujól, eins og börnin kalla
það, niðri á Sólvöllum, þar sem
langömmubörnin komu, sungu og
spiluðu á hljóðfæri fyrir lang-
ömmu og aðra vistmenn á Sólvöll-
um. Á eftir fengu allir veitingar í
hennar boði.
Eitt barnabarnið spurði eftir
lát hennar: „Verða þá engin lang-
ömmujól?“ Það gaf þeim líka mik-
ið að geta glatt langömmu sína á
jólunum.
Með þakklæti í huga kveðjum
við ömmu Stínu. Blessuð veri
minning hennar. Hvíl í friði.
Gunnar og Hulda.
Kristín móðursystir var okkur
bræðrum sem önnur móðir að
flestu leyti. Hún flutti til Öddu
systur sinnar með dóttur sína
Önnu Þóru þegar faðir okkar féll
frá langt um aldur fram og móðir
okkar stóð ein eftir með ungan
son og annan rétt ófæddan. Sam-
an mynduðu þær systur fjölskyld-
una „Adda, Stína og börnin“, sem
urðu fleyg kveðjuorð innan stór-
fjölskyldunnar. Lífið var sannar-
lega ekki auðvelt á þessum tíma.
Vinna þurfti langan vinnudag til
að sjá sér og sínum farborða og
ýmis lúxus sem aðrir leyfðu sér
var ekki inni í myndinni hjá þeim
systrum. Minnisstæðar eru heim-
sóknir okkar strákanna á vinnu-
stað Stínu frænku á skrifstofulofti
Kaupfélags Árnesinga, þar sem
hún vann sem símadama. Okkur
fannst sem hún hlyti að stjórna
fyrirtækinu þar sem hún sat á
miðju gólfi fyrir framan skipti-
borð þess tíma og stakk snúrum í
samband til mismunandi deilda
fyrirtækisins. Það var eins og hún
væri bókstaflega með alla þræði
kaupfélagsins í sínum höndum.
Tíminn leið og þar kom að
Stína flutti burt til að hefja bú-
skap með honum Einari sínum.
Fyrstu jólin án Stínu frænku eru
eftirminnileg vegna þess að eitt-
hvað vantaði til að uppfylla hefð-
bundna jólastemningu. Aldrei var
þó langt að fara í heimsókn til
hennar.
Stína var elst fimm systkina frá
Ey í Landeyjum. Yngsta barnið
Helgi lifir fjórar systur. Sam-
heldni og góð samskipti fjöl-
skyldnanna hafa einkennt þær
alla tíð og Stína aldursforseti hef-
ur jafnan setið þar í öndvegi.
Lengi var venja þeirra systra að
fara „austur að Ey“ a.m.k árlega,
og jafnvel oftar meðan faðir
þeirra lifði. Var þá jafnan glatt á
hjalla og mikið spjallað og spaug-
að. Fóru allar systurnar gjarnan
saman í utanlandsferðir með Fé-
lagi eldri borgara, ásamt mökum,
og voru sólarlönd í sérstöku uppá-
haldi.
Síðan Einar féll frá hefur Stína
frænka lengst af dvalið á hjúkr-
unarheimilinu Sólvöllum á Eyrar-
bakka og unað hag sínum vel.
Þrátt fyrir að hafa nokkrum sinn-
um orðið fyrir líkamlegum áföll-
um hefur hún alltaf náð að rífa sig
upp aftur og er það vitnisburður
um kjarkinn og lífsþorstann sem
einkenndi þessa konu. Hún lét sig
heldur ekki muna um það, orðin
101 árs gömul og komin að fótum
fram, að fylgja Öddu systur til
grafar í júlí síðastliðnum. Ég
heimsótti frænku rúmri viku fyrir
andlátið og áttum við gott spjall
saman. Ég er þakklátur fyrir þá
samverustund.
Við Þórey sendum aðstandend-
um innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Kristínar
Helgadóttur.
Helgi Þorvaldsson.
Elsku Stína hefur kvatt, eitt
hundrað og eins árs gömul; góð,
glögg og heilsteypt heiðurskona.
Við Stína tengdumst báðar á svip-
uðum tíma fjölskyldunni á
Tryggvagötu 18 á Selfossi, fyrir
rúmum fimmtíu árum. Hún Ein-
ari tengdaföður mínum fyrrver-
andi, ég Sverri syni hans, einum
fimm systkina. Anna Þóra, einka-
dóttir Stínu, einnig náin og ná-
lægt. Stína og systkinin, Hildur,
Garðar, Gunnar, Sverrir og
Helga, makar þeirra, börn og fjöl-
skyldur eiga öll sína kæru Stínu
og hún fylgdist ætíð vel með stóra
hópnum.
Stína var mér kær frá byrjun.
Við komumst fljótt að því að við
áttum ýmis sameiginleg áhuga-
efni sem gaman var að ræða. Sum
voru almenn, önnur ekki, og enn
önnur sértæk og spekingsleg. Þau
þótti okkur skemmtilegust og
þegar okkur tókst vel upp flaug
tíminn hratt. Náttúruna ræddum
við oft, Stína unni henni af heilum
hug. Hún naut þess innilega að
ganga úti, njóta alls í kring og
anda að sér frísku loftinu; líka
þegar sjónin dapraðist og þótt
hún gæti ekki gengið ein og
óstudd. Að heyra hana segja frá
æsku sinni var að hlusta á ævin-
týri: svaðilfarir berbakt á hestum
yfir beljandi fljót; ferðir fótgang-
andi um langan veg; vinnusemi
heima í öllu sem gera þurfti enda
kunni hún vel til verka í hverju
sem var. Hún lýsti því fyrir
nokkru hvernig hún, unglingur-
inn, gerði skyr fyrir heimilið;
sagði nákvæmlega frá hverju at-
riði í skyrgerðinni og fipaðist
hvergi. Ég hlustaði á með aðdáun.
Líkt og margar ungar stúlkur á
fyrstu áratugum síðustu aldar
vann Stína ýmis störf inni á heim-
ilum hjá fólki. Frásagnir hennar
af þeirri reynslu gæða hjá mér
mannlíf þessa tíma einstöku lífi og
ýmis hús í miðborg Reykjavíkur
lifna við þegar ég geng þar hjá.
Og ég hugsa til Stínu. Það mun ég
gera áfram. Umræðuefni skorti
okkur aldrei, ekki heldur nú síð-
ast fyrir nokkrum vikum. Þrek
hennar hafði þá gefið eftir en hug-
urinn var skýr líkt og endranær.
Við fórum saman með ljóð; hún
kunni þau betur en ég. Stína var
einstök, vinátta hennar dýrmæt
og þrjátíu ára aldursmunurinn á
okkur skipti aldrei nokkru máli.
Ég auðgaðist af hverri samveru-
stund með henni.
Að leiðarlokum er djúpt og
innilegt þakklæti í huga mínum,
fyrir órofa samfylgdina og vináttu
hennar í öll þessi ár. Mína innileg-
ustu samúðarkveðju færi ég fjöl-
skyldu og öllum ástvinum Stínu
sem umvöfðu hana elsku og vænt-
umþykju til hinstu stundar.
Rannveig.
Að syngja gömlu ættjarðarlög-
in, valsa og dægurlög var eftirlæti
Kristínar Helgadóttur. Einar,
maður hennar, var kappsfullur
hugmaður og saman áttu þau
áhugamál, sem var söngur, dans
og félagsstarf á líkum nótum. Ég
fékk það verkefni snemma árs
1997 að verða undirleikari hjá
Hörpukórnum sem þau Einar
höfðu átt stóran þátt í að stofna.
Kórinn var þá orðinn nokkurra
ára, Sigurveig Hjaltested stjórn-
aði kórnum frá stofnun. Þrjú vor
og hálfan þriðja vetur átti ég með
þessum skemmtilega hópi, á einu
þeirra var farið í tíu daga Tosc-
anaferð í félagi við Eldeyjarkór-
inn af Suðurnesjum, starfræktur
var kvartett og dúettar á þessum
góðu árum. Vortónleikar voru
haldnir í Selfosskirkju og aðrir
sameiginlega og árlega með ná-
grannakórum í Mosó, Akranesi,
Hafnarfirði og svo Eldeyjarkórn-
um.
Þau Einar voru glæsilegt par
og ötulir liðsmenn í þessum hópi,
en um aldamótin urðu breytingar,
Sigurveig söngstjóri hætti fyrir
aldurs sakir, Jörg Sönderman tók
við tónsprotanum og nýr kafli
hófst í sögu kórsins. Þá hófst líka
nýr kafli hjá okkur Kristínu og
Einari í Grænumörkinni. Ég var
orðinn tónmenntakennari í Sand-
vík og við lærðum á hverju hausti
nokkur ættjarðarlög í skólanum
og röltum síðan yfir í Grænumörk
þar sem þau Kristín og Einar
bjuggu og tóku á móti okkur. Þar
var efnt til morgunsöngs með
ungum og öldnum. Þetta samstarf
þróaðist svo yfir í morgunsöng í
Mörkinni og síðast vikulegan nón-
söng í Grænumörk sem stóð til
vorsins 2019. Þá var Einar horf-
inn af sviðinu, en Kristín flutt á
elliheimili niðri á Eyrarbakka eft-
ir að hún varð ekkja. Og þar var
áfram sungið með fleiri góðum fé-
lögum, styrktarmönnum og ætt-
ingjum sem mættu þegar söngur
var í vændum. Mikið þakkarefni
er mér að hafa fengið að starfa
með þessu góða fólki.
Ingi Heiðmar Jónsson.
Kristín
Helgadóttir