Morgunblaðið - 15.11.2019, Síða 33

Morgunblaðið - 15.11.2019, Síða 33
ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019  Guðjón Valur Sigurðsson átti frá- bæran leik fyrir franska stórliðið Paris SG er liðið vann fimm marka heima- sigur á Montpellier í frönsku 1. deild- inni í handbolta í gærkvöld, 35:30. Guðjón var markahæstur allra með sjö mörk og þau gerði hann úr tíu skotum. Luka Karabatic skoraði fimm mörk og þeir Sander Sagosen og Syprzak Ka- mil fjögur. PSG er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Montpellier er eitt fimm liða sem koma næst með tólf stig.  Rhein-Neckar Löwen vann dramatískan 29:28-útisigur á Leipzig í þýsku 1. deildinni í hand- bolta í gær. Alex- ander Petersson skoraði sigur- markið í blálokin, en Kristján Andrésson er þjálfari Lö- wen. Alexander skoraði fimm mörk í leiknum en Viggó Kristjánsson komst ekki á blað hjá Leipzig. Löwen er í fjórða sæti deildarinnar með 18 stig og Leipzig í áttunda sæti með 16 stig.  Andri Þór Björnsson, GR, Bjarki Pétursson, GKB, og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, eru á meðal 156 kylfinga sem keppa um 25 sæti í sterkustu atvinnumótaröð Evrópu næstu daga. Lokaúrtökumót Evrópu- mótaraðarinnar fer fram á Lumine- golfsvæðinu við Tarragona á Spáni og hefst í dag. Þar verða leiknir sex keppnishringir en keppnisvellirnir eru tveir, Lakes og Hill. Andri Þór, Bjarki og Guðmundur Ágúst skrifa nýjan kafla í golfsögu Íslands. Aldrei áður hefur Ís- land átt þrjá kylfinga á lokaúrtöku- mótinu.  Óvíst er hvenær egypski knatt- spyrnumaðurinn Mo Salah snýr aftur á völlinn. Salah verður ekki með landsliði Egyptalands sem mætir Keníu og Kómoreyjum í undankeppni Afríku- keppninnar í vikunni. Hann fór meidd- ur af velli er Liverpool vann 3:1-sigur á Manchester City síðasta sunnudag og hefur hann verið að glíma við ökkla- meiðsli í vetur.  Sænska fótboltastjarnan, Zlatan Ibrahimovic, hefur staðfest brottför sína frá bandaríska liðinu Los Angeles Galaxy en hefur ekki gefið það út hvað tekur við hjá honum. Zlatan, sem hefur spilað með LA Galaxy undanfarin tvö ár, greindi frá þessu í Twitter-færslu. Zlatan, sem er 38 ára gam- all, skoraði 53 mörk í 56 leikjum með LA Galaxy. Hann hefur verið sterklega orðaður við ítalska liðið AC Milan sem hann lék með 2010-2012 og skoraði 42 mörk í 61 deild- arleik. Eitt ogannaðkvölds í Reykjavík inn þá og í hugsanlegum úrslitaleik 31. mars  Vonin veika um að komast beint Tyrkland og Frakkland fara á EM  Hörður nálægt sigurmarki  Frumraun Mikaels AFP I Gul spjöld:Ozan Tufan 8. (brot), Arnór Ingvi Traustason 36. (brot), Senol Gü- nes 56. (fyrir að heimta spjald), Okay Yokuslu 82. (brot), Kolbeinn Sigþórs- son 84. (brot), Zeki Celik 90. (of lengi að fara af velli), Cengiz Ünder 90. (taf- ir utan vallar). I Rauð spjöld: Starfsmaður á bekk Tyrkja 90. (fyrir að trufla innkast). M Hannes Þór Halldórsson Guðlaugur Victor Pálsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Gylfi Þór Sigurðsson Birkir Bjarnason Kolbeinn Sigþórsson „Þetta er svekkjandi,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við RÚV eftir jafnteflið við Tyrkland í Istanbúl í undankeppni EM í gær. „Við vorum ekki mjög langt frá þessu. Skipulagið gekk nokkuð vel og við héldum okkur inni í leiknum. Við biðum kannski aðeins of lengi en svona er þetta,“ sagði Gylfi, en íslenska liðið sótti ekki af miklum krafti fyrr en í lokin. „Eftir á að hyggja er auðvelt að segja það, en ef þetta hefði gengið upp þá hefði þetta verið rétt ákvörðun en þetta er mjög svekkj- andi að hafa beðið fram á 80. mín- útu og reynt að byrja þá að dæla löngum boltum inn. Þeir voru í basli með Jón Daða og Kolbein frammi.“ Hörður Björgvin Magnússon fékk besta færi Íslands í leiknum en Tyrkir björguðu á línu er hann skallaði að marki rétt fyrir leikslok. „Þetta var einmitt það sem við vorum að bíða eftir. Við vorum að bíða eftir föstum leikatriðum og að koma boltanum inn í boxið því við vissum að við værum með sterka menn frammi. Því miður gekk þetta ekki í þetta skiptið.“ „Ég er stoltur af þessari frammi- stöðu en vonsvikinn með að við unn- um ekki,“ sagði Erik Hamrén landsliðsþjálfari í samtali við RÚV. Mikael Anderson lék sinn fyrsta mótsleik fyrir Ísland, í látunum í Istanbúl, og sagði við RÚV: „Þetta var risastórt. Ég er mjög stoltur og ánægður með þetta. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu og ég er ánægður með að fá leikinn,“ en Mikael, sem er 21 árs, hefur leik- ið vel með toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í haust. „Ég er fæddur á Íslandi en ég flutti til Danmerkur þegar ég var níu ára og hef verið í Danmörku síðan. Ég er búinn að eiga gott tímabil og vonandi vinnum við deildina í ár,“ sagði Mikael við RÚV eftir leik. „Við biðum kannski aðeins of lengi“ AFP Vonsvikinn Gylfi Þór Sigurðsson fórnar höndum í Istanbúl í gærkvöld. Evrópumeisturum Portúgals dugar að vinna Lúxemborg á sunnudag til að tryggja sér sæti á EM 2020, eftir að þeir rúlluðu yfir Litháen 6:0 í gær. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu og er kominn með 98 mörk fyrir portúgalska landsliðið. Portú- gal er stigi fyrir ofan Serbíu sem fær Úkraínu í heimsókn í loka- umferðinni, en Úkraínumenn hafa þegar tryggt sér efsta sæti B- riðilsins. England flaug áfram á EM þegar liðið vann Svartfjallaland 7:0 í gær, og Tékkar fylgja Englendingum eftir 2:1-sigur gegn Kósóvó. Kó- sóvóar voru reyndar yfir fram á 70. mínútu í Tékklandi en fengu svo á sig tvö mörk á tíu mínútum. Þeir eru á leið í umspil í mars. Englendingar voru komnir í 5:0 í fyrri hálfleik á Wembley í gær og skoraði Harry Kane þrennu á tutt- ugu mínútna kafla. Alex Oxlade- Chamberlain, Marcus Rashford og Tammy Abraham skoruðu einnig í leiknum, en eitt markanna var sjálfsmark. Englendingar eru nú þegar öruggir um efsta sæti síns riðils. sindris@mbl.is England og Tékkland tryggðu sér sæti á EM AFP Þrenna Cristiano Ronaldo fagnar einu þriggja marka sinna í gær. Türk Telekom leikvangurinn, Ist- anbul. Undankeppni EM, fimmtudag 14. nóvember 2019. Skilyrði: Sautján stiga hiti og skýjað. Völlurinn góður en gríðarlega mikill hávaði í áhorfendum. Skot: Tyrkland 11 (6) – Ísland 6 (2). Horn: Tyrkland 2 – Ísland 5. Tyrkland: (4-3-3) Mark: Mert Gü- nok. Vörn: Zeki Celik (Ömer Bayram 90), Merih Demiral, Caglar Söyüncü, Cengiz Umut Meras. Miðja: Okay Yo- kuslu, Mahmut Tekdemir, Ozan Tuf- an. Sókn: Hakan Calhanoglu (Kaan TYRKLAND – ÍSLAND 0:0 Ayhan 87), Burak Yilmaz, Cengiz Ün- der (Yusuf Yazici 81). Ísland: (4-4-2) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason, Ragnar Sig- urðsson, Ari Freyr Skúlason (Mikael Anderson 85). Miðja: Jón Daði Böðv- arsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Arnór Ingvi Traustason (Hörður B. Magnússon 63). Sókn: Kolbeinn Sigþórsson, Alfreð Finn- bogason (Arnór Sigurðsson 24). Dómari: Anthony Taylor – Englandi. Áhorfendur: Um 52.000.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.