Morgunblaðið - 15.11.2019, Page 37

Morgunblaðið - 15.11.2019, Page 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 Bragi Ólafsson er meistarihins óræða tvístígandihiks í íslenskum bók-menntum. Persónur hans rekur oft aðgerðalitlar gegnum líf- ið, þær axla ógjarnan ábyrgð á því sem gerist, taka því bara sem gefnu, og tilviljanir í hversdagslíf- inu geta skipt sköpum um það hvernig fer. Þetta hikandi fólk getur farið í taugarnar á sum- um þeim fram- takssömu, sem vilja að persónur hafi meira um örlög sín að segja – en ég hef lengi verið aðdá- andi þess margbrotna en þó hvers- dagslega fólks sem Bragi skapar. Og mæðginin Madda og Sigurvin, sem lengst af þessarar sögu eru, eins og segir á bókarkápu, „hálf- fertug ekkja og unglingur með ný- tilkominn tónlistaráhuga“, eru ein- hverjar skemmtilegustu og um leið brjóstumkennanlegustu persónur sem Bragi hefur skrifað. Og eftir að hafa farið gegnum nokkuð þvæl- inn inngang, þá bæði rígheldur og hrífur vel spunnin sagan um þau mæðgin. Sagan gerist að mestu upp úr miðjum áttunda áratug liðinnar aldar og fyrir miðju eru þau mæðg- in, í sárum eftir að eiginmaðurinn og faðirinn sem einnig hét Sigurvin en var kallaður Eldri fyrirfór séu ári áður. Sagan hefst er Madda tekur að halda dagbók, hikandi og laumulega, og gegnum hana fáum við innsýn í líf hennar, minningar og hugmyndir. Sögunni lýkur síðan er dagbókin er fullskrifuð. Færsl- urnar í henni birtast í skáletri en á milli flæðir jafnframt annarskonar og óhikaðri fyrstu persónu frásögn konunnar. Persónugalleríið er skrautlegt og vel mótað, flestar persónur dregnar skýrum og athyglisverðum drátt- um, og velti rýnir fyrir sér hvort sjá mætti þar aukna reynslu höf- undarins af því að skapa persónur fyrir leiksvið. Eldi var ráðríkur sósíalisti, blaðamaður á Þjóðvilj- anum sem nöturleg saga tengd geimfaranum Júrí Gagarín loddi við. En hann var ekki allur þar sem hann var séður. Madda kemst smám saman að ýmsu sem hann hefur haldið leyndu fyrir henni og mögulega skýrir hvers vegna hann tók líf sitt, og hann var ekki sá eini sem nærri henni hefur staðið sem það hefur gert. Við sögu koma líka ólíkir vinir og vinkonur, ástmenn og nágrannar – eins og morðinginn sem selur flugelda í bílskúr við næsta hús, skrautlegir drukknir listamenn og sérkennlegir ætt- ingjar Möddu sem búa á eyju fyrir Vesturlandi. Eldri hafði átt vin á Bretlandi og Madda á í sam- skiptum við hann og hvetur sá þau mæðgin til að koma í heimsókn og þótt þau hafi ekki mikið handa á milli þá þykir þeim það óneitanlega spennandi hugmynd og taka skref inn í þá óvissu, skref sem eiga eftir að hafa afleiðingar fyrir líf þeirra. Kjarninn í frásögninni er síðan samskipti mæðginanna. Sigurvin segir ekki margt en sambandið þróast með markvissum hætti og kemur þar við sögu einn megindrif- kraftur frásagnarinnar en hann byggist á áhuga persónanna á ólíkri tónlist. Eldri hafði dáð tónlist hins sólbrúna trompetleikara Herb Alperts (sem vinur hans segir að sé einhverskonar „eftirlíking af músík. Fyrir gamalmenni.“). En við upp- haf sögu hvetur Madda unglinginn sinn til að panta sér plötur frá út- löndum og tekur hann forvitinn að feta sig inn í heim dægurtónlistar þess tíma. Leiðarminni í sögunni tengist einmitt þessum erlendu pöntunum en það er flöktandi staða pundsins sem titill bókarinar er sóttur í. Og hluti af galdri frásagn- arinnar er einmitt fjölþættar vís- anir í og umræður um fréttir, dægurmenningu og listir þessa tíma, ekki bara allskonar tónlist heldur líka kvikmyndir og skáld- skap, þar sem Dagur Sigurðarson og fleiri koma við sögu. Seint í sögunni, þegar komið er nær okkur í tíma, spyr Madda sig hvort þau mæðginin hafi lifað spennandi lífi. „Varla í augum sögumanns sem tæki að sér að segja frá ævum okkar. Svara ég. Og þaðan af síður fyrir lesandann sem legði á sig að lesa þann texta.“ (232) En eins og áður hefur gerst í sögunni þá skilur Madda ekki endi- lega hvað aðrir hugsa, hvað þá les- andi þessara orða. Því Staða pundsins, frásögnin af lífi þeirra Sigurvins, sem henni kann að hafa þótt óspennandi, er ein af bestu skáldsögum Braga. Hún er vel stíl- uð, forvitnileg og heldur betur bráðskemmtileg. Flöktandi gengi, dægur- tónlist, líf og dauði Skáldsaga Staða pundsins bbbbm Eftir Braga Ólafsson. Bjartur, 2019. Innbundin, 272 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Morgunblaðið/Eyþór Höfundurinn Rýnir segir Stöðu pundsins vera eina af bestu skáldsögum Braga Ólafssonar. „Hún er vel stíluð, forvitnileg og heldur betur bráðskemmtileg.“ Metverð var greitt á uppboði í París í vikunni fyrir málverk eftir ítalska barokkmálarann Artemisiu Gentil- eschi (1593-1653), 4,8 milljónir punda, um 660 milljónir kr. Málverkið sýnir rómversku hetj- una Lúkretíu sem framdi sjálfs- morð eftir að hafa verið nauðgað og hafði verkið verið í einkaeigu í Frakklandi áratugum saman án þess að eigendurnir áttuðu sig á því hver væri höfundurinn. Afar fátítt er að verk eftir Gentil- eschi komi á uppboð en sívaxandi áhugi hefur verið á verkum hennar og ferli en hún var ein örfárra kvenna sem náðu frama sem list- málarar á barokktímanum en hún var undir miklum áhrifum af stíl Caravaggios, sem var vinur föður hennar. Flest verka hennar eru í söfnum á Ítalíu. Gentileschi var sjálfri nauðgað af listamanni sem faðir hennar hafði fengið til að segja henni til og fjalla mörg verka hennar um konur sem beittar höfðu verið ofbeldi. The National Gallery í London mun setja upp sýningu á verkum listakonunnar í apríl á næsta ári. Metfé fyrir Lúkretíu Gentileschi Lúkretía Málverk Artemisiu Gentileschi. BORGARLEIKHÚSIÐ Sex í sveit (Stóra sviðið) Fös 15/11 kl. 20:00 19.sýn Lau 23/11 kl. 20:00 23.sýn Fös 6/12 kl. 20:00 27. s Lau 16/11 kl. 20:00 20.sýn Fim 28/11 kl. 20:00 24. s Lau 7/12 kl. 20:00 28. s Sun 17/11 kl. 20:00 21.sýn Fös 29/11 kl. 20:00 25. s Fim 12/12 kl. 20:00 29. s Fös 22/11 kl. 20:00 22.sýn Lau 30/11 kl. 20:00 26. s Fös 13/12 kl. 20:00 30. s Sprenghlægilegur gamanleikur! Matthildur (Stóra sviðið) Sun 17/11 kl. 13:00 67. s Sun 1/12 kl. 13:00 71. s Sun 15/12 kl. 13:00 75. s Lau 23/11 kl. 13:00 68. s Lau 7/12 kl. 13:00 72. s Sun 22/12 kl. 13:00 76. s Sun 24/11 kl. 13:00 69. s Sun 8/12 kl. 13:00 73. s Fim 26/12 kl. 13:00 77. s Lau 30/11 kl. 13:00 70. s Lau 14/12 kl. 13:00 74. s Sun 29/12 kl. 13:00 79. s Sýning ársins á Sögum - Verðlaunahátíð barnanna! Stórskáldið (Nýja sviðið) Sun 17/11 kl. 20:00 8.sýn Lau 23/11 kl. 20:00 9. s Síðustu sýningar. Eitur (Litla sviðið) Fös 15/11 kl. 20:00 8. s Sun 24/11 kl. 20:00 13. s Fim 5/12 kl. 20:00 18. s Lau 16/11 kl. 20:00 9. s Fim 28/11 kl. 20:00 14. s Fös 6/12 kl. 20:00 19. s Sun 17/11 kl. 20:00 10. s Fös 29/11 kl. 20:00 15. s Fim 12/12 kl. 20:00 20. s Fim 21/11 kl. 20:00 11. s Sun 1/12 kl. 20:00 16. s Fös 22/11 kl. 20:00 12. s Mið 4/12 kl. 20:00 17. s Hvað áttu eftir stærsta missi lífs þíns? Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 15/11 kl. 20:00 53. s Fös 29/11 kl. 20:00 54. s Síðustu sýningar. Ríkharður III (Stóra sviðið) Mið 20/11 kl. 20:00 23.sýn Fim 21/11 kl. 20:00 lokasýning Allra síðustu sýningar! Club Romantica (Nýja sviðið) Mið 20/11 kl. 20:00 13. s Mið 27/11 kl. 20:00 16. s Lau 28/12 kl. 20:00 19. s Fim 21/11 kl. 20:00 14. s Fim 28/11 kl. 20:00 17. s Sun 24/11 kl. 20:00 15. s Fös 27/12 kl. 20:00 18. s Allra síðustu sýningar. Um tímann og vatnið (Stóra sviðið) Þri 26/11 kl. 20:00 4.sýn Kvöldstund með listamanni. Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 23/11 kl. 20:00 20. s Lau 30/11 kl. 20:00 21. s Lau 7/12 kl. 20:00 22. s Skjáskot (Nýja sviðið) Þri 19/11 kl. 20:00 1. s Þri 3/12 kl. 20:00 2. s Þri 21/1 kl. 20:00 3. s Kvöldstund með listamanni. Kynntu þér matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Shakespeare verður ástfanginn (stóra sviðið) Fös 15/11 kl. 19:30 auka Lau 23/11 kl. 19:30 10. sýn Lau 7/12 kl. 19:30 12. sýn Lau 16/11 kl. 19:30 9. sýn Fös 29/11 kl. 19:30 11. sýn Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri Stormfuglar (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 17/11 kl. 19:30 5. sýn Fim 21/11 kl. 19:30 6. sýn Fös 22/11 kl. 19:30 7. sýn Hinn rómaði sögumaður Einar Kárason stígur á svið Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) (Kassinn) Fös 22/11 kl. 19:30 14. sýn Sun 24/11 kl. 19:30 16. sýn Fös 29/11 kl. 19:30 auka Lau 23/11 kl. 19:30 auka Fim 28/11 kl. 19:30 17. sýn Fös 6/12 kl. 19:30 18. sýn Ágengt og tragíkómískt nýtt íslenskt verk sem spyr stórra spurninga Atómstöðin (Stóra Sviðið) Fim 21/11 kl. 19:30 6. sýn Lau 30/11 kl. 19:30 7. sýn Sun 8/12 kl. 19:30 8. sýn Nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness Engillinn (Kassinn) Lau 21/12 kl. 19:30 Frums Lau 28/12 kl. 19:30 3. sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2. sýn Sun 12/1 kl. 19:30 4. sýn Leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson Leitin að jólunum (Brúðuloftið) Lau 16/11 kl. 11:00 343. sýn Sun 24/11 kl. 14:30 352. sýn Lau 7/12 kl. 13:00 360. sýn Lau 16/11 kl. 13:00 344. sýn Lau 30/11 kl. 11:00 353. sýn Lau 7/12 kl. 14:30 361. sýn Sun 17/11 kl. 11:00 345. sýn Lau 30/11 kl. 13:00 354. sýn Sun 8/12 kl. 11:00 362. sýn Lau 23/11 kl. 11:00 347. sýn Lau 30/11 kl. 14:30 355. sýn Sun 8/12 kl. 13:00 363. sýn Lau 23/11 kl. 13:00 348. sýn Sun 1/12 kl. 11:00 356. sýn Lau 14/12 kl. 11:00 365. sýn Lau 23/11 kl. 14:30 349. sýn Sun 1/12 kl. 13:00 357. sýn Lau 14/12 kl. 13:00 366. sýn Sun 24/11 kl. 11:00 350. sýn Sun 1/12 kl. 14:30 358. sýn Sun 15/12 kl. 11:00 368. sýn Sun 24/11 kl. 13:00 351. sýn Lau 7/12 kl. 11:00 359. sýn Sun 15/12 kl. 13:00 369. sýn Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyr Meistarinn og Margarita (Stóra Sviðið) Fim 26/12 kl. 19:30 Frums Sun 5/1 kl. 19:30 4. sýn Fim 16/1 kl. 19:30 7. sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2. sýn Fös 10/1 kl. 19:30 5. sýn Lau 4/1 kl. 19:30 3. sýn Lau 11/1 kl. 19:30 6. sýn Hnyttin háðsádeila, gædd myrkum töfrum leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.