Morgunblaðið - 15.11.2019, Side 40

Morgunblaðið - 15.11.2019, Side 40
Matthew Broad- head er með listamanns- spjall í dag kl. 12.10 í Skoti Ljósmynda- safns Reykja- víkur vegna opnunar sýn- ingar sinnar Geimhliðs- stæða: Tunglið á jörðinni. Í verkum sínum kannar Broadhead tengingar á milli jarðfræði, mannfræði, sögu og goðsagna. Sýningin fjallar um undirbúning fyrir mögulegar lend- ingar á tunglinu árin 1965 og 1967 þegar tveir vísindaleiðangrar voru farnir til Íslands á vegum NASA og Bandarísku jarðvísindastofnunar- innar. Listamannsspjall með Matthew Broadhead FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 319. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Íslenska kvennalandsliðið í körfu- knattleik átti erfitt uppdráttar gegn Búlgaríu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í Laugardalshöll- inni í gærkvöldi. Búlgaría vann sanngjarnan sigur 84:69 og var með forystuna allan leikinn eftir að hafa byrjað af krafti og náð tíu stiga forskoti eftir tæpar fjórar mínútur. »34 Erfitt hjá Íslandi gegn Búlgaríu í Höllinni ÍÞRÓTTIR MENNING Tónskáldin Bach og Beethoven verða í aðalhlutverkum á Hádegis- tónum á Kjarvalsstöðum í dag kl. 12.15. Flytjendur eru Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari, sem jafn- framt er listrænn stjórnandi tón- leikaraðarinnar, og Richard Simm píanóleikari. Flytja þau Largo- þáttinn úr sónötu í c-moll fyrir fiðlu og hljómborð og Cha- conne úr partitu í d-moll fyrir ein- leiksfiðlu eftir Bach og sónötu nr. 2 í A-dúr fyrir píanó og fiðlu eftir Beethoven. Að- gangur er ókeypis. Bach og Beethoven á Hádegistónum í dag var helsta hvatakonan að stofnun kvenfélagsins Jón Sigurðsson – kvennadeild IODE (Imperial Order Daughters of the Empire) 1916 og formaður fyrstu 17 árin. Jóhanna hef- ur verið í félaginu í yfir 70 ár og hefur gegnt formennsku í tvígang auk þess sem hún hefur lagt sitt af mörkum í Félagi háskólakvenna í Winnipeg síð- an 1945, sama ár og hún lauk námi í heimilisfræði sem hún kenndi síðan um árabil. „IODE hélt samkvæmi mér til heiðurs síðastliðinn laugardag og ný- lega var ég heiðruð fyrir að vera elsti félaginn í síðarnefnda félaginu. Þá hélt ég ræðu og var spurð hvernig ég færi að því að ná þessum aldri. Ég sagði það íslenska þorskalýsinu að þakka.“ Eiginmaður Jóhönnu var Frank Wilson, sem lést 2001, og eiga þau þrjú börn. „Við Frank ferðuðumst mikið, meðal annars til Íslands, Eng- lands, Kúbu og Hawaii, en lengsta ferðin var sigling til Nýja-Sjálands og Ástralíu,“ rifjar hún upp og segir meðal annars sögu af álaveiðum og -áti. „Það var óvenjulegt að halda jól- in með skreyttu jólatré í 30 stiga hita.“ Hún býr í eigin íbúð og sér um sig sjálf, spilar reglulega brids og mætir á samkomur og aðra viðburði. „Allt hefur gengið mér í hag, ég á ekkert nema góðar minningar, hef verið um- vafin góðu fólki, átt gott líf og notið þess til fulls.“ Hún hefur þegar bakað þrjár vínartertur og pönnukökur fyr- ir veisluna á laugardag. „Ekki er ann- að hægt en að bjóða upp á íslenskt góðgæti í partíinu,“ segir Jóhanna. „Þegar íslenskir sjónvarpsmenn komu til að taka viðtal við mig virtust þeir einkum hafa áhuga á vínartert- unum mínum.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vestur-Íslendingurinn Jóhanna Guð- rún Skaptason Wilson er 100 ára í dag og heldur upp á afmælið í samkomu- sal útfararstofu Neils Bardals í Winnipeg í Kanada á morgun. „Ég á von á um 125 gestum víðs vegar að í Kanada, Bandaríkjunum og á Íslandi og laugardagur hentar þeim betur en föstudagur,“ segir hún. Jóhanna virðist alltaf vera eins, tekur engin lyf, er hraust og önnum kafin. Man allt, hefur frá mörgu að segja, er kát og skemmtileg, og ber öllu samferðafólki vel söguna. Ekki síst Íslendingum. „Fólkið er það besta við Ísland,“ segir hún, en Jóhanna hefur komið 15 sinnum til landsins síðan 1964, síðast fyrir fjórum árum, og auk þess kynnst fjölda Íslendinga vestra. „Ég elska að tala íslensku, þó að ég kunni hana ekki eins og þegar ég var barn, er vonlaus í málfræðinni og get ekki skrifað málið. Samt hef ég sent jólakort á íslensku til að láta líta út fyrir að ég sé tvítyngd en þá hef ég fengið hjálp við þýðinguna. Ég veit að fólk fyrirgefur mér það!“ Enginn tími til að skrifa Foreldrar hennar voru Jóhanna Guðrún Símonardóttir, fædd á Gimli í Manitoba 1878, og hálfsystir dr. Val- týs Guðmundssonar, og Jósef Björn Skaptason, fæddur í Húnavatnssýslu 1873. Símon Símonarson og Valdís Guðmundsdóttir, afi og amma hennar í móðurætt, voru í fyrsta hópnum sem flutti til Kanada 1874 og Valdís tók á móti fyrsta íslenska barninu, sem fæddist á Gimli. Jóhanna Guðrún og Jósef misstu tvö börn skömmu eftir að þau gengu í hjónaband. Þau ætt- leiddu Margréti Hólmfríði Blöndal og Önnu Guðrúnu Christianson áður en Jóhanna fæddist. „Mig langar til þess að skrifa um foreldra mína svo fólk muni eftir þeim, en ég hef verið svo upptekin að mér hefur ekki gefist tími til þess enn,“ segir Jóhanna, sem hef- ur haldið ýmsu merkilegu til haga. Mæðgurnar áttu til dæmis stóran þátt í útgáfu minningarrita íslenskra hermanna, Jóhanna Guðrún um her- menn í fyrri heimsstyrjöldinni og Jó- hanna í þeirri síðari. Félagsmál hafa verið sem rauður þráður í lífi Jóhönnu. Móðir hennar Önnum kafin í ellinni  Vestur-Íslendingurinn Jóhanna Guðrún Skaptason Wilson þakkar íslenska lýsinu fyrir heilsuna og langlífið Ljósmynd/Karen Botting Veisla Jóhanna Wilson setur krem á vínartertu fyrir boðið á morgun. ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Góð heyrn glæðir samskipti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.