Morgunblaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019 Afmæli Í gær var 70 ára afmæli indversku stjórnarskrárinnar fagnað í indverska sendiráðinu. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands, var einn af þeim sem fluttu ávarp á viðburðinum. Hari Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, uppkveðnum 22. nóvember 2019, var Jón Steinar Gunnlaugsson sýkn- aður af kröfum umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar og málskostnaður felldur nið- ur. Í viðtali við mbl.is í kjölfar dómsins sagði Jón Steinar að dómarar Landsréttar hefðu greinilega haft vilja til þess að gera umbjóðanda mínum til geðs og þeir hefðu verið vil- hallir honum. Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. nóvember 2019 sagði Jón Steinar síðan að hagsmuna- og kunningjatengsl dómara máls- ins við umbjóðanda minn hefðu ráðið því að málskostn- aður í málinu var felldur niður og með því hefðu dómararnir brugðist hlutleysisskyldu sinni og enginn annar íslenskur borgari hefði notið þessara sætinda af borði dómaranna við sömu aðstæður. Þessi um- mæli voru síðan endurbirt í frétt í netmiðli Fréttablaðsins. Það er kunnuglegt stef að þegar Jón Steinar tapar dóms- máli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráð- ið niðurstöðu málsins. Það er hins vegar alveg nýtt að Jón Steinar haldi því fram að dómararnir hafi verið hlut- drægir í máli sem hann vinnur. Fyrir þeim aðdróttunum er engin innistæða en ekkert við málsmeðferð Lands- réttar gaf Jóni Steinari tilefni til þess að vega með þessum hætti að dómurum málsins. Við dómsuppsögu í Landsrétti föstudaginn 22. nóv- ember sl. voru kveðnir upp dómar í sjö einkamálum. Í þremur þessara mála var málskostnaður felldur niður. Það er því af og frá að dómarar Landsréttar hafi lagt ein- hverja sérstaka lykkju á leið sína til þess að beita Jón Steinar órétti. Svo var ekki heldur var niðurstaðan um niðurfellingu málskostnaðar rökstudd með vísan til þess að orðfæri Jóns Steinars í umrætt skipti hefði verið með þeim hætti að það réttlætti málssókn. Reykjavík, 25. nóvember 2019. Eftir Vilhjálm H. Vilhjálmsson » Það er hins vegar alveg nýtt að Jón Stein- ar haldi því fram að dómararnir hafi verið hlut- drægir í máli sem hann vinnur. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Athugasemd Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Í september 2018 reyndi ég að vekja athygli þing- manna á því að Ríkisútvarpið ohf. fari ekki að lögum sem um fyrirtækið gilda. Í tæpa níu mánuði hafi ríkisfyrir- tækið virt að vettugi skýrt lagaákvæði um stofnun dótt- urfélags um samkeppn- isrekstur. Enginn siðapost- uli, innan þings eða utan, tók til máls og krafðist þess að einhver axlaði ábyrgð. Engu er líkara en í hugum sumra stjórnmálamanna skipti það meira máli hver brýtur lög en að allir fari að lögum. Enn í dag fer Ríkisútvarpið ekki að lög- um en vonir standa til að það breytist innan skamms í kjölfar áfellisdóms Ríkisend- urskoðanda í skýrslu til Alþingis sem kynnt var nýlega: „Ríkisendurskoðandi bendir á að ekki sé valkvætt að fara að lög- um. Það er skylda RÚV ohf. að fara eftir þeim.“ Í 4. grein laga um Ríkisútvarpið segir meðal annars: „Ríkisútvarpið skal stofna og reka dótt- urfélög, sem að fullu leyti eru í eigu þess, fyrir aðra starfsemi en þá sem kveðið er á um í 3. gr.“ Lögin voru samþykkt í mars 2013 að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur, þáver- andi menntamálaráðherra. Í bráðabirgða- ákvæði var Ríkisútvarpinu veitt tímabund- in heimild til „að afla tekna með viðskiptaboðum, sölu og leigu á vörum sem tengjast dagskrárefni þess og annarri þjónustu sem fellur undir 4. gr. þar til dótt- urfélög hafa verið stofnuð og eru tekin til starfa“. Í upphafi var Ríkisútvarpinu gert skylt að stofna dótturfélag sem tæki til starfa í ársbyrjun 2014. Í bandormi í tengslum við gerð fjárlaga var gildistök- unni frestað til ársbyrjunar 2016. Í desem- ber 2015 fékk Ríkisútvarpið enn frest og nú til 1. janúar 2018. Með öðrum orðum: Ríkis- útvarpið fékk tvö ár til að undirbúa stofnun dótturfélags um samkeppnisrekstur, til viðbótar þeim tveimur árum sem liðin voru frá því að fyrst var stefnt að aðskilnaði ur vilji löggjafans verið skýr en tvisvar ver- ið ákveðið að gefa Ríkisútvarpinu frekari frest til að undirbúa vinnuna. Orð stjórn- arformannsins benda til þess að engin slík vinna hafi farið fram, ekkert verið undir- búið og það hafi verið einbeittur vilji að hundsa skýr fyrirmæli laga. Ríkisend- urskoðandi gefur í skýrslu sinni til kynna að stjórn og stjórnendur Ríkisútvarpsins hafi haft skjól í mennta- og menningar- ráðuneytinu: „RÚV sér mikla vankanta á því fyrirkomulagi og sérfræðingar ráðu- neytisins telja óvissuþætti því tengdu of mikla til að hægt sé að leggja það til við ráðherra að þrýst verði á um stofnun dótt- urfélaga.“ Sé þetta rétt mat Ríkisendurskoðanda hlýtur löggjafarvaldið – Alþingi – að huga að stöðu sinni gagnvart framkvæmdavald- inu. Skiptir þetta einhverju? Ríkisútvarpið er ekkert venjulegt rík- isfyrirtæki heldur opinbert hlutafélag með tryggar tekjur af sköttum sem vel flestir landsmenn verða að greiða. Á komandi ári verða framlögin yfir 4.800 milljónir króna. Þessu til viðbótar eru tekjur af samkeppn- isrekstri, ekki síst auglýsingar. Samkvæmt ársreikningi námu þessar tekjur um 2.351 milljón á liðnu ári. Í skjóli lagalegra forréttinda hefur Rík- isútvarpið gert strandhögg á markaði í samkeppni við frjálsa fjölmiðla og sjálf- stæða framleiðendur, sem standa höllum fæti gagnvart ofurafli. Kannski er merki- legast hverjir þegja þunnu hljóði og láta sér í léttu rúmi liggja þótt skýr fyrirmæli í lögum séu sett út í horn ef það hentar öfl- ugu ríkisfyrirtæki. samkeppnisrekstrar með formlegum hætti. En ekkert var gert heldur haldið áfram eins að það sé valkvætt fyrir Ríkisútvarpið að fara að ákvæðum laga. Í því skjóli sótti ríkisfyrirtækið harðar fram á samkeppnis- markaði. Horft í gegnum fingur sér Ég hef haldið því fram, meðal annars hér á síðum Morgunblaðsins, að ekkert ríkisfyrirtæki eða -stofnun njóti meiri vel- vilja meðal meirihluta þingmanna en Ríkis- útvarpið. Kannski er það þess vegna sem horft er í gegnum fingur sér þegar lög eru brotin. Ef vil vill er það velviljinn sem kem- ur í veg fyrir að efnt sé til opins fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar sem krafist er svara um hvers vegna skýr laga- leg fyrirmæli eru að engu virt. Allt er gert svo ekki komi brestir í varð- og þagnar- múrinn um ríkisrekna fjölmiðlun. Talsmenn Ríkisútvarpsins höfðu ekki miklar áhyggjur af ástandinu þegar vakin var athygli á að lögum væri ekki framfylgt. Því var haldið fram að vandinn væri „ýmis lagaleg álitaefni sem finna þarf lausn á áð- ur en næstu skref verða tekin“. Sá sem les 4. gr. laga um Ríkisútvarpið og kemst að því að uppi sé lagalegt álitaefni hlýtur að vera í stórkostlegum vandræðum með allar lagagreinar sem gilda um ríkismiðilinn. „Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkis- endurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimp- ilinn frá Ríkisendurskoðun,“ sagði formað- ur stjórnar Ríkisútvarpsins í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn mánudag en að nú yrðu brettar upp ermar, vinnuhópur settur á laggirnar og stofnun dótturfélags und- irbúin. Það er sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt, þegar stjórnarformaður ríkisfjölmið- ils gefur í skyn að Ríkisendurskoðandi beri einhverja ábyrgð á að ekki hafi verið farið að lögum. En auðvitað vona ég að yfir- lýsing formannsins í Fréttablaðinu sé byggð á misskilningi og klaufalegu orða- lagi. En hitt er annað að í liðlega sex ár hef- Eftir Óla Björn Kárason »Kannski er merkilegast hverjir þegja þunnu hljóði og láta sér í léttu rúmi liggja þótt skýr fyrirmæli í lögum séu sett út í horn ef það hentar. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Ekki valkvætt að fara að lögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.