Morgunblaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 25
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Fyrstu þjálfaraskipti keppnis-
tímabilsins í Olísdeild karla í hand-
knattleik áttu sér stað í gær þegar
Halldór Jóhann Sigfússon var ráð-
inn þjálfari Fram í stað Guðmundar
Helga Pálssonar sem mátti axla sín
skinn í fyrrakvöld eftir þriggja ára
veru við stjórnvölinn. Guðmundur
Helgi sagði í yfirlýsingu sem hann
sendi frá sér í gær að uppsögnin
hefði komið sér á óvart. Hann var
við þjálfun Framliðsins sumarið
2016 og skrifaði undir fimm ára
samning við Fram í ársbyrjun í
fyrra. Svo langir samningar við
þjálfara eru fátíðir hér á landi. Þá
var hugur í forráðamönnum Fram.
Þolinmæði þeirra var hinsvegar á
þrotum ríflega 22 mánuðum síðar
eftir brösótt gengi Framliðsins á
keppnistímabilinu. Fram fyrstu
fimm leikjum sínum í deildinni í
haust. Nú þegar keppni í Olísdeild-
inni er hálfnuð situr Fram í níunda
sæti deildarinnar með sjö stig eftir
11 leiki. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins reyndist tap Fram
fyrir Fjölni í Dalhúsum, 27:25, í 8-
liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í
síðustu viku vera kornið sem fyllti
mælinn. Menn óttuðustu að ef ekki
yrði breyting á væri Fram-liðið,
fjarri því að losa sig úr fallbaráttu.
Heyrðu í Halldóri fyrir helgi
Í framhaldinu fóru Framarar að
horfa í kringum sig. Heimildir
Morgunblaðsins herma að þegar
fyrir síðustu helgi hafi forráða-
maður Fram haft samband við
Halldór Jóhann og kannað hvort
hann væri tilleiðanlegur að leysa
Guðmund Helga af hólmi á stóli
þjálfara. Eftir að Halldór Jóhann
hafði lokið störfum sínum fyrir
kvennalandsliðið í fyrradag gaf
hann formanni handknattleiks-
deildar Fram, Bjarna Kristni Ey-
steinssyni, jákvætt svar.
Guðmundur Helgi átti ekki sjö
daga alltaf sæla á starfsárum sínum
í Safamýri. Honum tókst hinsvegar
lengst af tekist að spila vel úr stöð-
unni sem á stundum var þröng.
Talsverð uppstokkun átti sér stað á
leikmannahópnum á hverju ári.
Meðal þeirra sem yfirgáfu liðið fyrir
yfirstandandi leiktíð voru tveir
markahæstu leikmenn þess á síð-
asta ári, Andri Þór Helgason og
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson. Einn-
ig landsliðsmarkvörðurinn ungi,
Viktor Gísli Hallgrímsson.
Slapp fyrir horn í vor
Fram-liðið hefur lengi barist í
neðri hluta deildarinnar en sloppið
við fall á elleftu stundu m.a. í vor
sem leið. Hápunktarnir undir stjórn
Guðmundar Helga voru án vafa að
slá úr þáverandi Íslandsmeistara,
Hauka, út úr 8-liða úrslitum Íslands-
mótsins vorið 2017 og að ná í úrslit í
Coca Cola-bikarum árið eftir.
Halldór Jóhann þekkir vel til í
herbúðum Fram, ekki síst hvernig
baklandið er. Hann var leikmaður
Fram frá 2007 til 2012 og þjálfari
kvennaliðs Fram frá 2012 til 2014
þegar réði sig til FH. Með FH náði
Halldór Jóhann fínum árangri, lék
tvisvar til úrslita um Íslandsmeist-
aratitilinn, 2017, 2018 og varð bikar-
meistari fyrr á þessu ári auk
athyglisverðs árangurs í Evrópu-
keppni félagsliða. Ekki er einfalt að
taka við liði á miðju keppnistímabili,
koma inn í hóp leikmanna sem annar
þjálfari hefur mótað. Mjög mun
reyna á Halldór og leikmenn að nýta
hléið sem verður á keppni í deildinni
frá miðjum desember til loka janúar.
Tapið í Dalhúsum var kornið
Halldór Jóhann tekur við af Guðmundi Helga í Safamýri 22 mánuðir síðan
skrifað var undir fimm ára samning Verður að lyfta Fram upp úr botnbaráttu
Morgunblaðið/Eggert
Fram Halldór Jóhann Sigfússon snýr aftur í Safamýrina þar sem hann var áður þjálfari kvennaliðsins og þar áður
leikmaður karlaliðs Fram í fimm ár. Hann þjálfaði 21-árs landslið karla hjá Barein frá janúar og þar til í september.
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019
Ég hef reynt af og til að sjá leiki
hjá Aroni Pálmarssyni í Meist-
aradeildinni í handknattleik að
undanförnu. Leikjaálagið er
reyndar mjög mikið og manni
finnst stundum eins og okkar
fremstu menn í körfunni og
handboltanum séu að spila nán-
ast öll kvöld.
Ég held að ég hafi bara aldrei
séð Aron jafn vel á sig kominn á
vellinum og á þessu keppnis-
tímabili. Hann virkar kröftugri og
sterkari en áður.
Aron hefur auðvitað verið í
heimsklassa í áraraðir. Stimplaði
sinn inn í þann gæðaflokk þegar
hann var valinn í úrvalslið Ól-
ympíuleikanna í London árið
2012. Tæknin hefur alltaf verið
framúrskarandi og leikskilning-
urinn mjög góður. Þessa þætti
þarf ekki að rekja sérstaklega.
Þegar Aron var að hefja sinn
atvinnumannaferil átti hann eftir
að styrkja fæturna til að verða
heimsklassaleikmaður. Hann gat
auðveldlega skorað 12 mörk í leik
í íslensku deildinni þótt hann
væri innan við tvítugt. En þegar
komið er í sterkustu deildirnar
þurfa menn að hafa meira fyrir
því.
Aron er augljóslega miklu
sterkari í fótunum en þegar hann
var ungur leikmaður. Í sumar
virðist hann hafa nýtt tímann vel
því sprengikrafturinn er orðinn
enn meiri. Fyrir vikið er vonlítið
fyrir einn mann að stöðva Aron
þegar hann sækir að marki and-
stæðinganna.
Ef fram heldur sem horfir gæti
Aron orðið frábær fyrir íslenska
landsliðið á EM í janúar. Aron
hefur verið seinheppinn með
landsliðinu á undanförnum ár-
um. Hver veit nema EM 2020
verði hans besta stórmót síðan
2012?
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Alba Berlín hafði betur gegn Bonn
er liðin mættust í þýsku úrvals-
deildinni í körfuknattleik í gær.
Martin Hermannsson var öflugur
hjá Alba eins og svo oft áður.
Íslenski landsliðsmaðurinn skor-
aði ellefu stig, gaf átta stoðsend-
ingar og tók tvö fráköst. Martin er í
nýju hlutverki hjá Alba á leiktíðinni
og snýst leikur hans meira um að
gefa stoðsendingar en að skora
sjálfur. Því virðist hann hafa aðlag-
ast afar vel.
Alba er í þriðja sæti þýsku deild-
arinnar með 14 stig eftir níu leiki.
Mataði samherja
sína í Bonn
Morgunblaðið/Hari
Stoðsendingar Martin leitar enn
meira að liðsfélögunum en áður.
„Upp á síðkastið hef ég átt í vand-
ræðum með aðra hásinina. Vökvi
myndaðist við hana og ástæðan er
sú að ég setti of mikið álag á hana
þegar ég var slæmur í hnénu á hin-
um fætinum. Ég er á batna og fer
væntanlega að mæta út á völlinn
fljótlega,“ sagði Stefán Rafn Sigur-
mannsson, leikmaður ungverska
meistaraliðsins í handknattleik,
Pick Szeged, við Morgunblaðið.
Stefán Rafn hefur litið leikið með
Szeged-liðinu á leiktíðinni vegna
meiðsla, fyrst í hné og síðan vegna
hásinarinnar. iben@mbl.is
Vökvi safnaðist
við hásinina
Ljósmynd/Aðsend
Óheppinn Stefán Rafn Sigurmanns-
son hefur verið óheppinn í vetur.
Rússland fær að vera með á EM
karla í fótbolta og handbolta á
næsta ári, þrátt fyrir lyfjahneyksli
íþróttahreyfingarinnar þar í landi.
Nefnd á vegum WADA, alþjóða-
lyfjaeftirlitsins, leggur til að rúss-
neskt íþróttafólk verði sett í fjög-
urra ára bann frá alþjóðlegri
keppni vegna meintra, stórfelldra
brota á lögum um lyfjanotkun.
Verði Rússar dæmdir í fjögurra
ára bann, fá karlalandslið þjóð-
arinnar samt sem áður að spila á
Evrópumótunum á næsta ári. Rúss-
land hefur þegar tryggt sér sæti
báðum lokakeppnum og munu leik-
ir á EM í fótbolta fara fram í Sankti
Pétursborg.
Ástæðan er sú að UEFA er ekki
eitt þeirra sambanda sem ISCCS,
alþjóðanefnd sem sér um reglugerð
lyfjaeftirlita, nær yfir. Það sama
má segja um Handknattleiks-
samband Evrópu. Rússar eru með
Íslendingum í riðli á EM í janúar.
Þessar fréttir bætast við hið um-
fangsmikla lyfjahneyksli sem upp
komst um í Rússlandi fyrir fjórum
árum og skók íþróttaheiminn. Það
hafði meðal annars í för með sér að
rússneski fáninn var hvergi sjáan-
legur á Ólympíuleikunum í Ríó
2016 og Vetrarólympíuleikunum í
Pyengchang 2018, en þó keppti þar
rússneskt íþróttafólk sem ekki
hafði fallið á lyfjaprófi, undir hlut-
lausum fána. johanningi@mbl.is
Eru með
þrátt fyrir
lyfjamisferli
Spænska stórliðið Real Madrid er
komið áfram í 16-liða úrslit Meist-
aradeildar Evrópu í knattspyrnu.
Liðið fer áfram úr A-riðli ásamt Par-
is Saint-Germain en liðin mættust í
Madríd í gær og gerðu 2:2 jafntefli.
Real hefur aðeins unnið tvo af fyrstu
fimm leikjunum í keppninni. Liðið
hefur einnig gert tvö jafntefli og það
nægir þótt ein umferð sé eftir. Club
Brugge og Galatasaray hafa aðeins
safnað þremur og tveimur stigum í
riðlinum. Real var reyndar 2:0 yfir í
leiknum í gær eftir að Karim Ben-
zema skoraði tvívegis gegn löndum
sínum. Kylian Mbappé og Pablo
Sarabia tryggðu PSG stig með
mörkum á 81. og 83. mínútu.
Furðuleg uppákoma varð í Ist-
anbúl þegar Krepin Diatta skoraði
jöfnunarmark Club Brugge 1:1 gegn
Galatasaray á 90. mínútu. Markið
heldur Belgunum fyrir ofan Tyrk-
ina. Diatta og Clinton Mata samherji
hans nældu sér báðir í leikbann í
fagnaðarlátunum. Diatta fékk sitt
annað gula spjald fyrir að rífa sig úr
treyjunni og Mata sá ástæðu til að
brjóta hornfánann eftir að liðið skor-
aði og fékk einnig sitt annað gula
spjald.
Tottenham Hotspur sigraði Olym-
piacos 4:2 þrátt fyrir að lenda 0:2
undir í fyrsta Evrópuleiknum undir
stjórn Jose Mourinho. Harry Kane
skoraði tvö markanna, Dele Alli og
Serge Aurier eitt hvor. Tottenham
fylgir Bayern München upp úr B-
riðlinum.
Manchester City er einnig komið
áfram eftir 1:1 jafntefli við Shakhtar
Donetsk á heimavelli. sport@mbl.is
AFP
Sigur Mourinho fagnar marki Tottenham í gær í örmum samstarfsmanns.
Real, City og Tottenham í 16-liða úrslit