Morgunblaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is
spilafíkla sem hafa lokið meðferð.
Meðferðin opnar augu fólks, en það
þarf að vinna áfram í vandanum eftir
að henni lýkur.“
Annað sem Jónas segir skorta eru
úrræði fyrir aðstandendur spilafíkla.
„Það þarf meiri fræðslu; þetta er svo
falinn vandi og það er satt best að
segja erfitt að skilja þetta. Fólk er
ekki að innbyrða nein efni og það er
auðvelt að fela þetta. Allt of auð-
velt.“
Hann er sjálfur óvirkur alkóhólisti
og segir það vera sína tilfinningu að
meiri skilningur sé á áfengisfíkn en
spilafíkn. „Ég hélt sjálfur áður fyrr
að spilafíkn væri einhverskonar hlið-
arfíkn með áfengis- eða vímuefna-
vanda. Ég áttaði mig engan veginn á
því hvað hún er sterk fyrr en ég
kynntist fólki sem er að berjast við
þetta.“
Hún spilaði
fyrir skírnar-
gjöf sonarins
Eyddi 4 milljónum á 5-6 mánuðum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Spilakassar Jónas segir að afar
auðvelt sé að fela spilafíkn.
Spilafíkn
» Daníel Þór Ólason, prófessor
í sálfræði við HÍ, sagði í viðtali á
mbl.is að tæplega 6.000 Íslend-
ingar ættu við verulegan spila-
vanda að stríða.
» Þetta sýndi rannsókn Daní-
els. Þar kom líka fram að hátt í
700 séu hugsanlegir spilafíklar.
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Hún spilaði fyrir skírnargjöf sonar
okkar. Lét sig hverfa og eyddi hátt í
milljón á mánuði. Eitt það versta var
þegar við höfðum mælt okkur mót í
Grasagarðinum á afmælisdegi sonar
okkar þar sem við ætluðum að eiga
skemmtilegan dag. Þegar hún kom
ekki fór ég að leita að henni og fann
hana á næsta spilakassastað.“
Þetta segir Jónas, karlmaður á
fimmtugsaldri, en fyrrverandi eig-
inkona hans er spilafíkill. Hann vill
ekki koma fram undir nafni af tillits-
semi við fyrrverandi konu sína og
segir að spilafíknin hafi valdið þeim
nægilegum þjáningum nú þegar.
„Þetta var stjórnlaust“
„Við kynntumst 2006 og hún sagði
mér fljótlega að hún væri spilafíkill.
Ég vissi hvað það var, því ég átti vin
sem var í sömu sporum. Við
ákváðum að hún myndi leita sér að-
stoðar og henni tókst að ná sér á
strik með aðstoð GA-samtakanna.“
Þar vísar hann til Gamblers Ano-
nymous, alþjóðlegra samtaka sem
bjóða upp á aðstoð við einstaklinga
sem eiga í spilavanda.
Konan, sem hafði eingöngu spilað
í spilakössum, var óvirkur spilafíkill
í um tíu ár, en þá fór allt á versta
veg. Hún fór að spila aftur og eyddi
um fjórum milljónum á 5-6 mán-
uðum. „Þetta var stjórnlaust,“ segir
Jónas og í framhaldi af þessu fór
konan í meðferð á Vogi og í Vík á
vegum SÁÁ. „Það var ágætis með-
ferð, en hún er miðuð að þörfum
áfengis- og vímuefnafíkla. En hún
gat sem betur fer tengt við margt og
ég held að hún hafi verið án spila eft-
ir þetta,“ segir Jónas.
Aðstandendur þurfa úrræði
Hann segir fyrrverandi eiginkonu
sína lánsama að hafa getað nýtt sér
meðferðina. „Ég veit því miður um
spilafíkla sem þessi meðferð hefur
ekki hentað og þá er fátt annað í
boði. Það þyrfti sérhæfðari með-
ferðir fyrir spilafíkla, maður fær á
tilfinninguna að þetta sé eins og
hálfgerð hliðarafurð hjá þeim. Það
vantar líka meiri eftirfylgni fyrir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Viðlegupláss flutningaskipa eykst til
muna í Bíldudalshöfn þegar viðlegu-
kantur hafskipabryggjunnar hefur
verið lengdur og hluti eldri kants
endurnýjaður. Flutningar um höfn-
ina hafa aukist mjög vegna vaxandi
laxeldis og aukinna umsvifa kalkþör-
ungavinnslunnar.
Hagtak hf. átti langlægsta tilboð í
framkvæmdir við Bíldudalshöfn.
Býðst fyrirtækið til að vinna verkið
fyrir rúmar 138 milljónir kr. sem er
tæplega 16 milljónum kr. undir áætl-
uðum verktakakostnaði. Er nú verið
að semja um verkið. Áður var búið að
kaupa stálþilið sem rekið verður
niður. Efnisvinnsla var boðin út sér-
staklega. Lægsta tilboð í hana var 38
milljónir en efnið nýtist í fleiri verk.
Kostar 400 milljónir
Elfar Steinn Karlsson, hafnar-
stjóri Vesturbyggðar, segir áætlað
að kostnaður við framkvæmdina í
heild verði um 400 milljónir kr. Þar
af greiðir hafnarsjóður Vestur-
byggðar um 140 milljónir.
Unnið verður að lengingu og lag-
færingum í tveimur áföngum. Í kjöl-
farið verður væntanlega steypt
þekja á bryggjuna. Það verk er ekki
inni í útboðinu nú.
Viðlegukanturinn verður 180
metrar að lengd að framkvæmdum
loknum. Bætir hann aðstöðu fyrir
flutningaskipin og eykur athafna-
pláss við höfnina. Meira pláss verður
fyrir gáma með afurðum til útflutn-
ings. Bendir Elfar Steinn á að í ár
komi 100 flutningaskip til Bíldudals.
Skip Samskipa koma þar við einu
sinni í viku og taka lax, flutningaskip
taka kalkþörunga og fóðurskip koma
með fóður fyrir laxeldið. Þar fyrir ut-
an liggur brunnbátur við kantinn
flesta daga ársins og dælir lifandi
laxi upp í sláturhúsið. Þá eru fiskeld-
isfyrirtækin með þjónustubáta af
ýmsu tagi í höfninni. Ótalin eru þá
fiskiskipin sem gerð eru út frá Bíldu-
dal, en þau nota bæði smábáta-
bryggjuna og viðlegupláss við kant
inni í höfninni.
Tekjur hafnarsjóðs hafa aukist
mikið á síðustu árum vegna aukinna
umsvifa við hafnir Vesturbyggðar.
Tekjurnar voru um 80 milljónir á
árinu 2014 en reiknað er með að þær
verði um 190 milljónir í ár.
Vantar þjónustulóðir
Elfar segir að sárlega vanti iðn-
aðarlóðir á hafnarsvæðinu. Fyrir-
tæki sem þjónusti laxeldið og kalk-
þörungavinnsluna þurfi lóðir.
Möguleiki er á að koma þeim fyrir á
landfyllingu vestan við kalkþörunga-
vinnsluna og er gert ráð fyrir því á
skipulagi. Elfar Steinn segir að
hafnarsjóður hafi ekki úr miklum
fjármunum að moða og því sé ekki
vitað hvenær af framkvæmdum geti
orðið.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Bíldudalshöfn Þjónustubátar fyrir fiskeldið hafa að mestu tekið við af fiskiskipum í höfninni.
Flutningaskipin fá
meira viðlegupláss
Framkvæmdir í Bíldudalshöfn vegna aukinna flutninga
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
1. ÁFANGI Lenging milli
Stórskipakants og Haf-
skipabryggju, um 70 m
2. ÁFANGI Endurbygging
Hafskipabryggju, um 97 m
Ve
rks
mi
ðja
Ís
ka
lkAr
na
rla
xEndurbygging
á Bíldudalshöfn
Fjallað er um spilafíkn á mbl.is
undir yfirskriftinni: Rafrænt mor-
fín eða saklaus spilamennska?
Frumvarp fjár-
málaráðherra
um ívilnanir
vegna vistvænna
ökutækja, raf-
magnsreiðhjóla
og annarra reið-
hjóla var sam-
þykkt í ríkis-
stjórn í gær.
Helstu nýmæli
frumvarpsins
eru að auðvelda fólki kaup á hvers
kyns vistvænum hjólum. Frum-
varpið hefði það í för með sér að
felldur yrði brott virðisauka-
skattur af rafmagnsreiðhjólum og
öðrum reiðhjólum, upp að
ákveðnu marki.
Gert er ráð fyrir að hámark
niðurfellingar virðisaukaskatts af
rafmagnsreiðhjólum verði 96 þús-
und krónur en 48 þúsund fyrir
reiðhjól og var sú upphæð tvöföld-
uð eftir umsagnir sem bárust um
málið í samráðsgátt stjórnvalda.
Ívilnun vegna vistvænna ökutækja
er framlengd til ársloka 2023.
Ívilnanir vegna vist-
vænna bíla og hjóla
Hjól Munu lækka
nokkuð í verði.