Morgunblaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019 ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is AF VEIÐISKRIFUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nú er tími sófaveiða. Skamm-degið er sest að, ár og vötnleggur, fiskarnir sem sluppu undan okkur veiðimönnum eða við slepptum eru líklega búnir eða um það bil að hrygna, og þá vitum við ástríðuveiðimenn fátt ánægjulegra en leggjast upp í sófa með góða veiði- bók í hönd – og veiða í huganum með þeim sem segir frá. Á þessum tíma árs tek ég alltaf að leita í vaxandi veiðibókasafn mitt, safn sem tekur orðið nokkra hillu- metra (tel tímarit eins og Veiði- manninn ekki með, heill metri til þar …); leita í þessar bækur til að skemmta mér yfir góðum frásögn- um og kynda jafnframt undir minn- ingum og draumum um ný ævintýri. Og eins og margir aðrir veiðimenn fagna ég alltaf nýjum og áhugaverð- um veiðibókum. Í vikunni fékk ég eina slíka í hendur og vissi að fram- undan væri gott kvöld við lestur uppi í sófa, en í huganum úti í á. Einn betri veiðimaður Þessi nýja bók nefnist Af flug- um, löxum og mönnum. Höfundurinn Sigurður Héðinn er afar reyndur veiðileiðsögumaður, fluguhnýtari og fluguhönnuður, þekktur í stang- veiðiheiminum sem Siggi Haugur. Viðurnefnið kemur af Haugnum, hans þekktustu flugu, fallegri flugu sem er ein sú allra gjöfulasta í lax- veiði hér. Og hann hefur hannað fleiri góðar sem til að mynda hafa gefið mér allnokkra eftirminnilega fiska. Þetta er fínasta frásögn hjá Sig- urði. Einlæg, upplýsandi og að mestu hófstillt, þótt hann leyfi sér líka blessunarlega að viðra á stundum ákveðnar skoðanir á aðferðum og Leiðsögn veiðimanns og flugu- hönnuðar um draumalöndin Ljósmynd/Úr safni Sigurðar Héðins Sögumaðurinn Leiðsögumaðurinn Sigurður Héðinn með 96 cm lax, þann stærsta úr Vesturdalsá það ár, og veiðikonan Kiki Galvin æði lukkuleg. nálgun við veiðarnar. Og getur þá skotið skemmtilega á það sem hann kann ekki að meta. Hvað formgerð og uppbyggingu frásagnarinnar varðar þá sækir Sig- urður greinilega í hina rómuðu og sí- vinsælu bók Stefáns Jónssonar Roð- skinnu, sem hefur undirtitilinn Bók um galdurinn að fiska á stöng og mennina sem kunna það. Stefán blandar þar saman sögum af mönn- um og veiði og fræðslu um stang- veiði. Í ár er hálf öld frá útgáfu Roð- skinnu og þótt hún sé meistaralega skrifuð þá hafa veiðitæknin og veið- arfæri breyst umtalsvert, eins og les- andi bókar Sigurðar áttar sig á. Sigurður býr ekki yfir stílfimi Stefáns, enda óvíst að nokkur annar íslenskur veiðipenni en Björn J. Blöndal hafi gert það. En Sigurður segir vel frá og er í senn notalegur og hressilegur fylgdarmaður á bakk- anum. Og getur augsýnilega tekið þar af skarið og lætur ekki vaða yfir sig, eins og kemur fram í sögum í bókinni. „Hvað er góður leið- sögumaður?“ spyr Sigurður á einum stað. Og svarar: „Að mínu viti er það sá sem gerir veiðimanninn að betri veiðimanni. Ekki endilega sá sem kemur með flesta fiska í hús, heldur sá sem gerir túrinn minnisstæðan fyrir veiðimanninn.“ Hann hefur verið leiðsögumaður í 30 ár og segir það alltaf jafn skemmtilegt. Og fer ekkert í laun- kofa með að hann veit hvað hann er að gera í vinnunni, segir að á „öllum þeim tíma sem ég hef verið leið- sögumaður hefur einungis einn mað- ur verið betri veiðimaður en ég sjálf- ur“. Innsýn í „yndislegt sport“ Frásögninni er skipt í nokkra hluta. Í þeim fyrsta, „Tilhlökkun“, er tónninn sleginn. Sigurður segir þar markmiðið vera að gefa „veiðimönn- um og -konum innsýn í laxveiðina, þetta yndislega sport … og miðla þeirri þekkingu sem ég hef aflað mér í gegnum tíðina“. Þá er fjallað um árstíðirnar í tilfinningalífi ástríðu- veiðimannsins – mikið skil ég vel þá tilfinningu hans að haustið sé erf- iðasti tíminn, þegar stöngum er lagt eftir góðar stundir á bakkanum. Svo taka við stuttir kaflar, um leiðsögumenn og atferli fiska, áður en tekið er að fjalla á upplýsandi hátt um flugur. Umfjöllunin er listavel skreytt tugum ljósmynda Kristins Magnússonar, ljósmyndara hér á Morgunblaðinu. Þá er ekki síður áhugavert að lesa skýringar Sig- urðar á því hvernig lesa eigi vatn og kasta flugum með sem bestum ár- angri, en umfjöllunina prýða ljóm- andi fínar skýringarteikningar eftir Sól Hilmarsdóttur. Og í bland við dæmisögur erum við frædd um línur, tauma, hvernig eigi að vaða og sitt- hvað annað, áður en höfundurinn kveður með ljúfum pistli sem kallast „Óður til veiðigyðjunnar“. Boð í góða sófaveiði Af flugum, löxum og mönnum nýtist eflaust best þeim flugu- veiðimönnum sem eru að byrja að kasta fyrir fisk eða eru meðvitaðir um að þeir geti enn bætt sig mikið. Það er nefnilega umtalsverð kennsla í þessum texta og upplýsandi skýringarmyndunum. Svo ekki sé minnst á umfjöllunina um flugur og uppskriftir að þeim – ég veit að ég á eftir að hnýta þær nokkrar. En hinir veiðimennirnir, þeir sem telja sig vita best hvernig þeir vilja veiða, og taka því ekki tilsögn Sigurðar, geta engu að síður skemmt sér yfir sögum hans og hugleiðingum. Ég hefði bara kosið að fá enn fleiri sögur af veiði- mönnum og ævintýrum að skemmta mér yfir. En bókin býður upp á fín- ustu sófaveiði. » Þetta er fínastafrásögn hjá Sigurði. Einlæg, upplýsandi og að mestu hófstillt, þótt hann leyfi sér líka bless- unarlega að viðra á stundum ákveðnar skoðanir á aðferðum og nálgun við veiðarnar. Á næstunni hefjast forverðir í safninu Museo dell’Opera del Duomo í Flór- ens handa við að hreinsa hina frægu höggmynd Michelangelos, Pieta. Vinnan mun taka nokkra mánuði en þeir sem eru á leið til Flórens þurfa ekki að óttast að sjá ekki verkið, því tilkynnt hefur verið að það verði hafið á stall í safninu og viðgerðin og hreinsunin muni eiga sér stað fyrir allra augum, og jafnframt verði því jafnóðum miðlað hvað sé verið að gera. Fleiri söfn kjósa nú að fara þá leið að fjarlæga ekki meistaraverkin þegar gert er við þau, heldur nota tækifærið til að fræða gesti. Michelangelo vann að Pieta á ár- unum 1547 til 1555, þegar hann var að verða áttræður. Það sýnir Krist eftir að hafa verið tekinn af krossinum, í örmum Maríu meyjar, Maríu Magda- lenu og hins gamla Nikódemusar, sem Michelangelo mótaði í sinni mynd. Hann stefndi lengi að því að hafa verkið á eigin gröf en hvarf að lokum frá því, braut hluta verksins og gaf það þjóni sínum. Ljósmynd/Museo dell’Opera del Duomo Pieta Hið fræga verk Michelangelos þarfnast viðgerðar og hreinsunar. Laga fyrir augum gesta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.