Morgunblaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 32
Tríó sem Eiríkur Orri Ólafsson trompetleikari, Daníel Friðrik Böðv- arsson gítarleikari og Matthías MD Hemstock trommuleikari skipa kemur fram á tónleikum Jazz- klúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld, miðvikudag, kl. 21. Á efnisskránni eru djassstandardar eftir meðal annars Monk, Shorter, Porter og Miles. Monk og Miles hljóma hjá Múlanum í kvöld MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 331. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Ég var ekki tilbúinn að vera í þessu áfram. Eftir 12 ár við þjálfun í Þýskalandi vil ég vera meira á eigin forsendum við þjálfun. Ef slíkt tækifæri gefst er ég tilbúinn að taka að mér eitt verkefni hér ytra en annars komum við heim í barátt- una á Íslandi,“ segir handknatt- leiksþjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfs- son sem hættir hjá þýska liðinu Erlangen í vor. »26 Vil vera meira á eigin forsendum við þjálfun ÍÞRÓTTIR MENNING Ein besta knattspyrnukona sem fram hefur komið á Íslandi, Margrét Lára Viðarsdóttir, hefur ákveðið að láta gott heita sem leikmaður. Mar- grét er einungis 33 ára gömul en hefur fengið sinn skammt af meiðslum, sérstaklega á síðari hluta ferilsins. Hún tjáði Morgun- blaðinu að fyrir sig væri mikilvægt að hætta á eigin for- sendum eftir gott keppnistímabil. »24 Vildi ljúka ferlinum á góðum nótum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jukkur eða júkkur geta orðið stórar en sjaldgæft er að þær verði fjögurra metra háar og haldi blöð- unum frá botni til topps eins og tilfellið er með eina jukku Sigríðar Karenar Samúelsdóttur á Akranesi. Fyrir 20 árum tók Sigríður einn anga af jukku heima hjá sér og fór með hann í vinnuna. Þar hefur hún dafnað og vaxið í björtu rými og þó að oft hafi verið kalsalegt utan við gluggann hefur henni liðið þar vel, að sögn Sigríðar. „Kannski er það hita- kerfið, ég veit það ekki, en þegar ég hafði verið með hana hjá mér í fimm ár sagðist ég ætla að hætta að vinna þegar hún væri komin í lofthæð og ég stend við það, hætti um áramótin vegna aldurs.“ Jukkan hennar Sigríðar er að sumu leyti eins og fagurgrænt jólatré. „Mér finnst þessi jukka sér- staklega falleg vegna þess að hún hefur ekki fellt neðstu blöðin eins og jukkur gera yfirleitt, þegar fer að hausta,“ segir Sigríður. „Hún hefur nánast haldið öllum sínum blöðum, sennilega vegna þess að hún hefur fengið kaffisopa reglulega í gegnum tíðina. Ég klára ekki alltaf úr kaffibollanum mínum þannig að skvettan hefur farið á jukkuna. Það er hennar næring.“ Blóm, grænmeti og ávextir Blóma- og grænmetisrækt hefur fylgt Sigríði alla tíð. „Ætli þetta sé ekki meðfætt,“ segir hún. „Ég hef ætíð haft græna fingur og það kemur allt- af upp af öllu sem ég set niður.“ Hún hefur ræktað blóm af öllum stærðum og gerðum og átt margar jukkur. „Engin þeirra hefur haldið blöðunum eins og þessi og hvað þá orðið svona stór.“ Sigríður ræktar grænmeti og fleira utandyra á sumrin og eftir að hún fékk gróðurhús hefur hún ræktað þar matjurtir og séð fjölskyldunni fyrir til dæmis jarðarberjum, gúrkum, tómötum, vínberj- um og bláberjum. „Ég var að fá mér kirsuberjatré og plómutré svo úrvalið eykst stöðugt,“ segir hún. Sem fyrr segir hættir Sigríður að vinna um ára- mótin og þess vegna fór hún með jukkuna heim um helgina. „Ég fékk lánaðan „kálf“ til þess að koma henni heilli heim,“ segir hún um flutninginn, sem gekk slysalaust fyrir sig. „Ég stóð frammi fyrir því að þurfa að skera hana niður og skilja hana eftir eða taka hana með mér heim, því hún var byrjuð að lyfta upp plötunum í loftinu í vinnunni.“ Tvöföld lofthæð er í stofunni hjá Sigríði og þegar plantan verður búin að rétta sig af verður hún um 20 sentimetra frá loftinu. „Við höfum rætt það hvort við þurfum ekki að setja kúptan glugga á þakið svo jukkan geti haldið áfram að vaxa en við sjáum til.“ Mikil næring í reglu- legri kaffiskvettu  Jukka Sigríðar Karenar orðin fjögurra metra há Morgunblaðið/Árni Sæberg Risaplanta Sigríður Karen Samúelsdóttir við jukkuna sem stækkar og stækkar í stofunni heima á Akranesi. Suðurlandsbraut 6, Rvk. | info@handafl.is Sími 419 9000 | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.