Morgunblaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019  Valdís Þóra Jónsdóttir hefur á morgun keppni á næstsíðasta móti tímabilsins á Evrópumótaröðinni í golfi en hún tekur þátt í Andalucia Costa del Sol mótinu á Suður-Spáni. Lokamótið fer síðan fram í Kenía og hefst 5. desember. Valdís er í 82. sæti á stigalista LET-Evróumótaraðarinnar og er í hörðum slag um að halda keppnisrétti sínum en til þess að vera með öruggt sæti á mótaröðinni á næsta ári þarf hún að ná einu af 70 efstu sætunum í ár.  Böðvar Böðvarsson var valinn í úr- valslið 16. umferðar pólsku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu af vefsíðu deildarinnar fyrir frammistöðu sína með Jagiellonia í sigri á Arka Gdynia á sunnudaginn, 2:0. Böðvar skoraði þar seinna mark liðsins skömmu fyrir leikslok en það er hans fyrsta deilda- mark sem atvinnumaður. Böðvar kom til liðs við Jagiellonia frá FH í árs- byrjun 2018. Lið hans er í sjöunda sæti deildarinnar, aðeins fimm stigum á eftir toppliðinu Pogon Szczecin.  Akureyrski knattspyrnumaðurinn Bjarki Mark Antonsson er líkast til á leið upp í sænsku úrvalsdeildina með liði sínu, Brage. Sænska knattspyrnu- sambandið tilkynnti í gær að Öster- sund, sem hafnaði í 12. sæti úrvals- deildar í ár, fengi ekki nýtt keppnisleyfi fyrir næsta tímabil þar sem það upp- fyllti ekki fjárhagsleg rekstrarskilyrði. Brage hafnaði í þriðja sæti B-deildar og tapaði fyrir Kalmar í umspili og mun taka sæti Östersund, sem hyggst þó áfrýja úrskurðinum og hefur frest til þess til 10. desember. Bjarni kom til Brage frá KA fyrir nýliðið tímabil og var í stóru hlutverki á miðjunni hjá lið- inu.  Handknattleikskonan Þóra María Sigurjónsdóttir leikur ekki meira með Aftureldingu í úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili. Skýrt var frá því á vef félagsins í gær að þessi 18 ára gamla stúlka hefði slitið krossband í hné á æfingu. Hún er þriðji markahæsti leik- maður Aftureldingar sem er nýliði í deildinni í vetur og hefur skorað 34 mörk í níu leikjum Mosfellinga.  Skagamenn eru mættir til ensku borgarinnar Derby með 2. flokks lið sitt í knattspyrnu en ÍA og Derby leika þar í kvöld seinni leik sinn í annarri umferð Unglingadeildar UEFA. Derby, sem er enskur meistari U18 ára liða, vann fyrri leikinn á Víkingsvellinum fyrr í þessum mánuði, 2:1. Skagamenn urðu í haust Íslandsmeistarar í 2. flokki annað árið í röð, undir stjórn Sigurðar Jónssonar. Leikið verður á aðalleikvangi félagsins, Pride Park.  Grindvíking- urinn Jósef Kristinn Jós- efsson hefur skrifað undir nýjan samning við knatt- spyrnudeild Stjörnunnar og gildir hann til tveggja ára. Jósef, sem er þrítugur, hefur leikið með Stjörnunni und- anfarin þrjú tíma- bil en spilað áður með Grindvík- ingum. Jósef á að baki 220 deilda- leiki með þessum liðum, þar af 120 í efstu deild. Eitt ogannað ÞÝSKALAND Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það hefur legið fyrir síðan í janúar að leiðir mín og félagsins myndu skilja í lok þessarar leiktíðar. Stað- an hefur verið kristaltær um nokkurt skeið af ýms- um ástæðum,“ segir Aðalsteinn Eyjólfsson, hand- knattleiksþjálfari þýska 1. deildarliðsins HC Erlangen í karlaflokki, í samtali við Morgunblaðið í gær. Á dögunum tilkynnti félagið að Michael Haaß tæki við af Aðalsteini eftir yfirstandandi leiktíð. Að- alsteinn er nú á þriðja keppnistímabili sínu við þjálf- un liðsins en alls hefur hann verið í 12 ár við þjálfun félagsliða í Þýskalandi. „Ég framlengdi samning minn í byrjun þessa árs eftir langt og erfitt ferli. Litlu munaði að upp úr slitnaði í samningum og við flyttum heim á liðnu sumri. Segja má að við höfum hætt við það á síðustu stundu og tókum við ákvörðun að vera áfram hjá Er- langen ár til viðbótar og sjá svo til. Þar erum við stödd núna,“ sagði Aðalsteinn, sem er kvæntur Birnu Haraldsdóttur. Þau eiga þrjú ung börn. „Ég er í viðræðum við félögum um að taka að mér verkefni. Á þessari stundu er ekki ljóst hver niður- staðan verður. Elsti sonur okkar er að verða sex ára og fer að byrja í grunnskóla, svo það er að ýmsu að hyggja áður en við hjónin stígum næsta skref. Við ætlum að gefa okkur tíma til þess að fara vel yfir hvað við viljum og ætlum að gera eftir að samningur minn við Erlangen rennur út um mitt næsta ár. Nokkrir kostir eru í stöðunni en ég útiloka alls ekki að við flytjum heim á næsta sumri,“ sagði Aðal- steinn, sem hefur þjálfað Eisenach, Hüttenberg, Kassel og Weibern, auk Erlangen þar sem hann tók við þjálfun fyrir ríflega hálfu þriðja ári. Stærra nafn ytra en heima Á þessum árum hefur Aðalsteinn skapað sér ákveðið nafn sem þjálfari í Þýskalandi. Má þar m.a. nefna undraverðan árangur Hüttenberg undir hans stjórn þegar liðið fór upp úr þriðju og í efstu deild á tveimur árum. Nánast án þess að tapa leik. Síðan hefur Erlangen fest sig í sessi í 1. deild, þeirri efstu, undir stjórn Aðalsteins á undanförnum árum. „Ég hef að minnsta kosti skapað mér stærra nafn sem þjálfari hér úti en heima á Íslandi,“ sagði Aðalsteinn glaður í bragði. „Ég er vel liðinn og virt- ur í þýska handboltanum, sem er gott og gaman. En allt tekur einhvern tímann enda.“ Aðalsteinn segir að þrátt fyrir að árangur Er- langen hafi verið góður undir stjórn hans, m.a. ní- unda sæti í þýsku 1. deildinni í vor sem er besti ár- angur í sögu liðsins, hafi starfsumhverfið verið erfitt. „Ég var ekki tilbúinn að vera í þessu áfram. Samstarfið hefur verið erfitt þótt liðinu hafi gengið vel. Eftir 12 ár við þjálfun í Þýskalandi vil ég vera meira á eigin forsendum við þjálfun. Ef slíkt tæki- færi gefst er ég tilbúinn að taka að mér eitt verkefni hér ytra en annars komum við heim í baráttuna á Ís- landi.“ Ekkert óvenjulegt Fyrir okkur hér heima kom það nokkuð á óvart hversu snemma á keppnistímabilinu forráðamenn Erlangen tilkynntu að Aðalsteinn myndi hætti hjá liðinu nærri miðju næsta ári. Spurður hvort hann óttaðist ekki að þessu gætu fylgt lausatök eða aga- leysi þegar leikmenn vissu með margra mánaða fyr- irvara að þjálfarinn þeirra hætti í lok keppnis- tímabils sagði Aðalsteinn: „Það var ekki í mínum höndum að tilkynna um starfslokin. Málið var í höndum stjórnenda félags- ins. Þeim lá talsvert á að opinbera þetta og greina frá hver tæki við. Ég skal viðurkenna að ég vonaðist til að þetta yrði opinberað aðeins síðar en raun var á. En á móti kom að ég fékk mörg símtöl í kjölfarið. Svona er Þýskaland. Menn tilkynna stundum um breytingar á þjálfarateymi eða leikmannahóp einu til einu og hálfu ári áður en þau eiga sér stað. Hér er skipulag á hlutunum. Í þessu tilfelli hefur það líka legið fyrir um langt skeið og af hálfu beggja aðila að ekki yrði framhald á samstarfi að þessu keppnistímabili loknu. Þess vegna voru engin sárindi af okkar hálfu þegar málið var opinberað. Nú þurfum við allir að leggjast á eitt um að ljúka núverandi keppnistímabili með sæmd og helst jafna árangurinn á síðasta keppnistímabili þótt það verði erfitt,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, hand- knattleiksþjálfari hjá HC Erlangen í Þýskalandi.  Erfitt vinnuumhverfi hjá Erlangen  Hefur úr tilboðum um þjálfun að velja Ljósmynd/HC Erlangen Þýskaland Aðalsteinn Eyjólfsson hefur þjálfað þýsk handboltalið í rúman ára- tug og dvöl hans þar í landi gæti lengst. Kristaltær staða frá ársbyrjun Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valsmenn renna frekar blint í sjóinn með andstæðinga sína í 16-liða úr- slitum Áskorendabikars karla í handknattleik, en þeir drógust í gær gegn Beykoz frá Tyrklandi. Liðin eiga að mætast í Tyrklandi 8. eða 9. febrúar og á Hlíðarenda viku síðar. Ekki liggur fyrir hvort báðir leik- irnir fara fram á heimavelli annars liðsins, en slíkt er mjög algengt í þessari keppni. Beykoz hefur aðeins leikið sex Evrópuleiki og tveir þeirra voru í 32ja liða úrslitum keppninnar. Þeir fóru báðir fram á heimavelli liðsins í Istanbúl um síðustu helgi þar sem það vann Granitas-Karys frá Lithá- en tvívegis, 34:29 á laugardag og 37:22 á sunnudag. Einu Evrópuleikir Beykoz fram að því voru í EHF-bikarnum haustið 2017. Þá lék liðið við Besa frá Kósóvó í 1. umferð, tapaði 29:21 á útivelli en sneri því við með stórsigri á heimavelli, 35:23. Í 2. umferð áttu Tyrkirnir enga möguleika gegn Malmö frá Svíþjóð og töpuðu 27:36 á heimavelli og 21:35 í Svíþjóð. Tveir landsliðsmenn Lið Beykoz, sem er frá samnefndu hverfi í Istanbúl, er að mestu leyti skipað tyrkneskum leikmönnum en er með tvo erlenda hornamenn, Yurii Babenkov frá Úkraínu og Ous- sem Boudjenah sem er landsliðs- maður frá Alsír. Einn leikmanna Beykoz var í síð- asta landsliðshópi Tyrkja, línu- maðurinn Caglayan Öztürk, og hann var jafnframt sá eini sem mætti ís- lenska landsliðinu með því tyrk- neska í undankeppni EM síðasta vetur. Beykoz er í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar, en þar hafa að- eins verið leiknar fimm umferðir, og liðið hefur unnið fjóra leikjanna. Í fyrra endaði liðið í fimmta sæti en það er aðeins á fjórða tímabili sínu í efstu deild, þar sem það náði öðru sæti í fyrstu tilraun árið 2017. Tvö Íslendingalið eru í sextán liða úrslitunum. Aron Dagur Pálsson og samherjar hans í Alingsås frá Sví- þjóð drógust gegn sigurvegurum keppninnar á síðasta vetri, CSM Búkarest frá Rúmeníu. Óskar Ólafs- son og félagar hans í norska liðinu Drammen mæta AEK Aþenu frá Grikklandi. Aðrar viðureignir í sextán liða úr- slitunum eru: Ramhat Hashron (Ísrael) – Victor (Rússlandi), Halden (Noregi) – Neva (Rússlandi), Ma- deira (Portúgal) – Karviná (Tékk- landi), Dukla Prag (Tékklandi) – Red Boys Differdange (Lúxemborg) og BSV Bern (Sviss) – Potaissa Turda (Rúmeníu). Lítt þekktir mót- herjar Valsara  Mæta Beykoz frá Istanbúl í febrúar Morgunblaðið/Eggert Tyrkland Ýmir Örn Gíslason og félagar í Val ættu að eiga góða möguleika á að sigra Beykoz og komast í átta liða úrslit Áskorendabikarsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.