Morgunblaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019 benni.is Reykjavík Krókhálsi 9 590 2000 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 Verið velkomin í reynsluakstur 400.000 kr. Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur OPEL KARL – VETRARTILBOÐ Á SÝNINGARBÍLUM Verðdæmi: Opel Karl - sjálfskiptur Verð áður: 2.290.000 kr. | Verð nú: 1.890.000 kr. Afsláttur: Nærætur eða „nær- ætur“ eru einstakling- ar sem borða það sem er ræktað sem næst þeim og hefur ekki far- ið langar leiðir. Í dag fór ég í Krón- una og fór að gramsa í kassa sem býður upp á grænmeti og ávexti „á síðasta séns“. Gott framtak í sjálfu sér til að sporna við matarsóun en það sem er þar í boði er oft ekki lengur mannamatur og allt of skemmt til að hægt sé að nota það. Ég fékk mér einn poka af eplum, sennilega meira en þrjú kíló. Öll eplin reyndust góð þegar ég skoðaði þetta heima. Það sem ég get ekki notað sjálf fer í fuglana úti í garðinum. Svo freistaðist ég til að taka annan poka þar sem ég gat greint paprikur og rósakál. Margt annað var í pokanum sem ekki var hægt að skilgreina né sjá ástand þessarar vöru. Krónan mætti hafa þetta betur sýnilegt með alveg glær- um pokum. En hvaðan koma þessar vörur sem ég fékk? Eplin komu frá Evrópu og lítið er að segja um það. Rósakál átti lengra ferðalag að baki, alla leiðina frá Bandaríkjunum. Askja með kórí- ander var líka þaðan en þessi kryddplanta missir mjög fljótt allt bragð ef hennar er ekki neytt meðan hún er fersk. Dill var einnig í pokanum og kom frá Mexíkó! Nú leyfi ég mér að spyrja: Af hverju fram- leiðum við ekki græn- meti hér heima í miklu meira magni? Af hverju fá garðyrkjubændur ekki betri kjör, til dæmis með hagkvæmara verði á rafmagni? Er það í lagi að tegundir sem geta vel vaxið hér, eins og rósa- kál, dill, kóríander og paprika, séu fluttar yfir hálfan hnöttinn? Hver eru kolefnisfótsporin með þessum löngu flutningum? Flestar af þessum vörum eru viðkvæmar og koma með flugi. Svo þurfum við ekki endilega að kaupa ávexti og grænmeti þegar árs- tíðabundinn skortur á þeim er hér heima. Nóg er til af öðrum mat. Heimurinn ferst ekki ef lambahrygg- irnir klárast og óþarfi að flytja inn lambakjöt frá Nýja-Sjálandi. Jarð- arber, hindber og bláber má jafnvel rækta sjálfur eða kaupa beint frá býli á sumrin. Þetta má svo frysta og nota á veturna. Margar kryddjurtir vaxa ágætlega í gluggakistunum og dásamlegt er að fá þetta ferskt. Kál og rótargrænmeti er til hjá íslensk- um bændum langt fram á haust. Þá má kaupa gott magn af brakandi fersku grænmeti, snöggsjóða og setja í frysti. Ég er nær-æta og forðast að kaupa grænmeti og ávexti sem koma langt að. Ég þarf ekki jarðarber eða bláber á veturna, hlakka til að gæða mér á þeim þegar þetta vex hér heima. Eina undantekningin frá því er þegar ég kaupi slíkar vörur „á síðasta séns“ því ég veit að þessu verður annars hent samdægurs. Við neytendur eigum að vera miklu meðvitaðri um hvað við kaupum og borðum og hvenær best er að nota vöruna. Og ríkisvaldið ætti virkilega að huga sinn gang í sambandi við að styrkja garðyrkjubændur þannig að þeir geti framleitt sem mest hér heima næst okkur. Innlend fram- leiðsla spyrnir á móti löngum flutn- ingum og minnkar þannig kolefn- isfótsporin okkar. Nærætur Eftir Úrsúlu Jünemann Úrsúla Jünemann » Af hverju fram- leiðum við ekki grænmeti hér heima í miklu meira magni? Höfundur er kennari á eftirlaunum og áhugamaður um minni sóun. ursula@visir.is Einn dagur ársins er tileinkaður þessari spaugilegu framsetn- ingu og virðist alltaf sem um sé að ræða jarðarför þessa tungu- máls er kallað er ís- lenska. Með vísan til þeirrar háðungar sem íslenskt mál verður fyrir af framámönnum þjóð- arinnar er ljóst að íslenskt tungumál líður undir lok innan ekki langs tíma. Er löngu tímabært fyrir ráðamenn þjóðarinnar sem flagga þessu fræga tungumáli einu sinni á ári að hefja þegar í stað aðgerðir líkt og átti sér stað á árunum 1930 til 1950 til bjarg- ar tungumálinu er kallað var íslenska. Sú aðgerð virðist hafa tekist vel því mikið af erlendu angurefni var losað úr málinu. Eitt frægasta dæmið úr þeirri baráttu er ábending skóla- meistara nokkurs er hann þuldi yfir nemendum sínum: „Við notum ekki orðið að bruge (dönskusletta) heldur brúkum orðið að nota.“ Slettararnir skildu sneiðina og þessi danska sletta datt upp fyrir hjá fólki. Það er eðlilegt að mál- ið þróist með tilkomu nýrra þátta í tilverunni sem þarfnast skýringa, s.s. tækninýjunga, en óafsakanleg er af- skræming tungumálsins eins og fréttamaður í íþróttum á Stöð 2 við- hefur. Allt sem hann kemur nálægt og út- skýrir er annaðhvort geggjað eða geðveikt og þegar hann birtist á skjánum virðist hann vera geðveikur samkvæmt framkomu og útliti. Ekki má gleyma þeim fjölda er- lendra slanguryrða sem margir nota til að lýsa kunnáttu sinni í erlendum tungumálum og upplýsa þar með skort á skynsemi þegar þeir koma fram í ljósvakamiðlum. Stjórnvöld gætu haft áhrif á já- kvæða þróun tungumálsins með því að láta ritskoða allt fjölmiðlaefni líkt og gert er hjá erlendum sjónvarps- stöðvum þar sem greinilega kemur fram að orð og setningar eru þurrkuð út eða rugluð þegar óæskilegt orðafar er notað. Stjórnvöld ættu að setja stífar reglur fyrir leyfi til reksturs fjölmiðla um að íslenskt mál sé notað en ekki fúll kokteill íslensku og er- lendra slanguryrða. Með því móti væri hægt að fyrirbyggja heimsku- lega tjáningarbreytingu á íslenskum orðum, eins og fréttamaðurinn gerir og margir Íslendingar, þegar nei- kvæð orð eru notuð jákvætt eins og geggjað og geðveikt ásamt fleiri nei- kvæðum orðum sem hafa fengið breytingu hjá sumum Íslendingum. Það yrði of langur listi að setja fram öll þau orð úr erlendum tungu- málum sem fólk notar í sýndar- mennsku sinni til að sýna kunnáttu sína í erlendum tungumálum. Ef stjórnvöld bregðast ekki við og reyna að stöðva öfugþróun tungu- málsins verður árlegur „dagur ís- lenskrar tungu“ minningardagur um merkilegt tungumál í framtíðinni. Dagur íslenskrar tungu Eftir Kristján S. Guðmundsson Kristján Guðmundsson »Ef stjórnvöld bregð- ast ekki við og reyna að stöðva öfugþróun tungumálsins verður ár- legur „dagur íslenskrar tungu“ minningardagur um tungumálið. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. Í bæjarblaðinu Mos- fellingi á dögunum birt- ist fyrirsögnin „Af- gangur af rekstri bæjarins áætlaður um 350 milljónir“. Þetta er rétt sé litið til þeirrar fjárhagsáætlunar sem Mosfellsbær tekur til síðari umræðu í dag í sveitarstjórn skáldsins. Hvað er látið ósagt í skattamálum? Þegar litið er til uppgjörs sveitarfé- laga, rétt eins og annarra félaga, ber að líta til beggja handa þar sem önnur tekur á tekjuhliðinni en hin á gjalda- hliðinni. Hjá Mosfellsbæ hefur þessu verið hagað á þann hátt að haldið hefur ver- ið að atvinnulífinu í bænum hámarki fasteignagjaldaprósentu á atvinnu- húsnæði, þ.e. á árunum 2012 til og með 2018. Eftir ábendingar um þetta óréttlæti hafa „aðalsnyrtifræðingar“ meirihlutans tekið upp á því að lækka álagningarprósentuna um brot af því sem til þarf svo jafna megi hækkun gjaldstofnsins á milli ára. Þannig hefur meirihlutanum tekist að ná að hala inn um 13% raunhækk- un fyrir árið sem er að líða og reikna má með, þrátt fyrir fögur orð um lækkun álagningarprósentu fast- eignagjalda á atvinnuhúsnæði, að raunhækkun þessara sömu gjalda verði engu að síður um 10% sé tekið tillit til 2,5% ætlaðrar verðbólgu árið 2020. Ef samdrátturinn verður meiri, nú þá mun raunhækkun fasteigna- gjaldanna hækka enn frekar. Ágætt dæmi Til að setja þetta í samhengi má segja að sá sem er með atvinnueign sem er metin að fasteignamati um 50 milljónir fyrir gjaldaárið 2019 megi reikna með að þrátt fyrir að fast- eignagjaldsprósentan fari úr 1,600% (2019) í 1,585% (2020) muni fast- eignaskatturinn fara úr því sem var 2019, um kr. 800 þúsund, í um kr. 875 þúsund (ath. fyrirvari um að hér er unnið með meðaltöl). Þá er ekki tekið tillit til þess að við þetta bætist vatns- gjald, fráveitugjald og lóðaleiga. Þetta er því engin lækkun þó slíkt sé látið í veðri vaka. Þetta er og verður hækkun að raunvirði! Hvers vegna reyna bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ ekki að koma til móts við atvinnurek- endur, sem skapa hér vinnu, í stað þess að taka þetta með þessum hætti til sín? Hvað er látið ósagt í skólamálum? Þegar litið er á þjónustu eins og þjónustu við foreldra og börn í Mos- fellsbæ er nærtækast að meta framlög bæjarins til grunnskóla. Í því efni er þá rétt að bera sig saman við sambærilega grunn- skóla, t.a.m. á höfuðborg- arsvæðinu. Þarna lítum við til gjaldahliðarinnar, þjónustu sem bænum ber lagaleg skylda til að sinna og hlúa að. Þar má sjá að framlag (sé litið á tölur frá 2018) Mosfells- bæjar, m.t.t. svokallaðrar innri leigu, er lang- samlega það lægsta á hvern nemanda á höfuðborgarsvæðinu en fyrir árið 2018 er það allt að 12% lægra á hvern nemanda en gerist og gengur í öðrum skólum af sambærilegri stærð og skólarnir Varmárskóli og Lágafells- skóli. Ekki verður séð að fyrirliggj- andi tillögur meirihlutans í dag muni koma nægjanlega á móti þessu til að auka þjónustustig við börn og barna- fólk í bænum svo einhverju nemi. Þarna er ekki við stjórnendur skól- anna að sakast og alls ekki við kenn- ara, nemendur eða foreldra. Þetta er stefna meirihlutans í Mosfellsbæ og kemur til vegna óstjórnar um árabil í rekstri bæjarins. „Snyrtifræðingar“ Mosfellsbæjar Í sama mund og „snyrtifræðingar“ bæjarins, þ.e. fulltrúar meirihlutans í Mosfellsbæ, leitast við að blekkja kjósendur sína trekk í trekk er hér leitast við að benda á staðreyndir. Reyndar hefur venjan verið að þegar slíkt kemur fyrir í bæ skáldsins taka sig saman riddarar götunnar og rægja þá sem benda á að bæjarstjór- inn er hvorki vel málaður né vel klæddur þegar kemur að fjármálum og skattheimtu. Meirihlutinn í Mosfellsbæ er því að blekkja almenning með því að vísa til þess að bærinn sé að skila frábæru búi með um 350 milljónir í „hagnað“ þar sem fjármagnsgjöldin nema um 628 milljónum og heildartekjur eru um 13,4 milljarðar skv. áætlun. Þetta er allt tekið að „láni“ frá atvinnurek- endum og börnum og barnafólki bæj- arins sem eiga betra skilið. Það er ömurlegt til þess að hugsa að metnaðarleysi meirihlutans í Mos- fellsbæ sé með þeim eindæmum sem raun ber vitni. Blekkingar á báðar hendur í Mosfellsbæ Eftir Svein Óskar Sigurðsson Sveinn Óskar Sigurðsson » Þetta er allt tekið að „láni“ frá atvinnu- rekendum og börnum og barnafólki bæjarins sem eiga betra skilið. Höfundur er fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og 1. varaforseti bæjarstjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.