Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Ámiðvikudag bárust fréttir af þvíað staða ríkisstjórnarinnar hefði veikst því að þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson hefði sagt skilið við þingflokk Vinstri grænna og hygðist standa utan þingflokka.    Þegar talinn erfjöldi þingmanna í stjórnarflokkunum má til sanns vegar færa að með brott- hvarfi Andrésar fækkar um einn og í þeim skilningi veiktist stjórnarmeirihlutinn um einn.    En veiktist stjórn-armeirihlutinn í raun?    Þegar ríkisstjórnin var mynduðvar Andrés andstæðingur stjórnarmyndunarinnar. Hið sama á raunar við um Rósu Björk Brynjólfs- dóttur, sem þó er enn í stjórnarlið- inu, að nafninu til.    Andrés hefur svo sem lítið séstfyrir eða eftir stjórnarmynd- unina en það sem þó hefur sést til hans hefur helst snúist um það að hann sé andvígur ríkisstjórninni og hennar málum.    Hvers vegna skyldi vera slæmt fyrir ríkisstjórnina að slíkur „stuðningsmaður“ hverfi á braut?    Ætli ríkisstjórnin hafi ekki frek-ar styrkst við að Andrés hætti að þykjast?    Og gæti ekki verið að hún styrkt-ist enn frekar ef að annar tæp- lega hálf-volgur stuðningsmaður færi sömu leið? Það skyldi þó ekki vera. Andrés Ingi Jónsson Styrkti Tróju- hesturinn Tróju? STAKSTEINAR Rósa Björk Brynjólfsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sláturfélagið Búi er að athuga möguleika á því að taka sláturhúsið á Höfn aftur í notkun og þá sem svokallað þjónustusláturhús. Þar yrði þá slátrað stórgripum og fé fyrir bændur sem selja beint frá býli eða til nota hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu. Sláturfélagið Búi á 70% í sláturhúsinu á Höfn en Norðlenska 30%. Norðlenska hefur hætt slátrun þar, slátraði síðast haustið 2018. Aka þarf fé Hornfirðinga til slátrunar á Húsavík eða Selfossi og stórum hluta nautgripanna er slátrað á Hellu. Þetta eru langar leiðir. Eiríkur Egilsson, formaður Sláturfélagsins Búa, segir að í umræðu um kolefnisfótspor framleiðslunnar sé rakið að framleiða heima sem mest af matnum sem notaður er á svæðinu. Framhaldið óvíst Hann segir að reynt hafi verið að slátra fé í haust á þessum forsendum. Ýmsum öðrum hug- myndum hafi verið velt upp en ekki hafi gengið nægilega vel að finna rekstrargrundvöll. Hann segist því ekki vita hvað gert verður. helgi@mbl.is Erfitt að finna rekstrargrundvöll  Athuga möguleika á þjónustuslátrun á Höfn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vinnsla Kjötið sem ferðafólk og íbúar í Horna- firði borða fer langa leið til og frá sláturhúsi. Beiðni um opinbera úttekt Undirritaður sendi öllum alþingismönnum bréf síðastliðið vor þar sem m.a. var vakin athygli á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, en starfshópurinn skilaði skýrslu 23. ágúst 2017. Þær breytingar semAlþingi samþykkti síðastliðið vor að gera á lögum nr. 71/2008 um fiskeldi byggðust að mestu leyti á skýrslu starfshópsins. Undirritaður gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð fyrrnefnds starfshóps og vakti athygli á því að þau kynnu í ákveðnum tilvikum að fara gegn ákvæðum stjórnsýslulaga. Getur það talist eðlilegt að stjórnarformenn tveggja stærstu laxeldisfyrirtækjanna hér á landi, með um 70% framleiðsluheimilda samkvæmt þeim leyfum sem þegar hafa verið veitt eða voru í umsóknarferli árið 2016, skipi sjálfa sig í starfshóp um stefnumótun í fiskeldi sem felur í sér verulegan fjárhagslegan ávinning fyrir viðkomandi fyrirtæki ? Farið var formlega fram á það við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að nefndin tæki málið til rannsóknar og eftir atvikum skipaði óháðan rannsóknaraðila. Undirritaður hefur sent fjölmarga tölvupósta til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis án þess að þeim erindum hafi verið svarað efnislega. Valdimar Ingi Gunnarsson, Sjávarútvegsþjónustan ehf. valdimar@sjavarutvegur.is Gögn á slóðinni: https://lagareldi.is/fljotandi-ad-feigdarosi/ Látin er í Reykjavík Guðrún Jónsdóttir geðlæknir, 93 ára að aldri. Guðrún fæddist 6. október 1926 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Júníusson stýri- maður frá Syðra-Seli á Stokkseyri og Jónína Jónsdóttir húsmóðir frá Mundakoti á Eyrarbakka. Bróðir Guðrúnar var Jón Atli vélstjóri, kvæntur Súsönnu Halldórsdótt- ur. Þau voru barnlaus. Guðrún lauk stúdentsprófi með ágætiseinkunn frá MR 1946 og var dúx skólans. Hún hóf haustið 1946 nám í ensku og frönsku í HÍ en færði sig yfir í læknisfræði. Guðrún lauk læknaprófi í ársbyrjun 1955 og fékk almennt lækningaleyfi 1958. Árin 1958-59 og 1965-69 kenndi hún líf- færa- og lífeðlisfræði við Hjúkrunar- skóla Íslands. Veturinn 1969-70 hóf Guðrún sérnám í geðlækningum í Bristol í Englandi, hélt því áfram hér heima og fékk íslenskt sérfræðileyfi í geðlækningum í janúar 1976, fyrst kvenna. Guðrún skrifaði sérfræði- ritgerð um sjálfsvíg á Íslandi 1962- 1973. Þá hafði nánast ekkert verið rit- að um sjálfsvíg hér á landi. Guðrún var sérfræðingur í geðlækningum á geðdeild Borgarspítalans frá 1976 til starfsloka sumarið 1996. Guðrún hélt fjöl- marga fyrirlestra um sjálfsvíg bæði hér á landi og erlendis. Hún var gjaldkeri Geð- læknafélags Íslands 1976-78, sat í Barna- verndarráði Íslands 1974-82 og ritaði og ræddi í fjölmiðlum um geðheilsu og kristna trú enda Bibl- íulestur og trúmál henni ætíð mjög hug- leikin. Guðrún skírð- ist til safnaðar Sjöunda dags aðvent- ista um miðjan aldur og var virk í safnaðarstarfi meðan heilsan leyfði. Guðrún giftist 19. ágúst 1949 eft- irlifandi eiginmanni sínum, Páli Sig- urðssyni, f. 9. nóvember 1925, bækl- unarlækni og fv. ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Börn Guðrúnar og Páls eru tvíburarnir Jónína tannlæknir og Ingibjörg lyfjafræðingur, f. 14. des- ember 1949, Dögg hæstaréttar- lögmaður, f. 2. ágúst 1956, og tvíbur- arnir dr. Sigurður Páll geðlæknir og Jón Rúnar hæstaréttarlögmaður, f. 15. nóvember 1960. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin eru 17. Útför Guðrúnar verður gerð frá Neskirkju föstudaginn 6. desember nk. og hefst athöfnin kl. 13. Andlát Guðrún Jónsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.