Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
6
1
9
7
VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR
Sheer
Driving Pleasure
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 /www.bl.is
Nýr og sportlegri framendi með áberandi BMW einkennum í ljósum og grilli. Afturendinn hefur einnig
fengið ný afturljós sem setja fallegan svip. Sparneytin 2ja lítra dísilvélin með 8 gíra sjálfskiptingu notar
einungis 5,8 l á hverja 100 km samkvæmt nýjum WLTP viðmiðunarreglum. Vertu með þeim fyrstu
að koma og upplifa alvöru BMW aksturseiginleika og þægindi með því að reynsluaka nýjum
fjórhjóladrifnum BMW X1.
BMW X1 xDrive 18d. Verð frá: 6.590.000 kr.
NÝR BMW X1
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Meirihluti íbúa Hafnar í Hornafirði
fær vatn frá nýrri hitaveitu í lok
næsta sumars og lokið verður við að
tengja nýja notendur við veituna
þar og í sveitinni á fyrri hluta árs-
ins 2021. „Þetta er afar jákvætt fyr-
ir íbúana. Rask fylgir framkvæmd-
unum hjá sumum íbúanna, á meðan
á þessu stendur, en til lengri tíma
mun þetta borga sig,“ segir Matt-
hildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri
Hornafjarðar.
Jarðhitasvæðið í Hoffelli í Horna-
firði hefur verið rannsakað í mörg
ár. Rarik tók við verkefninu og hef-
ur látið bora þar rannsóknar- og
vinnsluholur. Nú er komið nægj-
anlegt vatn fyrir Höfn. Fram-
kvæmdir eru hafnar við að grafa
fyrir tæplega 20 kílómetra langri
stofnæð til Hafnar og leggja leiðslu.
Veita í 600-700 hús
Tryggvi Ásgrímsson, fram-
kvæmdastjóri tæknisviðs Rarik,
segir að búið sé að leggja lagnir að
væntanlegum miðlunargeymi í Hof-
felli og trésmiðir séu að smíða
undirstöður undir hann og dæluhús.
Annað dæluhús verður á leiðinni.
Veturinn verður notaður í byggingu
húsanna og lagningu stofnæðar til
Hafnar. „Ég vona að við getum
hleypt vatni á stofnæðina í ágúst,“
segir Tryggvi. Stefnt er að því að
bjóða út framkvæmdir við innan-
bæjarkerfið og heimtaugar á
sveitabæi í mars og er vonast til að
sú vinna fari langt á árinu.
Öll hús á höfn munu eiga kost á
að tengjast hitaveitu og 50-70 hús í
Nesjum, alls um 600-700 hús.
Rarik rekur fjarvarmaveitu á
Höfn sem um þrír fjórðu íbúanna
þar eru tengdir. Gert er ráð fyrir
því að þeir tengist í lok ágúst á
næsta ári. Tilkoma hitaveitunnar
hefur litlar breytingar í för með sér
fyrir þá.
Meira mál er fyrir þann fjórðung
sem ekki er tengdur fjarvarma-
veitu. Þeir íbúar eru með raf-
magnsþilofna eða rafmagnshita-
kúta. Fram kom á íbúafundi sem
Rarik og Sveitarfélagið Hornafjörð-
ur efndu til á dögunum að kostn-
aður við breytingar á ofnum og
lögnum þar sem þilofnar eru væri
áætlaður milljón til ein og hálf á
hús en um hálf milljón þar sem
hitakútar eru. Að auki þurfa nýir
notendur að greiða 390 þúsund í
heimæðargjald. Á móti kemur ein-
greiðsla frá Orkustofnun sem er
hluti af niðurgreiðslu hitakostnaðar
sem sparast næstu tólf árin. Ein-
greiðslan er áætluð um 650 til 700
þúsund á meðalhús. Það þýðir að
700 þúsund til 1.200 þúsund króna
kostnaður leggist á heimili þar sem
rafmagnsþilofnar eru.
Niðurgreiðslur falla niður
Niðurgreiðslur rafmagns falla
niður þegar fólk á kost á hitaveitu
nema það geti sýnt fram á að kostn-
aðurinn sé svo mikill að það borgi
sig ekki að taka inn veituna.
Meginhluti rafmagnsniður-
greiðslu ríkisins næstu 12 árin fer
til að greiða niður stofnkostnað
hitaveitunnar, alls um 750 milljónir,
eins og venjan er með nýjar hita-
veitur. Það er enda forsenda þess
að Rarik fór út í þessa framkvæmd.
Heildarkostnaður við verkefnið er
áætlaður 2,8 milljarðar króna.
Sama gjaldskrá fyrstu árin
Fram kom hjá fulltrúum Rarik á
íbúafundinum að forsendur rekst-
urs fjarvarmaveitunnar væru
breyttar, meðal annars vegna
hækkunar á verði ótryggðar orku.
Ef hún hefði verið rekin áfram
hefði þurft að hækka gjaldskrá.
Rarik lofar ekki lækkun gjald-
skrár í upphafi en þegar frá líður er
reiknað með að gjaldskráin verði
svipuð og hjá öðrum hagkvæmum
hitaveitum.
Rask fyrir hluta íbúa í upphafi
Framkvæmdir hafnar við lagningu hitaveitu frá Hoffelli til Hafnar í Hornafirði Meirihluti íbúanna
fær vatn á ofnana í ágúst Breytingar hjá þeim sem eru með rafmagnsofna geta kostað milljón
Ljósmynd/Rarik
Hornafjörður Stofnæðin frá Hoffelli til Hafnar er voldug og verður lögð í skurð. Framkvæmdir eru hafnar.