Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
20 ára
20% afsláttur
afmæli
af öllum vörum
28. nóv.- 1. des.
Kringlan, Reykjavík
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fjöldi gesta fór niður á höfn á
Tálknafirði þegar nýjasta skip flot-
ans kom til heimahafnar sl. þriðju-
dag. Það er raunar ekki alvöru skip
heldur fóðurprammi af nýjustu gerð.
Sérstaklega styrktur til að geta
staðið af sér storma og fóðrað laxinn
í kvíum Arctic Fish við Hvannadal í
Tálknafirði, nánast fyrir opnu hafi.
Pramminn fékk nafnið Stórahorn
eftir kennileiti í Hvannadal. Hann
ber 600 tonn af fóðri, er jafn stór og
stærstu fóðurprammar við laxeldi
landsmanna, en með bátslagi og
klýfur því ölduna betur en eldri
prammar.
Sigurður Pétursson, fram-
kvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir
að þetta lag sé að ryðja sér til rúms
við hönnun fóðurpramma sem not-
aðir eru við erfiðar aðstæður.
Pramminn er með 8 fóðursíló og
er því hægt að fóðra lax í 8 kvíum í
einu, rúm 5 tonn á klukkustund.
Mánuð á leiðinni
Pramminn var dreginn frá Eist-
landi þar sem hann var smíðaður hjá
Akva Group. Ferðin tók mánuð þar
sem bíða þurfti í Færeyjum og sæta
lagi fyrir lokaáfangann vegna veð-
urs.
Starfsmenn Arctic Fish settu
laxaseiði í sjókvíar við Hvannadal
fyrr í haust. Eldið gengur vel, að
sögn Sigurðar, þótt betra hefði verið
að setja seiðin út fyrr. Það dróst
vegna uppákomu í leyfismálum.
Stórahorn verður dregið þangað
einhvern næstu daga og tekur til
starfa. Þá verður Arctic Fish komið
með fóðurpramma í öllum þremur
fjörðunum sem fyrirtækið starfar í,
Dýrafirði, Tálknafirði og Patreks-
firði.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Stórahorn Fóðurprammi af nýjustu gerð lagstur að bryggju. Hann klýfur ölduna betur en eldri prammar.
Sérstaklega styrktur fóður-
prammi til Tálknafjarðar
Getur borið 600
tonn og fóðrað í
8 sjókvíar í einu
Meðal gesta í vöfflukaffi við komu Stórahorns
til Tálknafjarðar voru gamlir fiskeldismenn
með blik í auga. Menn sem unnið hafa við fisk-
eldi í tugi ára og undrast yfir tæknibylting-
unni.
Þar voru einnig tveir fimm ára drengir úr
fiskeldisfjölskyldu, tvíburarnir Ísak Elís Sæ-
mundsson og Michael Thor Sæmundsson, og
leist svo vel á að þeir sóttu um starf hjá fyrir-
tækinu á staðnum. Þeir yrðu þá þriðja kynslóð
fiskeldismanna í sinni fjölskyldu því móðir
þeirra, Nancy Rut Helgadóttir, er yfirmaður
rannsóknarstofu seiðastöðvar Arctic Fish í
Tálknafirði og afi þeirra, Helgi Gíslason, sér
um véla- og tækjamál í stöðinni.
Þegar drengirnir sáu stjórntæki prammans
spurðu þeir með undrun hvort hægt væri að
vinna í tölvuleik við fóðrun fiskanna. Við-
staddir tóku eftir þessu en fátt varð um svör.
FIMM ÁRA GESTIR SÓTTU UM STARF Á FÓÐURPRAMMANUM
Er hægt að vinna í tölvuleik við fóðrun fiska?
Framtíðin Bræðurnir Ísak Elís og Michael Thor Sæmundsson
nutu veitinga og notuðu tækifærið til að sækja um starf.
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) vinna
nú að lausn, í samvinnu við sjúkra-
þjálfara, til að nálgast rafræn gögn
um sjúklinga sem sóttu meðferð
sjúkraþjálfara dagana 12. og 13.
nóvember sl. og að endurgreiða
þeim. Þetta kemur fram í skriflegu
svari Ingibjargar Þorsteinsdóttur,
sviðsstjóra sjúkratrygginga, við fyr-
irspurn Morgunblaðsins um það
hvers vegna ekki væri búið að end-
urgreiða skjólstæðingum sjúkra-
þjálfara sem fengu þjónustu sjúkra-
þjálfara þessa daga. Í svarinu
kemur fram að gífurlegt magn
reikninga hafi borist SÍ vegna
sjúkraþjálfunar á fyrrnefndum dög-
um og að handvirkur innsláttur
reikninga í tölvukerfi SÍ sé afar
tímafrekur og auk þess sé ekki
tryggt að allir muni skila reikn-
ingum til stofnunarinnar.
SÍ vilji þó tryggja að allir sem
fengu þjónustu sjúkraþjálfara þessa
tvo daga fái sinn rétt og binda vonir
við að ljúka endurgreiðslunum fyrir
jól.
Mbl.is hefur áður greint frá því að
skjólstæðingar sem hafi átt von á að
fá niðurgreidda sjúkraþjálfun hafi
fengið misvísandi svör frá SÍ varð-
andi endurgreiðslu en samskipti
sjúkraþjálfara hafa verið í uppnámi
eftir að SÍ tilkynntu að sjúkraþjálf-
arar væru bundnir af ákvæðum
rammasamnings næstu sex mánuði
þrátt fyrir að samningurinn hefði
runnið út 31. janúar sl. rosa@mbl.is
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Sjúkraþjálfun SÍ leita nú leiða til
að endurgreiða skjólstæðingum.
Vilja end-
urgreiða
fyrir jól
Tímafrekt að skrá
reikninga inn handvirkt
Ríflega 700 manns mættu í Hámu,
veitingastað Félagsstofnunar stúd-
enta á Háskólatorgi, í gær þar sem
boðið var upp á kalkún með tilheyr-
andi meðlæti. Þetta var á hinum am-
eríska þakkargjörðardegi, sem
smám saman er að festast í sessi á
hinu íslenskra dagatali. Matseldin í
gær var líka talsvert fyrirtæki, en
Þórður Már Gylfason kokkur og
hans fólk elduðu úr alls 140 kílóum
af hreinu kjöti, útbjuggu 60 lítra af
sósu, brokkolísalatið var samtals 70
kíló og fyllingin í kalkúninn vó alls
40 kíló. Meðlætið var svo sæt-
kartöflumús og samanlagt var sá
dagskammtur 80 kíló. Einnig var
boðið upp á veganrétt, sem gestir
gerðu góð skil.
„Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að umgangast alla þessa stúd-
enta og starfsfólk í vetur. Nú er
prófatíð fram undan og því má líka
segja að við séum í leiðinni að óska
þeim góðs gengis með góðum mat,“
segir Rebekka Sigurðardóttir, upp-
lýsingafulltrúi Félagsstofnunar
stúdenta. sbs@mbl.is
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Háskólatorg Þakkargjörðardagurinn er óðum að festast í sessi á Íslandi.
Hámuðu í sig kalkún
Hátíð í Hámu Þakkargjörð í HÍ
140 kíló af kjöti og kartöflumús