Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 16

Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 framleiðslu og þegar við neytum hans. Á þessu erum við að taka. Samtímis erum við að þróa leiðir til að geta haldið áfram að gera ákveðna hluti, en þá með umhverfis- vænni hætti. Þetta á til dæmis við um orkuskiptin og þennan umhverfisvinkil þarf inn í alla geira.“ Afsláttur af rafbílum Guðmundur Ingi rifjar svo upp að- gerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sem sé í 34 liðum. Í fyrsta lagi hafi ríkis- stjórnin lagt fjármuni til uppbygg- ingar rafhleðslustöðva og veitt af- slætti af gjöldum á umhverfisvænni bifreiðar. Í farvatninu séu jafnframt ívilnanir fyrir strætisvagna, rafhjól og reiðhjól í þágu orkuskipta og breyttra ferðavenja í samgöngum. Í öðru lagi séu aðgerðir hafnar í kol- efnisbindingu með landgræðslu, endurheimt votlendis og skógrækt, og muni aukast á næstu árum. Í þriðja lagi auglýsi Loftslagssjóður nú styrki til nýsköpunar í loftslags- málum, nánar tiltekið verkefna sem sýnt þykir að geti leitt til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda. „Það er mjög spennandi að fá þann hvata inn í kerfið. Um hálfum milljarði verður varið til slíkra verk- efna 2019-2023 og upphæðin í fyrstu úthlutun er 140 milljónir,“ segir Guðmundur Ingi. Innleiða hringrásarhagkerfi Þá bendir Guðmundur Ingi á þá stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að innleiða hringrásarhagkerfi á Ís- landi. Í því felist að nýta betur hluti sem koma inn í virðiskeðjuna og líta á úrgang sem auðlind en ekki sorp. Meðal annars verði kynntar að- gerðir til að draga úr matarsóun á öllum stigum virðiskeðjunnar, allt frá framleiðslu til neyslu. Þær verði kynntar almenningi á fyrri hluta næsta árs. Spurður hvort hann taki undir það sjónarmið, sem heyrðist eftir fjár- málakreppuna, að kominn sé tími til að hætta að einblína á hagvöxt sem mælikvarða framfara segir Guð- mundur Ingi nauðsynlegt að endur- meta hvernig farið sé með auðlindir. Endurnýta þurfi hráefnin en ekki taka þau út úr kerfinu. „Við þurfum að fara að líta á fleiri mælikvarða en aðeins hagvöxtinn. Þá er ég að horfa á mælikvarða sem eru meira félagslegir og umhverfis- legir, eins og til dæmis loftgæði, magn gróðurhúsalofttegunda eða útivistarsvæði. Svo eru það fé- lagslegir þættir eins og hvernig fólki líður og svo framvegis sem mæla með að við höfum fleiri mælikvarða en aðeins hagvöxtinn, þótt menn muni áfram horfa á þá hlið. Þetta er eitt af því sem ríkisstjórnin er að vinna að með því að bæta við þessum mælikvörðum og nokkuð sem við munum skoða við gerð næstu fjár- málaáætlunar,“ segir Guðmundur. Ólík sjónarmið um skógrækt Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur skrifaði grein í Morgunblaðið 19. nóvember með fyrirsögninni Kol- efnisbinding þyrnum stráð. Færði Einar þar rök fyrir að vegna ólíkra sjónarmiða um hvaða plöntur beri að nota í íslenskri náttúru kunni að rísa Engin þöggun í loftslagsmálum Morgunblaðið/Hari Á Austurvelli Loftslagsmótmæli skólabarna í lok septembermánaðar. Ungmenni um allan heim hafa að undanförnu krafist aðgerða í loftslagsmálum.  Umhverfisráðherra segir vísindamenn á einu máli  Boðar hringrásarhagkerfi í þágu loftslagsins  Hagvöxtur ekki eini mælikvarðinn á árangur samfélaga  Horfir til rafvæðingar flugsamgangna Orðið hamfarahlýnun birtist fyrst á mbl.is 21. maí síð- astliðinn í samtali við Auði Önnu Magnúsdóttur, fram- kvæmdastjóra Landverndar, sem taldi röng hugtök hafa verið notuð í umræðu um loftslagsvána. Orðið birtist svo fyrst í Morgunblaðinu 20. júlí í að- sendri grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, for- manns Miðflokksins. „Nú ætlast ímyndarmenn reyndar til að við köllum þetta „hamfarahlýnun“. Það að gefa hlutum ný heiti að hætti Orwells er einmitt eitt af helstu verkfærum sýndarstjórnmálanna,“ skrifaði Sig- mundur Davíð sem fann að þessari orðræðu. Guðmundur Ingi telur aðspurður rétt að ræða um hamfarahlýnun. Breytingum á loftslagi fylgi meiri öfgar í veðurfari, flóð og þurrkar. Hamfarahlýnun réttnefni „Þetta er því ágætis réttnefni yfir þær hamfarir sem eru að eiga sér stað vegna þessara breytinga. Ef hlýn- unin heldur áfram gæti þetta birst enn skýrar,“ segir Guðmundur Ingi sem telur aðspurður að loftslagsmálin muni áfram hafa jafn mikil pólitísk áhrif og vísbend- ingar eru um að þau hafi núna. „Ég held að loftslagsmálin séu komin til að vera í al- þjóðapólitíkinni og í pólitík í heimalöndunum. Ef eitt- hvað er held ég að loftslagsmálin muni fá aukið rými í umræðunni. Það kann að birtast í aukinni áherslu á að takast á við loftslagsbreytingar. Hins vegar hefur orðið bakslag í ýmsum löndum. Bandaríkin eru langskýrasta dæmið en einnig mætti nefna Brasilíu og Ástralíu. Þeg- ar litið er á stóru myndina í pólitíkinni mun vægi þess- ara þátta aukast. Það hefur til dæmis birst í kosn- ingum í Danmörku og Finnlandi.“ Ætlar ekki að gerast spámaður Spurður hvort hann telji að nýr flokkur, eða nýir flokkar, gætu orðið til á Íslandi vegna loftslagsmálanna – flokkar sem telji ýmist of lítið gert eða þvert á móti of mikið – kveðst Guðmundur Ingi ekki vilja gerast spá- maður um það. Loftslagsmálin voru mikið til umræðu um miðjan síðasta áratug. Heimildarmynd Al Gore, Óþægileg sannindi, vakti umtal og var aðalsalur Háskólabíós þétt setinn er hann flutti þar fyrirlestur vorið 2008. Hálfu ári síðar skall efnahagshrunið á og athyglin beindist á annað en loftslagsmál. Spurður hvort pendúllinn kunni að sveiflast aftur til baka, ef það harðnar á dalnum, segist Guðmundur Ingi telja að margt hafi breyst á síðasta áratug. Efnahagsleg tækifæri felast í umbreytingunni „Loftslagsmálin eru orðin miklu meira meginstefnu- mál en þau voru. Ég held að það muni alltaf hjálpa okk- ur í að verja aðgerðir okkar, einfaldlega vegna þess að við gerum okkur betur grein fyrir alvarleika þeirra. Svo megum við heldur ekki gleyma því að þegar boltinn er farinn að rúlla felast efnahagsleg tækifæri í að grípa til aðgerða, hvort heldur sem er með aukinni áherslu á hringrásarhagkerfið, aðgerðum í kolefnisbindingu, eða til dæmis orkuskiptum í samgöngum á landi, sjó og lofti. Sem samfélag erum við farin að horfa á loftslags- málin og umhverfismálin almennt út frá fleiri víddum en aðeins mengun og umhverfisáhrifum. Við erum farin að taka efnahagslega vinkilinn meira til greina. Annað dæmi eru friðlýsingarnar, en við létum vinna rannsókn á efnahagslegum áhrifum þeirra á Íslandi. Niðurstaðan bendir til að fyrir hverja krónu sem hið opinbera setur í uppbyggingu og störf á friðlýstum svæðum skili 23 krónur sér til baka til þjóðarbúsins. Almennt er aukinn skilningur á því að umhverfismál fara til lengri tíma litið gjarnan saman við efnahags- lega velferð,“ segir Guðmundur Ingi. Munu ekki gleymast í næstu niðursveiflu RÁÐHERRA SEGIR RÉTT AÐ RÆÐA UM HAMFARAHLÝNUN  SJÁ SÍÐU 18 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Loftslagsmálin hafa sennilega aldrei fengið jafn mikið rými í umræðunni. Ríkisstjórnin, sveitarstjórnir og fyrirtæki boða aðgerðir og ung- menni efna til mótmæla á Austur- velli. Loftslagsmálin eru meira að segja komin á fjalir leikhúsa. Þegar Morgunblaðið fylgdist með sýningu Andra Snæs Magnason- ar, Tíminn og vatnið, í Borg- arleikhúsinu í vikunni voru um 500 manns í saln- um að hlusta á fyrirlestur um loftslagsmál. Samhliða þess- ari vakningu heyrast hins veg- ar raddir um að efasemdarfólk um áhrif mannsins á hlýnunina sé jaðar- sett – fái ósanngjarna meðferð í um- ræðunni. Komu viðhorf af þessu tagi fram á borgarafundi Kastljóss í síð- ustu viku og til dæmis á Mogga- blogginu í kjölfarið. „Þeir sem halda því fram að koltvísýringslosun manna hafi mikil áhrif á loftslag jarðar og sé jafnvel að hita jörðina meira en ef engin væri losunin eru komnir í vörn, loksins,“ skrifaði Geir Ágústsson verkfræðingur á síðu sinni á Moggablogginu. Sigurður Ingi Friðleifsson, fram- kvæmdastjóri Orkuseturs og bar- áttumaður fyrir rafvæðingu sam- gangna, vék að þessu í aðsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. „Þeir sem vara við loftslags- breytingum eru komnir í vörn gagn- vart þeim sem efast, sem að sjálf- sögðu ætti að vera öfugt,“ skrifaði Sigurður Ingi í grein sinni. Breytingar af mannavöldum Spurður um þessi sjónarmið segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, að öllum sé frjálst að tjá sig um lofts- lagsmálin á Íslandi. „Mín viðbrögð við þessu eru að vísindamenn og alþjóðasamfélagið hafa talað algjörlega skýrt þegar kemur að vísindunum að baki lofts- lagsbreytingum. Skilaboðin frá al- þjóðasamfélaginu og vísindamönn- um um allan heim eru að þessar breytingar séu af mannavöldum. Það er leiðarljós sem stjórnvöld hér hafa og munu áfram styðjast við. Við höfum þegar ráðist í fjölda aðgerða og á næstu árum munum við ráðast í enn fleiri til að stemma stigu við út- losun gróðurhúsalofttegunda. Við ætlum að reyna að ná kolefnis- hlutleysi ekki seinna en árið 2040,“ segir Guðmundur Ingi. Reikistjarnan verði byggileg Spurður um það sjónarmið, sem heyrðist á áðurnefndum borgara- fundi, að aðgerðir í þágu loftslags- mála geti skert lífsgæði fólks, ekki síst í þriðja heiminum, vegna auk- innar gjaldtöku og neyslustýringar segir Guðmundur Ingi rétt að horfa á málin í víðara samhengi. „Með því að takast á við loftslags- breytingar og hamfarahlýnun erum við til lengri tíma litið, sama hvernig á það er litið, að auka lífsgæði fólks og tryggja að það verði áfram byggi- legt á jarðarkringlunni okkar. Það eru því almannahagsmunir fólgnir í því að vinna ötullega að aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda og koma hér á kolefnis- hlutlausu hagkerfi. Það eru gríðar- lega mikilvæg verkefni framundan í nútíðinni og í framtíðinni. Við þurfum að breyta ýmsum venjum, eins og ferðavenjum, og auka hlut almenningssamgangna. Við hendum of miklum mat, bæði við Guðmundur Ingi Guðbrandsson Morgunblaðið/Eggert Breytingar Ráðherrann boðar fjárveitingar til rafhleðslu- stöðva. Það sé liður í að stuðla að orkuskiptum í samgöngum. Loftslagsmálin - áform og ágreiningur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.