Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Andri Snær Magnason rithöfundur segir það ábyrgðarhluta hjá íslensk- um fjölmiðlum að leiða fram afneit- unarsinna í loftslagsumræðunni. Tilefnið er meðal annars borgara- fundur um loftslagsmál í Kastljósinu fyrr í þessum mánuði en Andri Snær var þar meðal pallborðsmanna. „Ég hef engar forsendur til að vantreysta jöklafræðingum, lofts- lagsfræðingum eða sjávarlíffræð- ingum. Ég hef hvorki gögn né menntun til þess. Við eigum frábært vísindafólk á þessum sviðum. Ég held það megi frekar gagnrýna vís- indamenn fyrir að hafa verið of varfærnir [í lofts- lagsumræðunni]. Þeir fullyrða helst ekki neitt og þeir eru mjög sjaldan í pólitík. Það er til dæmis nær aldrei vís- indamaður á Al- þingi. Það er mjög strangur skóli í vísindunum. Síðan mætir ein- hver leikmaður í sjónvarpið og ætlar út frá engri þekkingu að segja að ís- lenskir vísindamenn séu í einhvers konar samsæri um styrki, eða ræða um samsæri Sameinuðu þjóðanna um að skattleggja heiminn. Því mið- ur hefur það áhrif á fólk. Þessi orð- ræða er ekki boðleg,“ segir Andri Snær sem vísar til ummæla Ernu Ýrar Öldudóttur blaðamanns í Kast- ljósþættinum. Rætt var við Ernu Ýri á mbl.is í kjölfar þáttarins en hún telur loftslagsumræðuna einhliða. Treystir vísindamönnum Andri Snær telur enga ástæðu til að vantreysta vísindamönnum. „Ég hef enga skoðun á hvatber- um. Ég get ekki mælt CO2 sjálfur en ég trúi því samt að það sé í andrúms- loftinu. Vísindamenn eru sérhæfðir á sínu sviði. Jöklafræðingurinn er kannski leikmaður í sjávarlíffræði og sjávarlíffræðingurinn leikmaður þegar kemur að jöklafræði. Mitt hlutverk er að tala við allt þetta fólk, sem ég treysti, og síðan leggja mig fram um að skilja það eins og mér er unnt og síðan miðla því og setja í stærra samhengi sem getur þá verið goðafræði, ljóðrænt samhengi og persónulegt samhengi, vegna þess að þannig skiljum við líka upplýs- ingar og gögn. Annars vegar eru vís- indin og hins vegar þeir sem tileinka sér efni sem bandarískar hugveitur hafa verið að framleiða. Síðan rægja þeir jafnvel vísindamenn sem hafa unnið að rannsóknum í mörg ár, og vefengja. Ég veit ekki á hvaða for- sendum ætti að bjóða vísindamönn- um að lenda í því hlutverki að verja sig fyrir slíkum ásökunum.“ Mannkynið teflir djarft Andri Snær segir aðspurður að fjölmiðlar ættu að hugsa sinn gang. Þeir gefi þessum sjónarmiðum alltof mikið rými. Hér sé enda ekki um að ræða deild innan NASA eða skóla innan þessara fræða sem sé að skila af sér niðurstöðum sem sannarlega myndu gefa tilefni til að efast. „Þegar ég skoða gögnin sem leik- maður og reyni að skilja þau er það skoðun mín að við séum að tefla ótrúlega djarft sem mannkyn með því að telja okkur trú um að losun sem jafnast á við stærstu eldgosa- skeið jarðsögunnar hafi ekki nein áhrif; að opna sem svarar 666 Eyja- fjallajökla og láta þá fara að gjósa. Það er eins og ef einhver hefði af- neitað kóleru og holræsum á 19. öld. Það þarf hins vegar aðeins eina svona vafarödd til að slökkva í fólki. Þannig var ég mjög lengi sjálfur. Ég vildi náttúrlega ekki að þetta væri að gerast – enginn vill að eitthvað svona alvarlegt sé að gerast – og ég hef engan sérsakan áhuga á því að hætta að fljúga eða keyra jeppa upp á fjöll eða borða nautakjöt. En gögn- in liggja fyrir og þetta er klemma sem mannkynið er í. Þess vegna er svo þægilegt þegar einhver kemur og segir málið um- deilt. Þá getur maður hugsað með sér: „Jæja þá, þetta er umdeilt. Það þarf ekkert að taka þetta alvarlega.“ Það sýndi sig í sálfræðirannsóknum hvað varðar reykingar að það dugði að einn læknir kæmi fram og segði „Nei, nei, þetta hefur engin áhrif heldur er þetta heilsubætandi. Þetta hreinsar sýkla úr lungunum.“ Það dugði mjög lengi, jafnvel fram á átt- unda áratuginn, til að talið væri um- deilanlegt hvort þær væru skaðleg- ar. Þetta er nákvæmlega það sama.“ Ekki tilefni til að vefengja „Ég hef notið þess heiðurs að fá að ræða við og umgangast sjávarlíf- fræðinga og jöklafræðinga. Við eig- um grundvallarrannsókn á sýrustigi sjávar sem Jón Ólafsson gerði. Ég hef engar forsendur til að vefengja Jón Ólafsson eða Hrönn Egils- dóttur, sem er tekin við keflinu. Þegar einhver kemur inn í svona umræðu, án þess að vera vísinda- maður, og hefur aðeins lesið eitthvað á netinu þá fyllir það rýmið, í stað þess að vísindamennirnir fræði okk- ur og hjálpi okkur að skilja hlutina. Við lendum því á einhverjum núll- punkti; látið er eins og þeirra þekk- ing sé ekki til, eða að þeir séu hrein- lega að afvegaleiða okkur og með annarlegan tilgang. Því miður lendir þessi viðmælandi allt í einu í ein- hverju fórnarlambshlutverki þegar vísindamennirnir beita sinni þekk- ingu á hana,“ segir Andri Snær og vísar til Ernu Ýrar Öldudóttur. Vísað til málfrelsis „Þá snýst málið allt í einu um mál- frelsi og það má segja hvað sem er. En það er mikill ábyrgðarhluti að segja einhverjum að það þurfi ekki að bólusetja börnin sín. Fólk hefur farið í fjölmiðla og valdið því að komið er bakslag í bólusetningar. Það breiðir út hugmyndir um sam- særi fólks sem vilji okkur illt, lækna eða lyfjafyrirtækja. Að sama skapi þarf aðeins eina vafarödd í loftslags- málum. Það er síðan sálfræðilegt viðfangsefni hvaðan þetta vantraust á stofnanir kemur. Af hverju telur svona stór hópur að raunvísinda- menn séu að reyna að villa um fyrir okkur. Það er sérstakt umræðuefni af hverju menn hneigjast til hjátrúar og hjáfræða.“ Kísilverin verið fíaskó – Síðan þú skrifaðir Drauma- landið breyttust viðfangsefni þjóð- mála með efnahagshruninu. Nægir að nefna umræðuna um Icesave, AGS, stjórnarskrármálið og ESB- umsóknina. Loftslagsmálin féllu í skuggann á þessum umbrotatímum. Það varð hluti af hinni efnahagslegu endurreisn landsins að stefna á stór- aukna ferðaþjónustu, sem gekk um- fram væntingar, og halda áfram að selja orku til stóriðju með uppbygg- ingu kísilvera. Hefurðu orðið fyrir vonbrigðum með þróunina í þessum málum síðan þú skrifaðir bókina? „Draumalandið snerist um land- vernd, þ.e.a.s. verndun ósnortinna víðerna, en þar höfum við náð tals- verðum árangri. Það birtist í því að staðir sem voru þá í hættu eru það ekki lengur. Viðhorfin hafa breyst mikið. Hins vegar er umdeilanlegt hversu mikið ferðaþjónustan eigi að vaxa. Þá hafa kísilverin verið hálf- gert fíaskó, sýnist mér.“ – Ættum við ekki að stefna á enn fleiri milljónir ferðamanna? Til dæmis 5 milljónir árið 2030? „Ég held að sá fjöldi ferðamanna sem nú koma sé ágætur. Ég held að 5 milljónir ferðamanna væru hvorki æskilegt markmið menningarlega né umhverfislega fyrir Ísland. Eins og ég ræði um í fyrirlestri mínum [í Borgarleikhúsinu] held ég að heim- urinn sé að fara að breytast mjög hratt. Það verða settar hömlur á flug á næstu árum; styttri ferðir verða ekki sjálfsagðar. Ég held að Íslend- ingar þurfi að laga sig að því að við fáum færri ferðamenn í lengri tíma; að það verði jafn margir ferðamenn á landinu á hverjum tíma. Það verði hins vegar ekki talið siðferðilega rétt að skreppa í þriggja daga ferðir til útlanda heldur muni fólk fara miklu lengur og betur þegar það ferðast.“ Morgunblaðið/Eggert Keflavíkurflugvöllur Andri Snær telur að gjöld á flugið muni aukast. Óboðleg umræða afneitunarsinnna Andri Snær Magnason  Andri Snær gagnrýnir íslenska fjölmiðla  Samsæristal fái mikið rými  Fólk muni hætta að fara í styttri flugferðir ágreiningur um umfangsmikla skóg- rækt til að binda kolefni. Spurður um þetta sjónarmið segir Guðmundur Ingi það koma skýrt fram í áætlun stjórnvalda um kolefnisbindingu sem kynnt var síð- astliðið sumar að hún þurfi að taka til fleiri markmiða en kolefnisbind- ingar. Til dæmis að samrýmast mark- miðum um líffræðilega fjölbreytni. „Það kemur skýrt fram í þessari áætlun, 2019-2022, um kolefnisbind- inguna að það megi ekki nota fram- andi ágengar tegundir sem hafa nei- kvæð áhrif á lífríkið. Jafnframt beri að horfa til markmiða alþjóða- samfélagsins um að sporna við eyði- merkurmyndun og landhnignun, sem við þekkjum mjög vel á Íslandi. Það er verið að reyna að flétta þetta saman. Við förum líka betur með fjármuni með því að ná fleiri en einu markmiði á sama tíma.“ Ekki hluti af skuldbindingum Forsvarsmenn flugfélagsins Play hyggjast flytja hundruð þúsunda ferðamanna til landsins árlega á næstu þremur árum. Fjármögnun er ekki lokið og óvíst um áformin. Spurður hvernig það rími við loftslagsstefnuna að bæta í flug- samgöngur rifjar Guðmundur Ingi upp að þær heyri ekki undir skuld- bindingar íslenska ríkisins í Parísar- samkomulaginu um samdrátt í los- un. Hins vegar hafi öll losun auðvitað áhrif á loftslagið. „Eftir því sem flug í heiminum eykst – og það er að aukast – verður meiri útlosun. Þess vegna er mikil- vægt að gera tvennt. Í fyrsta lagi að kolefnisjafna flugið. Við sjáum að flugfélög eru í stórauknum mæli að bjóða fólki upp á að kolefnisjafna flugið, eða taka ákvörðun um að kol- efnisjafna allt flug sem þau fljúga. Þetta er eitt.“ Rafvæðing í flugi „Í öðru lagi tel ég afar mikilvægt að rafvæða flugið eins hratt og auðið er. Við erum þegar farin að sjá til- raunir með rafknúnar flugvélar á styttri leiðum. Þannig að innan ekki of langs tíma sé ég fyrir mér að slík tækni geti meðal annars nýst í inn- anlandsflugi hérlendis og víða í heiminum. Rafbílavæðingin gerðist ekki yfir nótt en er nú mjög hröð. Á næstu árum gætum við því séð að styttri leiðir verði að hluta til farnar með rafvæddu flugi,“ segir Guð- mundur Ingi um þróunina. Spurður hvernig áform um beint flug milli Íslands og Kína – og út- flutning íslensks lambakjöts með flugvélunum – samrýmist loftslags- stefnunni segir Guðmundur Ingi að auðvitað skuli stefna að því að draga sem mest úr loftslagsáhrifum vöru- flutninga. „Það er mikilvægt að minnka þessa losun. Hins vegar munu milli- landaviðskipti halda áfram. Fólk mun halda áfram að ferðast. Þangað til þessir fararskjótar, bæði á sjó og í lofti, eru farnir að menga miklu minna þurfum við að horfa til þess að kolefnisjafna ferðir með þeim að- ferðum sem við höfum.“ Þrýsta á tæknibyltingu Með brotthvarfi WOW air fækk- aði erlendum ferðamönnum mikið. Þannig er útlit fyrir að 500 þúsund færri ferðamenn komi í ár en áætlað var í spám haustið 2018. Rætt var um að 2,5 milljónir erlendra ferða- manna kæmu til Íslands í ár en nú er útlit fyrir að þeir verði um 2 millj- ónir. Spáð var enn meiri fjölgun ferðamanna á næstu árum. Guðmundur Ingi kveðst að- spurður ekki hafa beitt sér sér- staklega fyrir því innan ríkisstjórn- arinnar að látið verði staðar numið í fjölgun ferðamanna til Íslands í þágu loftslagsins. „Hins vegar hef ég lagt áherslu á að það þarf að ganga fram með góðu fordæmi, eins og ríkisstjórnin er að gera, með því að kolefnisjafna allar sínar ferðir. Það þurfa aðrir að gera líka. Síðan þarf að þrýsta á um að tæknibyltingin sem þarf að verða í fluginu muni gerast þar rétt eins og á landi,“ segir Guðmundur Ingi Guð- brandsson umhverfisráðherra. Morgunblaðið/Ómar Mengun Umhverfisráðherra boðar áframhaldandi ívilnanir fyrir rafbíla. Opið virka daga 11-18 Laugardag 11-16 Sunnudag 12-16 Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - Sími 554 0400Sjá öll tilboðin á www.grillbudin.is af öllum vörum Gildir föstudag laugardag sunnudag Grill, jólaljós, svalahitarar útiljós, aukahlutir, reykofnar, yfirbreiðslur, kjöthitamælar, ljós á grill, reykbox, varahlutir o.fl. o.fl. 30% afsláttur af öllum vörum Loftslagsmálin - áform og ágreiningur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.