Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 26
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Rappsenan í Bandaríkjunum er fjöl- skrúðug. Þar rís einn listamaður sennilega upp yfir aðra. Jay-Z er tal- inn í hópi allra áhrifamestu lista- manna samtímans og áhrif hans ein- skorðast ekki aðeins við tónlistina. Mörg fyrirtæki sem hann hefur átt aðkomu að hafa farið með himin- skautum og haft hefur verið á orði að allt verði að gulli sem hann komi ná- lægt. Sömuleiðis hefur hann í ríkum mæli valið sér umgjörð sem vísar til hins dýra málms. Þar eru drykkjar- föngin engin undantekning. Í gegn- um tíðina hefur hann rappað um dá- læti sitt á kampavíni og hann er smekkmaður því hann drekkur ekki hvað sem er í þeim efnum. Um langt árabil virtist hann aðeins dreypa á hinu fokdýra Cristal sem kemur úr smiðju Louis Roederer í Reims. Það er þó eflaust ekki aðeins hin silkimjúka áferð og bragð sem ráðið hefur drykkjarvalinu. Flaskan sem Roderer selur Cristal í er engu lík. Hún á sér auk þess sögu sem engin önnur gæti státað af. Snögg umskipti Ekkert benti til annars en að dá- læti Jay-Z á Cristal myndi halda áfram að endurspeglast í textum hans þegar breska blaðið Economist birti viðtal við Frederic Rouzaud, forstjóra Louis Roederer, um mitt ár 2006. Þar var hann spurður út í vin- sældir vínsins meðal rappara. Hann var skjótur til svars: „Hvað getum við gert?“ en bætti við: „Við getum ekki bannað fólki að kaupa það.“ Það var eins og við manninn mælt. Rouzaud vissi greinilega ekki hvað hann hafði komið sér út í. En aðdá- endurnir óvelkomnu gátu ekki skilið ummælin á annan veg en þann að fyrirtækinu væri ekkert um athygl- ina gefið sem rappararnir höfðu af örlæti veitt vörum þess. Jay-Z hvatti fólk strax til þess að sniðganga Cristal og sakaði Louis Roederer um kynþáttafordóma. Hann tók vínið einnig úr sölu á sport- börum sem hann á og nefnast 40/40 Club. Hvatti hann fólk þess í stað til þess að beina viðskiptum sínum að framleiðendum Dom Pérignon og Krug en það eru vín í svipuðum gæða- og verðflokki og Cristal. Krug og Moët, sem framleiðir Dom Pér- ignon, voru þó ekki lengi í paradís. Spaðaásinn hefur innreið sína Innan tíðar var Jay-Z farinn að leggja lag sitt við enn nýja tegund af kampavíni. Það reyndist vera frá Armand de Brignac. Flöskurnar fag- urgylltar og merkið í meira lagi töff. Spaðaás (e. Ase of Spades). Undir því nafni gengu þær meðal rappara og fylgjenda þeirra. Varan var kynnt til sögunnar sem ný af nálinni og vín- húsið tilkynnti að það hygði á innreið á Bandaríkjamarkað eftir að hafa náð fótfestu sem hágæðavín í Frakk- landi. Flöskurnar voru þó mjög líkar fyrri framleiðslu Cattier, framleið- anda Armand de Brignac, sem fyrir- tækið hætti að framleiða sama ár. Þær flöskur höfðu gengið kaupum og sölum á 60 dollara en hin nýja út- færsla stóð mun nær Cristal í verði. Hátt í 300 dollara þarf að reiða af hendi fyrir þau herlegheit. Síðar hef- ur komið í ljós að Jay-Z hefur um árabil verið í eigendahópi Cattier. Árið 2014 keypti hann fyrirtækið svo í heild sinni. Allar götur síðan hefur Spaðaásinn notið mikilla vinsælda meðal áhangenda Jay-Z en á sama tíma hefur Louis Roederer ekki þurft að kvarta undan eftirspurninni eftir Cristal. Hingað til hefur fyrir- tækið ekki talið sig eiga flöskur til sölu á Íslandi sökum lítils framboðs. Costco hefur bætt úr því og þeir sem eru með vínveitingaleyfi geta því nálgast dýrðina hér heima. Keisarinn, Jay-Z og kampavínið  Lífhræðsla Alexanders II. Rússlandskeisara olli því að sérstæð kampavínsflaska leit dagsins ljós  Rapparinn Jay-Z hafði sama smekk og keisarinn  Skipti um skoðun vegna meints rasisma 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 3.290,- 140 gramma hreindýrahamborgari með piparsósu, trönuberja/melónusultu ruccola, rauðlauk og sætum frönskum kartöflum. HREINDÝRA BORGARINN er kominn! NÝTT Í DESEMBER Cristal má nálgast hér á landi fyrir rúmar 22 þús- und krónur. Vínið er ár- gangsvín og aðeins fram- leitt þegar uppskeran gefur ríkulegt tilefni til. Eldri áragangar hafa margir hverjir orðið mjög eftirsóttir af söfn- urum og hafa því hækkað í verði. Þá hefur fyrirtækið einn- ig sent frá sér sér- útgáfur sem verð- lagðar eru norðan megin við milljónina. Það eru helst ríkir samlandar Alexand- ers II. sem geta leyft sér slíkan munað. Dýrt og vandað HÁGÆÐA ÁRGANGSVÍN AFP Áhrifamaður Jay-Z heilsar hér Harry, hertoga af Sussex, yngri syni Karls ríkisarfa í Bretlandi. Eiginkonur þeirra, Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, og Beyoncé Knowles söngkona standa þeim við hlið. Cristal er eina kampavínsflaskan sem er úr ljósu gleri og það að- skilur hana einnig frá öðrum að botninn er flatur. Það kemur til af því að Alexander II. Rússlandskeis- ari krafðist þess af Louis Roederer að kampavínsflöskurnar sem það- an komu væru þannig úr garði gerðar. Hann vildi hafa flöskurnar gagn- sæjar og úr kristal svo betur mætti greina hvort eitri hefði verið blandað við vínið. Holur botn gæfi tilræðismönnum færi á að koma þar fyrir sprengju. Hann ætlaði ekki að láta óvildarmenn sína drepa sig með aðstoð kampa- vínsins. Þrátt fyrir það féll keisarinn fyr- ir hendi tilræðis- manna. Það gerð- ist 13. mars 1881. Sprengjum var kastað að honum í St. Pétursborg en kampavínið var reyndar víðs fjarri. Síðar ákvað Louis Roederer að halda í flöskuhefðina og kynnti Cristal til leiks og flöskurnar með sama sniði. Þær eru þó ekki úr kristal en fagrar fyrir því. Engar sprengjur og eitur RÚSSAR ELSKUÐU VÍNIÐ FRÁ LOUIS ROEDERER Alexander II. Borgarráð hefur samþykkt að aug- lýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina númer 1 við Háaleit- isbraut, þar sem Valhöll, höfuð- stöðvar Sjálfstæðisflokksins eru til húsa, auk nokkurra fyrirtækja. Lóðin er í eigu Sjálfstæðisflokksins. Tveir nýir byggingarreitir verða til í kringum Valhöll, nái tillagan fram að ganga. THG Arkitektar hafa unnið tillöguna. Auk tveggja byggingarreita verður heimilt að stækka hús Veitna sem stendur við Bolholt 5. Næst Kringlumýrar- braut verður heimilt að reisa fimm hæða skrifstofubyggingu með bíla- kjallara. Á horni Skipholts og Bol- holts verður heimilt að reisa 4-6 hæða íbúðarhús með bílakjallara og þjónustu- og verslunarrými á 1. hæð. Bílastæðum fjölgar á lóðinni eftir að nýjar byggingar rísa og verður hluti þeirra í bílakjallara. Byggingar- og nýtingarhlutfall hækkar sem þessu nemur, segir í tilkynningu frá borginni. Byggingunum á lóðinni er ætlað að falla að nálægum húsum. Eig- andi lóðarinnar innir af hendi inn- viðagreiðslur samkvæmt samningi vegna aukins byggingarmagns og breyttrar notkunar á lóðinni. Tölvuteikning/THG Arkitektar Valhöll Svona gæti útsýnið orðið að Valhöll frá gatnamótum Kringlumýr- arbrautar og Háaleitisbrautar. Auk íbúðarhúsa er reiknað með bílakjallara. Tveir nýir reitir í kringum Valhöll
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.