Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir eru í fullum gangi við hið sögufræga Landssímahús við Austurvöll. Að framkvæmdunum stendur félagið Lindarvatn ehf. og í húsinu og sambyggðum húsum verð- ur í framtíðinni rekið eitt af glæsi- hótelum borgarinnar, Curio by Hil- ton. Til stóð að opna hótelið síðast- liðið vor en framkvæmdir hafa tafist vegna deilna um gamla kirkjugarð- inn, eins og alkunna er. Það er ekki á hverjum degi sem gerðar eru útlitsbreytingar á húsum sem hinn nafntogaði húsameistari Guðjón Samúelsson teiknaði. Það er einmitt það sem átt hefur sér stað við Austurvöll. Húsið var hækkað um eina hæð og tíu kvistir settir á þá hæð. Halda má því fram að Land- símahúsið kallist á við Hótel Borg hinu megin við Austurvöll, þar sem kvistir eru á efstu hæð. Guðjón Sam- úelsson teiknaði einnig Hótel Borg. Ekki voru allir sáttir við að hrófl- að væri við sköp- unarverki Guð- jóns Samúels- sonar. Í umsögn um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Lands- símareits frá 31. maí 2013 gerði Minjastofnun athugasemd við hækk- un þaks á Landssímahúsinu. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík- urborg ákváðu að taka ekki tillit til þeirrar athugasemdar, samkvæmt upplýsingum Péturs H. Ármanns- sonar, sviðsstjóra hjá Minjastofnun. Hann segir að Landssímahúsið við Thorvaldsensstræti 4 sé byggt árið 1931 og falli því ekki undir ákvæði laga um menningarminjar frá 2012 um aldursfriðun og um- sagnarskyldu. „Aðaluppdrætti að breytingu hússins í hótel, sem unnir voru á grundvelli deiliskipulagsins, hefur Minjastofnun ekki fengið til umsagnar enda var þess ekki krafist samkvæmt lögum. Arkitektar hót- elsins hafa engu að síður leitað álits Minjastofnunar á nokkrum útlits- atriðum í húsinu og höfum við reynt að bregðast vel við þeim óskum,“ segir Pétur. Í húsakönnun Borgarminjasafns frá 2005 kemur fram að fyrsta hús á lóðinni var reist árið 1835 en suður- hluti hennar var óbyggður fram til ársins 1848. Hús þetta var selt ríks- sjóði 1929 og rifið og Landssíma- húsið reist á lóðinni árið 1931. Þegar húsið var fullgert fluttu í það Lands- síminn, Bæjarsími Reykjavíkur, Póstmálaskrifstofan, Ríkisútvarpið og Veðurstofan. Þegar húsið er virt árið 1931 segir að yfir gluggum 4. hæðar sé veggpallur (svalir) eftir endilangri framhlið hússins, með steinsteypupílum og handriði. Einn- ig er virt álma sem gengur í vestur frá aðalhúsinu nyrst. Hún er að öllu leyti byggð úr samskonar efni og með sama frágangi og aðalhúsið. Um varðveislumat segir: „Húsið frá 1931 er í flokki um verndun 20. aldar bygginga (grænn litur á hús- verndarkorti). Í þeim flokki eru hús með listrænt gildi og þarf að sýna sérstaka aðgát við hönnun breytinga og viðbygginga.“ Um húsið sjálft segir að það sé byggt í léttum anda frönsku endur- reisnarlistarinnar en myndi þó flokkast til húsa í nýklassískum stíl. Einkenni hans eru ýmsar klassískar útfærslur eins og bjórar yfir glugg- um og hálfsúlur á veggjum og oft eru jarðhæðir eða sökklar húsanna strikaðir til að líkja eftir stein- hleðslum. Þök húsanna eru yfirleitt risþök eða valmaþök. Guðjón notaði fyrirmyndir úr franska endur- reisnarstílnum við hönnun hússins en Versalafyrirmyndin svokallaða er yfirleitt mjög einföld með sínum lóð- réttu og láréttu línum. Árið 1955 var byggð vesturálma hússins eftir hug- myndum Guðjóns en þar lagði hann áherslu á sterkar lóðréttar línur. Húsið er talið dæmi um nýklassík í steinsteypu. Það tengist sögu fjar- skipta á Íslandi og sé hluti af mik- ilvægri heild í umhverfi Austur- vallar. Húsið var álitið vera afar hernaðarlega mikilvægt þegar Bret- ar hernámu Ísland árið 1940 og var það eitt fyrsta húsið sem Bretar her- tóku. Guðjón Samúelsson þurfti að líta til margra hluta þegar hann hannaði húsið Thorvaldsensstræti 4 fyrir þá starfsemi sem húsinu var ætluð. Landssími Íslands var stofnaður ár- ið 1906 og á næstu áratugum urðu miklar framfarir í símaþjónustu. Landssíminn var með höfuðstöðvar í húsinu fram í desember 2003, að mestöll starfsemi hans var flutt í nýjar höfuðstöðvar við Ármúla. Ríkisútvarpið tók til starfa 1930 og var til húsa í Landssímahúsinu til 1959, þegar útvarpið flutti á Skúla- götu. Þeirri starfsemi fylgdu loftnet, sem settu svip sinn á húsið á upp- hafsárunum. Veðurstofa Íslands tók til starfa 1920 og var í Landssímahúsinu frá 1931 til 1945. Þar fóru fram veður- mælingar fyrir Reykjavík. Á þaki hússins voru hitamælar, loftvog, regnmælar og annað tilheyrandi. Morgunblaðið/Eggert Landssímahúsið Þannig leit húsið út áður en hafist var handa við stækkun þess og breytingar. Kvistir á sköpunarverk Guðjóns  Landssímahúsið var reist 1931 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar  Listrænt og sögulegt gildi Morgunblaðið/sisi Endurbygging Framkvæmdir standa yfir við hótelbygginguna. Kvistirnir eru komnir á húsið. Guðjón Samúelsson Reykjavíkurborg hefur auglýst til sölu byggingarrétt á íbúðarhúsalóð- um í Úlfarsárdal. Byggingarrétturinn er nú á föstu verði að viðbættu gatna- gerðargjaldi sem ákvarðast af flatar- máli byggingar sem heimilt er sam- kvæmt deiliskipulagi að reisa á viðkomandi lóð. Við fyrri úthlutanir í Úlfarsárdal var óskað eftir tilboðum og sá fékk lóðina sem átti hæsta boð. „Sala byggingarréttar á auglýstum lóðum í Úlfarsárdal er samkvæmt ákvörðun borgarráðs ekki lengur bundin tímafrestum heldur eru þær afgreiddar í þeirri röð sem þær ber- ast. Rétt er þó að vekja athygli á að umsækjendur þurfa að standast sömu kröfur og skila inn sömu gögnum og krafist var í útboði fyrr á árinu,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýsinga- fulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Í boði eru sjö einbýlishúsalóðir í grónari hluta hverfisins, fimm rað- húsalóðir við Leirtjörn og ein par- húsalóð við Friggjarbrunn. Heildar- byggingamagn á einbýlishúsa- lóðunum getur verið á bilinu 290 til 350 fermetrar. Verð byggingaréttar er allt frá krónum 2,9 milljónum. Öðrum lóðum í skipulögðum hluta hverfisins hefur verið ráðstafað. Nánari upplýsingar um verð, skilmála og fyrirkomulag sölu byggingarrétt- arins má finna á vef Reykjavíkur- borgar – www.reykjavik.is/lodir. Mikil uppbygging á sér stað í Úlfarsárdal, segir í frétt frá Reykja- víkurborg í tilefni af lóðasölunni. Undir Dalskóla fellur leikskóli, grunnskóli og frístundastarf. Starf skólans er í nýrri byggingu sem er samtengd menningarmiðstöð hverfis- ins og sundlaug sem eru í uppbygg- ingu. Íþróttafélagið Fram starfar í hverfinu með æfinga- og keppnisvelli við Úlfarsána. Nýlega var tekin fyrsta skóflustunga að íþróttamiðstöð og eru framkvæmdir hafnar. sisi@mbl.is Auglýsa lóðir í Úlfarsárdal  Tilboð afgreidd um leið og þau berast Ljósmynd/Reykjavíkurborg Úlfarsárdalur Mikil uppbygging hefur verið í hverfinu undanfarið. mánudaginn 2. desember og þriðjudaginn 3. desember, kl. 18, báða dagana Fimmtudag til föstudags kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16, mánudag og þriðjudag kl. 10–17 Forsýning á verkunum í Gallerí Fold Fold uppboðshús kynnir Rauðarárstígur 14–16, sími 551 0400 · www.uppbod.is JÓLAUPPBOÐ Listmunauppboð nr. 117 G eorg G uðni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.