Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 32

Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Sales campaign November / December 2019: • XBO 2000 RCU, Xenon 230v/2000W remote controlled ice searchlight. El. focus, incl. PSU/lamp........ISK 1.105.000 • HMI 2500 RCU, Metal halide 230v/2500W remote controlled ice searchlight. El.foc. incl. PSU/lamp. ..ISK 961.644 • SL460 RCU, Halogen 230v/2000W remote controlled searchlight. .....................................................ISK 517.920 • SL515 LED, 230v/1200W LED remote controlled searchlight. ............................................................ISK 756.850 • SL240 LED, 24v/300W LED remote controlled searchlight .................................................................ISK 407.534 • SL240 WM 24v/300W LED manually operated searchlight ................................................................ISK 230.431 • LBL 360 24v/360W LED bowlight ................................................................................................... ISK 113.994 • LBL 540 24v/540W LED bowlight .....................................................................................................ISK 171.747 • LED upgrade kit 24v/300W for Seematz HGS 351 searchlight: ..........................................................ISK 113.993 • LED upgrade kit 230v/1200W for Seematz HGS 463 searchlight: ......................................................ISK 383.082 LED bowlights can be used from 230 VAC through an AC/DC converter All prices are ex. VAT / freight. We have very competitive shipping agreements. POLARLIGHT. High quality searchlights - floodlights - bowlights made in Norway. Have a closer look at our products at www.skipsutstyr.com SKIPSUTSTYR A/S | Havnekvartalet 10 | 8370 Leknes | NORWAY | post@skipsutstyr.com POLARLIGHT MARINE LIGHTING FOR HARSH ENVIRONMENT Enn sem komið er hefur Vinisro ekki tekið allar víntegundirnar frá LacertA í sölu hér á landi en þeim hefur þó fjölgað nokkuð að undan- förnu. Blaðamaður settist yfir það helsta og fékk að kynnast hinu fjöl- breytta úrvali sem hingað er kom- ið. Þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir leita að léttu og sætu hvítvíni eða dumbrauðum syrah með hrjúf- um tannínum. Eftir ferðalag frá hinu létta og fínlega til þess sem reynir meira á voru það einkum þrjú vín sem stóðu upp úr að mati blaðamanns þótt öll hafi þau verið smökkunar- innar virði. Í fyrsta lagi má nefna fölrúbínrauðan pinot noir sem er meðalfylltur og er klassísk leið til þess að tryggja að allir fái notið vínsins með matnum – já eða bara eins og sér. Þá situr Lacerta chardonnay einnig í minninu. Það er ljósgyllt og aðeins út í grænan lit. Það hef- ur dæmigerðan suðrænan ilm af chardonnay. Um leið og bragðað er á því kemur smjör upp í hugann, sem er alls ekki óalgengt þegar þessi þrúga er annars vegar. Þetta vín er í mjög góðu jafnvægi og ég hlakka til að prófa það með góðu humarpasta. Gæðin á þessu víni koma hreinilega á óvart en Haukur upplýsir um leyndarmálið meðan velt er vöngum yfir eiginleikum þess. Ræktunin byggist á græðling- um sem fengust sóttir til Búrgúndí. Það kostaði mikla eftirgangsmuni en borgaði sig svo sannarlega. Síðast en ekki síst verður ekki hjá því komist að nefna Cuvée IX- rauðvínið sem þeir feðgar kalla einfaldlega „drottninguna“. Og hún stendur undir nafni. Það er jafnvel rétt að bragða á glasi yfir góðum þætti af Crown. Það er blanda af fjórum þrúgum (cabernet sauvignon, merlot, feteasca neagra og syrah). Hún er kröftug með talsverðum berjakeim og það fer ekki fram hjá þefvísum að vínið hefur fengið að þroskast á eikar- tunnum í drjúga stund. Þetta vín má svo sannarlega bera fram með góðri steik. Sennilega verður þar nautalund með soðsósu, pönnu- steiktum aspas og parmesan fyrir valinu. Vínrækt LacertA ræktar vín á afar fögru svæði í Rúmeníu. Fengu græðling frá Búrgúndí  Fjölbreytt vín sem sum koma á óvart Ljósmynd/LacertA BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Það vakti talsverða athygli á dög- unum að tvö rúmensk léttvín hlutu viðurkenninguna Gyllta glasið fyrir árið 2019. Það er viðurkenning sem veitt er af Vínþjónasamtökum Ís- lands á hverju ári. Að þessu sinni gátu innflytjendur sent inn í keppn- ina vín sem liggja á verðbilinu 2.490- 4.000 kr. Ástæða athyglinnar sem þessi vín fengu var fyrst og fremst komin til af þeirri staðreynd að afar langt er síðan vín frá Rúmeníu hafa verið á boðstólum hér á landi en þeir sem til þekkja þar í landi vita að það státar af langri víngerðarhefð. Það eru feðgar í Hafnarfirði, ásamt konum sínum, sem standa að inn- flutningi þessara vína frá framleið- andanum LacertA og tók blaðamaður hús á þeim eitt kvöldið í vikunni. Ævintýri með óvænt upphaf Þeir voru reyndar nokkuð þrekaðir þegar barið var að dyrum. Nýkomnir af rjúpu þar sem heimturnar voru misgóðar. Faðirinn, Haukur Óskars- son, bar sig þó talsvert verr en sonur- inn og nafni föðurafa síns. Og það er raunar fyrir ævintýri sem hann og eiginkona hans, Bryndís Bjarka- dóttir, hafa ratað í á síðustu árum sem þeir hófu innflutning vínanna frá Rúmeníu. „Ég var að vinna fyrir alþjóðlegt olíufyrirtæki sem nefnist Slumber- ger. Fyrst hafði ég verið í Stavanger í Noregi og síðar í Esbjerg í Dan- mörku. Þar höfðum við komið okkur vel fyrir sem nýbakaðir foreldrar. Þá var ég kallaður á fund og mér tjáð að það ætti að senda mig í verkefni til Rúmeníu. Mér leist sannast sagna ekki neitt sérstaklega á það, enda bara mánuður frá því að barnið fædd- ist. Ég spurði hvað myndi gerast ef ég myndi afþakka boðið og mér var tjáð að þá hefðu þeir í hyggju að senda mig til Kongó. Þegar strákur- inn okkar var þriggja mánaða flutt- um við til Rúmeníu,“ segir Óskar Ólafur. Kynntust vínmenningunni Þegar þangað var komið hófst nýr kafli í lífi fjölskyldunnar en þau höfðu aldrei leitt hugann að því að þau myndu einn daginn búa í næsta ná- grenni við kastalann þar sem sjálfur Drakúla greifi, þjóðhetja Rúmena, bjó. En þau komust fljótt að því að í landinu er rík víngerðarhefð og mikil menning fyrir vínhátíðum. Þau fóru að sækja þessa viðburði og heilluðust fljótt af því sem þau kynntust. Haukur bendir á að Rúmenar hafi á síðustu árum unnið markvisst að því að byggja upp framleiðslu sína. „Þetta fór allt mjög illa á tímum kommúnismans þar sem framleiðslan var þjóðnýtt og fjölskyldur sem byggðu á langri hefð misstu hana úr höndunum. Það var svo í kjölfar þess að Sovétríkin féllu sem uppbygging- arstarfið hófst. Það hefur tekið lang- an tíma en fyrirtækið sem við erum í sambandi við var stofnað árið 2002. Þar var á ferðinni Walter Friedl, Austurríkismaður sem hafði starfað sem viðskiptasendifulltrúi austan tjaldsins fyrir fallið. Hann hefur allar götur síðan staðið að þessu fyrir- tæki.“ Óskar Ólafur bætir því inn í að LacertA sé stórt fyrirtæki á þessu sviði. „Um 10 þúsund manns koma í smökkun hjá því á ári og framleiðslan er um 300 þúsund flöskur á ári.“ Kjöraðstæður til ræktunar Haukur bætir því við að staðsetn- ing framleiðslunnar sé engin tilviljun. „Þetta er svæði sem í þúsundir ára hefur verið nýtt til vínræktar. Í Rúm- eníu eru raunar minjar um víngerð sex þúsund ár aftur í tímann. En þetta svæði er á svipaðri breidd- argráðu og Toscana og Bordeaux og í um 300 metra hæð yfir sjávarmáli. Eini munurinn er sá að þetta svæði er með stöðugra veðurfar og þar með jafnari vínárganga.“ Í því sambandi bendir Óskar Ólaf- ur á að haustin séu að jafnaði löng og þau gerist afar heit. „Þetta gerir það að verkum að ber- in ná að þroskast mjög vel og það er hægt að tína þau seint. Það skýrir m.a. að vínin frá þeim eru yfirleitt há í áfengisprósentu. Það á m.a. við um rósavínið sem er 14,3% og vínin eru gjarnan öðru hvoru megin við 14%.“ LacertA framleiðir vín undir tveimur merkjum. Annars vegar er LacertA og þar er úrvalið talsvert. Hins vegar er Cameleon sem er með þrjár tegundir í sölu, hvítvín sem er blanda af Sauvignon Blanc, Char- donnay og Feteasca Alba, rósavín sem er gert úr Sirah-þrúgunni og rauðvín sem er blanda af Merlot, Ca- bernet Sauvignon og Blaufränkisch. Vinisro vísar til landanna Að þessu sinni voru það Char- donnay undir merkjum LacertA og rauðvínið frá Cameleon sem hlutu Gyllta glasið. Feðgarnir segjast sælir með sitt í kjölfar þess að Vínþjónasamtökin til- kynntu viðurkenninguna en þeir hafa einnig komið vínunum í sölu á rót- grónum veitingahúsum á höfuð- borgarsvæðinu. Innflutningurinn hefur vaxið að umfangi síðustu misserin og nú eru vínin frá þeim komin í sölu í versl- unum ÁTVR í Kringlunni, Skútuvogi, Heiðrúnu og Hafnarfirði. Fyrirtæki þeirra ber nafnið Vinisro. „Það var Ragnheiður Thoroddsen, eiginkona mín og móðir Óskars Ólafs, sem átti hugmyndina að því. Nafnið vísar til vínsins, Íslands og Rúmeníu. En nafnið merkir einnig vínbúð á esperanto. Þetta smellpassaði því allt saman,“ segir Haukur. Féllu fyrir víngerðinni í Rúmeníu  Vínrækt í Rúmeníu sækir mjög í sig veðrið  Rætur víngerðar í landinu rekja sig þúsundir ára aftur í tímann  Dvöl í Rúmeníu leiddi til innflutnings til Íslands  Tvær tegundir sæmdar Gyllta glasinu Morgunblaðið/Eggert Vín Feðgarnir Haukur Óskarsson og Óskar Ólafur eru ánægðir með viðtökurnar sem vínin frá LacertA hafa fengið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.