Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 34

Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 34
VIÐTAL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Útidyrahurðin er vígaleg í meira lagi, útskorin í dökkan við og ólík flestum sem prýða einkahíbýli hér á landi. Helst að hún minni á sjálfa Valþjófs- staðarhurðina, einn merkasta forn- grip Íslendinga. Blaðamaður er kominn að Grund í Flóahreppi eða Villingaholtshreppi hinum forna, í fylgd Guðna Ágústs- sonar, sem sat fyrir hönd Sunnlend- inga á Alþingi Íslendinga í rúma þrjá áratugi. Þegar við félagar knýjum dyra er okkur tekið með hundsgelti og innan við dyrnar standa stöllur tvær af labrador- og silkiterríer-kyni. Áður en langt um líður koma þó hús- ráðendur í dyragættina. Sigríður Jóna Kristjánsdóttir og Ómar Breið- fjörð bjóða aðkomumennina vel- komna. Þegar inn er komið má sjá að hurðin fyrrnefnda vitnar um að það er listamaður sem þarna býr. Út- skurður á flestum veggjum og af mörgu tagi. Þar er um höfundarverk Sigríðar Jónu, eða Siggu á Grund eins og hún er jafnan kölluð, að ræða. „Ég hef skorið út í 65 ár. Ég var byrjuð að fikta við þetta fjögurra eða fimm ára gömul en ég man að ég var 12 ára þegar ég skar fyrst út eftir pöntun. Það var hornspænir úr nauts- horni,“ segir Sigga. Áhugann á út- skurðinum hefur hún ekki langt að sækja. Faðir hennar var meira en lið- tækur á þessu sviði og hið sama átti við um afa hennar í föðurætt. Þeir voru báðir þjóðþekktir smiðir um sína tíð. Hún segir að allt hafi þetta átt upp- tök sín í áhuga á teikningu. „Þriggja ára var ég farin að teikna upp frostrósirnar í gluggunum. Mér finnst þær enn í dag alveg undur- samlega fallegar. Út frá því fór ég svo að skera út og í allt mögulegt, horn, bein og við af ýmsu tagi.“ Sigga hefur komið víða við í útskurðinum á um- liðnum áratugum og lengi vel stefndi hún á að efna til sölusýninga á verk- um sínum en úr því hefur aldrei orðið. „Ég hef verið svo heppin að verk- efnin hafa alltaf verið næg og mest- megnis hef ég verið að sinna pönt- unum vegna fjölbreyttra verkefna sem komið hafa inn á borð til mín. Og af nógu hefur verið að taka og ég hef getað valið verkefni sem mig langar til þess að taka að mér,“ segir Sigga. Hún hefur getað helgað sig listinni og haft útskurðinn að aðalstarfi allan sinn starfsferil. Skákriddarinn Meðal þeirra verkefna sem hún hefur getað valið að taka að sér hef- ur hún nýlega lokið við að móta úr ís- lensku birki. Það er verðlaunagripur sem veittur er á móti „heimsmeist- ara í skák“ sem lýkur á Selfossi í dag. Mótið er haldið í tilefni þess að Skákfélag Selfoss og nágrennis er þrjátíu ára í ár en þar etja m.a. kappi fjórir Íslendingar sem fagnað hafa heimsmeistaratitli í skák og í hópi fjölmenns hóps þátt- takenda erlendis frá má finna sjö skákmenn sem hið sama hafa afrekað. Verðlaunagrip- urinn, sem er í líki riddara á tafl- borði, er um 44 sentimetrar á hæð og renndur úr ævagömlum birki- klumpi sem Sigga hefur lumað á í safni sínu í meira en tvo áratugi. „Hann er mjög sérstakur, nær al- veg kvistlaus. Ég held að hann komi úr Hallormsstaðarskógi.“ Viðinn renndi Ólafur Sig- urjónsson á Forsæti og í kjölfarið gat Sigga hafist handa við að móta riddarann. Efst trónir, líkt og nærri má geta, hrosshaus sem ber aug- ljósar vísanir til riddara á skákborði, ekki síst í faxinu. Framan á gripnum má sjá kóng og drottningu á tafl- borði og í kring er gripurinn skreyttur mynstri sem Sigga segir að telja megi hefðbundið. Ofan við miðbelginn stendur skrifað „Skák- riddari Suðurlands“ og fyrir neðan hann „Skákfélag Selfoss og ná- grennis“. Verðlaunagripurinn er gefinn í minningu Hennings Freder- iksen útgerðarmanns (1939-2007) og annarra öflugra skákmanna frá Stokkseyri og eru gefendur eftirlif- andi eiginkona hans, Ingibjörg Jónasdóttir, og synir þeirra, Jónas og Vilhelm. Mörg handtök að baki Spurð að því hversu lang- an tíma það hafi tekið hana að skera riddarann út, verð- ur Sigga nokkuð dul á svip. Í fyrstu er blaðamaður ekki viss hvort hún gefi leynd- armálið upp en svo kemur á daginn að hún er ekki viss. „Ég get í raun ekki fullyrt neitt um það en þetta eru vel yfir 100 tímar.“ Hún hugsar sig enn frekar um og ljóst að hún hefur lengi þurft að liggja yfir verkefninu, enda smáatriðin mörg og nákvæmnin mikil. Á skólabekk á miðjum aldri Það er löng útgerð að skera út í hálfan sjöunda áratug. Sigga segir að þegar komið var á fimm- tugsaldurinn hafi hún fundið að hún hafi verið farin að staðna í listsköpun sinni. Þá brá hún á það ráð að setjast á skólabekk í London einn vetur. Fyrir valinu varð City & Guilds of London Art School. „Þetta var mjög gott skref og þarna fékkst ég við ýmis efni, ekki aðeins útskurðinn sem slíkan. Þá fékk ég einnig leiðsögn í módelteikningum og mörgu öðru sem efldi mig í útskurð- inum. Ég var langelst í hópnum en reynslan kom að góðum notum. Samnemendurnir tóku eftir því að afköstin voru mikil þegar kom að því að skera út mynstur af ýmsu tagi. Þar höfðu þau ekki roð við mér,“ segir Sigga sposk á svipinn. Hún hefur svo sannarlega ekki lagt verk- færin á hilluna. Völundarsmíð Gripurinn skartar m.a. þrívíðri mynd af tafl- borði, drottningu og kóngi sem standa á svörtum reitum. Riddarinn úr ævagömlu birki  Heimsmeistari fær gripinn í hendur  Hefur skorið út í 65 ár  Fór í listnám þegar hún var fimmtug Morgunblaðið/Stefán E. Stefánsson Handlagin Sigga mundar vopnin á vinnustofu sinni á Grund og handtökin eru fumlaus með öllu. 34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Áhuginn á útskurði gengur í bylgjum hér á landi eins og annað handverk. En tískan lætur ekki að sér hæða og vegir hennar nokkuð órannsakan- legir. Því hefur Sigga fengið að kynnast í tengslum við stóraukna notkun ungs fólks á munntóbaki. „Það eru mjög margir ungir menn sem vilja eignast tóbakshorn. Þá vilja þeir gjarnan fá nafnið sitt skorið í eða jafnvel mynd af sér.“ Þeir sem sækjast eftir að eignast grip af slíku tagi koma ekki að tómum kof- unum hjá Siggu enda hefur hún í ára- tugi skorið út horn af þessu tagi. „Þau eru orðin ótrúlega mörg hornin sem ég hef skorið. Mér er t.d. minnisstætt þegar ég gerði tóbakshorn fyrir Guðna […]og Össur Skarphéðinsson. Þeir fengu horn með myndum af sjálfum sér. Það var mjög skemmtilegt verk- efni.“ Tískan og útskurðurinn TÓBAKSHORN MEÐ NÖFNUM OG ÖÐRUM VÍSUNUM Handverk Tóbaks- horn með nafni eig- andans auk skreytinga. Ljósmynd/Stefán Einar StefánssonVagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2012 -2017 Kerruöxlar og íhlutir ALLT TIL KERRUSMÍÐA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.