Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 40
40 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði
Fallegir Bambus sloppar í jólapakkann
Guðm. Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Staðfest hefur verið að 49 karata
demantur, sem metinn er á jafnvirði
1,5 milljarða króna, var meðal þeirra
gimsteina sem rænt var úr ríkis-
listasafni í Dresden í Þýskalandi í
vikunni.
Safnið birti lista yfir munina sem
rænt var úr Grænu hvelfingunni í
konungshöllinni í Dresden. Þar á
meðal er sverð með demantasettum
hjöltum og herðaskart sem fyrr-
greindur demantur er greyptur í. Sá
demantur var vermætasti munurinn
í safni Ágústusar sterka, kjörfusta af
Saxlandi, sem bjó í höllinni á önd-
verðri 18. öld. Demanturinn var
skorinn snemma á 18. öld en Ágúst-
us keypti hann fyrir metfé árið 1728.
Þaulskipulagt rán
Myndir af hluta ránsins náðust í
eftirlitsmyndavélum. Þar sést einn
ræninginn nota exi til að brjóta upp
sýningarkassa sem innihélt þrjú
gimsteinasöfn. Ræningjarnir réðust
til atlögu snemma á mánudags-
morgun og tókst að kveikja í raf-
magnsgrind sem hafði þær afleið-
ingar að viðvörunarkerfi virkuðu
ekki. Síðan brutust þeir inn gegnum
glugga sem var varinn af járn-
stöngum og fóru beint að sýningar-
kössunum. Segir lögregla greinilegt,
að ránið hafi verið þaulskipulagt.
Lögreglan segist telja, eftir að
hafa skoðað upptökurnar, að fjórir
menn hafi verið þarna að verki og
líklegt sé að glæpasamtök hafi
skipulagt ránið. Lögreglan í Dresd-
en segist vera í sambandi við lög-
regluna í Berlín til að rannsaka
hvort tengsl kunni að vera milli
ránsins og svipaðs ráns sem framið
var þar í borg fyrir tveimur árum
þegar 24 karata gullkeðju var stolið
úr Bode-safninu í Berlín. Fjórir
menn voru síðar handteknir og
dregnir fyrir dóm. Keðjan hefur
aldrei fundist og óttast er að gim-
steinarnir í Dresden muni aldrei
sjást aftur.
Gimsteinaránið í Dresden óupplýst
Hugsanlega tengsl
milli ránsins og ráns
í Berlín fyrir 2 árum
„Líklega stærsta listmunarán frá síðustu heimsstyrjöld“: Dagblaðið Bild
Gimsteinasafn frá
18. öld frá Ágústusi
stórfursta af Saxlandi
Slípuðum demantum
var m.a. stolið
Munirnir eru sagðir
hafa ómetanlegt
menningar- og
listasögulegt gildi
Sýnishorn af mununum
Myndir frá þýsku lögreglunni
Græna hvelfingin,
Konungshöllin í
Dresden í Þýskalandi
Gimsteinarán í Dresden
Heimild: Listasafn Dresden/Lögreglan í Dresden
Ránið
Mánudagur 25. nóv.
Þjófar kveiktu í
rafmagnsgrind og
slógu út rafmagni
og viðvörunarkerfi
Myndir úr eftirlits-
myndavél sýna tvo
menn brjótast inn.
Annar notaði öxi til
til að brjóta skápa
Mennirnir flúðu í
Audi A6
Bíllinn fannst yfir-
gefinn, þjófarnir eru
ófundnir
AFP
Demantur Hvíti Dresden-demant-
urinn er í miðju þessa axlarskrauts.