Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 42
42 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
Bogi Þór Arason
Stefán Gunnar Sveinsson
Forystumenn Verkamannaflokksins
í Bretlandi ætla að breyta baráttuað-
ferðum sínum fyrir þingkosningarn-
ar í landinu 12. desember vegna mik-
illar forystu Íhaldsflokksins í
nýlegum skoðanakönnunum. Frétta-
vefur breska ríkisútvarpsins hefur
þetta eftir heimildarmönnum í
Verkamannaflokknum eftir að viða-
mikil könnun YouGov benti til þess
að Íhaldsflokkurinn fengi 68 sæta
meirihluta.
Heimildarmennirnir segja að for-
ystumenn Verkamannaflokksins
hafi ofmetið hættuna sem honum
stafi af Frjálslyndum demókrötum í
kosningunum en vanmetið vilja
brexit-sinna úr röðum kjósenda til
að snúa baki við Verkamannaflokkn-
um og kjósa íhaldsmenn.
Samkvæmt könnun YouGov, sem
birt var í fyrrakvöld, myndi Íhalds-
flokkurinn ná 44 sætum af Verka-
mannaflokknum og fá 68 sæta meiri-
hluta í neðri deild þingsins ef kosið
væri núna. Verði þetta niðurstaða
kosninganna verður það mesti meiri-
hluti Íhaldsflokksins í deildinni frá
árinu 1987 þegar hann fékk 102 sæta
meirihluta, í síðustu kosningunum í
valdatíð Margaret Thatcher.
Könnun YouGov bendir til þess að
Íhaldsflokkurinn fái um 43% fylgi,
álíka mikið og í síðustu kosningum
árið 2017 undir forystu Theresu May
þegar hann fékk 42,4% atkvæðanna.
Ef marka má könnunina fjölgar þó
þingsætum íhaldsmanna mikið
vegna þess að fylgi Verkamanna-
flokksins minnkar úr 40% í 32%.
Gangi niðurstöður könnunarinnar
eftir fær Íhaldsflokkurinn 359 sæti,
42 fleiri en árið 2017, og Verka-
mannaflokkurinn missir 51, fær að-
eins 211. Frjálslyndum demókrötum
er spáð 13 sætum, einu fleiri en í síð-
ustu kosningum og enginn þeirra sjö
þingmanna sem gengu til liðs við
flokkinn á kjörtímabilinu nær endur-
kjöri, ef marka má könnunina.
Þjóðarflokkurinn bætir við sig
Skoska þjóðarflokknum er spáð 43
sætum, átta fleiri en þeir fengu árið
2017, en flokkurinn hefur sett bar-
áttu fyrir annarri þjóðaratkvæða-
greiðslu um sjálfstæði Skotlands á
oddinn. Þá hefur hann lagst hart
gegn brexit-áformum íhaldsmanna,
en tveir þriðju Skota studdu áfram-
haldandi veru Bretlands innan Evr-
ópusambandsins.
Gangi könnun YouGov eftir mun
fylgisaukning skoskra þjóðernis-
sinna þó ekki nægja þeim til þess að
jafna þeirra besta árangur, en flokk-
urinn fékk 56 þingmenn af þeim 59
sem tilheyra Skotlandi árið 2015.
Aðrar kannanir sem gerðar hafa ver-
ið innan Skotlands benda til þess að
Íhaldsflokkurinn muni halda sínu
þar, sem þættu tíðindi þar sem
skoskir íhaldsmenn hafa barist í
bökkum allt frá tímum Thatcher.
Tíðindin eru ekki jafngóð fyrir
flokk velskra þjóðernissinna, Plaid
Cymru, en skoðanakönnun YouGov
bendir til þess að þeir muni einungis
halda sínum fjórum þingsætum.
Spilar þar eflaust inn í, að ólíkt Skot-
um vildi meirihluti Wales-verja yfir-
gefa Evrópusambandið, en Adam
Price, leiðtogi flokksins, lýsti því yfir
í vikunni að sjálfstætt Wales myndi
sækja um aðild að sambandinu á ný.
Þá dró flokkurinn til baka frambjóð-
endur sína í fjórum kjördæmum til
að auka líkurnar á að frambjóðendur
frjálslyndra demókrata og græn-
ingja, sem vilja áfram vera innan
sambandsins fái þar þingmenn
kjörna. Græningjar hafa nú einn
þingmann, Caroline Lucas, sem setið
hefur á þingi frá árinu 2010 og varið
sæti sitt í tvígang síðan þá.
Brexit-flokkurinn utan þings
Samkvæmt könnun YouGov
mælist Brexit-flokkur Nigels Fa-
rage einungis með um 3% atkvæða,
sem myndi hvergi duga til þess að ná
inn fyrsta þingmanni flokksins.
Ákvörðun Farage um að bjóða ekki
fram þingmenn í þeim kjördæmum
þar sem íhaldsmenn verja sæti sín
virðist hafa dregið úr stuðningi við
flokkinn á landsvísu, en fram að því
ríkti ótti meðal íhaldsmanna og
stuðningsmanna útgöngunnar að
framboð flokksins gæti orðið til þess
að koma í veg fyrir að útgöngusinnar
fengu hreinan meirihluta í kosning-
unum.
Sá ótti er að vísu enn til staðar, en
Dominic Cummings, einn helsti ráð-
gjafi forsætisráðherrans, varaði við
því fyrr í vikunni að lítið mætti út af
bregða fyrir íhaldsmenn þó að kann-
anir bentu til annars.
Breyta um baráttuaðferðir
Könnun YouGov bendir til þess að breski Íhaldsflokkurinn muni vinna sinn stærsta meirihluta í ríf-
lega þrjátíu ár Verkamannaflokkurinn hyggst reyna að höfða meira til stuðningsmanna útgöngunnar
AFP
Kosningabaráttan Allt stefnir í að Boris Johnson vinni
stærsta sigur Íhaldsflokksins frá árinu 1987.
AFP
Í vanda Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokks-
ins, var upplitsdjarfur við upphaf kosningabaráttunnar.
Könnun YouGov
» Íhaldsflokkurinn fær 43%
fylgi og 359 þingsæti, 42 fleiri
en hann hefur nú.
» Verkamannaflokkurinn fær
32% fylgi og 211 þingsæti, 51
færri en hann hefur nú.
» Skoski þjóðarflokkurinn fær
43 þingsæti gangi könnunin
eftir, átta fleiri en árið 2017.
» Frjálslyndir demókratar fá
13 þingsæti, fimm fleiri en árið
2017. Fylgi flokksins mælist
14% en hann fékk 7,3% 2017.