Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 47

Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 47
lagshyggjumaður sem leit á fé- lagslegan jöfnuð, jafnrétti og réttlæti almennt í samfélaginu sem höfuðmálefni stjórnmál- anna. Og þau höfuðmálefni studdi hann svo sannarlega. Við Muggur unnum náið saman í ritnefnd VG blaðsins hér í Eyjum. Þar nýttist vel hans réttláta sýn á þjóðfélagið. Hann skrifaði fjölmargar grein- ar í blaðið, einkum jólablaðið. Ávallt var hann tilbúinn með skrif um hin aðskiljanlegustu málefni. Hann hafði í mörg ár skrifað hjá sér alls konar efni sem tengdist Vestmannaeyjum, bæði um ýmsa atburði en einn- ig um fólk. Þegar hann skilaði efni til birtingar spurði hann alltaf áður en ákvörðun um birtingu var tekin hvort ég teldi að efnið gæti með einhverjum hætti sært eða móðgað ein- hvern. Það vildi hann nefnilega alls ekki gera. Lýsir þetta hon- um betur en mörg orð hvernig hann kaus að umgangast sína samferðamenn. Muggur hafði skemmtilegan húmor og það var gaman að hlusta á hann segja frá fjölmörgu spaugilegu um mannlífið og raunar allt mögulegt milli himins og jarð- ar. Þegar við hittumst eða rædd- um saman í síma var sannar- lega gaman. Við kölluðum þetta að við værum að hlaða batt- eríin. Þessi samtöl voru okkur báðum mikils virði, ekki síst þegar við ræddum um pólitík en reyndar einnig um hin fjöl- breytilegu mál önnur sem upp komu. Okkur var ekkert óvið- komandi þegar sá gállinn var á okkur. Nú er Muggur dáinn. Eftir lifir minning um frábæran sam- ferðamann sem stórkostlegt var að fá að kynnast. Kæra Unnur Gígja, Margrét Lilja, Bjarni Ólafur ættingjar og ástvinir. Við hjónin vottum ykkur samúð. Megi minningin um Magnús Bjarnason lifa með okkur öllum. Ragnar Óskarsson. Þau komu um leið og farfugl- arnir. Komu þegar söngur skógarþrastar og þúfutittlings hljómaði í skóginum og hrossa- gaukar klufu loftið með renni- flugi sínu og hneggi. Muggur og Gígja áttu sinn sælureit í Svarfhólsskógi í Svínadal. Þau höfðu byggt þar sumarbústað á níunda áratugnum og undu þar löngum stundum að sumarlagi. Bústaðurinn ber enn merki vandvirkni og umhyggju Muggs. Sem dæmi um snyrti- mennsku hans og virðingu fyrir umhverfi og gróðri þá var ekki lagður vegur að byggingarstað og þurfti því að bera allt bygg- ingarefni og handgrafa skurð fyrir vatn og rafmagn um 50 metra leið að bústaðnum. Við hjónin teljum það mikið happ að hafa verið nágrannar þeirrar í skóginum og með okkur tók- ust góð kynni. Muggur var vörpulegur maður á velli, há- vaxinn og bar sig höfðinglega. En ljúfari maður var vandfund- inn. Það er ekki öllum gefið að skilja eingöngu eftir sig góðar minningar hjá samferðafólki sínu, en þannig var Muggur. Hann var mikill sögumaður og naut þess að segja frá. Mikill húmoristi og gat séð spaugileg- ar hliðar á málum, en alltaf á góðum nótum og aldrei til að meiða neinn. Vandaður maður í alla staði. Við minnumst góðra stunda í bústað þeirra hjóna þar sem við nutum gestrisni þeirra og þá var hefð að alltaf væru súkku- laðihjúpaðar rúsínur í einni skálinni! Að leiðarlokum kveðj- um við nú sómamann með hlýju og þakklæti fyrir góð kynni, og sendum Gígju, og fjölskyldunni, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Margrét og Ólafur Helgi. MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 ✝ Guðjón Krist-inn Þorsteins- son fæddist 3. nóv- ember 1921 á Ísa- firði. Hann and- aðist 16. nóvember 2019 á Landspít- alanum í Fossvogi. Foreldrar hans voru hjónin Þor- steinn Mikael Ás- geirsson sjómaður, f. 6. febr. 1877, d. 1. maí 1950, og Rebekka Bjarna- dóttir húsfreyja, f. 15. nóv. 1884, d. 11. maí 1981. Systkini Guð- jóns sem öll eru látin voru Ás- geir Ragnar, f. 1908, d. 1998; Pálína Salóme, f. 1909, d. 1993; Kristjana Jóna, f. 1912, d. 2008; Sigríður Guðrún, f. 1913, d. 2008; Lárus Sigurvin, f. 1916, d. 1978; Bjarni, f. 1918, d. 2006; Þórir Sveinn, f. 1923, d. 2013; Höskuldur Andrés, f. 1925, d. 1966, og Sigurður Þorsteinsson, f. 1929, d. 2008. Guðjón kvæntist 31. desem- ber 1952 Björk Arngrímsdóttur, f. í Höfða í Glerárþorpi við Ak- ureyri 17. júní 1927, d. 17. maí febrúar 2007. 3) Helga Sjöfn, f. 9. febrúar 1955, gift Steingrími Þorvaldssyni, f. 1956, börn þeirra eru: a) Telma, f. 8. júlí 1976, gift Aðalsteini Hauki Sverrissyni, f. 1973, dóttir Telmu er Ársól Þorsteinsdóttir, f. 4. maí 2000, og synir þeirra eru Sverrir Haukur, f. 15. júní 2007, og Steingrímur Haukur, f. 5. ágúst 2010; b) Axel, f. 28. október 1984, og c) Valgerður, f. 27. júlí 1987, sambýlismaður Christian Marino Friis Nielsen, f. 1982, sonur þeirra er Þor- steinn Marinó, f. 11. apríl 2019. 4) Þorsteinn, f. 10. apríl 1961, d. í október 1988. 5) Rannveig, f. 17. september 1965, gift Þórði Bogasyni, f. 1963, dætur þeirra eru: a) Gunnhildur, f. 16. apríl 1992, b) Björk, f. 14. desember 1994, og c) Steinunn, f. 28. júlí 2002. Guðjón bjó fyrstu æviár sín á Ísafirði, var í sveit á Sléttu og einn vetur í skóla á Hesteyri. Guðjón starfaði á kaupskip- unum í 25 ár, lengst af hjá Eim- skip. Í upphafi sem matsveinn en síðar sem bryti. Árið 1963 kom hann í land þegar hann keypti Teigabúðina og rak hana þar til sumarið 1995 þegar hann lét af störfum, þá orðinn 73 ára. Útför hans fer fram frá Ás- kirkju í dag, 29. nóvember 2019, klukkan 13. 2006. Guðjón og Björk eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Hafdís, f. 26. maí 1952, gift Þór Bragasyni, f. 1951, börn þeirra eru: a) Helga Sigríður, f. 26. október 1972, gift Ingibjarti Jóns- syni, f. 1972, börn þeirra eru Re- bekka, f. 8. febrúar 1996, Marta Karítas, f. 22. apríl 2003, og Bjartur Dalbú, f. 21. september 2007; b) Nína Björk, f. 6. maí 1975, gift Ársæli Að- albergssyni, f. 1962, börn þeirra eru Karen Sif, f. 26. október 1999, Sigríður Sól, f. 27. maí 2003, og Bjarki Þór, f. 18. ágúst 2010; c) Jón Grétar, f. 25. júní 1982, dóttir hans er Þórdís Birta, f. 26. september 2003. 2) Sævar, f. 3. ágúst 1953, dóttir hans er Hrafnhildur, f. 3. sept- ember 1973, gift Vali Erni Arn- arsyni, f. 1973, börn þeirra eru Sævar Örn, f. 10. desember 1999, Valgerður Ósk, f. 23. jan- úar 2002, og Arnar Valur, f. 17. Guðjón Þorsteinsson, tengda- faðir minn, kvaddi í hinsta sinn við fallegt sólarlag. Hann var ný- orðinn 98 ára gamall. Því má segja að hans lífsdagur hafi verið langur en hann var einnig farsæll og Guðjón naut góðrar heilsu. Guðjón bjó með eiginkonu sinni, Björk Arngrímsdóttur, sem lést árið 2006, nær alla þeirra bú- skapartíð á Kirkjuteig 19 í Reykjavík. Þar ólu þau upp börn- in sín fimm, fædd á árunum 1952- 1965. Eftir margra ára sjó- mennsku, m.a. sem bryti á skip- um Eimskip, kom Guðjón í land árið 1963 og keypti Teigabúðina og rak hana til ársins 1995. Versl- unin var á jarðhæð Kirkjuteigs 19. Kannski má segja að heimilið og verslunin hafi að einhverju leyti runnið saman í eitt, ekki ósvipað lífi á bóndabæ, þar sem allir lögðu sitt af mörkum og hjálpuðu til. Ég var hins vegar ekki í nein- um innkaupahugleiðingum þegar ég fór að venja komur mínar á Kirkjuteiginn og kynni okkar Guðjóns hófust. Ég var að fara á fjörurnar við dóttur hans, Rann- veigu, sem er yngst. Mér þótti Guðjón ekkert sérstaklega kátur með mig og notaði því gjarnan tré sem óx upp við svalir hússins til að komast inn óséður á hvaða tíma sólarhrings sem var. Guðjón leiddi þó að lokum dóttur sína upp að altarinu til að giftast mér. Skömmu eftir athöfnina felldi hann tréð góða. Ég tók það sem skilaboð um að ég væri tekinn í sátt og væri óhætt að nota aðal- innganginn. Ekki bar neinn skugga á vináttu okkar síðan. Af fjölmörgum samtölum okk- ar um gamla tíma skynjaði maður hvað Guðjón upplifði miklar breytingar á íslensku samfélagi þau 98 ár sem honum voru gefin. Saga 20. aldarinnar og ævi hans voru samofin. Minningar um sveitavist á unga aldri í Jökul- fjörðum, uppvöxt á Ísafirði og í Reykjavík í kreppu millistríðsár- anna, matreiðslunám í Kaup- mannahöfn í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar, millilanda- siglingar í skipalestum á stríðs- árunum og störf sem bryti á far- skipum sem báru hann um veröld víða, myndu fylla heila bók og meira til. Fyrst og fremst var hann þó Guðjón í Teigabúðinni. Í einkalífinu var Guðjón fjöl- skyldumaður. Hann var opinn fyrir nýjungum og keypti t.a.m. hjólhýsi þegar slík tæki voru ekki algeng. Þjónaði það fjölskyldunni vel sem samkomustaður á sumrin og á veturna var oft farið á skíði. Guðjón lifði í takt við tímann og var dyggur stuðningsmaður kvennaframboðsins þegar það ruddi sér til rúms í íslenskum stjórnmálum. Guðjón og Björk urðu fyrir því áfalli haustið 1988 að sonur þeirra, Þorsteinn, ásamt vini sínum Kristni Rúnarssyni, fórst í fjallgöngu í Nepal. Óhjá- kvæmilega litaði það líf þeirra síðan. Guðjón var barngóður maður, dætur okkar Rannveigar; Gunn- hildur, Björk og Steinunn, minn- ast afa síns með mikilli hlýju. Hann var örlátur og vildi ekki standa í skuld við neinn. Ég var eitt sinn svo heppinn að geta forð- að Guðjóni frá slæmu falli og hugsaði ekki meira um það. Næstu jól var borinn inn forláta húsbóndastóll, frá Guðjóni til mín. Hann hafði engu gleymt og kunni að þakka fyrir sig. Hann kvaddi sáttur og fer í friði. Þórður Bogason. Mig langar að segja nokkur orð um afa minn, Guðjón Þor- steinsson, sem andaðist 16. nóv- ember síðastliðinn. Ég minnist þess ekki að hafa spjallað neitt rosalega mikið við afa þegar ég var lítil, annaðhvort spurði ég hann um tyggjó eða hvort ég mætti fara að leika úti í bílskúr. Eftir að ég varð ungling- ur hafa samtölin hins vegar orðið löng og mörg. Með okkur tókst djúp og góð vinátta, þrátt fyrir rúmlega sjötíu ára aldursmun. Jafnframt var það alltaf afskap- lega áhugavert, og óumflýjanlegt, að heyra um lífshlaup afa. Honum fannst ekki leiðinlegt að segja reynslusögur og að vestfirskum hætti var oft erfitt að greina á milli ýkja og staðreynda. Hann gaf sér líka alltaf tíma til að heyra hvernig gengi hjá mér og var afar áhugasamur um hvernig lífið í Kaupmannahöfn hefði breyst frá því að hann bjó þar fyrir tæpum áttatíu árum. Afi var einnig svolítið óþreyju- fullur maður, en á yndislega kóm- ískan máta. Til dæmis þegar ég fór með honum í klippingu, vildi hann alltaf vera mættur klukku- tíma áður en klippistofan var opnuð svo hann þyrfti ekki að bíða í röð og þegar við fórum að versla saman þeyttist hann um gangana líkt og hann væri í keppni við hina búðargestina um hver kæmi fyrst að kassanum. Efalaust þaðan sem ég hef keppnisskapið mitt. Afi kenndi mér margt, en hann spurði mig líka ráða, hlustaði og við áttum margar áhugaverðar samræður um allt og ekkert. Það verður skrítið og tómlegt að koma heim til Íslands án heim- sóknanna til afa, en ég mun æv- inlega búa að þeim gæðastundum sem við áttum saman. Hvíl í friði, elsku afi. Gunnhildur. Hann afi minn varð 98 ára gamall og varla með grátt hár á höfði. Afi minn kaupmaðurinn í Teigabúðinni þar sem við elstu barnabörnin fengum að fara í búðaleik í alvörubúð og stimpla inn vörurnar í alvörubúðarkassa, eftir að við höfðum fengið að leika okkur á efri hæðinni á Kirkju- teignum í sparikjólunum hennar ömmu. Afi sem leyfði okkur alltaf að fá ís þegar við spurðum hann. Afi sem í minningunni var alltaf að brasa í bílskúrnum með vindil í munnvikinu þegar ég var lítil. Afi á gönguskíðum með ömmu, afi í hjólhýsinu með ömmu, afi að hjóla, afi inni í stofu að hoppa sprellikallahopp og sparka af sér inniskónum og grípa þá. Afi sem leyfði okkur Helgu Siggu að gista einum í hjólhýsinu og leika í hjól- hýsinu á veturna. Sögurnar, já sögurnar voru skemmtilegar og vel skreyttar af allskonar spennandi hlutum, sönnum eða meira kannski til- búnum. Til dæmis þegar hann renndi sér á skjalatöskunni niður allan Laugaveginn á leið í bank- ann því það var svo mikil hálka. Eða þegar hann hjólaði á fullu í gegnum allan Laugardalinn með fætur á stýrinu og hendurnar í vasanum. Svo voru það líka sög- urnar sem hann sagði frá því hann var pínulítill gutti að smala í snarbröttum fjallshlíðum fyrir vestan. Afi sem mundi allt. Fyrir nokkrum árum sagði hann við mig, manstu Hrafnhildur þegar við horfðum á jólamynd og borð- uðum marga kassa af mandarín- um, manstu eftir því? Ég mundi ekki hvaða ár það var, hvaða dag það var né hvað mynd við horfð- um á en það mundi afi. Afi sem var alltaf með puttann á púlsinum hvað varðar hollt og gott mataræði og hreyfingu. Hvíl í friði, elsku afi minn. Þín sonardóttir Hrafnhildur. Elsku afi. Það er ekkert skrítið hvað við krakkarnir vorum alltaf hrifin af þér. Fyrstu árin mín var ég svo heppin að búa í sama húsi og þið amma, ég var í pössun hjá ömmu á daginn og þú vannst í búðinni á neðri hæðinni. Þú komst oft upp yfir daginn og þá voru fagnaðar- fundir. Þegar við systur vorum sendar til dagmömmu í Hafnar- firði komuð þið amma einn dag- inn, sóttuð okkur og sögðuð dag- mömmunni að við kæmum aldrei aftur. Þú vildir helst hafa allan barnaskarann hjá þér. Það leið varla sú helgi að við frænkur eða systur (og síðar yngri kynslóðin) gistum ekki hjá ykkur ömmu á Kirkjuteig. Þú „sprellaðir“ við okkur svo brjóstsykursmolarnir hrundu úr vösunum þínum og ekki þurfti að suða mikið til þess að fá ís. Þú fórst með okkur á skíðasleða í götunni, á skíði í Blá- fjöllum, í bátsferðir á Þingvalla- vatni og útilegur í litla hjólhýsinu sem mér fannst vera risastórt, enda var alltaf pláss fyrir alla. Sem unglingur vann ég í búð- inni þinni og dvaldi langdvölum hjá ykkur ömmu þrátt fyrir að hafa ekki búið langt í burtu. Sem barn beið ég eftirvæntingafull eftir að þú kæmir í afmælið mitt og laumaðir að mér einhverju spennandi. Þú komst gjarnan inn kjallaramegin og stakkst að mér 5000 kalli ásamt fullri krukku af nammi úr búðinni. Þetta var okk- ar leyndarmál! Þú kenndir mér að afgreiða í búð, leggja á vörur, raða í hillur, vigta kjötfars, skúra og vera kurteis við viðskiptavin- ina. Þú varst hrókur alls fagnaðar í búðinni. Klæddur bláa sloppn- um og svörtu klossunum lékstu á als oddi við bæði börn og full- orðna, fórst með rímur og slóst á létta strengi. Teigabúðin var samkomustaður íbúa í nágrenn- inu, þú þekktir aðstæður hvers og eins og máttir ekkert aumt sjá. Það er dýrmætt að hafa átt þig að og það eru ekki allir eins heppnir. Fram að 98. afmælis- deginum þínum bjóstu einn heima, en svo var þinn tími líka á enda. Á lokametrunum fékk ég að eiga með þér ómetanlegar stund- ir. Þú áttir erfitt með mál en horfðir í augun mín, sagðir nafnið mitt og dróst höfuð mitt að brjósti þínu. Ég sagði við þig að þú hefðir verið besti afi minn og tárin runnu niður kinnar okkar beggja. Ég er svo glöð að hafa fengið að kveðja þig á þennan hátt. Takk fyrir að vera þú, takk fyrir að vera alltaf til staðar og takk fyrir að vera afi minn. Helga Sigríður Þórsdóttir. Afi minn, fyrirmynd, nafngjafi og vinur, Guðjón Þorsteinsson, er látinn. Hann var móðurafi minn. Ég á margar minningar um hann en er ekki alveg viss um hver er sú fyrsta, líklega þegar hann var að gefa mér mola úr búðinni eða fela auka-páskaegg í úlpunni minni áður en ég fór heim úr páskakaffinu. En fyrsta minning- in mín gæti líka verið þegar hann faldi möndluna sína í möndlu- grautnum mínum, þá var ég 6 ára gamall. Eða kannski var það sumarið áður þegar við vorum í útilegu og hann var að kenna mér að búa til holu til að kúka í. En ég veit hver var fyrsta minning hans um mig. Það var uppi á Fæðingarheimili Reykja- víkur og ég nýkominn í heiminn. Hann var svo áhyggjufullur um að ég yrði nefndur eftir honum að þegar hann gekk inn sagði hann: „Jáhá, svo þetta er hann Jón Grétar!“ Og skeytti þar saman nöfnum langafa og langömmu í föðurætt, hann vissi sem var að mamma var mjög hrifin af þeim og átti von á því að nafnið yrði samþykkt. Við áttum það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á Hollywood- myndum. Afi var með Stöð 2 og frá 10 ára aldri og fram að ferm- ingu var mér skutlað nánast hvern einasta föstudag inn á Kirkjuteig. Ég fékk að velja mér snarl úr búðinni og við afi horfð- um á myndir langt fram eftir nóttu. Þessar myndir voru ekki alltaf við hæfi ungra manna. Eitt sinn vorum við (ég 11 ára) að horfa á James Bond-mynd, ég man ekki nákvæmlega hvaða mynd það var. En á eftir henni kom mynd sem heitir Basic Instinct, og ég hélt bara áfram að horfa. Svo kom ákveðið atriði upp, þið vitið hvaða atriði ég á við, þá lítur afi við og áttar sig á að ég er þarna líka og segir: „Það hefði kannski verið betra … jæja!“ Ég ætla að láta hér við sitja, ég á eftir að sakna þín, afi minn, og sérstaklega frásagna þinna af lífi þínu hér áður fyrr. Hvernig það var að alast upp á Jökulfjörðun- um og í Hafnarfirði, um ferðir þínar í stríðinu með skipalestum og af rekstri verslunar í ósann- gjörnu umhverfi. Jón Grétar Þórsson. Guðjón Kristinn Þorsteinsson Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. Elsku pabbi okkar, tengdapabbi og afi, HAUKUR PÁLMASON fyrrverandi aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, áður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, lést sunnudaginn 24. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 4. desember klukkan 11. Anna Soffía Hauksdóttir Jóhannes Hauksson Inga Björg Hjaltadóttir Helga Hauksdóttir Hafþór Þorleifsson Haukur Óskar og Auður Tinna Margrét Aðalheiður og Friðgeir Ingi Hringur Ásgeir og Ívar Hildur Ylfa, Haukur Oddur, Urður Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ JÓNA ÞORBJÖRNSDÓTTIR frá Stöð, Stöðvarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar á Hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 26. nóvember. Útförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn og afkomendur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.