Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 53
UMRÆÐAN 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
Byltingarkennd nýjung
í margskiptum glerjum
50–65%
stærra
lessvæði
Hækkun fasteigna-
mats hefur verið langt
umfram spár síðustu
ár. Á síðasta kjör-
tímabili borgarstjórnar
hækkaði fasteignamat
á atvinnuhúsnæði í
Reykjavík um 48%.
Það hefur hækkað um
17% á þessu ári og mun
hækka um 5% á næsta
ári. Fasteignaskattar
eru sérlega ósanngjörn skattheimta
þar sem hún leggst beint á eigið fé
fyrirtækja án þess að vera í neinu
samræmi við afkomu þeirra auk þess
sem hún leggst á sama skattstofninn
ár eftir ár. Skatturinn hækkar sjálf-
krafa með hækkandi fasteignamati,
óháð afkomu fyrirtækis.
Þrátt fyrir rúma 70% hækkun á
fasteignamati hefur meirihlutanum í
borgarstjórn ekki hugnast að lækka
álagningarhlutfallið á atvinnu-
húsnæði. Á síðasta ári lagði ég til
lækkun álagsins, við dræmar und-
irtektir meirihlutans. Ekki núna,
bara seinna sögðu þau og báru einn-
ig fyrir sig að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði ekki lofað þessari skattalækk-
un fyrir kosningar. Það er fráleitt
enda hefur lækkun skatta lengi verið
eitt helsta stefnumál flokksins.
Reykjavík er eina sveitarfélagið á
höfuðborgarsvæðinu sem er með
álagningarhlutfallið í lögfestu há-
marki. Öll sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu, sem stýrt er af sjálfstæð-
isfólki, hafa annaðhvort lækkað
álagningarhlutfallið á þessu ári eða
munu gera það á því
næsta, að undan-
skildum Seltjarnar-
nesbæ þar sem skattar
eru þegar lægri en í
Reykjavík. Sum þeirra
sem lækkuðu skattinn í
ár ætla einnig að lækka
hann aftur á næsta ári.
Það gefur því augaleið
að ofurskattheimta á
fyrirtæki í Reykjavík
skerðir samkeppnis-
stöðu þeirra gagnvart
fyrirtækjum í sveitar-
félögum með lægri skattheimtu.
Flestir rekstraraðilar sjá fram á
þungan vetur. Launaskrið hefur ver-
ið mikið, ferðamönnum hefur fækk-
að og kólnun hefur átt sér stað í hag-
kerfinu. Borgin getur strax brugðist
við til að létta undir með þeim með
því að lækka fasteignaskatta á at-
vinnuhúsnæði. Þess vegna mun ég,
líkt og á síðasta ári, leggja til að fast-
eignaskattur á atvinnuhúsnæði
lækki úr 1,65% í 1,6%. Núna, ekki
seinna.
Auðveldum rekstur
í Reykjavík
Eftir Katrínu
Atladóttur
Katrín Atladóttir
» Ofurskattheimta á
fyrirtæki í Reykja-
vík skerðir samkeppn-
isstöðu þeirra gagnvart
fyrirtækjum í sveitar-
félögum með lægri
skattheimtu.
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins.
katrin.atladottir@reykjavik.is
Í vikunni mælti fé-
lags- og barna-
málaráðherra fyrir
frumvarpi um fæð-
ingar- og feðraorlof
þar sem lagðar eru til
breytingar um leng-
ingu á fæðingarorlofi í
12 mánuði og er það í
samræmi við stjórn-
arsáttmála ríkisstjórn-
arinnar og lífs-
kjarasamninga á
almennum vinnumarkaði frá því í
vor. Að sama skapi er lagt til að sá
tími sem foreldrar eiga rétt á
greiðslu fæðingarstyrks lengist um
þrjá mánuði.
Hér er verið að stíga mikilvægt
skref sem verður að fullu komið á
árið 2021. Þetta er í samræmi við
tillögur starfshóps um framtíð-
arstefnu í fæðingarorlofsmálum sem
skilaði í mars 2016 tillögum sínum
til þáverandi félags- og húsnæðis-
málaráðherra.
Það kemur ekki á óvart að þetta
sé komið til framkvæmda núna á
vakt Framsóknarflokksins í ráðu-
neytinu. Framsóknarflokkurinn hef-
ur á sinni vakt í þessu ráðuneyti
stigið stór skref til að bæta réttindi
verðandi foreldra og það var Páll
Pétursson þáverandi félagsmálaráð-
herra sem kom því í lög árið 2001 að
feður skyldu líka eiga rétt á að taka
foreldraorlof. Það þótti mikilvægt
að binda í lög rétt barnsins að fá að
umgangast báða foreldra sína á
fyrstu mánuðum lífs síns.
Tímamótaáfangi
Í sameiginlegri umsögn prófess-
ors í félagsráðgjöf og
dósents í félagsfræði
við Háskóla Íslands um
frumvarpið kemur
meðal annars fram að
lengingin á rétti for-
eldra til fæðingarorlofs
sem gert er ráð fyrir í
frumvarpinu sé
tímamótaáfangi til
hagsbóta fyrir fjöl-
skyldur í þágu hags-
muna barna og for-
eldrajafnréttis.
Jafnframt kemur fram
að ítrekaðar kannanir
meðal foreldra sýni að sjálfstæður
réttur foreldra til fæðingarorlofs sé
sérstaklega mikilvægur þegar fjöl-
skyldur deila ekki lögheimili, en
stór hluti feðra sem deilir ekki lög-
heimili með börnum sínum nýtir
sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs.
Bilið brúað
Lenging fæðingaorlofs auðveldar
foreldrum að brúa bilið eftir að fæð-
ingarorlofi lýkur þar til börnin fá
leikskólapláss. Þetta bil hefur verið
streituvaldandi fyrir foreldra og
valdið því að foreldrar og þá sér-
staklega konur hafa dottið út af
vinnumarkaði um tíma. Víða um
land eru sveitarfélögin farin að
bjóða upp á leikskólapláss allt niður
í 12 mánaða aldur.
Á næsta ári verða 20 ár liðin frá
gildistöku laga um fæðingaorlof.
Það er því við hæfi að þessum
áfanga verði náð í lok næsta árs.
Félags- og barnamálaráðherra hef-
ur sett af stað vinnu við heildarend-
urskoðun fæðingaorlofslaganna í
samráði við hagsmunaaðila. Sú end-
urskoðun er í samræmi við stefnu
stjórnvalda um að efla fæðingar-
orlofskerfið. Þess er vænst að þeirri
vinnu verði lokið á næsta ári og
breytingar verði settar fram í nýju
frumvarpi í lok ársins.
Lengra fæðingaorlof tryggt
Eftir Höllu Signýju
Kristjánsdóttur » Fæðingaorlof í
12 mánuði á 20 ára
afmæli fæðingaorlofs-
laganna. Hafin er
heildarendurskoðun
laganna í samráði
við hagsmunaaðila.
Halla Signý
Kristjánsdóttir
Höfundur er þingmaður Framsókn-
arflokksins.
hallasigny@althingi.is
Allt um sjávarútveg