Morgunblaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN 53 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Byltingarkennd nýjung í margskiptum glerjum 50–65% stærra lessvæði Hækkun fasteigna- mats hefur verið langt umfram spár síðustu ár. Á síðasta kjör- tímabili borgarstjórnar hækkaði fasteignamat á atvinnuhúsnæði í Reykjavík um 48%. Það hefur hækkað um 17% á þessu ári og mun hækka um 5% á næsta ári. Fasteignaskattar eru sérlega ósanngjörn skattheimta þar sem hún leggst beint á eigið fé fyrirtækja án þess að vera í neinu samræmi við afkomu þeirra auk þess sem hún leggst á sama skattstofninn ár eftir ár. Skatturinn hækkar sjálf- krafa með hækkandi fasteignamati, óháð afkomu fyrirtækis. Þrátt fyrir rúma 70% hækkun á fasteignamati hefur meirihlutanum í borgarstjórn ekki hugnast að lækka álagningarhlutfallið á atvinnu- húsnæði. Á síðasta ári lagði ég til lækkun álagsins, við dræmar und- irtektir meirihlutans. Ekki núna, bara seinna sögðu þau og báru einn- ig fyrir sig að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki lofað þessari skattalækk- un fyrir kosningar. Það er fráleitt enda hefur lækkun skatta lengi verið eitt helsta stefnumál flokksins. Reykjavík er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem er með álagningarhlutfallið í lögfestu há- marki. Öll sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu, sem stýrt er af sjálfstæð- isfólki, hafa annaðhvort lækkað álagningarhlutfallið á þessu ári eða munu gera það á því næsta, að undan- skildum Seltjarnar- nesbæ þar sem skattar eru þegar lægri en í Reykjavík. Sum þeirra sem lækkuðu skattinn í ár ætla einnig að lækka hann aftur á næsta ári. Það gefur því augaleið að ofurskattheimta á fyrirtæki í Reykjavík skerðir samkeppnis- stöðu þeirra gagnvart fyrirtækjum í sveitar- félögum með lægri skattheimtu. Flestir rekstraraðilar sjá fram á þungan vetur. Launaskrið hefur ver- ið mikið, ferðamönnum hefur fækk- að og kólnun hefur átt sér stað í hag- kerfinu. Borgin getur strax brugðist við til að létta undir með þeim með því að lækka fasteignaskatta á at- vinnuhúsnæði. Þess vegna mun ég, líkt og á síðasta ári, leggja til að fast- eignaskattur á atvinnuhúsnæði lækki úr 1,65% í 1,6%. Núna, ekki seinna. Auðveldum rekstur í Reykjavík Eftir Katrínu Atladóttur Katrín Atladóttir » Ofurskattheimta á fyrirtæki í Reykja- vík skerðir samkeppn- isstöðu þeirra gagnvart fyrirtækjum í sveitar- félögum með lægri skattheimtu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. katrin.atladottir@reykjavik.is Í vikunni mælti fé- lags- og barna- málaráðherra fyrir frumvarpi um fæð- ingar- og feðraorlof þar sem lagðar eru til breytingar um leng- ingu á fæðingarorlofi í 12 mánuði og er það í samræmi við stjórn- arsáttmála ríkisstjórn- arinnar og lífs- kjarasamninga á almennum vinnumarkaði frá því í vor. Að sama skapi er lagt til að sá tími sem foreldrar eiga rétt á greiðslu fæðingarstyrks lengist um þrjá mánuði. Hér er verið að stíga mikilvægt skref sem verður að fullu komið á árið 2021. Þetta er í samræmi við tillögur starfshóps um framtíð- arstefnu í fæðingarorlofsmálum sem skilaði í mars 2016 tillögum sínum til þáverandi félags- og húsnæðis- málaráðherra. Það kemur ekki á óvart að þetta sé komið til framkvæmda núna á vakt Framsóknarflokksins í ráðu- neytinu. Framsóknarflokkurinn hef- ur á sinni vakt í þessu ráðuneyti stigið stór skref til að bæta réttindi verðandi foreldra og það var Páll Pétursson þáverandi félagsmálaráð- herra sem kom því í lög árið 2001 að feður skyldu líka eiga rétt á að taka foreldraorlof. Það þótti mikilvægt að binda í lög rétt barnsins að fá að umgangast báða foreldra sína á fyrstu mánuðum lífs síns. Tímamótaáfangi Í sameiginlegri umsögn prófess- ors í félagsráðgjöf og dósents í félagsfræði við Háskóla Íslands um frumvarpið kemur meðal annars fram að lengingin á rétti for- eldra til fæðingarorlofs sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu sé tímamótaáfangi til hagsbóta fyrir fjöl- skyldur í þágu hags- muna barna og for- eldrajafnréttis. Jafnframt kemur fram að ítrekaðar kannanir meðal foreldra sýni að sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs sé sérstaklega mikilvægur þegar fjöl- skyldur deila ekki lögheimili, en stór hluti feðra sem deilir ekki lög- heimili með börnum sínum nýtir sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Bilið brúað Lenging fæðingaorlofs auðveldar foreldrum að brúa bilið eftir að fæð- ingarorlofi lýkur þar til börnin fá leikskólapláss. Þetta bil hefur verið streituvaldandi fyrir foreldra og valdið því að foreldrar og þá sér- staklega konur hafa dottið út af vinnumarkaði um tíma. Víða um land eru sveitarfélögin farin að bjóða upp á leikskólapláss allt niður í 12 mánaða aldur. Á næsta ári verða 20 ár liðin frá gildistöku laga um fæðingaorlof. Það er því við hæfi að þessum áfanga verði náð í lok næsta árs. Félags- og barnamálaráðherra hef- ur sett af stað vinnu við heildarend- urskoðun fæðingaorlofslaganna í samráði við hagsmunaaðila. Sú end- urskoðun er í samræmi við stefnu stjórnvalda um að efla fæðingar- orlofskerfið. Þess er vænst að þeirri vinnu verði lokið á næsta ári og breytingar verði settar fram í nýju frumvarpi í lok ársins. Lengra fæðingaorlof tryggt Eftir Höllu Signýju Kristjánsdóttur » Fæðingaorlof í 12 mánuði á 20 ára afmæli fæðingaorlofs- laganna. Hafin er heildarendurskoðun laganna í samráði við hagsmunaaðila. Halla Signý Kristjánsdóttir Höfundur er þingmaður Framsókn- arflokksins. hallasigny@althingi.is Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.