Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 64
Stærsta kaktusagarð Evrópu er að finna á Gran Canaria. Snæfríður mælir með kaktusasafa en biður fólk að fara varlega í kringum kakt- usa á eyjunni því það er sárt að detta á kaktus. Marta María mm@mbl.is „Ferðalög mín eru ekki bara á dans á rósum, ekki heldur á Gran Can- aria. Miðbik eyjunnar er til dæmis mjög fallegt en um það liggja kræklóttir fjallvegir. Það er erfitt að ferðast um þetta svæði með bíl- veik börn og í raun er ótrúlegt að við séum ekki komin á svartan lista hjá bílaleigunum á Gran Canaria miðað við hvað ég hef þrifið upp mikla bílælu. Sem betur fer hefur bílveikin þó minnkað eftir því sem börnin eldast,“ segir Snæfríður þegar hún er beðin um að rifja upp eftirminnileg ferðalög til eyjunnar. Ísköld í fjallahúsi Fyrsta ferð fjölskyldunnar til Gran Canaria er líka mjög eft- irminnileg en þá höfðu þau gert íbúðaskipti í fjallaþorpi á norður- hluta eyjunnar. „Þá þekkti ég eyj- una ekki neitt en hafði komist í kynni við heimafólk sem átti sum- arhús í fjallaþorpi sem heitir Zuma- cal. Þau sögðust aðeins nota húsið á sumrin sem mér fannst fullkomið því ég vildi fara út um jól. Þau reyndu að útskýra að það væri kalt í fjöllunum á þessum tíma en kom- andi úr snjónum á Akureyri taldi ég það vera lítið mál. Við fjölskyldan værum öllu vön og vorum vel birg af ullarfötum. Húsráðendur höfðu hinsvegar rétt fyrir sér. Um leið og sólin settist varð ískalt í fjöllunum en engin kynding var í húsinu. Kuldinn á Kanarí nístir öðruvísi en á Íslandi því það er svo mikill raki í loftinu. Íslenska lopapeysan átti ekki séns þarna. Það eina sem bjargaði okkur voru sítrónutrén í garðinum en við sötruðum sítrónute til að halda á okkur hita öll jólin. Við getum hlegið að þessu núna en með þrjú lítil börn þá var þetta óþægileg upplifun,“ segir Snæfríður en bendir jafnframt á að það er stór munur á hitastigi uppi í fjöllunum og við sjávarsíðuna. Blóðug eftir kaktus Snæfríður á fleiri óhappasögur frá eyjunni í handraðanum. „Þegar ég datt á kaktus í stuttbuxum. Það var ansi sárt og blóðugt. Þó var það ekki eins vont og þegar ég smakk- aði kaktusávöxt í fyrsta sinn. Þá fór ekki betur en svo að ég fékk fjölda fíngerðra nála upp í mig. Eiginmað- urinn var heillengi að ná nálunum úr góm og tungu með flísatöng! Gönguferð á GuiGui-ströndina er líka nokkuð eftirminnileg en göngu- leiðin er ein frægasta gönguleið eyj- unnar. Við fjölskyldan fórum öll í þessa göngu en við höfðum aðeins misreiknað okkur varðandi erf- iðleikastigið. Dæturnar voru gjör- samlega búnar á því eftir um 700 metra snarpa hækkun og margra klukkustunda göngu með drunga- lega kletta á aðra hönd og stóra fugla fljúgandi yfir okkur. Allir lifðu þó ævintýrið af þó sumum hafi fundist þeir við dauðans dyr á tíma- bili.“ Þrátt fyrir allt þetta ítrekar Snæfríður að eyjan sé yndisleg og í bókinni bendir hún lesendum á alls- konar hluti sem gaman er að upp- lifa á eyjunni, bæði hvað varðar mat og drykk, áhugaverða staði, skemmtilegar gönguleiðir og fjöl- skylduvæna hluti. Bókin er svipað uppbyggð og handbók hennar um Tenerife sem kom út í fyrra. „Veðurfarið er náttúrlega það sem flestir sækja í en fyrir utan það þá er eyjan ótrúlega fjölbreytt bæði hvað varðar náttúrufegurð og af- þreyingu. Barnafjölskyldur hafa úr nógu að velja þarna. Poema del Mar-safnið í Las Palmas er til að mynda flottasta safn sem ég hef farið í. Þvílík veisla fyrir augað. Eins er tækni- og vísindasafnið mjög skemmtilegt, kúrekagarð- urinn féll vel í kramið hjá krökk- unum sem og klifurgarðurinn Grancaventura.“ Lífleg höfuðborg Spurð um sinn uppáhaldsstað á eyjunni þá nefnir hún höfuðborgina Las Palmas de G.C. „Þessi borg hefur allt; frábærar bað- strendur, iðandi mann- líf, glæsilegar bygg- ingar, fjölbreyttar verslanir og góða veitingastaði. Ég fæ aldrei leiða á henni og nyrsti hlutinn af Las Cante- ras- ströndinni finnst mér yndislegur. Pinchos- kvöldin í Ve- gueta-hverfinu eru líka stór- skemmtileg en þá bjóða allir veitinga- staðir hverfisins upp á smárétti á eina og hálfa evru og drykki á sama verði. Ég er líka mjög skotin í bæ sem heitir Agaete og er á norðurhluta eyjunnar. Hann er alveg við Agaete-dalinn, sem er einn frjósamasti dalur eyjunnar en þar er t.d. einu kaffiakra Evrópu að finna. Öll húsin í þessum bæ eru hvítmáluð. Það er svo sem ekkert sérstakt að gerast þarna en bærinn hefur samt einhvern sjarma. Ég hef trú á því að ég eigi eftir að búa þarna þegar ég verð gömul, ég á bara eftir að ræða það við eig- inmanninn.“ – Hvert ferðu næst? „Næst fer ég til Tenerife. Við fjölskyldan bjuggum þar allan síð- asta vetur og okkur langar til að heimsækja vini okkar á eyjunni og dusta rykið af spænskunni. Ég kann mjög vel við Tenerife en ég er líka hrifin af Gran Canaria. Þessar eyjur eru mjög ólíkar en á sama tíma eru ákveðin líkindi með þeim. Ég myndi segja að báðar hafi þær sinn sjarma og ráðlegg fólki að heimsækja þær báðar og bera sam- an. Ég er viss um að það tekur ást- fóstri við aðra hvora, ef ekki báðar.“ „Íslenska lopapeysan átti ekki séns þarna“ „Komdu með til Kanarí“ er nafn á glænýrri handbók um Gran Canaria. Höf- undur bókarinnar, Snæfríður Ingadóttir, hefur margoft heimsótt eyjuna og komist í hann krappan. Meðal annars nánast drepist úr kulda þar yfir jólin. Handbókin „Gran Canaria – Komdu með til Kanarí“ er komin í bókaversl- anir. Þar er m.a. að finna upplýsingar um gönguleiðir, hellahús, kanarískt kaffi, kjöt af svörtum svínum og ýmislegt fleira áhugavert á eyjunni. Miðbik eyjunnar er fallegt en kræklóttir fjallvegir liggja um svæðið. Þeir hafa farið illa í bílveika miðjudótturina. Snæfríður hefur því þurft að þrífa upp nokkuð mikið af ælu á ferðalögum sínum um eyjuna. Hér er fjölskyldan í göngu um eyjuna. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.