Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 66

Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Marta María mm@mbl.is Fyrir nokkrum árum ákváðum við maðurinn minn að sleppa jólagjöf- unum til hvort annars og fara frekar í ferðalag saman. Gefa hvort öðru samveru í nokkra daga í stað veraldlegra hluta. Það hafa öll hjón gott af því að fá nokkra daga í friði þar sem hægt er að taka 12 tíma trúnó án þess að verða fyrir ónæði. Þegar kom að því að velja áfangastaðinn vandaðist málið og því leituðum við til fjármálastjór- ans sem vinnur með manninum mínum. Sá ágæti maður er ekki bara góður í að reka ríkisstofnanir réttum megin við núllið heldur hefur hann næmt auga fyrir áhugaverðum stöðum og upplif- unum. Hann elskar litlu hlutina í lífinu sem krydda tilveruna og sendi okkur beint til Madeira. Þegar við gúggluðum Madeira vissum við ekki neitt um þennan forvitnilega stað og bjuggumst því ekki við neinu. Gallinn við að fara til Madeira er að það er vesen að komast þangað og tekur langan tíma. Ef fólk ætlar að fara í nokk- urra daga ferð er glatað að taka tvo daga af heildartímanum í ferðalög fram og til baka. Þess vegna hresstist ég töluvert þegar ég kom auga á það að Úrval Út- sýn ætlar að vera með tvær ferðir til Madeira í maí. Í þessum ferð- um er flogið beint og gist er á góðum hótelum. Það er nefnilega ekki alveg nóg að fara bara einu sinni til Madeira á lífsleiðinni. Fólki langar yfirleitt þangað aftur eftir fyrstu ferð. Lítil glæpatíðni Funchal heitir höfuðborg Ma- deira og er glæpatíðni þar lág og er heimilisleg stemning í for- grunni. Í miðbænum er fullt af veitingastöðum sem bjóða upp á ekta portúgalskan mat, góð kaffi- hús og er skemmtilegt að labba þar um. Í miðbænum er mikið af handverksverslunum og það er gaman að labba meðfram strönd- inni og þurfa ekki að spá í það hvort maður sé að verða of seinn á fund. Ef fólk langar hinsvegar að upplifa meiri ævintýri og finnst gaman í fjallgöngu þá er Madeira einstakur staður. Pico Ruivo er til dæmis mögnuð 10,5 km gönguleið sem tekur fjóra tíma að ganga. Ég mæli eindregið með því að fólk fari með farastjóra og er eitt fyrirtæki, Walking with Emanuel, sérlega skemmtilegt. Fyrrnefndur Emanuel er um 70 ára og gengur alla daga vikunnar nema sunnu- daga með ferðamenn og getur sagt endalausar sögur á leiðinni. Það er ekki dýrt að ferðast með honum og það hefur þá kosti að fólk er sótt upp að dyrum um morguninn og keyrt aftur heim að göngu lokinni. Það eina sem fólk þarf að hafa meðferðis eru hnetur, súkkulaði og nóg af vatni. Svona ganga tekur á og þarf fólk á öllum sínum krafti að halda. En það er ekki bara gaman að labba í fjöllunum á Madeira. Það er algert ævintýri að labba um höfuðborgina Funchal sem er byggð í hlíð. Það er því svolítið eins og að labba nokkrar Esjur á dag að ganga þar um bæinn. Fyrir nútímafólk sem er allt of mikið í símanum og tölvunni og allt of stressað í ofanálag er himneskt að koma í rólegheit Madeira. Lands- menn virðast draga andann hægar og einhvern veginn sogast fólk inn í þann takt sem þar ríkir. Svo er eitthvað svo notalegt að geta bara sprangað um á strigaskóm, stutt- buxum og með bakpoka og notið þess að draga andann rólega. Þarna gerast töfrarnir Ekki óraði mig fyrir því að hægt væri að upplifa ævintýraferð lífsins á eyjunni Madeira sem tilheyrir Portúgal. Þótt eyjan sé ekki stór þá hefur hún upp á að bjóða allskonar töfra. Ef þig langar hinsvegar bara á sápukúludiskó, í vatns- rennibrautagarða eða í verslunarferð þá er þetta ekki fríið sem þú átt að fara í. Ef rýnt er í myndina má sjá fólk á göngu á toppnum. Gangan á Pico Ruivo tekur um fjóra tíma og er töluvert krefjandi. Fegurð Madeira er engri lík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.