Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 74
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
Ferðalög á
Hvar á að gista?
Allir sem heimsækja Japan ættu að prufa að gista
a.m.k. eina nótt á svk. capsule-hóteli. Húsnæði er
ekki ódýrt í Tókýó og verðlagið á hótelherbergjum
eftir því, en hægt að fá huggulegt fleti og ágætis
næði fyrir sanngjarnt verð á kapsúl-hótelunum þar
sem gestir hafa sitt litla hólf til að sofa í.
First-Cabin (first-cabin.jp) tekur básaupplifunina
upp á næsta stig með básum sem eru ögn rúmbetri
en hjá öðrum hótelum af sama toga. Minni her-
bergin (business class) eru ekkert nema einbreið
dýnan en þau stærri (first class) hafa eins og einn
fermetra af auka gólfplássi þar sem gestir geta
klætt klætt sig úr fötunum og geymt eina litla ferða-
tösku.
Hjá First-Cabin eru hæðirnar kynjaskiptar og hef-
ur hver hæð sín salerni og sturtuherbergi til að fara
í almennilegt japanskt bað. Má alla jafna finna
huggulegan en lítinn bar við innganginn og matar-
sjálfsala ef maginn er tómur.
Fylgja þarf nokkrum reglum á First-Cabin, rétt
eins og á öðrum básahótelum: hótelið skaffar sand-
ala sem gestir verða að klæðast og á svefnsvæðunum
má ekki heyrast neitt hljóð – ekki einu sinni lágvært
samtal. Ekki er hægt að læsa básunum en í hverjum
bás má finna box með lás þar sem geyma má verð-
mæti meðan skotist er frá. Börn undir 12 ára eru
ekki velkomin, farangur er geymdur í töskuskápum
eða farangursgeymslu við innritun, og oft má ekki
vera í básunum yfir daginn á meðan þrifið er.
Hvernig kemstu til Japans?
Helsinki þykir góður tengiflugvöllur milli Kefla-
víkur og Tókýó og tekur flugið að meðaltali um 17,5
tíma með einni millilendingu. Algengt verð er um
135.000 kr. fram og til baka. Finna má ódýrara flug,
en þá með fleiri millilendingum og mun lengri flug-
tíma. Þannig finnur Skyscanner t.d. flug með Finna-
ir og Wizzair, með millilendingu í Varsjá og Hels-
inki, á tæplega 92.000 kr. og tekur ferðalagið þá
nærri sólarhring aðra leið.
Íslendingar geta dvalið í Japan í allt að þrjá mán-
uði án vegabréfsáritunar.
Ljósmynd/First-Cabin
Hólf First-Cabin er með útibú viða í Tókýó. Þar er
meiri íburður en á flestum öðrum básahótelum.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það er synd hve fáir Íslendingar hafa
heimsótt Tókýó, en er samt ekki skrít-
ið – Japan virðist jú svo óralangt í
burtu. Þeir sem kynnst hafa japönsku
höfuðborginni vita að þegar kemur að
ævintýrum og upplifunum er hún eng-
inn eftirbátur stórborga sem svo
margir halda upp á, á borð við New
York, London, París og Róm. Það er
eins og möguleikarnir séu óþrjótandi
og að í hverju húsasundi og skúma-
skoti leynist mergjuð búð, fram-
úrskarandi veitingastaður, eða stór-
merkilegt musteri.
Á einu sviði kemst þó engin önnur
borg kemst með tærnar þar sem Tók-
ýó hefur hælana, og það er í leikjasöl-
um og skemmtigörðum. Japanar virð-
ast vera óforbetranlegir spennufíklar
og leggja ómældan metnað í að smíða
rússíbana og leiki fyrir sýndarveru-
leika, svo að leitun er að öðru eins úr-
vali skemmtigarða af öllum mögu-
legum gerðum.
Fuji-Q Highland
Allt áhugafólk um rússíbana ætti að
fara, a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni, í
pílagrímsför til Fuji-Q Highland.
Skemmtigarðurinn er við rætur Fuji-
fjalls, og tekur um tvo tíma að komast
þangað með lest frá Tókýó. Er snið-
ugast að ferðast til Fuji daginn áður,
gista yfir nótt og halda svo í rússíban-
ana strax að morgni dags, því stund-
um er Fuji-Q lokað snemma – jafnvel
strax kl. 17.
Ástæða er til að vara lesendur við
að rússíbanar Fuji-Q eru í algjörum
sérflokki og ekki ólíklegt að þeir teld-
ust ólöglegir í Bandaríkjunum eða
Evrópu, því svo mikill er hraðinn, koll-
steypurnar og álagið á líkama og sál
að fólk sem er veikt fyrir verður að
taka fullt mark á viðvörunarskiltum
og reglum garðsins.
Eins er ástæða til að vara við því að
eftir nokkrar salíbunur í Fuji-Q munu
aðrir skemmtigarðar virðast eins og
róluvöllur í samanburði. Rússíban-
arnir þar eru ekki bara kvikindislega
hannaðir heldur líka nokkuð langir svo
að þegar stigið er upp úr sætunum að
ferðinni lokinni er hver fruma í lík-
amanum gegnsósa af adrenalíni. Þeir
sem vilja reyna að róa taugarnar á
leið upp á efsta punkt ógnvekjandi
rússíbana geta reynt að dreifa hug-
anum með því að njóta einstaklega
fagurs útsýnisins yfir Fuji-fjall og ná-
grenni.
Tókýó Disneyland
Ef yngri heimshornaflakkarar eru
með í för verður að heimsækja Mikka
og Andrés. Garðurinn skiptist í tvo
aðskilda en samliggjandi skemmti-
garða: Disneyland og DisneySea. Í
Disneylandi er bandaríski sjarminn
allsráðandi og tækin höfða meira til
yngstu gestanna, á meðan DisneySea
er ögn fullorðins með draugahúsi og
nokkrum drungalegum rússíbönum.
Sumum gæti þótt það skrítið að
ferðast alla leið til SA-Asíu til að
heimsækja bandarískan skemmti-
garð en dagpartur í Disney-garði veld-
ur aldrei vonbrigðum og gaman að sjá
hvernig Japanarnir njóta Disney-
heimsins með sínum hætti. Þannig má
reikna með að sjá nokkra forfallna
aðdáendur sem klæða sig sérstaklega
upp fyrir heimsóknina og skreyta sig
hátt og lágt með varningi tengdum
sinni uppáhalds Disney-sögupersónu.
Þeir sem hafa heimsótt bandarísku
Disney-garðanna ættu að kannast við
mörg skemmtitækin, s.s. Pirates of
the Caribbean, Splash Mountain og
Space Mountain, en önnur tæki finn-
ast hvergi annars staðar. Einn af há-
punktum garðsins er í DisneySea, um
ævintýri Sinbaðs: um er að ræða ró-
lega bátsferð þar sem syngjandi dúkk-
ur segja sögu sæfarans frækna og
gæti virst frekar lítt spennandi upp-
lifun á blaði, en Sinbað býr yfir ein-
hverjum töfrum sem margir geta ekki
staðist.
Ævintýri í sýndarveruleika
Sýndarveruleika-skemmtigarðar
hafa sprottið upp hér og þar í Tókýó.
Þar er erfitt að láta sér leiðast, og
hægt að spila jafnt rólega leiki (s.s.
fluguveiðihermi) yfir í taugatrekkj-
andi hrylling sem framkallar skelfingu
lengst niður í dýpstu kima sálarinnar.
Sá sem þetta skrifar heimsótti á sín-
um tíma VR Zone Shinjuku, sem
starfrækt var á vegum leikjaframleið-
andans Bandai. Því miður hefur VR
Zone Shinjuku núna hætt starfsemi,
en er þó enn með útibú í Osaka. Er
óhætt að mæla með ferð til Osaka (þar
er m.a. Universal Studios skemmti-
garður), og þá ómissandi að kíkja á
VR Zone, en þeir sem halda sig við
Tókýó ættu að skoða VR Park og Joy-
polis í Shinjuku-hverfi, og nýopnaða
ninja-„skólann“ VR Ninja Dojo í
Chiyoda.
Leikjaborgin Tókýó
AFP
Upplifun Ferðamenn skoða Tókýó í go-kart bifreiðum, klæddir í skrautlega búninga. Japanar
kunna að gera sér glaðan dag og alltaf hægt að finna eitthvað skemmtilegt að gera í Tókýó.
Ljósmynd / Flickr – Othree (CC)
Klassík Miki og Andrés valda aldrei vonbrigðum, sama hvar í heiminum maður finnur þá.
Skemmtigarðar Disney í Tókýó eru vel þess virði að heimsækja. Walt vakir yfir garðinum.
Ljósmynd/Flickr – Nick Turner (CC)
Tryllingur Það verður að vara adrenalínfíkla sérstaklega við því að rússí-
banarnir í Fuji-Q eru miklu harkalegri en rússíbanar á Vesturlöndum.
Ljósmynd/Pixabay – Dongpung (FFCU)
Innlifun Sýndarveruleikaskemmtigarðar eins og VR Zone bjóða upp á
tölvuleikjaupplifun sem ristir mun dýpra en það sem fólk á að venjast.
Rússíbanar, sýndarveru-
leikja-salir og alls kyns
fjör er á hverju strái í
höfuðborg Japans.
Nú er tími til að
etja mannbrodda
á skóna þína
Eigum mikið úrval
Við erum hér til að aðstoða þig! -
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
-