Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 84
84 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Við erum að sjálfsögðu að tala um Berglindi Hreiðarsdóttur á Gotteri- .is og bókin heitir því viðeigandi nafni Veislubókin. Hugmyndin á bak við bókina er fremur einföld, segir Berglind. „Ég hef í mörg herrans ár haft mikið gaman af því að halda veislur, deilt ýmsum ráðum með fylgjendum mínum á gotteri.is og aðstoðað vini og vandamenn við sínar veislur. Ég veit ekki hversu margar fyrir- spurnir ég fæ reglulega með hitt og þetta tengt veislum og greinilegt er að þessar upplýsingar er erfitt að finna. Það er hægt að finna ýmsar upplýsingar hér og þar á veraldar- vefnum en sumar bara alls ekki. Hugmyndin var því sú að ná öllu skipulagi fyrir veislur saman á einn stað til þess að auðvelda fólki undir- búning þeirra.“ Hentar öllum Berglind segir að bókin ætti að henta öllum þeim sem halda veislur og vilja auðvelda sér lífið. „Svo er alltaf gaman að fá skemmtilegar hugmyndir þegar kemur að skipu- lagi,“ segir hún en í bókinni er að finna ítarlega gátlista fyrir veislur og viðburði enda í mörg horn að líta, þá ekki síst þegar halda á stóra veislu eins og brúðkaup. Reynt var að hafa uppskriftirnar við allra hæfi og með góðum leiðbeiningum þann- ig að allir ættu að ráða við hana, segir Berglind spurð hvort bókin sé á allra færi. Sex ólíkir kaflar Bókin er jafnframt sett upp á af- ar snjallan hátt. „Ég skipti henni niður í sex mismunandi veislukafla með ólíku þema og uppskriftum sem þó er hægt að nota allt í kross að sjálfsögðu. Veislukaflarnir skiptast niður í brúðkaup, útskrift, fermingu, skírn/nafngjafarathöfn, barnaafmæli og fullorðinsafmæli. Í hverjum kafla er svo gátlisti, ýmis hollráð sem tengjast undirbún- ingnum og ráðleggingar um magn af mat og drykk þegar kemur að veisluhöldum,“ segir Berglind, en það getur einmitt verið þrautin þyngri að áætla það magn sem þarf fyrir stóra veislu. Ljóst er að bókin er mikill hval- reki fyrir þá sem hyggja á veislu- höld á næstunni enda getur það vaf- ist fyrir fólki sem stendur ekki í slíkum stórræðum reglulega. Berg- lind segir að lykill sé fólginn í góðu skipulagi og þar komi gátlistarnir og hollráðin að góðum notum. „Ég tók í raun saman allt það sem ég hef lært og setti í bókina til að auð- velda fólki lífið. Þarna eru hug- myndir að alls konar veislum og veitingum og svo er hægt að blanda öllu saman að vild.“ Hægt að spara stórfé Það segir sig sjálft að það getur verið gríðarlega kostnaðarsamt að halda veislu. Oft heldur fólk veisl- urnar í heimahúsi eða leigir sal. Sumir fara auðvitað þá leið að kaupa allar veitingar en það er samt sem áður í mörg horn að líta, sérstaklega þegar um stærri veislur á borð við brúðkaup og fermingu er að ræða. Ef fólk vill útbúa veiting- arnar sjálft þarf að ákveða hvers kyns veitingar skuli vera á boð- stólum, hvort blanda eigi saman keyptum og heimalöguðum veit- ingum, hvaða drykki eigi að bjóða upp á og þar fram eftir götunum. Í þessu er Berglind flinkari en flestir og hafa veislur sem hún hefur birt myndir af á bloggsíðunni sinni vak- ið mikla athygli. Ekkert mál að halda veislu Aðspurð segir Berglind hlæjandi að það sé ekkert mál að halda veislu. „Veisla er bara verkefni eins og hvað annað í lífinu sem þarf að skipuleggja og undirbúa í tíma, ákveða fyrirkomulag, átta sig á hver kostnaður má vera, skipta nið- ur í smærri verkefni, fá með sér liðsmenn til aðstoðar þegar þarf og þá verður framkvæmdin og útkom- an dásamleg hvort sem um íburðar- minni eða meiri veislu er að ræða,“ segir hún og viðurkennir að sér finnist fátt skemmtilegra en að út- búa gómsætar veitingar og bjóða fólki heim. „Æfingin skapar meist- arann í þessu eins og öllu öðru en auðvitað skemmir ekki fyrir að hafa svona ofboðslega gaman að því. Ég vona bara að bókin nýtist fólki sem er í veisluhugleiðingum. Ef svo er þá er takmarkinu náð.“ Bókin sem mun bjarga lífi þínu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Augnakonfekt Bókin þykir mikil heimilisprýði enda er hún sneisafull af guðdómlegum myndum sem Berglind tók sjálf. Hún er þekkt fyrir að baka kökur á heims- mælikvarða og halda veislur sem fá fólk til að fölna af aðdáun. Hún þykir jafnframt yfirmáta smekkleg og sniðug og nýjasta rósin í hnappa- gat hennar er bók um veisluhald þar sem hún ráðleggur fólki um að halda veislu án þess að verða galið eða gjald- þrota. Veisludrottningin Berglind Hreiðarsdóttir gefur út fyrstu bók sína, en þar fer hún gaum- gæfilega yfir það hvernig halda skal veislu án þess að tapa glór- unni í leiðinni. LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Opið virka daga kl. 10-18, lokað laugardaga Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi 20% afsláttur af öllum sængurfatnaði og púðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.