Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 86

Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 86
86 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Flóunar- kanna 9.990 Blandari 24.990 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is D4 kaffivél 79.990 Ryksuga 26.990 Matvinnsluvél 28.990 Frábært verð SVARTUR FÖSTUDAGUR Ryksuguróbot 114.990 Grunnurinn að góðri heilsu er góð næring hvort heldur sem sætindi eiga í hlut eða máltíð. Þessi gulrótarterta er stútfull af næringu og virkilega góð. Hér er uppskrift að gulrótartertu sem er svo bragðgóð að það er leitun að öðru eins. Uppskriftin kemur úr smiðju Kaju eða Karenar Jóns- dóttur á Akranesi sem er konan á bak við Kaja Organics, Matbúr Kaju og Kaffi Kaju. Við full- vissum lesendur um að eftir að hafa smakkað kökurnar hennar verður ekki aftur snúið. Gulrótaterta 16-20 manna Tertan er mjög góð glútenlaus en þá notum við bókhveiti í stað hveitis 130 g valhnetur, brotnar 300 g pálmasykur 100 g reyrsykur 250 ml ristuð valhnetuolía frá Vigean 4 egg 133 g eplamauk (lífræn epli sett í blandara) 1 tsk. vanilludropar 320 g hveiti notið bókhveiti ef tertan á að vera glútenlaus 1 tsk. matarsódi 1½ tsk. kanill 1 tsk. engifer ¼ múskat ¼ negull 260 g gulrætur Raspið gulrætur niður frekar gróft. Reyrsykur, pálmasykur og egg þeytt saman. Öllum þurr- efnum og hnetum blandað saman í skál. Þurrefnum, olíu og epla- mauki blandað varlega saman við eggjaþeytuna. Bakist í 50-60 mínútur við 150 gráður. Kælið áður en kakan er skorin í sund- ur. Krem 500 g lífrænn rjómaostur (fáan- legur fljótlega frá Biobú) 300 g smjör 175 g flórsykur Þeytið smjör og flórsykur sam- an þar til blandan verður létt, bætið rjómaostinum út í, skiptið í tvennt og setjið á botnana. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gulrótartertan góða Guðdómleg gulrótarterta Tertur Kaju eru frægar fyrir fádæma bragðgæði og hollustu. Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Eva Laufey deilir hér uppskrift að smjörsteiktri hörpuskel með les- endum Morgunblaðsins en hún seg- ist alltaf hafa verið óskaplega hrifin af hörpuskel. „Það besta við hörpu- skelina er hversu einfalt það er að töfra fram rétt með mjög lítilli fyr- irhöfn en útkoman er svolítið eins og maður hafi varið deginum í að útbúa hann. Þessi réttur er einmitt svoleið- is. Smjörsteikt hörpuskel á blómkáls- beði með chorizobitum 12 hörpuskeljar 1 msk. steikingarolía salt og pipar 60 g smjör 1 skallottlaukur 1 hvítlauksrif 1 dl smátt skorin chorizopylsa 1 dl steinselja, smátt skorin 1. Þerrið hörpuskelina mjög vel og snyrtið. 2. Hitið olíu á pönnu og steikið hörpuskelina í um það bil mínútu á hvorri hlið eða þar til hún er fallega brún að utan. Kryddið að sjálfsögðu með salti og pipar. Ég læt alltaf smá smjörklípu alveg í restina og baða hörpuskelina upp úr smjörinu. 3. Leggið hörpuskelina til hliðar þegar hún er tilbúin. 4. Hitið smá smjör á sömu pönnu, skerið niður skallottlauk og steikið þar til hann er mjúkur í gegn, bætið hvítlauk og chorizopylsu út á pönn- una og steikið í eina mínútu. Bætið því næst 50 grömmum af smjöri út á pönnuna og leyfið þessu að krauma í svolitla stund. 5. Setjið blómkálsmauk á diska, raðið hörpuskelinni yfir maukið og hellið vel af chorzioblönduunni yfir og skreytið gjarnan með ferskri steinselju, smátt skorinni. Blómkálsmauk 1 blómkálshöfuð 1 tsk. salt 1 dl rjómi + meira ef maukið er of þykkt 1 msk. smjör 1. Skerið blómkálið og fjarlægið stilka, sjóðið í vel söltu vatni þar til mjúkt í gegn. 2. Hellið vatninu frá og annað- hvort maukið blómkálið ásamt rjóma og smjöri með töfrasprota eða notið matvinnsluvél í verkið. Það tekur örskamma stund að búa til maukið og um að gera að smakka til í leiðinni. Sælkeramatur Það eru sjálf- sagt flestir sammála Evu Laufeyju með að hörpudiskur sé herramannsmatur. Þriðja bókin komin Aðdáendur Evu Laufeyjar geta glaðst því þriðja bók hennar er komin í verslanir. Eva Laufey með nýja bók Það heyrir alltaf til tíðinda þegar bitastæðar mat- reiðslubækur eru gefnar út. Hin eina sanna Eva Laufey gleður aðdáendur sína fyrir þessi jól með dásamlegri bók og slær ekki feilnótu. Bókin er sér- lega falleg með myndum eftir Heiðdísi Guðbjörgu Gunnarsdóttur. Bókin er afar fjölbreytt og skemmtileg og má finna uppskriftir við allra hæfi í þessari eigulegu bók. Hráefnið skiptir öllu  Valhnetur og valhnetuolían er ein besta næring sem hægt er að fá fyrir frumur heilans svo og hjarta- og æðakerfi. Valhnetuolía er einn- ig talin góð fyrir hormónastarfsemina, bólgur og húðina en olían hef- ur einnig áhrif til lækkunar á blóðþrýstingi. Ristaða valhentuolían frá Vigean gefur tertunni einstakt bragð og áferð og er því ómissandi í þessa uppskrift Olían fæst í Hagkaupum, Melabúinni og Matarbúri Kaju á Akranesi.  Ógerilsneydd egg eru full af góðri næringu, þau eru góður prótein- gjafi auk þess sem þau innihalda Vítamín D, B-12 og B-5 sem eru okk- ur lífsnauðsin.  Gulrætur eru ríkar af Beta-caroten sem lifrin breytir í A vítamín en það er nauðsyn fyrir sjónina og svo eru gulrætur góður andoxari sem heldur okkur ungum lengur.  Bókhveiti er ríkt af steinefnum, má þar helst nefna magnesíum.  Epli eru full af pektíni sem er gott við háu kólesteróli að ógleymdu C-vítamíni.  Allar kryddjurtir eru þekktar sem góðar lækningajurtir, ýmist not- aðar sem forvörn eða til lækninga við hinum ýmsu kvillum.  Smjörið er ríkt af A-vítamín og gefur okkur mikla orku.  Rjómaostur er orka og próteingjafi. Óhollustan liggur í sykrinum en þegar góð næring er grunnurinn seg- ir líkaminn fljótlega stopp, með öðrum orðum það er ekki hægt að borða mikið af þessari. En í einni sneið eru tæplega 28 til 36 grömm af viðbættum sykri en það er minna magn en í einum 100 g hlauppoka sem inniheldur enga næringu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.