Morgunblaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 88
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Krísuvíkurleiðin varð fyrir valinu hjá þeim Sigga og Loga en fyrsta stopp á þessari fallegu leið var við Kleifarvatn þar sem náttúrufegurðin og kyrrðin er óviðjafnanleg. Því næst héldu þeir á hverasvæðið í Seltúni, stöldruðu að- eins við í Grindavík og virtu fyrir sér bæði mat og menningu og leyfðu fylgjendum sínum á samfé- lagsmiðlum að fylgj- ast með. „Ég er alinn upp fyrir norðan þannig að ég fór bara Reykjaneshringinn í fyrsta skipti fyrir nokkrum árum og varð alveg heillaður. Síðan þá hef ég farið þangað í ótal skipti, bæði með erlenda vini mína sem eru að heim- sækja mig og líka bara í helgarrúnt með vinum eða fjölskyldu. Svo stelst ég stundum til þess að fara einn að Kleifarvatni og upplifa þögn- ina og fegurðina sem þar er. Það er frábært til þess að núllastilla sig,“ seg- ir Siggi um svæðið. Næsta stopp var við Reykjanesvita. „Þar horfðum við yfir í Eldey þar sem síðustu tveir geir- fuglarnir voru drepnir árið 1844. Sólin var í þann mund að setjast þegar við komum þang- að og sjónar- spilið mikið.“ Langar að sjá meira „Ég var að fara þennan hring í fyrsta skipti síðan ég var krakki þannig að ég var eiginlega að fara þetta í fyrsta skipti því ég mundi ekk- ert eftir því. Ég er heillaður af þessu svæði, þetta var rosalega skemmti- legur dagur þar sem Siggi teymdi mig milli náttúruperlanna á svæð- inu,“ sagði Logi spurður um þessa upplifun. Því næst héldu þeir í átt að Gunnuhver og keyrðu svo áleiðis að brúnni milli heimsálfanna. „Þar sjást flekaskilin milli Norður-Ameríku og Evrópu einstaklega vel og er hægt að fara á milli þeirra og taka af sér mynd. Frábært myndastopp.“ Þeir Siggi og Logi voru sammála um að þetta þyrftu þeir að endurtaka fljót- lega enda komust þeir aðeins yfir brotabrot af því sem þá langaði að upplifa. Fengu frábæra gesti „Því miður gafst okkur ekki tæki- færi til þess að sjá Brimketil í þessari ferð eða koma við í Hvalsneskirkju sem er einstaklega falleg, en á Hvals- nesi bjó Hallgrímur Pétursson á tímabili. Eins eigum við eftir að keyra saman í gegnum Hafnir, Sandgerði og Garðinn,“ segir Siggi. Þessum frá- bæra bíltúr lokuðu þeir svo með beinni útsendingu úr Hljómahöllinni í Reykjanesbæ þar sem Rokksafnið magnaða er og öflug menningarstarf- semi. Þar tóku þeir á móti fjölda góðra gesta og kynntu sér töfra Reykjanessins. Á meðal þeirra sem kíktu í spjall og sprell voru þeir Elli í Taco bless-matarvagninum sem selur taco eins og suðrænn vindurinn. „Það er náttúrlega geggjað að vera með eina matarvagninn í Keflavík sem sel- ur taco og það við hliðina á blakvelli með hvítum sandi og við erum í eyju í Norður-Atlantshafi þar sem sumarið kemur aðeins annað hvert ár,“ sagði Elli léttur um bransann. Mikil tónlistarsaga á svæðinu Ungi tónlistarsnillingurinn Guðjón Steinn sem getur spilað nánast á hvaða hljóðfæri sem er kom og heill- aði hlustendur upp úr skónum með saxófóninum sínum og skemmti- legum fróðleik um tónlistarsögu svæðisins. Kristinn Soð sem stýrir mögnuðum ferða- og matreiðsluþátt- um á RÚV um Reykjanesið deildi hinum ýmsu gullmolum með strákun- um og að lokum kíkti Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráð- herra, í kaffi og spjall og um verkefni sín og ást sína á „Sunny Kef“ eins og Keflavíkin á það til að vera kölluð. Hlusta má á hljóðbrot úr þessum stórskemmtilega þætti eða þáttinn í heild sinni á k100.mbl.is en einnig má fylgist með strákunum á K100 á Instagram. Þeir Siggi Gunnars og Logi Bergmann voru í beinni útsendingu í Reykjanesbæ í sjálfu Rokksafninu síðast- liðinn föstudag. Öflugir Þeir Siggi og Logi rúntuðu um Reykjanesið á XC40 úr nýjustu jeppalínu Volvo. Rokkið lifir Það fór vel um strák- ana í stúdíóinu í Rokksafninu þar sem góðir gestir litu inn. Bítlabær Vel var tekið á móti gleði- gjöfum K100 hvar sem þeir litu inn. Heillaðir af Reykjanesinu SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin, Bankastræti 6 s: 551-8588 Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62 s: 551-4100 Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir, Kringlunni s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah úrsmiður, Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah úrsmiður, Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s: 471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson úrsmiður, Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli, Hilmisgötu 4 s: 481-3333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.