Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 88
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
Krísuvíkurleiðin varð fyrir valinu hjá
þeim Sigga og Loga en fyrsta stopp á
þessari fallegu leið var við Kleifarvatn
þar sem náttúrufegurðin og kyrrðin
er óviðjafnanleg. Því næst héldu þeir á
hverasvæðið í Seltúni, stöldruðu að-
eins við í Grindavík og virtu fyrir sér
bæði mat og menningu og leyfðu
fylgjendum sínum á samfé-
lagsmiðlum að fylgj-
ast með. „Ég er alinn
upp fyrir norðan
þannig að ég fór bara
Reykjaneshringinn í
fyrsta skipti fyrir
nokkrum árum og
varð alveg heillaður.
Síðan þá hef ég farið
þangað í ótal skipti,
bæði með erlenda vini
mína sem eru að heim-
sækja mig og líka bara í
helgarrúnt með vinum eða fjölskyldu.
Svo stelst ég stundum til þess að fara
einn að Kleifarvatni og upplifa þögn-
ina og fegurðina sem þar er. Það er
frábært til þess að núllastilla sig,“ seg-
ir Siggi um svæðið. Næsta stopp var
við Reykjanesvita. „Þar horfðum við
yfir í Eldey þar sem síðustu tveir geir-
fuglarnir voru drepnir árið 1844. Sólin
var í þann mund
að setjast þegar
við komum þang-
að og sjónar-
spilið mikið.“
Langar að sjá
meira
„Ég var að fara þennan hring í
fyrsta skipti síðan ég var krakki
þannig að ég var eiginlega að fara
þetta í fyrsta skipti því ég mundi ekk-
ert eftir því. Ég er heillaður af þessu
svæði, þetta var rosalega skemmti-
legur dagur þar sem Siggi teymdi
mig milli náttúruperlanna á svæð-
inu,“ sagði Logi spurður um þessa
upplifun. Því næst héldu þeir í átt að
Gunnuhver og keyrðu svo áleiðis að
brúnni milli heimsálfanna. „Þar sjást
flekaskilin milli Norður-Ameríku og
Evrópu einstaklega vel og er hægt að
fara á milli þeirra og taka af sér
mynd. Frábært myndastopp.“ Þeir
Siggi og Logi voru sammála um að
þetta þyrftu þeir að endurtaka fljót-
lega enda komust þeir aðeins yfir
brotabrot af því sem þá langaði að
upplifa.
Fengu frábæra gesti
„Því miður gafst okkur ekki tæki-
færi til þess að sjá Brimketil í þessari
ferð eða koma við í Hvalsneskirkju
sem er einstaklega falleg, en á Hvals-
nesi bjó Hallgrímur Pétursson á
tímabili. Eins eigum við eftir að keyra
saman í gegnum Hafnir, Sandgerði
og Garðinn,“ segir Siggi. Þessum frá-
bæra bíltúr lokuðu þeir svo með
beinni útsendingu úr Hljómahöllinni í
Reykjanesbæ þar sem Rokksafnið
magnaða er og öflug menningarstarf-
semi. Þar tóku þeir á móti fjölda
góðra gesta og kynntu sér töfra
Reykjanessins. Á meðal þeirra sem
kíktu í spjall og sprell voru þeir Elli í
Taco bless-matarvagninum sem selur
taco eins og suðrænn vindurinn. „Það
er náttúrlega geggjað að vera með
eina matarvagninn í Keflavík sem sel-
ur taco og það við hliðina á blakvelli
með hvítum sandi og við erum í eyju í
Norður-Atlantshafi þar sem sumarið
kemur aðeins annað hvert ár,“ sagði
Elli léttur um bransann.
Mikil tónlistarsaga á svæðinu
Ungi tónlistarsnillingurinn Guðjón
Steinn sem getur spilað nánast á
hvaða hljóðfæri sem er kom og heill-
aði hlustendur upp úr skónum með
saxófóninum sínum og skemmti-
legum fróðleik um tónlistarsögu
svæðisins. Kristinn Soð sem stýrir
mögnuðum ferða- og matreiðsluþátt-
um á RÚV um Reykjanesið deildi
hinum ýmsu gullmolum með strákun-
um og að lokum kíkti Ragnheiður
Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráð-
herra, í kaffi og spjall og um verkefni
sín og ást sína á „Sunny Kef“ eins og
Keflavíkin á það til að vera kölluð.
Hlusta má á hljóðbrot úr þessum
stórskemmtilega þætti eða þáttinn í
heild sinni á k100.mbl.is en einnig má
fylgist með strákunum á K100 á
Instagram.
Þeir Siggi Gunnars og
Logi Bergmann voru
í beinni útsendingu
í Reykjanesbæ í sjálfu
Rokksafninu síðast-
liðinn föstudag.
Öflugir Þeir Siggi og Logi rúntuðu um Reykjanesið á
XC40 úr nýjustu jeppalínu Volvo.
Rokkið lifir Það fór vel um strák-
ana í stúdíóinu í Rokksafninu þar
sem góðir gestir litu inn.
Bítlabær Vel var tekið á móti gleði-
gjöfum K100 hvar sem þeir litu inn.
Heillaðir af Reykjanesinu
SÖLUAÐILAR
Reykjavík: Gullbúðin, Bankastræti 6 s: 551-8588
Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62 s: 551-4100
Meba Kringlunni s: 553-1199
Michelsen Úrsmiðir, Kringlunni s: 511-1900
Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320
Meba Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður: Úr & Gull,
Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík: Georg V. Hannah úrsmiður,
Hafnargötu 49 s: 421-5757
Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður,
Glerártorgi s: 462-2509
Akranes: Guðmundur B. Hannah úrsmiður,
Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s: 471-1886
Selfoss: Karl R. Guðmundsson úrsmiður,
Austurvegi 11 s: 482-1433
Vestmannaeyjar: Geisli, Hilmisgötu 4 s: 481-3333