Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 92
92 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Hér eru birt brot úr eftirmála ævi- sögunnar sem Bjarni Harðarson, út- gefandi bókarinnar, ritar. Einstakt heimildagildi Óhætt mun að fullyrða að saga Sigurðar frá Balaskarði hefur fyrir löngu skipað sér í fremstu röð ís- lenskra ævisagna og er enda með þeim eldri og merkari. Vinsældir sín- ar á bókin ekki síst að þakka ein- lægni höfundar og nákvæmni í frá- sögn sem gefur henni einstakt heimildagildi um mannlíf fyrri alda, jafnt hér heima og í Vest- urheimsbyggðum Íslendinga. Frásögnin er öll mjög jákvæð og höfundur er fullur þakklætis fyrir velvild sinna samferðamanna. Hinn bernski stíll naívistans einkennir frásögnina og upphafning afreka og ágætis nær einnig yfir frásagnir af höfundi sjálf- um. Því hafa sumir talið Sigurð raup- saman. Það er vitaskuld ekki fjarri lagi en það raup er þó sjaldnast á kostnað samferðamanna og marga þeirra upphefur hann ekki minna en sjálfan sig. Og Sigurður er meðvit- aður um að sjálfhælni er varasöm en segir eftir að hafa lýst minni sínu og hæfileikum til að endursegja sögur sem hann hafði lesið einu sinni: „Þetta þykir ef til vill sjálfhól, en ég vil ekki draga af skaparanum það, sem hann hefir gefið mér.“ Sjónarmið þetta þarf ekki að koma á óvart hjá jafn sanntrúuðum manni og Sigurði Ingjaldssyni. Megin- tilgangur hans með ævisögurituninni er einmitt að „bera fram persónulegt vitni um kraft og blessun kristi- legrar trúar og sigurafl bænarinnar í Jesú nafni.“ Öll sagan ber vitni um þessa sterku trúarvissu sem var langt því frá að vera einsdæmi á hans öld. En við kynnumst því líka hvernig hin gamla stranga kristni er víkjandi. Þannig hafa til dæmis skip- stjórar í hinni ungu Reykjavík lagt af allar sameiginlegar bænastundir áhafnar og það verður eitt af bar- áttumálum höfundar að endurvekja þær. Málið er gott bændamál Nú er mælikvarði á það hvað eru merkir viðburðir breytilegur frá einni kynslóð til annarrar og fyrir hundrað árum töldust mannraunir og lífshættur almúgamanna ekki til tíðinda. En greinarhöfundur á Nýj- um kvöldvökum segir rétt síðar: „Eg hef lesið bókina tvisvar og lagt á mig vökur fyrir; það er þetta elskulega karlaraup, þegar þeir fara að rifja upp fyrir sér endurminn- ingar sínar, þessi einstaka sannleiks- ást og einlægni, sem skín í gegnum alla frásögnina, og þessi einstaka mannúð, sem talar vel um alla, sem höfundur hefir kynst – og það eru margir – sem gerir hana svo aðlað- andi. Málið er gott bændamál, alveg eins og maður heyri karlinn vera að tína þetta fram í stólnum sínum kankvísan og kátbrosandi, horfandi með ánægju aftur á liðna tíð, og lít- andi sínum greindu gamalsaugum á það, hvað hann var og hvað hann gat, þegar hann var upp á sitt hið bezta – því maðurinn er vel greindur og dá- lítið hagorður í tilbót. Minnið er óbil- andi.“ Þó margir hafi síðustu hundrað ár- in skrifað um ævisögu Sigurðar eru framangreind orð um að hann hafi verið „dálítið hagorður í tilbót“, lík- lega eini jákvæði dómurinn sem yrk- ingar hans fá á prenti. Flestir sem að þeim hafa vikið eru samdóma um að þær eru sögunni lítt til prýði. En vís- ur Sigurðar og ánægja hans sjálfs með afrek í skáldskap lýsa betur en annað hinni barnslegu sál naívistans. Og rétt eins og í til dæmis málaralist nær naívistinn Sigurður frá Bala- skarði að slá tón fegurðar og tær- leika sem aðrir höfundar hafa ekki í færum. Miklar mannhættur Ævisaga Sigurðar er öðrum þræði hetjusaga enda er hér oftlega sagt frá miklum mannhættum og erfið- leikum til sjós og lands. Þar njóta sín vel tilþrif og frásagnargleði höf- undar. Egill Bjarnason (1915-1993) bóksali og þýðandi skrifar um sögu Sigurðar þegar önnur útgáfa hennar kom í búðir og minnist þá þeirra miklu vinsælda sem bókin naut í hans heimasveit norður í Húnaþingi, þannig að fæstir létu sér nægja að lesa hana bara einu sinni. Egill segir ennfremur: „Sigurður segir frá atburðunum á svo lifandi hátt, að lesandanum finnst hann vera að lesa spennandi skáldsögu eða riddarasögu, enda minnist ég þess að eftir lestur bók- arinnar í æsku, setti ég Sigurð á bekk með görpum Íslendingasagn- anna.“ (Tíminn, 18. des. 1957) Sigurður er ekkjumaður og kom- inn hátt á sjötugsaldur þegar hann sest niður og skrifar ævisögu sína, einstæðingur í litlu húsi vestur í Gimli í Kanada. Hann hefur engar dagbækur til að styðjast við og eng- ar heimildir. Allt sem hér er sagt er dregið úr djúpi hugans og það er sem höfundur hafi engu gleymt. Hann man viðurgerning á bæjum sem hann kom á einu sinni fyrir meira en hálfri öld. Man samtöl manna og orðaskipti, útlit þeirra og háttu. Það er enginn vafi að höfundur er stálminnugur enda koma sárafáar athugasemdir fram í blöðum um sannleiksgildi einstakra frásagna. En engu að síður er ljóst að Sigurður beitir hér sömu tökum og skáldævi- sagnahöfundar nútímans. Í fyrr- nefndum ritdómi í Nýjum kvöldvök- um segir m.a.: „En það er meðferðin á efninu, löng samtöl og nákvæmustu smáat- riðalýsingar, eins og það hefur alt endurspeglast í hug og minni hins gamla manns. Það hefur margt af því sennilega fengið dálítið fastari mynd í penna höfundar en geta má til að verið hafi, og samtölin munu líklega sumstaðar ekki alveg nákvæmt höfð eftir; að minsta kosti hefur maður, sem ég þekti vel, varla hagað orðum sínum eins og þar er sagt frá.“ Skapandi skrif eða „skáldað í skörðin“ Sá sem skrifar um bókina í Nýjum kvöldvökum er þannig ekki í neinum vafa um að Sigurður skáldi svolítið í skörðin og sá sem hér skrifar hefur komist mjög að sömu niðurstöðu við samanburð bókarinnar við aðrar heimildir. Alla jafna nefnir Sigurður lags- menn sína og samferðamenn aðeins með eiginnafni enda óvíst að hann hafi alltaf vitað fullt nafn viðkom- andi. Hann hefur heldur engin gögn til fletta í þar sem hann situr við skriftir í litlu húsi vestur í Gimli. Þegar skyggnst er um í ættfræði- legum heimildum um fólk verður í nokkrum tilvikum vafamál við hvern er átt og jafnvel vafi að rétt sé með farið nafn stöku manna. Þetta er hvergi eins áberandi eins og þar sem Sigurður segir frá frændfólki sínu í Vopnafirði. Þar ruglast höfundur á því hver bjó á hvaða bæ og jafnvel að hann slái saman systkinabörnum. Enda er hann þar að segja frá fólki sem hann hitti líklega aldrei en vissi aðeins deili á vegna frændsemi. En flest sem hér er sagt stenst og svo er væntanlega um allar megin- frásagnir höfundar þannig að minni hans Sigurðar er með miklum ólík- indum. Vitaskuld eru því takmörk sett og hann er ófeiminn við að setja hlutina niður eftir því sem hann telur sennilegast. Annað dæmi um þessi skapandi skrif höfundar eru frásagn- ir hans af draumum í bókarlok. Draumar Sigurðar eru óvanalega skýrir og miklum mun skil- merkilegri en almennt er í draum- heimum manna. Alvarlegasta gagnrýni á sann- leiksgildi frásagnar hjá Sigurði kem- ur fram þegar borin er saman saga hans í fjórða kafla annarrar bókar af sjóhrakningi á skipinu Feyki og svo frásögn Bessa Þorleifssonar skip- stjóra af sama túr. Frásögn Bessa birtist í Norðanfara 1885 og var end- urprentuð 1944 í Heimilisblaðinu. Þegar þessar tvær frásagnir eru bornar saman er þó engan veginn ljóst hvor fer hér með réttara mál og misræmið í frásögn þarf ekki að koma á óvart ef Sigurður hefur rétt fyrir sér. Tuttugu og níu ára hóf Sig- urður sambúð með Margréti Krist- jánsdóttur (1831-1908) frá Enni í Refasveit. Hún var þrettán árum eldri en hann og því komin nokkuð á fimmtugsaldur þegar þau taka sam- an. Þau voru barnlaus en heimildir eru um að Margrét hafi ung eignast soninn Jónas Bjarnason (f. 1850) en sá hefur sennilega dáið ungur. Þrátt fyrir margskonar slark og ævintýri framan af ævi getur Sigurður hvergi um ástabrall og ekki er vitað til að hann hafi eignast neina afkomendur. Hann er því einstæðingur þegar Margrét deyr frá honum vestur í Gimli á aðfangadag jóla árið 1908. ... Dalmann, Suðfjörð og Goodmann Þriðja bindi sögunnar segir ein- mitt frá þessum söluferðum höf- undar um Íslendingabyggðir og styður fyrrgreinda sögusögn enda var Sigurður orðinn landskunnur bæði hér heima og meðal Vestur- Íslendinga eftir útgáfu fyrra bind- isins. Frásögn þriðja bindisins er að vonum tíðindaminni en hinna tveggja og endurtekningasöm þar sem ein heimsókn tekur við af ann- arri. Aftur á móti er þessi frásögn mik- ilsverð og skemmtileg heimild um líf í Vesturheimsbyggðum Íslendinga fyrir einni öld síðan. Við kynnumst hér þjóð sem ferðast með „treini“ eða „kar“ og ber nöfn eins og Borgfjörð, Dalmann, Suðfjörð og Goodmann. Sjálfur veiðir Sigurður „rabita“ í skóginum en „kattfiska“ í vötnum. Vinsamlegir palladómar Sigurðar um sam- ferðamenn sem hann hittir bæði hér heima og í Vesturheimi kunna að verka sérkennilegir í augum nútíma- manna. Hann hrósar húsfreyjum með því að segja að þær séu gildar, feitar og rjóðar. Ástandið er ekki eins gott á heim- ili hjónanna Guðrúnar og Jónasar Jónassonar við Manitobavatn: „Kon- an hafði verið lengi á sjúkrahúsi í Winnipeg; hafði verið skorin upp, en nú komin heim, aumingi, en nú á batavegi.“ Sigurður og Birkiland í sama landi Um margt kallast frásögn Sig- urðar af heimsóknum á heimili Vesturheimsfara á við frásagnir Jó- hannesar Birkilands sem er einmitt á ferðinni á sömu slóðum þessi sömu ár og segir frá því ferðalagi í bókinni Harmsaga ævi minnar. Þó að ekki séu heimildir um fundi þeirra geta þeir alveg hafa hist. En það er einkum athyglisvert að gest- risni í Vesturheimi verður þessum tveimur mönnum misjafnlega nota- drjúg. Og hitt er einnig merkilegt og kemur fram í báðum þessum ævisög- um að það hefur þótt sjálfsagt á þessum árum að Íslendingar hýstu landa sína sem voru á ferðalagi um hinar víðlendu Vesturheimssléttur. Þetta elskulega karlaraup Alþýðumaður Sigurður Ingjaldsson frá Balaskarði í Laxárdal skrifaði ævi- sögu sína og gaf út í þremur bindum á árabilinu 1913 til 1933. Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði í Laxárdal er nú gefin út í þriðja sinn, en bókin kom upphaflega út í þremur bindum á árabilinu 1913 til 1933. Þegar hún var gefin út öðru sinni 1947 sagði í sjómannablaðinu Víkingi að hún væri „án efa ein- hver fjörmesta og skemmtilegasta sjálfsævisaga, sem íslenzkur alþýðumaður hefur skrifað“. Verið velkomin í nýja vefverslun Black Friday oooooooooooooooooo Cyber Monday Allt að 60% afsláttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.