Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 98

Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 98
98 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Evrópudeild UEFA C-RIÐILL: Krasnodar – Basel ................................... 1:0  Jón Guðni Fjóluson var ekki í leik- mannahópi Krasnodar. Trabzonspor – Getafe .............................. 0:1  Basel 10, Krasnodar 9, Getafe 9, Trab- zonspor 1. G-RIÐILL: Feyenoord – Rangers .............................. 2:2 Young Boys – Porto ................................. 1:2  Rangers 8, Porto 7, Young Boys 7, Feyenoord 5. H-RIÐILL: CSKA Moskva – Ludogorets .................. 1:1  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA og Arnór Sigurðsson fyrstu 64 mínúturnar. Ferencváros – Espanyol.......................... 2:2  Espanyol 11, Ludogorets 7, Ferencváros 6, CSKA Moskva 2. I-RIÐILL: Oleksandriya – Wolfsburg....................... 0:1 Saint-Étienne – Gent ............................... 0:0  Gent 9, Wolfsburg 8, Saint-Étienne 4, Oleksandria 3. J-RIÐILL: Istanbul Basaksehir – Roma................... 0:3 Wolfsberger – Mönchengladbach........... 0:1  Mönchengladbach 8, Roma 8, Basaksehir 7, Wolfsberger 4. K-RIÐILL: Besiktas – Slovan Bratislava................... 2:1 Braga – Wolves......................................... 3:3  Braga 11, Wolves 10, Slovan Bratislava 4, Besiktas 3. L-RIÐILL: Astana – Manchester United.................. 2:1  Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leik- inn með Astana. AZ Alkmaar – Partizan Belgrad ........... 2:2  Albert Guðmundsson hjá AZ er frá keppni vegna meiðsla.  Manchester United 10, AZ Alkmaar 9, Partizan 5, Astana 3.  Feitletruð lið í stöðum eru komin áfram.  Leikjum í A-, B-, D-, E- og F-riðlum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gær- kvöld. Arnór Ingvi Traustason var í byrj- unarliði Malmö sem tók á móti Dynamo Kiev. Sjá mbl.is/sport/fotbolti. Danmörk B-deild: Viborg – Vejle .......................................... 3:4  Ingvar Jónsson varði mark Viborg.  Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn með Vejle og skoraði eitt markanna. Katar Deildabikarinn, B-riðill: Al-Gharafa – Al-Arabi ............................ 1:1  Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Al-Arabi en Aron Einar Gunnarsson er frá vegna meiðsla. Heimir Hallgrímsson þjálf- ar liðið. KNATTSPYRNA Dominos-deild karla Njarðvík – Haukar ............................... 89:75 Tindastóll – Þór Þ................................. 72:67 Valur – Þór Ak ...................................... 79:88 ÍR – Grindavík ...................................... 90:92 Staðan: Tindastóll 9 7 2 787:731 14 Keflavík 8 6 2 697:656 12 Stjarnan 8 6 2 727:689 12 Njarðvík 9 5 4 743:654 10 KR 8 5 3 672:630 10 Haukar 9 5 4 804:773 10 ÍR 9 5 4 753:770 10 Þór Þ. 9 4 5 710:733 8 Grindavik 9 4 5 768:777 8 Valur 9 3 6 728:776 6 Fjölnir 8 1 7 678:736 2 Þór Ak. 9 1 8 707:849 2 1. deild karla Skallagrímur – Álftanes..................... 88:102 Staðan: Höttur 9 8 1 786:714 16 Hamar 8 7 1 764:675 14 Breiðablik 8 7 1 783:647 14 Vestri 8 4 4 707:636 8 Álftanes 9 4 5 713:751 8 Selfoss 8 3 5 603:636 6 Skallagrimur 9 2 7 731:825 4 Sindri 7 1 6 567:630 2 Snæfell 8 1 7 597:737 2 Þýskaland Alba Berlín – Zalgiris Kaunas ........... 69:62  Martin Hermannsson skoraði 11 stig fyrir Alba, átti 3 stoðsendingar og tók 2 frá- köst. NBA-deildin Cleveland – Orlando......................... 104:116 Indiana – Utah.................................. 121:102 Boston – Brooklyn............................ 121:110 Philadelphia – Sacramento.................. 97:91 Charlotte – Detroit........................... 102:101 Toronto – New York .......................... 126:98 Milwaukee – Atlanta ........................ 111:102 Memphis – LA Clippers................... 119:121 Houston – Miami .............................. 117:108 San Antonio – Minnesota................. 101:113 Phoenix – Washington ..................... 132:140 New Orleans – LA Lakers............... 110:114 Portland – Oklahoma City............... 136:119 Golden State – Chicago...................... 104:90 KÖRFUBOLTI FRJÁLSAR Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég er ánægð með keppnisárið sem er að baki,“ segir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem á dögunum var út- nefnd frjálsíþróttakona ársins á uppskeruhátíð Frjálsíþrótta- sambands Íslands. Guðbjörg Jóna er aðeins 17 ára gömul, verður átján ára á að- fangadag jóla, en hefur þegar skipað sér í flokk með efnilegustu sprett- hlaupurum Evrópu og náði m.a. þeim glæsilega árangri að hafna í fjórða sæti í 200 m hlaupi á Evrópumeist- aramóti ungmenna utanhúss á liðnu sumri. Hún bætti Íslandsmet í 100 og 200 m hlaupi fullorðinna, met sem höfðu staðið lengi, auk þess að jafna Ís- landsmetið í 60 m hlaupi innanhúss snemma árs. Einnig var Guðbjörg Jóna í boðhlaupssveitum sem bættu Íslandsmet á árinu og átti sinn hlut í að íslenska landsliðið færðist upp um deild í Evrópubikarkeppni landsliða í upphafi sumars. „Eftir metið í 60 metra hlaupinu þá bætti ég metin í 100 og 200 m hlaup- um sem var mikill áfangi. Síðan rak hvað annað sem gekk vel hjá mér. Fjórða sætið á EM undir 20 ára var frábært og síðan var gaman að taka þátt með landsliðinu í að fara upp um deild. Árið hefur verið mjög fínt en um leið mjög annasamt. Af þeim sök- um ætlum við þjálfari minn að velja betur þau mót sem ég tek þátt í,“ segir Guðbjörg Jóna sem heldur ótrauð sínu striki. Nú um stundir stendur yfir undirbúningur fyrir næsta keppnisár þar sem hún ætlar að gera atlögu að þátttöku á Ólymp- íuleikunum sem fram fara í Japan. Sér fram á bætingar „Æfingar hafa gengið frábærlega síðustu vikur og þess vegna hef ég fulla trú á að ég haldi áfram að bæta mig á næsta keppnisári,“ segir Guð- björg sem hefur unnið mikið í að bæta snerpu en einnig styrkinn. „Í sumar gafst lítill tími til þess og af þeim sökum hef ég einbeitt mér að því að bæta eitt og annað. Ég hlakka því til vorsins og sumarsins. Ég sé fram á bætingar,“ segir Guðbjörg Jóna ennfremur en hún stefnir hátt en hún æfir undir stjórn Brynjars Gunnarssonar og Óðins Björns Þor- steinssonar. Sá síðarnefndi sér um lyftingaæfingarnar. „Aðalmarkmiðið er að gera atlögu að þátttöku á Ólympíuleikunum. Til þess þarf ég að safna stigum til að komast eins ofarlega á heimslistann og mögulegt er áður en fresturinn rennur út í júní. Af þeim sökum byrja ég keppnistímabilið snemma innan- húss og einbeiti mér þá að keppni í 200 metra hlaupi og held áfram í þeirri grein þegar keppnistímabilið hefst utandyra. Ef ég næ ekki inn á Ólympíuleikana þá get ég farið á heimsmeistaramót ungmenna, 20 ára og yngri, sem fram fer í Kenía síð- sumars. Ég hef fulla trú á að ég komist á Ólympíuleikana en síðan verður að koma í ljós hvort það gangi eftir,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég er ekki að setja pressu á mig að komast á leik- ana en þetta er gott markmið fyrir árið sem er framundan.“ Guðbjörg segist ennfremur hafa sett sér það takmark að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumeistaramóti fullorðinna sem haldið verður í ágúst. Til þess þarf hún að hlaupa 200 metr- ana á 23,35 sekúndum. „Metið mitt er 23,45 svo ég er ekki langt frá lág- markinu.“ Ég sé þar af leiðandi fram á spenn- andi og annasamt ár hvort sem ég kemst inn á Ólympíuleikana eða ekki,“ sagði Guðbjörg Jóna sem líkar best við 200 m hlaupið og segir að það sé sú grein sem hún ætli sér að ein- beita sér að næstu misserin hið minnsta. Auk stífra æfinga fimm daga vik- unnar stundar Guðbjörg Jóna nám við Menntaskólann við Hamrahlíð á félagsfræðibraut þar sem hún lýkur stúdentsprófi í vor. Hún hefur sett stefnuna á nám í sálfræði þegar framhaldsskóla lýkur. Ætlar að gera atlögu að ólympíusæti  Guðbjörg Jóna er 17 ára en þegar komin í fremstu röð í heiminum Morgunblaðið/Eggert Efnileg Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er í fremstu röð í heiminum í 100 og 200 metra hlaupum í sínum aldursflokki og ætlar sér stóra hluti á næsta ári. Þegar Ísland og Rúmenía voru dregin saman í umspilinu fyrir EM karla í fótbolta 2020 í síðustu viku voru Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslista FIFA. Nýr listi var birtur í gær og nú munar aðeins tveimur sætum á lið- unum. Rúmenar falla úr 29. sæti niður í 37. sæti en Íslendingar hækka sig úr 40. sætinu í það 39. Belgía, Frakkland, Brasilía, Eng- land og Úrúgvæ skipa áfram fimm efstu sæti listans en Króatar fara uppfyrir Portúgala og eru komnir í sjötta sætið. vs@mbl.is Rúmenar tveimur sætum ofar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon FIFA Ísland hækkar sig um eitt sæti á heimslistanum frá því í október. Eyjamenn fengu í gær til liðs við sig einn reyndasta knattspyrnumann landsins þegar Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson samdi við þá fyrir næsta tímabil. ÍBV féll úr úrvals- deildinni í haust. Bjarni er 37 ára gamall varnarmaður og hefur leikið með meistaraflokki Vals frá árinu 2000, að undanskildum fimm árum með Silkeborg í Danmörku og Sta- bæk í Noregi. Bjarni sló leikjamet Vals í efstu deild í ár, hefur þar leik- ið 244 leiki fyrir félagið, og hann á alls að baki 411 deildaleiki á ferl- inum, heima og erlendis. vs@mbl.is Methafi Vals til Eyjamanna Morgunblaðið/Hari Eyjamaður Bjarni Ólafur Eiríksson klæðist hvítum búningi ÍBV. Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana, meistaraliði Kasakstan, fengu í gær sín fyrstu stig í riðla- keppni Evrópudeildarinnar í fót- bolta þegar þeir lögðu Manchester United að velli, 2:1, á heimavelli. Rúnar lék þarna sinn fyrsta leik frá því hann meiddist í landsleik Ís- lands og Frakklands 11. október og spilaði allan leikinn. United tefldi fram varaliði, enda þegar komið áfram í keppninni, og komst yfir strax á 10. mínútu þegar Jesse Ling- ard skoraði. Auk Lingards var Luke Shaw eini leikmaður United með teljandi reynslu, ásamt hinum 36 ára gamla markverði Lee Grant sem lék sinn fyrsta Evrópuleik. Dmitriy Shomko jafnaði fyrir Ast- ana snemma í seinni hálfleik og ný- liðinn Di’Shon Bernard gerði sjálfs- mark rétt á eftir þegar Antonio Rukavina, landsliðsmaður Serbíu, sendi boltann fyrir mark United. Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson komast ekki áfram úr riðlakeppninni með CSKA frá Moskvu. Þeir gerðu 1:1 jafntefli við Ludogorets á heimavelli í gær- kvöld og þar með voru vonir CSKA endanlega úr sögunni. AZ, án Alberts Guðmundssonar sem er meiddur, komst áfram á æv- intýralegan hátt. Liðið skoraði tvö mörk í lokin gegn Partizan Belgrad og jafnaði, 2:2. Krasnodar, lið Jóns Guðna Fjólusonar, er enn í barátt- unni um að komast áfram í 32ja liða úrslit eftir 1:0 heimasigur á Basel. vs@mbl.is AFP Moskva Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður CSKA, í baráttu við Marcelinho, leikmann Ludogorets frá Búlgaríu, í viðureign liðanna í gær. Rúnar lagði strák- ana frá Manchester  CSKA kemst ekki áfram úr riðlinum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.