Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 99

Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 99
Í NJARÐVÍK Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Njarðvíkingar fengu Hauka í heim- sókn í Njarðtaksgryfjuna í gær- kvöld í Domions-deild karla í körfu- bolta. Deildin í raun í hnút, mörg lið með svipaðan stigafjölda og því að- eins í raun heimavöllurinn sem þessa dagana er forskot liða á and- stæðinga sína. Svo fór að Njarðvík- ingar lönduðu sínum fjórða sigri í röð, 79:65, og eru búnir að koma sér kirfilega fyrir í þeirri þvögu sem er að myndast í deildinni.. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn hjá liðunum og áhlaup einkenndu leik beggja liða þar þó svo að Njarð- víkingar hafi leitt með 5 stigum eftir 20 mínútur. Þessi áhlaup héldu áfram í raun allt þar til um miðbik fjórða leikhluta þegar Njarðvík- ingar náðu yfirhöndinni og lönduðu sigrinum mikilvæga. Njarðvíkingar hafa fengið nýtt líf í sinn leik með tilkomu Chaz Willi- ams. Sóknarleikur liðsins var hægur og fyrirsjáanlegur en er allt annar með hann inn á. Um leið virðist hann koma með skemmtilega áru inn í hóp liðsins og virðist vera að hafa gaman af hlutunum. Ekki skemmdi að Kyle Williams sem hef- ur verið meiddur, lofar einnig góðu fyrir framhaldið hjá grænum. Haukaliðið framan af virtist vera nokkuð óútreiknanlegt. Náðu aldrei að tengja góða kafla saman og þeirra beittasti maður í sókninni, Kári Jónsson, var lengi í gang og reyndist Njarðvíkingum erfiður þegar hann loksins herjaði á körfu heimamanna. Það vó þungt að besti maður Hauka í kvöld, Flenard Whit- field lenti í villuvandræðum og náði ekki að spila hinar mikilvægu mín- útur leiksins þegar allt var undir.  Þór Akureyri vann sinn fyrsta sigur er liðið heimsótti Val og vann 88:79. Þór var með forskot nánast allan leikinn og var það mest 21 stig. Valsmenn neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í eitt stig, 69:68, þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Þórsarar voru hins vegar sterkari á lokakaflanum og geta þeir loksins fagnað sigri, eftir að hafa komist grátlega nálægt gegn Stjörn- unni í síðustu umferð. Hansel Atencia skoraði 24 stig fyrir Þór, eins og Philip Alawoya fyrir Val.  Tindastóll vann sinn fimmta sigur í röð er liðið vann Þór Þorláks- höfn á heimavelli, 72:67. Liðin skipt- ust á að eiga góða leikhluta og voru Þórsarar yfir fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þar voru heimamenn hins vegar sterkari og unnu að lok- um góðan sigur. Jaka Brodnik, sem spilaði með Þór á síðustu leiktíð, skoraði 24 stig fyrir Tindastól og Halldór Garðar Hermannsson skor- aði 17 fyrir Þór.  Grindavík hafði betur gegn ÍR á útivelli eftir jafnan og æsispenn- andi leik, 92:90. ÍR var með 52:44- forskot í hálfleik, en Grindvíkingar náðu að jafna í seinni hálfleik og knýja fram sigur á spennandi loka- sekúndum. ÍR var með 90:89-forskot þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka, en Grindvíkingar tryggðu sér sig- urinn með þremur síðustu stig- unum. Ólafur Ólafsson gulltryggði sigurinn með sniðskoti níu sek- úndum fyrir leikslok. Evan Singlet- ary fékk tækifæri til að tryggja ÍR sigur, en hann klikkaði á þriggja stiga skoti í blálokin. Singletary var stigahæstur allra með 30 stig og skoraði 25 stig fyrir Grindavík og Sigtryggur Arnar Björnsson gerði 24 stig. Sigling á Njarðvíkingum  Fjórði sigurinn í röð kom gegn Haukum  Nýtt líf með Chaz Williams  Fyrsti sigur Þórs  Tindastóll í efsta sæti  Grindavík knúði fram sigur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Seljaskóli ÍR-ingurinn Evan Singletary reynir að komast framhjá Grindvíkingnum Kristófer Breka Gylfasyni. ÍÞRÓTTIR 99 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Um þetta leyti árs fyrir 38 árum upplifði ég það í fyrsta og eina skiptið til þessa að vera sagt upp störfum. Þá var ég ungur háskólanemi og hafði verið íþróttafréttamað- ur á Dagblaðinu í tæplega þrjá mánuði. Ég var í skólanum á morgnana og vann á blaðinu frá hádegi og fram á kvöld. Þegar ég sat í strætó á leið frá Háskóla Íslands í Síðumúlann heyrði ég í há- degisfréttunum að síðdegis- blöðin Dagblaðið og Vísir hefðu verið sameinuð um nóttina. Vegna skólans hafði ég misst af morgunhasarnum þegar starfsfólk blaðanna mætti grun- laust til vinnu og komst að því að annaðhvort var það komið til starfa á nýju blaði eða búið að missa vinnuna. Ég var í seinni hópnum. Þetta var einn erfiðasti dagur lífs míns fram að þessu. En ég hélt áfram, var kominn í fullt starf á öðrum fjölmiðli eftir fimm vikur og hef skrifað íþróttafréttir viðstöðulaust síðan. Gærdagurinn var líklega sá erfiðasti í starfi í 38 ár. Við á íþróttadeild Árvakurs sáum á bak þremur af bestu íþrótta- fréttamönnum landsins. Það er ekki aðeins þungbært að sjá á eftir öflugum starfs- kröftum, heldur einnig sam- starfsmönnum og félögum í þrjá- tíu, tuttugu og tólf ár. Þeir hafa allir markað djúp spor í sögu ís- lenskrar íþróttafréttamennsku og fá vonandi tækifæri til að halda því áfram annars staðar. Við sem eftir sitjum munum að sjálfsögðu leggja hart að okk- ur til að halda áfram að skila les- endum Morgunblaðsins og mbl.is góðu íþróttaefni á hverj- um degi. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Kjartan Henry Finnbogason skor- aði mark í þriðja leik sínum í röð fyrir Vejle þegar lið hans vann góð- an útisigur á Viborg, 4:3, í toppslag dönsku B-deildarinnar í knatt- spyrnu. Þar með skoraði Kjartan sitt þrettánda mark í 17 leikjum á tímabilinu og hann er sem fyrr markahæstur í deildinni. Markið skoraði hann eftir að hafa leikið á landa sinn Ingvar Jónsson í marki Viborg. Vejle komst sigrinum á toppinn með 38 stig en Fredericia er með 35 stig og Viborg 33. Aðeins efsta liðið kemst upp í ár. vs@mbl.is Kominn með 13 mörk í deildinni AFP Skorar Kjartan Henry Finnbogason skorar reglulega fyrir Vejle. Martin Hermannsson og félagar í þýska liðinu Alba Berlín unnu í gær- kvöld sinn þriðja sigur í síðustu fjór- um leikjunum í Evrópudeildinni í körfuknattleik, Euroleague. Þeir tóku á móti Zalgiris Kaunas frá Litháen frammi fyrir ríflega 10 þús- und áhorfendum í Berlín og sigruðu með góðum endaspretti, 69:62. Þar með hefur Alba unnið fjóra leiki af ellefu og fikrað sig upp töfluna eftir slæma byrjun. Martin spilaði einna mest í liði Alba, í 29 mínútur, skoraði 11 stig, átti 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst. vs@mbl.is Allt á uppleið hjá Alba og Martin Ljósmynd/EuroLeague Sigur Martin Hermannsson og fé- lagar eru komnir á sigurbraut. Njarðtaksgryfjan, Dominos-deild karla, fimmtudag 28. nóvember 2019. Gangur leiksins: 3:2, 9:4, 12:8, 20:13, 22:17, 29:25, 34:29, 39:34, 42:40, 46:43, 58:47, 61:55, 67:61, 67:63, 77:68, 89:75. Njarðvík: Maciek Stanislav Baginski 25, Chaz Calvaron Williams 11/9 stoðsendingar, Kyle Steven Williams 11, Mario Matasovic 10/8 fráköst, Wayne Ernest Martin Jr. 10/7 frá- köst/3 varin skot, Kristinn Pálsson 10/4 fráköst, Logi Gunnarsson 8, NJARÐVÍK – HAUKAR 79:65 Ólafur Helgi Jónsson 4/6 fráköst. Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn. Haukar: Flenard Whitfield 21/10 fráköst, Kári Jónsson 17/5 stoð- sendingar, Gerald Robinson 11/6 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 9, Emil Barja 7/4 fráköst, Breki Gylfa- son 6/4 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 4. Fráköst: 22 í vörn, 5 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jó- hannes Páll Friðriksson, Bjarni Hlíð- kvist Kristmarsson. Áhorfendur: 250. HANDBOLTI Grill 66 deild kvenna Fylkir – ÍBV U...................................... 22:21 Staðan: Fram U 9 9 0 0 304:212 18 FH 9 7 1 1 247:198 15 Selfoss 9 6 2 1 207:188 14 Grótta 9 6 1 2 224:200 13 ÍR 9 5 0 4 225:221 10 Valur U 9 4 1 4 242:231 9 ÍBV U 10 4 1 5 249:247 9 Stjarnan U 9 3 1 5 228:251 7 Fylkir 10 3 0 7 191:215 6 HK U 9 2 1 6 224:255 5 Fjölnir 9 2 0 7 206:250 4 Víkingur 9 0 0 9 205:284 0 Þýskaland Lemgo – Balingen ............................... 27:24  Bjarki Már Elísson skoraði 2 mörk fyrir Lemgo.  Oddur Gretarsson skoraði 3 mörk fyrir Balingen. Flensburg – Bergischer...................... 29:23  Ragnar Jóhannsson skoraði 2 mörk fyrir Bergischer en Arnór Þór Gunnarsson er frá keppni vegna meiðsla. Erlangen – Kiel.................................... 27:31  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.  Gísli Þorgeir Kristjánsson hjá Kiel er frá keppni vegna meiðsla. Göppingen – Wetzlar .......................... 26:21  Viggó Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar. Staðan: Flensburg 24, Kiel 22, Hannover-Burgdorf 20, Füchse Berlín 20, RN Löwen 20, Magdeburg 20, Melsungen 19, Leipzig 16, Bergischer 15, Göppingen 13, Wetzlar 12, Balingen 11, Erlangen 10, Minden 10, Lemgo 8, Stuttgart 6, Ludwigshafen 6, Nordhorn 2. B-deild: Rimpar – Lübeck-Schwartau ............ 18:18  Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði eitt mark fyrir Lübeck-Schwartau sem er í 13. sæti af 18 liðum í deildinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.