Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 102

Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 102
102 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 VIÐTAL Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég var mjög hrædd við Grýlu og fékk nokkrar martraðir um að hún væri komin til að sækja mig. Hún var hræðilega útlítandi í þeim draumum, það vantaði neðan á hana frá hnjám af því að hún hafði gengið svo mikið. Hún kom í drauma mína með þessa fótastubba sína og reyndi að sparka í gluggana til að ná í mig. Þetta voru rosalegar martraðir, ég man vel skelfinguna, lömun í fletinu,“ segir Eva María Jónsdóttir, en hún og Rósa Þorsteinsdóttir sendu nýlega frá sér bókina Skuggahliðin jólanna, sem geymir gömul kvæði og sögur af vættum þeim sem fara á stjá þeg- ar myrkrið er mest á jólum, tröll, huldufólk, draugar, jólaköttur og fleiri forynjur sem löngum hafa vakið ótta hjá börnum. Eva og Rósa völdu efnið úr upptökum sem hljóðritaðar voru eftir nafngreindu fólki á liðinni öld og Óskar Jónasson sá um að myndskreyta bók- ina. „Ég var líka rosalega hrædd við Grýlu og Leppalúða en þar fyrir utan hugsaði ég ekki mikið um þessar jóla- verur. Ég er alin upp á Hofsósi og þar var alltaf álfabrenna og þá mættu vissu- lega púkar og „hröll“, eins og bróðir minn sagði,“ segir Rósa og hlær að minningunni. „Ég kynntist ekki fyrr en á fullorðinsárum í þjóðfræði- safninu hinum ógnvekjandi eldri jólasveinum eins og Lungnasletti og öðrum sem gátu verið klofnir upp í háls og komu til byggða á skinn- bátum utan af sjó,“ segir Rósa og bætir við að óttinn við jólasveina sé kannski ein birtingarmynd landlægs ótta við hið óþekkta sem kemur að utan. Hvorug þeirra Evu og Rósu var hrædd við jóla- köttinn, því það var ekki mikil hætta á að þær fengju enga nýja spjör fyrir jólin. „Ég man að þegar verið var að undirbúa jólin á bernskuheimili mínu sofnaði ég oft við saumavélarhljóð á kvöldin þegar mamma var að sauma föt á okkur börnin,“ segir Eva og Rósa bætir við að hún hafi átt móðursystur í Vestmannaeyjum sem kom í veg fyrir að hún færi í jólaköttinn. „Við systkinin vissum fyrir víst að við fengjum um hver jól nýjar flíkur frá Önnu frænku.“ Gott fyrir börn nútímans Þær segjast með bókinni vera meðvitað að draga sögur og kvæði fram úr okkar gömlu þjóðtrú og menningu. „Öldum saman gengu manna á milli í munnlegri geymd ör- lagaríkar sögur um þennan dimm- asta tíma ársins, jólin. Við viljum halda þessu til haga og kynna fyrir nútímafólki, það er mikilvægt. Fólk bjó við þessa ógn í mesta myrkrinu þegar allar jólavættir höfðu tækifæri til að fara á kreik,“ segir Rósa og Eva bætir við að það sé sérlega skemmti- legt að lesa sögurnar í bókinni upp- hátt vegna orðfærisins. „Þetta er eins og að fara salibunu á tungunni.“ Þær segja að það sé gott fyrir börn nútímans að kynnast því sem er fornt og framandi, það kveiki á ímyndunar- aflinu. „Ímyndunaraflið kennir börn- um svo margt þegar þau setja sig í spor þess sem er í mikilli hættu eða upplifir mikla ógn. Börn vilja láta hræða sig. Barnasálfræðingurinn Bruno Bettelheim heldur því fram að það sé meinhollt fyrir börn að vera hrædd, sérstaklega af nánum ástvin- um, því þá eru þau jafnframt í örygg- inu,“ segir Eva. Taugatitringur tengdur jólum Kvæðin og sögurnar í bókinni geyma líka heimildir um fátækt, vinnuhörku og hungur fyrri tíma hér á landi, til dæmis kvæðið um dreng- inn sem fékk svo lítinn mat á jólum að hann rúmaðist í hörpuskel. „Börn þurftu að vinna og ef þau voru eitthvað að slóra var þeim refs- að með minni mat. Börnum í nútíma gnægtasamfélagi hlýtur að þykja for- vitnilegt að fá innsýn í þann veru- leika. Ekki mátti heldur vinna verkin með ólund; í einni sögunni segir af stúlku sem hvarf á jólanótt, en hún hafði neitað að hjálpa til við að bera inn jólamatinn. Þetta voru því stund- um sögur til að hræða börn eða fólk til hlýðni,“ segir Eva og bætir við að það séu enn ótrúlega mörg verk á heimilum sem þurfi að inna af hendi fyrir jólin, þótt annars lags sé. „Verkin eru mörg og þau taka fólk á taugum í dag rétt eins og áður. Þessi taugatitringur kemur fram í kvæðum og sögum þessarar bókar, til dæmis um að tunglið megi ekki taka hann Óla. Af þessu sjáum við að taugatitringur var tengdur jólunum í gamla daga rétt eins og núna. Þótt það sé sennilega framandi fyrir börn í dag að fá ekki nóg að borða og enga nýja flík fyrir jólin er þetta líka tím- anna tákn, til dæmis vísan um þann sem söng út öll sín jól í ermabættum kjól, ljómandi af gleði og ánægju. Ef við getum framkallað slíka gleði í dag, þegar við virkilega þurfum að minnka neyslu okkar og þurfum að endurnýta hluti og föt, er ágætt að bregða upp mynd af ljómandi glöðu fólki sem fékk ekki ný föt heldur breytt föt og endurgerð, framleng- ingu á ermar.“ Feitur matur efst á listanum Sumar sögurnar endurspegla óskadrauma þeirra sem lifa í fátækt. „Til dæmis sagan um stúlkuna sem fer í huldufólksdalinn og hefur það miklu betra þar heldur en hún hefði það ef hún væri heima hjá sér. Hún getur líka veitt öðrum mannlegum verum af auðæfum sínum,“ segir Rósa og Eva tekur annað dæmi um óskadraum sem birtist í kvæðinu um gjafirnar sem fólk gæti hugsað sér alla þrettán jóladagana. „Þar er feit- ur matur efst á lista, sem er áhuga- vert fyrir okkur á þessum tímum matarkúranna.“ Þær Eva og Rósa mæla með því að fólk taki upp gamlar jólahefðir eins og til dæmis þá að syngja Gilsbakka- þulu á heimili sínu, en hana má finna aftast í bókinni þeirra. „Hún er svo skemmtilega löng og fyndin og það er þó nokkuð fyllirí í henni, afinn setur upp hárkollu og fjörið er mikið. Það er ekki langt síð- an það var tiltölulega almennt að fólk syngi þessa þulu um jólin en nú er það fátítt og um að gera að bæta úr því,“ segir Eva. Rósa hvetur foreldra til að halda jólasveinatrú sem lengst hjá börnum. „Þegar yngri dóttir mín var sex ára var hún farin að efast um tilvist jólasveinanna og ég reyndi mikið að plata hana og sannfæra um að þeir væru til. Ég sagði þá vera með hand- leggi sem þeir gætu lengt og gætu komið í gegnum rúðuna til að setja í skóinn. Stúlkan efaðist samt og ég gafst upp, játaði að við pabbi hennar værum þau sem settu í skóinn. Þá reyndist hún ekki vera tilbúin að heyra sannleikann. Þetta voru hræði- leg vonbrigði fyrir hana og hún grét hástöfum. Ég sá eftir þessu og mæli með að foreldrar haldi þetta út með öllum ráðum, því það er gaman að halda ævintýrinu lifandi sem lengst,“ segir Rósa. Meinhollt fyrir börn að vera hrædd  Eva María og Rósa draga fram sögur og kvæði úr gamalli þjóðtrú í nýrri bók, Skuggahliðin jólanna, þar sem vættir fara á stjá og oft með illt í huga  Fólk bjó við þá ógn í mesta myrkrinu um jólin Morgunblaðið/Eggert Gaman Nú styttist í aðventuna hjá Rósu, Vaski hinum káta og Evu Maríu eiganda hans. Þau brugðu á leik úti. Fjármaðurinn Dýra-Steinþór Til hans kom þuklandi vera þegar hann svaf á jólanótt í Grunnavík á Sauðhúseyri í Lónafirði. Hann stökk út og sá þar tröllskessu þessa sem komin var af stað með tvo sauði, krækta saman á hornunum, hangandi á öxlinni. Steinþór fór á eftir henni og hjó á hönd hennar þegar hún ætlaði yfir Lón og sökk hún þar og liggur enn í dag. Ánægð Þessi söng út öll jól í ermabættum kjól. Góð fyrirmynd fyrir nú- tímafólk sem þarf að minnka neyslu sína. GRÆNA TUNNAN auðveldar flokkunina 577 5757 | www.igf.is | igf@igf.is S: 577 5757 NÁTTÚRAN ER TAKMÖRKUÐ AUÐLIND HUGSUM ÁÐUR EN VIÐ HENDUM Í hana má setja allan pappír, pappa, plastumbúðir og minni málmhluti – Muna að skola Pantaðu græna tunnu í síma 577 5757 eða á igf.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.