Morgunblaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 103
MENNING 103
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
Glæpasögur eru dauðans alvara en Ármann Jakobs-son sér líka björtu hlið-arnar, glettni hans skilar
sér og fyrir vikið er Urðarköttur
ekki aðeins spennandi saga um
glæpi heldur fyndin skemmtisaga.
Flestar persónur sögunnar vinna í
stofnun í þjóð-
sagna- og þjóð-
háttafræðum, sem
er rétt utan við hið
eiginlega svæði
Háskóla Íslands, á
Aragötu eða
Oddagötu. Fólkið
hefur flest unnið
þarna í áratugi og
enginn virðist vita
af því frekar en stofnuninni. Þarna
vinnur hver í sínu horni við rann-
sóknir á gömlu og gleymdu efni sem
fáir aðrir hafa áhuga á. Risaeðlur í
hverju rúmi fyrir utan stúdentana
sem halda stofnuninni á lífi með
gleði og gáska.
Síðan er það lögregluteymið, sem
kynnt var til sögunnar í Útlaga-
morðunum, fyrri glæpasögu
Ármanns. Urðarköttur veldur því
hugarangri og upplýsingar um þjóð-
sögur er helst að fá á þjóðfræði-
stofnunni. En þangað liggur leiðin
þó fyrst í öðrum tilgangi, því þar er
framið morð. Skömmu síðar finnst
önnur kona látin.
Lýsingin á rannsókninni á dauðs-
fallinu á draugastofnuninni minnir á
vönduð vinnubrögð Agöthu Christie.
Allar persónur liggja undir grun og
þær eldri og reyndari eiga sér
leyndarmál, sem þola illa dagsljósið.
Hitt málið er erfiðara viðfangs, það
er í ætt við hrollvekju og ýmislegt
sem því tengist dregur frekar úr trú-
verðugleikanum. Þó ekki allt.
Þorbjörn Halldórsson er stofn-
unin, þó hann sé löngu fallinn frá,
mesta lífsmarkið, og kvæði hans um
urðarköttinn svífur yfir vötnunum.
Allt snýst um hann, konurnar sjá til
þess að ekki falli kusk á hvítflibbann
og meira að segja nemi hneigir sig
fyrir brjóstmynd af honum. Eftir-
maðurinn Kjallakur er hvorki fugl
né fiskur enda nafnið fornara en allt
sem fornt er, jafnvel á stofnuninni.
Þessar andstæður koma vel fram og
persónurnar, sem tengjast forstöðu-
mönnunum, setja sinn svip á verkið,
hver með sínum hætti, en nöfnin
Kjallakur og Randalín stinga í stúf.
Urðarköttur er vel uppbyggð saga
með flóknum karakterum og enn
flóknari tengslum. Ekki eru öll kurl
komin til grafar og því má ætla að
framhald verði á.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gáski Í glæpasögunni Urðarköttur sér Ármann Jakobsson björtu hliðarnar
að sögn rýnis, „og fyrir vikið er Urðarköttur ekki aðeins spennandi saga um
glæpi heldur fyndin skemmtisaga,“ eins og segir í umsögninni um bókina.
Út yfir gröf og dauða
Glæpasaga
Urðarköttur bbbmn
Eftir Ármann Jakobsson.
Bjartur, 2019. 315 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
„Þetta er þriðja sýningin í gallerí-
inu sem Svava Björnsdóttir mynd-
listarkona hefur komið upp í vinnu-
stofunni sinni og kallar Skothús.
Hún hefur sett upp eina sýningu á
ári, áður sýndu hjá henni Guðrún
Vera Hjartardóttir og Inga R.
Ragnarsdóttir, og að þessu sinni
hrepptum við Kristinn hnossið og
fengum að sýna,“ segir Finnur
Arnar, myndlistarmaður og leik-
myndahönnuður með meiru, um
sýningu þeirra Kristins E. Hrafns-
sonar myndlistarmanns sem staðið
hefur yfir undanfarið í fyrrnefndu
galleríi sem er í kjallaranum að
Laufásvegi 34. Komið er að síðustu
sýningarhelgi, opið verður kl. 14 til
17 bæði laugardag og sunnudag, og
seinni daginn taka listamennirnir á
móti gestum.
Sýninguna kalla félagarnir „Tikk
eða takk – Af eða á“.
„Þetta er ótrúlega fallegt rými,“
segir Finnur. „Ég sá fyrri sýning-
arnar tvær, spurði Svövu hvort ég
mætti sýna og þegar hún féllst á
það bauð ég Kidda að vera með.“
– Hann er sagður „sérstakur
gestur“?
„Já, hann vildi vera eins konar
gestur á sýningunni. En við áttum
nokkra skemmtilega fundi og
ræddum hvað við vildum gera, sett-
um síðan verkin upp og þau ná vel
saman. Við erum stoltir af því,
strákarnir.“
– Kom það á óvart?
„Við erum báðir í tímapælingum
og það hefði því ekki átt að koma
okkur á óvart. En samstarfið var
ljúft. Verk Kristins eru bæði inni og
úti svo að galleríið er að stækka.“
– Nú er nýtt verk þitt frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu eftir þrjár vikur og
mikið að gera. Hefurðu nokkuð
tíma til að sinna myndlistinni?
„Þetta hefur kallað á skipulags-
hæfileika! Ég reyndi að vera vel
undirbúinn og tók svo tvö kvöld í að
koma sýningunni upp. Ég er líka í
bókaútgáfu núna, og frumsýning
fram undan sem væri í raun alveg
nóg eitt og sér – en mér finnst það
að setja saman myndlistarsýningar
bara það skemmtilegasta sem ég
geri. Mikil áskorun.“ efi@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Í kjallaranum Finnur Arnar og Kristinn E. Hrafnsson innan um allrahanda verk á sýningu þeirra félaga í Skothúsi.
Skemmtilegast að
setja saman sýningu
Sýningu Finns Arnar og Kristins E. í Skothúsi að ljúka
BORGARLEIKHÚSIÐ
Sex í sveit (Stóra sviðið)
Fös 29/11 kl. 20:00 25. s Fim 12/12 kl. 20:00 29. s Lau 21/12 kl. 20:00 33. s
Lau 30/11 kl. 20:00 26. s Fös 13/12 kl. 20:00 30. s Fös 27/12 kl. 20:00 34. s
Fös 6/12 kl. 20:00 27. s Lau 14/12 kl. 20:00 31. s
Lau 7/12 kl. 20:00 28. s Fös 20/12 kl. 20:00 32. s
Sprenghlægilegur gamanleikur!
Matthildur (Stóra sviðið)
Lau 30/11 kl. 13:00 70. s Lau 14/12 kl. 13:00 74. s Fim 26/12 kl. 13:00 77. s
Sun 1/12 kl. 13:00 71. s Sun 15/12 kl. 13:00 75. s Lau 28/12 kl. 20:00 78. s
Lau 7/12 kl. 13:00 72. s Lau 21/12 kl. 13:00 aukas. Sun 29/12 kl. 13:00 79. s
Sun 8/12 kl. 13:00 73. s Sun 22/12 kl. 13:00 76. s
Sýningum lýkur í desember.
Eitur (Litla sviðið)
Fös 29/11 kl. 20:00 15. s Fös 6/12 kl. 20:00 19. s Fös 20/12 kl. 20:00 23. s
Sun 1/12 kl. 20:00 16. s Fim 12/12 kl. 20:00 20. s Fös 27/12 kl. 20:00 24. s
Mið 4/12 kl. 20:00 17. s Fös 13/12 kl. 20:00 21. s Lau 28/12 kl. 20:00 25. s
Fim 5/12 kl. 20:00 18. s Fim 19/12 kl. 20:00 22. s Sun 29/12 kl. 20:00 26. s
Takmarkaður sýningartími, sýningum lýkur í desember.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 29/11 kl. 20:00 54. s Lau 14/12 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar!
Club Romantica (Nýja sviðið)
Fös 27/12 kl. 20:00 18. s Lau 28/12 kl. 20:00 19. s Sun 29/12 kl. 20:00 20. s
Allra síðustu sýningar.
Um tímann og vatnið (Stóra sviðið)
Þri 14/1 kl. 20:00 5. s Þri 21/1 kl. 20:00 6. s
Kvöldstund með listamanni.
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 30/11 kl. 20:00 21. s Lau 7/12 kl. 20:00 22. s Lau 14/12 kl. 20:00 23. s
Sérstakar hátíðarkvöldvökur í desember. Allra síðustu sýningar.
Skjáskot (Nýja sviðið)
Þri 3/12 kl. 20:00 2. s Þri 21/1 kl. 20:00 3. s
Kvöldstund með listamanni.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 30/11 kl. 13:00 13. s Sun 8/12 kl. 13:00 17. s Lau 21/12 kl. 13:00 20. s
Sun 1/12 kl. 13:00 14. s Lau 14/12 kl. 13:00 18. s Sun 22/12 kl. 13:00 21. s
Lau 7/12 kl. 13:00 16. s Sun 15/12 kl. 13:00 19. s
Aðeins sýnt á aðventunni.
Vanja frændi (Stóra sviðið)
Lau 11/1 kl. 20:00 Frums. Fim 16/1 kl. 20:00 4. s Fim 23/1 kl. 20:00 7. s
Sun 12/1 kl. 20:00 2. s Sun 19/1 kl. 20:00 5. s Fim 30/1 kl. 20:00 8. s
Mið 15/1 kl. 20:00 3. s Mið 22/1 kl. 20:00 6. s Sun 2/2 kl. 20:00 9. s
Er líf okkar andlegt frjálst fall?
Kynntu þér matseðil Leikhúsbarsins á
borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Shakespeare verður ástfanginn (stóra sviðið)
Fös 29/11 kl. 19:30 11. sýn Lau 7/12 kl. 19:30 12. sýn Lau 28/12 kl. 19:30 13. sýn
Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri
Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) (Kassinn)
Fös 29/11 kl. 19:30 auka Fös 6/12 kl. 19:30 18. sýn Lau 28/12 kl. 19:30 20. sýn
Sun 1/12 kl. 19:30 15. sýn Lau 7/12 kl. 19:30 19. sýn
Ágengt og tragíkómískt nýtt íslenskt verk sem spyr stórra spurninga
Atómstöðin (Stóra Sviðið)
Lau 30/11 kl. 19:30 7. sýn Sun 29/12 kl. 19:30
síðustu sýningar
Sun 8/12 kl. 19:30 8. sýn Fim 2/1 kl. 19:30 síðustu
sýningar
Nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness
Engillinn (Kassinn)
Lau 21/12 kl. 19:30 Frums Lau 28/12 kl. 19:30 3. sýn
Fös 27/12 kl. 19:30 2. sýn Sun 12/1 kl. 19:30 4. sýn
Leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson
Leitin að jólunum (Brúðuloftið)
Lau 30/11 kl. 11:00 353.
sýn
Lau 7/12 kl. 14:30 361. sýn Sun 15/12 kl. 14:30 370. sýn
Lau 30/11 kl. 13:00 354.
sýn
Sun 8/12 kl. 11:00 362.
sýn
Lau 21/12 kl. 11:00 371. sýn
Lau 30/11 kl. 14:30 355.
sýn
Sun 8/12 kl. 13:00 363.
sýn
Lau 21/12 kl. 13:00 372.
sýn
Sun 1/12 kl. 11:00 356. sýn Lau 14/12 kl. 11:00 365. sýn Lau 21/12 kl. 14:30 373.
sýn
Sun 1/12 kl. 13:00 357. sýn Lau 14/12 kl. 13:00 366.
sýn
Sun 22/12 kl. 11:00 374.
sýn
Sun 1/12 kl. 14:30 358. sýn Lau 14/12 kl. 14:30 367. sýn Sun 22/12 kl. 13:00 375. sýn
Lau 7/12 kl. 11:00 359. sýn Sun 15/12 kl. 11:00 368. sýn Sun 22/12 kl. 14:30 376. sýn
Lau 7/12 kl. 13:00 360. sýn Sun 15/12 kl. 13:00 369.
sýn
Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyr
Meistarinn og Margarita (Stóra Sviðið)
Fim 26/12 kl. 19:30 Frums Sun 5/1 kl. 19:30 4. sýn Fim 16/1 kl. 19:30 7. sýn
Fös 27/12 kl. 19:30 2. sýn Fös 10/1 kl. 19:30 5. sýn
Lau 4/1 kl. 19:30 3. sýn Lau 11/1 kl. 19:30 6. sýn
Hnyttin háðsádeila, gædd myrkum töfrum
Eyður (Stóra Sviðið)
Mið 15/1 kl. 19:30 Frums Mán 20/1 kl. 19:30 2. sýn
Sviðslistahópurinn Marmarabörn
Dansandi Ljóð - Leikhúslistakonur 50+ (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 18/1 kl. 20:00 Fös 24/1 kl. 20:00
Sun 19/1 kl. 16:00 Sun 26/1 kl. 16:00
Kynngikraftur kvenna birtist í leiklist, ljóðum og tónlist
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200ICQC 2020-2022
Matur